Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gramm hvetur til að- ildar Breta að NAFTA London. The Daily Telegraph. REPUBLIKANINN Phil Gramm, formaður utanríkisviðskiptanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að Bandaríkjamenn myndu samþykkja hugsanlega aðild Bret- lands að Fríverslunarsamtökum Norður-Ameríku, NAFTA, „innan Sovétþjóð- söngur end- urvakinn? Moskvu. AFP. FORSETI Rússlands, Vladí- mír Pútín, vill að gamli sovét- þjóðsöngurinn verði þjóðsöng- ur Rússlands, að sögn dagblaðsins Sevodnúi. Fyrr- verandi forseti, Borís Jeltsín, lét eftir hrun Sovétríkjanna gera lag frá 19. öld eftir tón- skáldið Míkhaíl Glínka að þjóð- söng Rússa. Sovétsöngurinn var saminn á árum seinni heimsstyrjaldar, höfundurinn var Alexander Al- exandrov. í texta Sergeis Mík- halkovs er „órofa eining frjálsra lýðvelda" Sovétríkj- anna lofsungin. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vildi hvorki stað- festa orðróminn né vísa honum á bug en sagði að samþykkja yrði tillögu um slíka breytingu á þingi áður en þjóðhöfðingi landsins samþykkti hana. viku“ ef Bretar legðu fram umsókn. Gramm lét þessi orð falla í ræðu sem hann flutti á hádegisverðarfundi á vegum íhaldssamra stjómmála- fræðinga í Bretlandi á þriðjudag. Hann sagði að „sérstök tengsl“ Bandaríkjanna og Bretlands væru svo mikilvæg að umsókn Breta um aðild að NAFTA myndi hafa algjör- an forgang í Washington. Phil Gramm er á meðal nokkurra áhrifamikilla þingmanna í Washing- ton sem hafa beitt sér íyrir því að Bandaríkjastjórn kanni áhrif hugs- anlegrar aðildar Bretlands að NAFTA, en í samtökunum eru nú Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. I Evrópu hefur þessi hugmynd þó ekki verið tekin ýkja alvarlega. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hafnaði hugmyndinni í vikunni sem leið og sagði hana „geggjaða". Simon Featherstone, yf- irmaður Evrópusambandsdeildar breska utanríkisráðuneytisins, not- aði sama orð í minnisblaði, sem var lekið í fjölmiðla. Breskir stjórnmálamenn, sem eru hlynntir því að Bretar taki upp evr- una, segja að náin tengsl landanna séu mjög mikilvæg fyrir Bandaríkin vegna aðildar Bretlands að Evrópu- sambandinu. „Eg vona að enginn trúi því að þessi hugmynd Gramms öldungadeildarþingmanns sé dæmi- gerð fyrir skoðanir Bandaríkja- manna,“ sagði Kenneth Clarke, fyrr- verandi fjármálaráðherra Bretlands. „Við höfðum sérstök tengsl við Bretland áður en Evrópusambandið varð til. Þegar ég hugsa um tengslin við Bretland hef ég ekki Evrópusam- bandið í huga,“ sagði Gramm, sem er á meðal nánustu samstarfsmanna George W. Bush, forsetaefnis repúblikana. Þingmaðurinn bætti við að hann styddi frjáls viðskipti í heiminum en svæðisbundin viðskiptabandalög eins og Evi'ópusambandið hefðu staðið í vegi fyrir viðskiptafrelsi. Hann hélt því ennfremur fram að ef Bretar gengju í NAFTA myndi það koma í veg fyrir að Evrópusamband- ið gæti hindrað frjáls viðskipti í heiminum. Bretland myndi þá hafa svipuð viðskiptatengsl við Evrópu- sambandið og Noregur eða Sviss. Oldungadeildarþingmaðurinn var- aði ennfremur við því að Bretland myndi missa fullveldi sitt ef landið gengi í Efnahags- og myntbandalag- ið, EMU. „Brjálæðisleg hugmynd" Hugmynd Gramms nýtur stuðn- ings nokkurra áhrifamanna í breska íhaldsflokknum og Conrads Blacks, eiganda The Daily Telegraph, en ekki Williams Hagues, leiðtoga flokksins, og skuggaráðuneytis hans. Forystumenn flokksins segja að samningaviðræður um hugsanlegan viðskiptasamning við NAFTA yrðu að fara fram á vegum Evrópusam- bandsins. „Sú hugmynd að Bretland gangi úr Evrópusambandinu til að fá aðild að NAFTA er brjálæðisleg og hættuleg, ekki aðeins til marks um sérvisku heldur einnig mjög skað- leg,“ sagði Chris Huhne, þingmaður Fijálslyndra demókrata á Evrópu- þinginu. Aðalfundur Fimmtudaginn 6. júlí 2000 kl.i6:oo, Ársal, Hótel Sögu Dagskrá: 1 Skýrsta stjórnar. 2 Staðfesting ársreiknings. 3 Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4 Tillaga um breytingar á 3. og 21. grein samþykkta félagsins. 5 Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6 Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7 Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 8 Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 9 Önnur mál. 10 Erindi: „íslenskur hlutabréfamarkaður í evrópsku samhengi" Ólafur Freyr Þorsteinsson sérfræðingur á eignarstýringarsviði Landsbréfa. I ANDSItRI I Dularfullur dauði bengal-tígra TÍU bengal-tígrisdýr hafa drepist í Nandankanan-dýragarðinum á Indlandi nú í vikunni og nokkur tígrisdýr til viðbótar beijast nú fyrir lífi sínu að því er þarlendir fjölmiðlar greindu frá í gær. Ekki var vitað hvers vegna tígrisdýrin hefðu drepist, en að sögn starfsmanna dýragarðsins var dýrunum, sem voru með gulu, gefið mótefni á fastandi maga. Tígrisdýrin voru ekki fóðruð á mánudag, líkt og venja er í Nand- ankanan-dýragarðinum sem hefur átt við fjárhagsvanda að stríða að því er bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá. Yfírmenn dýragarðsins vildu ekki tjá sig um málið, en sjá mátti hræ nokkurra tígrisdýra liggjandi í búri sinu. Einnig sáust starfs- menn flytja dauð dýr til krufning- ar. Tígrisdýrin sem drepist höfðu voru meðal þeirra 17 sem gefið hafði verið mótefni við gulu. I Nandankanan-dýragarðinum mátti finna stærsta safn bengal- tígra á öllu Indlandi. Drumcree-kirkja sést hér í gegnum gaddavírinn á víggirðingu þeirri sem hermenn reistu til að hindra göngumenn mótmælenda í að leggja leið sína um hverfi kaþólskra. Göngutíð mótmælenda á N-frlandi Lögregla reisir víggirðingar ilfast. Reuters. LIÐSMENN brezkra öryggissveita reistu í gær háa víggirðingu úr stáli og gaddavír við brú í smábænum Drumcree á Norður-írlandi til að hindra að þar komi til frekari átaka mótmælenda og kaþólskra. Óraníu- reglu róttækra mótmælenda hafði verið bannað að leggja árlega göngu sína um veginn sem brúin er á, þar sem hann liggur í gegnum íbúðar- hverfi kaþólskra og höfðu óraníu- menn átt í átökum við lögreglu í þijár nætur í röð er víggirðingin var reist í gær. Atök breiddust út frá Drumcree, sem er nærri Portadown suðvestur af Belfast, til annarra bæja, þar sem Bretlandshollir mótmælendur búa innan um kaþólska lýðveldissinna. Lögregla og mótmælendur skiptust á byssuskotum í einu upphlaupinu í fyrrakvöld. Lögregla í Drumcree beitti í fyrri- nótt háþrýstivatnsbyssum til að dreifa um 500 manna hópi vígreifra mótmælenda en þetta var í fyrsta sinn sem lögreglan á Norður-írlandi hefur gripið til slíkra aðgerða frá því árið 1968. Þegar birta tók af degi var allt með kyrrum kjörum á vettvangi og í Bel- fast létu yfirvöld fjarlægja brunnin bílflök og önnur ummerki óeirða í nokkrum höfuðvígjum róttækra mót- mælenda sem vilja fyrir alla muni að tengsl héraðsins við Bretland veikist ekki. Að sögn lögreglu var atvikið þar sem hleypt var af skotum ekki þess eðlis að hægt væri að kalla það eigin- legan skotbardaga. Talsmenn öryggismálayfirvalda hafa enn sem komið er ekki viljað gefa neitt út um það hvort þau telji ástæðu til að endurtaka þær geysi- umfangsmiklu öryggisráðstafanir sem hrint var í framkvæmd í „göngu- tíð“ mótmælenda í héraðinu bæði í fyrra og hitteðfyrra. Stjórnmálamenn fordæma ofbeldið Stjórnmálaleiðtogar á Norður-ír- landi fordæmdu ofbeldið sem brotizt hefði út enn á ný. Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), lét svo ummælt í gær að þetta oíbeldi rót- tækra mótmælenda hefði skapað mjög hættulegt ástand. Hann gagn- rýndi norður-írsku lögregluna (RUC), sem að mestu er skipuð Bret- landshollum mótmælendum, fyrir að taka vægar á óeirðaseggjum mót- mælenda en hann teldi eðlilegt. Harkan í „göngumönnum“ hefur vakið spurningar um hve traust friðarferlið og samstjóm beggja fylk- inga, sem komst á laggimar í annarri tilraun í maí sl., sé. Peter Mandelson, N-írlandsmála- ráðherra brezku ríkisstjórnarinnar, kallaði óeirðimar „hreina ómennsku“ og varaði við því að öryggissveitir myndu taka hart á „göngumönnum" sem reyndu að virða að vettugi bann- ið við að þeir legðu leið sína um hverfi kaþólskra í Drumcree.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.