Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg systir og mágur, JÓNASÍNA HULDA JÓNSDÓTTIR og MICHAEL EILBERGAS M.D., búsett í Cona, USA, eru látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey í Reykjavík, að ósk hinna iátnu. Fyrir hönd dóttur og barna, Guðrún Jónsdóttir. t Föðurbróðir minn, ADOLF SIGURÐSSON, Sjúkraskýlinu, Vallargötu 7, Þingeyri, lést sunnudaginn 2. júlí sl. Útförin ferfram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 8. júlí kl. 10.30. Axel Axelsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORSTEINS JÓNSSONAR, frá Drangshlíðardal. Jón Dalmann Þorsteinsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Yngvi Þorsteinsson, Guðlaug Sæmundsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Gísli Ágústsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR TRYGGVADÓTTUR frá Kirkjubóli, síðar Árbakka, Hnífsdal. Guðmundur Sigurðsson, Kristín Einarsdóttir, Gerður Kristinsdóttir, Sóley Sigurðardóttir, Jón Halldórsson, Heiðar Sigurðsson, Einhildur Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Hafdís Brandsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. EINMG LETTUR HADEGISMATUR MEÐKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD . skoaia tr:a'réHa hJá okkur 0 °ef/nu/ VEISLAN G3 Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 «170 Seltjornames • Sími: 561 2031 • Fax: 561 2008 VEITINGAELDHÚS www.veislan.is - _ og ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. | Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is JONINA JÓNSDÓTTIR JÓN JZJNÍUSSON í dag er öld liðin frá því að móðir mín Jónína Jóns- dóttir fæddist í Mundakoti á Eyr- arbakka. Foreldr- ar hennar voru Guðrún Jóhanns- dóttir f. í Munda- koti 1865oghúsfrú þar til dánardags 1939 og Jón Ein- arsson f. á Heiði á Síðu 1866, dáinn í Reykjavík 1936. Jón Einarsson kom ungur austan úr Skaftafellssýslu til sjóróðra á Eyr- arbakka. Þar kynntist hann Guðrúnu, gáfaðri og efnaðri heimasætunni í Mundakoti. Þau giftust 1892 og eign- uðust íimm börn sem öll fæddust í Mundakoti. Þau voru: 1) Jóhann Guð- jón, f. 1895, d. 1949, ókvæntur og barnlaus. Hann kynntist ungur söfn- uði Sjöunda Dags Aðventista og helg- aði honum starfskrafta sína við kennslu, boðun og bókhald. 2) Jónína, sem hér er minnst. 3) El- ín húsfrú í Reykjavík, f. 1901, d. 1967. Hún giftist Ársæli Jóhannssyni skip- stjóra, f. á Eyrarbakka 1893, d. 1974. Þau áttu fjögur böm. 4) Einar Ragn- ar, f. 1904, forstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík, d. 1984. Fyrri kona hans var Ásfríður Ásgríms, ritari, f. 1904, d. 1980. Þau áttu tvær dætur. Síðari kona hans var Björg Gunnvör EU- ingsen, f. 1916, d. 1998. Þau áttu þrjú böm. 5) Gísli, f. 1906, bóndii' Munda- koti, d. 1965. Kona hans var Guðríður Vigfúsdóttir, f. 1912, d. 1989. Þau áttu fimm böm. Mundakotssystkinin vom eins og þau áttu kyn til öll vel gefin til munns og handa, dugnaðarforkar, hjálpsöm og heiðarleg. Þau ólust upp við guðs- ótta og góða siði, vinnusemi, iðni og hófsemi í hvívetna. Foreldrar þeirra vom samhent og létu sér annt um hag bama sinna. Amma var mjög heima- kær og hlédræg en myndarleg hús- móðir, gestrisin og trygglynd. Hún saumaði og prjónaði á allt heimilis- fólkið. Hún var stálminnug og næm, kunni utan að jafnt Passíusálmana sem veraldleg kvæði. Hún var söng- vin og ég heyrði hana kveða heilu rím- urnar og syngja fogur lög og kvæði. Hún var gamansöm og gjafmild. Siguijón Ólafsson myndhöggvari, sem var fæddur og uppaíinn í Einars- höfn á Eyrarbakka og af Bergsætt, lýsir afa og ömmu í bókinni Ragnar í Smára frá 1982: „Ég man vel eftir Jóni Emarssyni. Hann var gífurlegur atorkumaður, formaður á eigin báti, hreppstjóri og settur sýslumaður Amessýslu um tíma. Ég hef glögga mynd af honum þegar hann stóð í búðinni með ein- kennishúfuna á höfði, það sópaði að honum. Móðir mín sagði einu sinni við mig að Ragnar ætti ekki langt að sækja höfðingsskap smn. Faðir hans hefði nefnilega verið sama göfug- mennið. Mamma var vinnukona í Mundakoti hjá Jóni Einarssyni og Guðrúnu Jóhannsdóttur, foreldrum Ragnars á þessum árum. Hún tjáði mér að á hverjum sunnudegi hefði faðir Ragnars gefið fólkinu í grennd- inni nytjamar úr kúnum sínum. Sér- staklega hefði hann verið örlátur við þá fátækustu. Á þeim tímum Vestur- heimsferða voru bændur í Flóanum margir hverjir svo snauðir að þeir áttu ekki kúgildi og komust þar af leiðandi ekki til Ameríku. En vinnu- konumar á foreldraheimili Ragnars földu mjólkurkönnuna undir svunt- unni og færðu þurfandi sveitungum á hverjum sunnudegi.“ Afi átti bátinn Trausta, smíðaðan 1912. Hann var fengsæll og farsæll formaður eins og leiðarljóð Trausta eftir Spóa sýnir: Ytti Trausta öldin svinn, út úr nausti fyrsta sinn, stýrði hraustur hreppstjórinn, hræðslulaust um brimvöllinn. Höndin lýða-hjálparans, hefti stríð til sjós og lands, höppum skrýði’ og kostakrans, knörrinn fríða, hreppstjórans. Mamma kynntist sjómannsstarfinu ung því að faðir hennar var formaður um áratugi. Hún sagði í útvarpsviðtali eftir stríð: „Oft var það, þegar pabbi var á sjó og veður að versna að ég gætti að svip mömmu hvort ekki leyndist þar einhver ótti. Hljóp ég þá oft fram á sjávarbakkann og horfði á brimið og bað Guð að varðveita skipið hans. Mamma naut venjulegrar bama- skólagöngu og átti auðvelt með nám en litla aðra bóklega menntun var þá að fá á Eyrarbakka. Hún fór sem unglingur tO Reykjavíkur sem bam- fóstra. Mömmu langaði að fara í Kennaraskólann en átti ekki kost á því. Hún var fengin til að kenna böm- um sem heimiliskennari á Vogsósum í Selvogi í Þorlákshöfn og víðar í sveit og fórst það vel úr hendi. Einnig fór hún í kaupavinnu í Borgarfirði. Lengst af var hún þó í Reykjavík mOli þess sem hún skrapp heim í Munda- kot tO að hjálpa tO við bústörfín og njóta samvista við foreldra sína og systkini þar. Tvo vetur, 1921 og 1922, var hún við nám og störf í matreiðslu á Hótel Skjaldbreið í Reykjavík sem þótti góður skóli fyrir ungar stúlkur. Um tvítugt kynntist mamma ung- um, efnOegum manni, Jóni Júníus- syni, fæddum á Syðra-Seli í Stokks- eyrarhreppi 20. nóvember 1895. Foreldrar hans vora Júníus Pálsson, f. á Syðra-Seli 1861, bóndi og formað- ur á Syðra-Seli, lengi sýslunefndar- maður, d. 1932, og Sigríður Jónsdótt- ir, f. í Grímsfjósum 1866, húsfrú á Syðra-Seli, d. 1944. Júníus föðurafi mmn var bróðir m.a. ísólfs organista Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gahbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 og tónskálds, föður Páls tónskálds og dómorganista og bróðir Bjama í Götu á Stokkseyri, bónda, formanns og organista, fóður Friðriks kennara, söngstjóra, organista og tónskálds í Hafnarfirði. Foreldrar mínir gengu í hjónaband 30. janúar 1924. Þá hafði pabbi lokið prófi úr Sjómannaskólanum 1922. Pabbi var ungur mjög námfús, næm- ur og minnugur. Hugm’ hans stóð til annarra starfa en sjómennsku þótt hann væri góður sjómaður. Hann lét sig mjög varða réttinda- og baráttu- mál sjómanna, vinnuskOyrði og ör- yggismál. Hann var virkur félagi í Sjómannafélagi Reykjavflíur. Pabbi hafði mikinn áhuga á sögu og náttúru- fræði. Hann hafði líka góða söngrödd og unni íslenskum ljóðum og lögum. En hann var fátækur og átti ekki kost á langskólanámi. Foreldrar mínir bjuggu í Reykja- vík þar eð pabbi var á toguram frá Reykjavík. Þau byggðu sér hús við Haðarstíg 18 og bjuggu þar tO 1936. Þau eignuðust tvö böm, Jón Atla sem fæddist 13. júní 1924 í Mundakoti hjá afa og ömmu, og greinarhöfund sem fæddist í Reykjavík 6. október 1926 á Grettisgötu 48B. Jón Atli fór í Iðn- skólann og Vélskólann og stundaði störf í þeim greinum og síðar í bifvéla- virkjun. Hann var lengi forstöðumað- ur Smjörlíkisgerðarinnar í Þverholti. Hann starfaði um skeið sem fyrsti umsjónarmaður Borgarspítalans og síðast sem eigandi lakkrísgerðarinn- ar Krumma. Allt tæknilegt lék í hönd- um hans. Hann kvæntist Guðrúnu Sú- sönnu HaUdórsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Jón Atli var glað- lyndur, vinsæll og félagslyndur og öllum harmdauði er hann lést langt um aldur fram 19. mars 1975. Greinarhöfundur er gift Páli Sig- urðssyni lækni og fv. ráðuneytis- stjóra. Böm okkar era tvíburarmr Jónína tannlæknir og Ingibjörg lyfja- fræðingur, f. 1949, Dögg lögfræðing- ur, f. 1956, og tvíburarnir Jón Rúnar lögfræðingur og Sigurður PáU geð- læknir, f. 1960. Bamabömin eru orðin m'u og langömmubömin tvö. Mamma unni æskustöðvum sínum á Eyrarbakka og ástvinum þar og var ættrækin. Hún var oft á sumram þar meðan pabbi var ýmist á sfld, karfa eða öðram veiðum. Ung fór ég fyrst með mömmu austur á Bakka tO afa og ömmu og síðar tfl Jóhönnu og Jóns á Bergi. Jóa var náfrænka ömmu í báð- ar ættir og ólst upp frá sex ára aldri í Mundakoti, fyrst hjá Elínu ömmu- systur sinni og síðar hjá Guðrúnu og Jóni. Ég á dýrmætar minningar frá Eyrarbakka. Ég finn enn flminn af þangi og þara í fjöranni sem iðaði af fuglalífi, kríu og öðrum sjófuglum. Bláliljan og fjöruarfinn, skeljar og kuðungar skreyttu fjörana. Flestir þorpsbúar áttu vel hirta kálgarða og túnbleðil og höfðu bæði kýr og kind- ur, hesta og hænsni. Margir sóttu sjó- inn á vélbátum. I þorpinu vora nokkr- ir kaupmenn. Af þeim er mér minnisstæðastur ÞorkeO í Kelabúð sem gaf okkur stelpunum oft taupraf- ur tfl að sauma úr á brúður okkar. Jón Atli og ég kynntumst líka sveitasæl- unni á Syðra-Seli þar sem amma Sig- ríður, orðin ekkja, bjó með systkinum pabba uppi í Selsheiði fyrir ofan Stokkseyri, þeim Bjama, Ágústu og Þuríði og Margréti ijómabústýru á Baugsstöðum, hálfsystur pabba. Mamma helgaði sig heimilinu eins og algengast var í þá daga um sjó- mannskonur þar sem allt heimilishald og uppeldi barna hvílir á þeim í fjar- vera maka. Líf sjómannskonu er oft einmanalegt og söknuður að sjá ekki ástvin sinn vikum saman. Mamma fór því sumarið 1936 tO Flateyrar með mig tæpra tíu ára. Pabbi var þá stýri- maður á togaranum Þorfinni sem lagði upp karfa á Sólbakka. Það var ævintýri að ferðast með strandferða- skipi vestur með stoppi á hverri höfn, fara einn túr á Halamið og í bílferðir um fagran Önundarfjörð í sumar- skrúða. Ánægjulegast var þó fyrir okkur mömmu að hitta pabba. Sumarið 1939 dvöldumst við mæðgur á Siglufirði og unnum á síldarplani. Það var einstakt sólskinssumar en nær engin sfld. En við kynntumst síldarvinnu og sáum hve vanar sfldar- stúlkur voru eldfljótar að íylla tunn- urnar og kalla: „Tóma tunnu“. Þetta haust réðust Þjóðverjar inn í PóUand. Stríðsárin reyndu mikið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.