Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Sjjroti og * Lýsingur með bestu tímana Margrét Dögg hafði góða ráðgjöf frá Jakobi manni sínuin og vinkonu sinni Berglindi Ágústsdóttur. Hrafnkell Guðnason var ekki í vandræðum með spámennskuna enda naut hann fulltingis dalamannsins Sigurðar Jökulssonar. Spáð í forkeppni A-flokks Tveir veðja á Qrm- inn, einn á Oð Mjög margir áhorfendur fylgdust með undanrásum kappreiða á Landsmóti hestamanna sem fram fóru í kvöld og keppt var í 300 m og 800 m stökki. Besta tíma í 300 m stökki náði Sproti frá Árbakka, 21,67 sek. ■‘“fcnapi á honum var Anita M. Ara- dóttir. Næstur var Kósi frá Efri- Þverá og Sigurþór Sigurðsson á 21,92. Þriðja er Aría frá Reykjavík og Silvía Sigurbjörnsdóttir á 22,02, á.Vinur frá Stóra-Fljóti og Stfgur Sæland á 22,35, 5. Leiftur frá Heij- ólfsstöðum og Axel Geirsson á 22,50, 6. Fáni frá Sandfellshaga og Hugrún Lísa Heimisdóttir á 24,26 og 7. Elvis frá Syðri-Brekkum og Elvar Logi Friðriksson á 24,37. íslandsmetið í 300 m stökki á Létt- feti frá Efrahvoli, 20,8 sek. sem sett var á Vindheimamelum 1979. í 800 m stökki var Lýsingur frá Brekku með besta túnann, 63,02 sek. Knapi á honum var Stígur Sæland. ^Næst besta tfmann fékk Gáska frá Þorkelshóli og Sigurþór Sigurðsson, 63,32, 3. Laser frá Skálakoti og Sil- vía Sigurbjömsdóttir á 64,05,4. Týr frá Þúfu og Siguijón Orn Bjömsson á 64,53,5. Kjarkur frá Feijukoti og Siguijón Örn Björnsson á 64,56 og í 6. sæti Þróttur frá Árbakka og Þóra- rinn Þorvar Ottason á 65,63 sek. Metið í 800 m stökki á Gnýfari frá Vestra-Fíflholti, 55,6 sek., sem hann setti á Mánagmnd 1980. Fimm efstu hestar í hvorri grein _ keppa til úrslita á skeiðvellinum á 'laugardagskvöld. Eins og í fyrradag var aftur leitað til þriggja brekkusérfræðinga í gær og þeir beðnir að spá um röð efstu hesta í forkeppni A-flokks sem fram fer í dag. Nú þótti trygg- ara að leita til kvenna og fá álit þeirra. Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir í Freyfaxa taldi Orm frá Dallandi og Atla Guðmundsson örugga með fyrsta sætið og Klakkur frá Bú- landi yrði númer tvö ásamt Vigni Jónassyni. í þriðja sæti vildi hún hafa Létti frá Stóra-Ási og Bene- dikt Líndal. Þá kæmi Logi frá Ytri- Brennihóli sem Páll Bjarki Pálsson mun sýna. I fimmta sæti setur hún Kveik frá Miðsitju og Steingrím Sigurðsson og Svart frá Unalæk og Trausta Þór Guðmundsson í það sjötta, sagðist ekki getað annað en haft sveitunga sinn Svart á blaði. í sjöunda sæti vill hún hafa Geysi frá Gerðum sem Reynir Aðalsteinsson sýnir og í áttunda sæti Þey frá Hólum og Jóhann R. Skúlason. Margrét Dögg Halldórsdóttir í Herði var sammála Guðrúnu um Orm í fyrsta sæti en hún kaus að setja Randver og Vigni Jónasson í annað sæti og Óð frá Brún og Auð; un Kristjánsson í þriðja sæti. I fjórða sæti setur hún Nökkva frá Vestra-Geldingaholti og Sigurð V. Matthíasson og fimmta sæti Kveik frá Miðsitju. Sjötta sætið skipar svo ísak frá Eyjólfsstöðum og Páll Bragi Hólmarsson. í sjöunda sætið setur hún Esjar frá Holtsmúla og Sigurð Sæmundsson og lengra vildi hún ekki ganga í spá að sinni. Þá var bílasalinn frækni og Sleipnisfélaginn frá Selfossi, Hrafnkell Guðnason, næstur feng- inn í spádómana og var hann ekki alveg á sama máli og dömurnar um fyrsta sætið. Setur Óð frá Brún í það góða sæti en Orm í annað sæt- ið. I þriðja sæti vill hann hafa Kveik frá Miðsitju, Þey frá Hólum í fjórða sætið, Geysi frá Gerðum í fimmta sæti og Randver frá Nýja- bæ í sjötta. Að lokum var það Skafl frá Norðurhvammi og Sigurður Sigurðarson sem hlutu sjöunda sætið hjá Hrafnkeli og lengra náði spádómsgáfa hans ekki. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Guðrún Ásdís taldi ekki annað við hæfi en hafa sveitunga sinn Svart frá Unalæk meðal hinna útvöldu enda frábær gæðingur þar á ferð. B-flokksgæðingar á landsmóti Markús með forystu að lokinni forkeppni Forkeppni B-flokksgæðinga bauð upp á góða spennu í gær en almennt var talið að Filma frá Árbæ ætti þar Ámesta möguleika. Það var hinsveg- ar Markús frá Langholtsparti og Sigurbjörn Bárðarson sem tóku forystuna um miðbik keppninnar með mjög góðri sýningu. Filma og Þórður Þorgeirsson urðu aftur að deila öðru sætinu með Snældu frá Bjarnanesi og Vigni Jónassyni. Markús hlaut í einkunn 8,82 en þær stöllur voru með 8,76. Valiant frá Heggstöðum og Hafliði Hall- dórsson eru í þriðja sæti með 8,72 og Víkingur frá Voðmúlastöðum og Brynjar Jón Stefánsson í fjórða sæti með 8,68. Glampi frá Vatns- leysu og Björn Jónsson eru í sjötta sæti með 8,67 og Laufi frá Kolla- leiru og Hans Kjerúlf áttunda með 8,62. Þessir sjö keppendur hafa tryggt sér sæti í Á-úrslitum en næstu átta keppendur munu keppa um eitt sæti í A-úrslitum en þeir eru eftirtaldir: 8. Hrólfur frá Hrólfsstöðum og Ragnar E. Ágústsson, 8,57. 9. Krummi frá Geldingalæk og Olil Amble, 8,56 10. Djákni frá Litla-Dunhaga, 8,55 11. Ljúfur frá Vindási og Jón Jónsson, 8,55 12. Bruni frá Hafsteinsstöðum og Jakob Sigurðsson, 8,54 13. Feldur frá Laugarnesi og Er- ling Sigurðsson, 8,53 14. Kóngur frá Miðgrund og Sig- urbjörn Bárðarson, 8,53 15. Erill frá Kópavogi og Atli Guðmundsson, 8,52. Tvísýn keppni í ungmennaflokki KAREN Líndal Marteinsddttir er efst í ung- mennaflokki á Landsmóti hestamanna eftir for- keppnina á hestinum Manna frá Vestri-Leirárgörð- um sem hún á sjálf. Karen keppir fyrir Dreyra og var 25. keppandinn af um 60. Hún fékk 8,72 og skaust upp fyrir Daníel Inga Smárason, sem búinn var að halda forystunni nokkuð lengi með 8,51. Undir lokin færðist mikil spenna f keppnina þegar Matthíasi Ó. Barðasyni, Fáki, tékst vel upp með sýn- ingu á Ljóra frá Ketu. Þegar einkunnir voru lesnar upp kom í Ijós að hann fékk 8,67 og er því annar. I þriðja sáeti er Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á Gátu frá Þingnesi með 8,58, 4. Árni B. Pálsson, Fáki, . á Fjalari frá Feti með 8,52, 5. Ðaníel Ingi Smárason, r Sörla, á Seiði frá Sigmundarstöðum með 8,51, 6. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Fáki, á Þór frá Litlu- Sandvík með 8,47, 7. Elvar Þormarsson, Geysi, á Esso frá Bólstað með 8,39, 8. Ingunn B. Ingólfsdótt- ir, Andvara, á Sprengju frá Kálfholti með 8,36, 9. Auður Ástvaldsdóttir, Freyfaxa, á Duld frá Víðivöll- um fremri með 8,35,10. Hafdfs Arnardóttir, Frey- faxa, á Höldi frá Kollaleiru með 8,30,11. Hinrik Þór M , Sigurðsson, Sörla, á Garra frá Grund með 8,29,12. Morgunblaðið/Kristinn Karen Líndal Marteinsdóttir og Manni frá Vestri-Leirárgörðum. Kristín Ósk Þórðardóttir, Sörla, á Síak frá Þúfu með 8,25,13. Guðmundur Óskar Unnarsson, Mána, á Mósa frá Múlakoti með 8,23,14. Haukur Bjarna- son, Faxa, á Blika frá Skáney með 8,22 og í 15. sæti Inga Karen Traustadóttir, Herði, á Ófeigi með 8,21. B-úrslit í ungmennaflokki fara fram í kvöld kl. 20.45 en ekki kl. 16.30 eins og auglýst hefur verið í dagskrá mótsins. í B-úrslitum keppa þeir sem Ientu í sætum 8.-15. Keppendur í efstu 7 sætunum kom- ast í A-úrslit en þau verða á laugardagskvöld og heQastkl. 19.30. Morgunblaðið/Kristinn Markús frá Langholtsparti og Sigurbjörn Bárðarson voru með góða sýn- ingu í' B-flokki í gær og tróna nú á toppnum um sinn að minnsta kosti en óvíst er hver leikslokin verða. Gleði frá Prestbakka lang- efst fimm vetra hryssna Gleði frá Prestbakka sem stóð sig frábærlega á vorsýningu hélt fengn- um hlut í kynbótadómum í gær er hún hlaut í annað sinn 8,96 fyrir hæfileika. Fær hún meðal annars 9,5 fyrir vilja og geðslag og þykir hún líkleg til að geta bætt þá einkunn í 10 með svipaðri eða enn betri frammi- stöðu á yfirlitssýningu sem fram fer eftir hádegi á föstudag. Gleði er langefst fimm vetra hryssna með 8,70 í aðaleinkunn sem er einstakur árangur hjá svo ungu hrossi. Gígja frá Auðsholtshjáleigu kemur næst með 8,36, fær 8,67 fyrir hæfileika sem er einnig frábær árangur. Ösp frá Háholti er þriðja með 8,32, Trú frá Auðsholtshjáleigu fjórða 8,29 og Hlín frá Feti fimmta með 8,26. Nokkuð var um það að hryssur féllu í einkunn og mátti heyra á nokkrum sýnendum hrossa að þeir kenndu meðal annars um fullmikilli nánd við áhorfendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.