Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 67 FRETTIR BRIDS Umsjðn Guðiiiuiidur l'áll Arnarson Lesandanum er boðið að taka sér sæti í austur, sem er í vörn gegn fjórum spöðum suðurs. Norður + 98642 v G10 ♦ 8632 + G9 Austur +G3 yKD6 ♦ G54 +D10853 Norður gefur; allir á hættu: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 2grönd Pass 3 hjörtu* Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allirpass * Yfirfærsla Suður hefur sýnt 22-23 punkta og jafna skiptingu, og a.m.k. þrílit í spaða með því að taka yfirfærslunni. Makker kemur út með hjartaáttu, sem er „toppur af engu“ og suður drepur drottningu þína með ás og spilar strax aftur hjarta. Þú færð slaginn á kónginn, en hvað svo? Spilið er úr leik íslands og Svíþjóðai' í síðari um- ferð NL. Svíinn Magnus Eriksson var í austur, en sagnhafi var Þröstur Ingi- marsson. Eriksson sá fram á að Þröstur hygðist henda laufi niður í fría hjartatíu heima og skipti í örvæntingu yfir í smátt lauf frá drottningunni. Það var einmitt það sem Þröst- ur var að vonast eftir: Norður + 98642 V G10 ♦ 8632 + G9 Vestur Austur ♦ D75 +G3 V87432 vKD6 ♦ KD7 ♦ G54 +72 +D10853 Suður +ÁK10 VÁ95 ♦Á109 +ÁK64 Þröstur hleypti yfir á gosann og þegar hann hélt voru tíu slagir í húsi, því nú mátti henda niður tveimur tíglum blinds í hjai'tatíu og hálauf. - Er- iksson er vorkunn að spila laufinu, en makker hans Nilsson var ekki hrifinn, því hann hafði fylgt lit með hjartasjöu í öðrum slag, sem ber að túlka sem hlið- arkall í tígli. í svona stöð- um borgar sig yfirleitt að fylgja ráðum makkers, enda hefur austur í raun- inni engar forsendur til að sjá hver besta vörnin er. E.S. Mörgum er illa við að spila út kóng frá KD smátt þrjðja eða fjórða upp í sterka grandhönd. Stundum kosta slík útspil auðvitað slag - til dæmis ef sagnhafí er með ÁG10 - en á hinn bóginn skýrist vörnin eftir svo afgerandi útspil og þá minnkar hætt; an á klúðri í framhaldinu. I stuttu máli, þá er mun erf- iðara að verjast eftir „hlut- laust“ útspil, en þegar komið er hvasst út frá styrk. Arnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, í? Kf fimmtudaginn 6. júlí, verður níræð frú Hall- dóra Halldórsdóttir, Freyvangi 5, Hellu. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum 7. júlí í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík frá kl. 17. H A ÁRA afmæli. Á I v/ morgun, föstudag- inn 7. júlí, verður sjötugur Finnbogi Jónsson, Drápu- hlíð 33, Reykjavík. Eigin- kona hans er Sigurbjörg Sigfúsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn að Suður- landsbraut 30, 2. hæð, frá kl. 20. ÁRA afmæli. Á I U morgun, föstudag- inn 7. júlí, verður sjötug Áslaug Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavik. Hún og eiginmaður henn- ar, Hermann Helgason, og Halldóra Halldórsdóttir taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, frá kl. 17. A ÁRA afmæli. í dag, O v/ fimmtudaginn 6. júlí, er fimmtug Asa María Valdimarsdóttir, mennta- skólakennari og farar- stjóri, Klapparholti 12, Hafnarfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á Garðaholti kl. 20 að kvöldi afmælisdagsins. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík UOÐABROT ISLENDINGALJOÐ Land míns foður, landið mitt, laugað bláum straumi: eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, - ævi vor á j örðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Hvíslað var um hulduland hinzt í vestanblænum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti í gullnum sænum. Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fógur friðartíð fánann hefja ár og síð, varpa nýjum ljóma á lýð landsins, sem vér unnum. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu íss og báls aldaslag sins guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum. Jóhannes úr Kötlum. STJÖRIVUSPÁ eftir Franees Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins Þegar þú giímir við veraldleg mái- efni hefurðu fæturnar á jörðunni en það sama gildir ekki þegar viðkvæmari mál liggja á borðinu. Hrútur (21. mars -19. apríl) Ef þú gengur fram fyrir skjöldu og lætur skoðanir þínar afdráttarlaust í ljós muntu undrast hversu mikil áhrif þær hafa á aðra. NdUt (20. apríl - 20. maí) Þú finnur á þér að eitthvað er ekki eins og það á að vera og þarft því að taka í taumana áður en það er um seinan og koma málunum á hreint. Tvíburar . . (21. maí - 20. júní) M Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldumeðlima þarf að komast að málamiðlun. Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega á sjónarmið ann- Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert friðsæll og í góðu jafn- vægi og hefúr því góð áhrif á alla í kringum þig. Það er kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Reyndu að gera þér grein fyrir vandanum og gerðu ekki úlfalda úr mýfiugu. Þú hefðir gott af því að hafa samband við fólk og lyfta þér upp. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <BtL Hin gömlu kynni gleymast ei. Það er þó óþarfi að láta þau setja allt úr skorðum bæði heimafyrir og í vinnunni. Vog rn (23.sept.-22.okt.) Þú ert svo kappsfullur að þér hættir til að sýna öðrum óþol- inmæði. Forðastu það því annars stefnir þú árangrinum í hættu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Gættu þess að taka engu sem sjálfsögðum hlut ella muntu iðrast þess síðar. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) jKO Það er nauðsynlegt að ræða hlutina svo að þeir stefni ekki í óefni. Þú þarft að taka djarfa ákvörðun sem þú stendur eða fellur með. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) mm! Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreynd- ir. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) kMt Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir veru- lega á þolinmæðina. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. Fiskar íWll (19. feb. - 20. mars) Þú færð oft góðar hugmyndir en týnir þeim jafnóðum niður. Breyttu nú um og skrifaðu hjá þér það sem þér dettur í hug. Stjörnuspána á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Mismunun vegna innflutn- ings gæludýra SIGRIÐUR Asgeirsdóttir formaður Sambands dýraverndunarfélaga hefur sent frá sér eftirfarandi grein- argerð Sambands dýraverndunarfé- laga íslands vegna innflutnings gæludýra: „Undanfarin ár hafa ýmsir einka- aðilar sótt um leyfi til að reka ein- angrunarstöðvar fyrir gæludýr til viðbótar við þá sem rekin hefur verið í Hrísey og hefur ekki reynst full- nægjandi. Þessum beiðnum hefur landbúnaðarráðuneytið undantekn- ingalaust hafnað á þeirri forsendu að: - „einungis opinberir aðilar geti rekið einangrunarstöð fyrir gæludýr sem flutt eru til landsins. I samræmi við þetta lét landbúnaðarráðuneytið reisa einangrunarstöð fyrir hunda og ketti í Hrísey og ekki stendur til að breyta því fyrirkomulagi.“ - eins og segir orðrétt í bréfi landbúnaðar- ráðuneytisins hinn 11. aprfl sl. Ekki verður séð í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, að gerður sé neinn greinarmunur á hundum og köttum og öðrum gæludýrum varðandi ein- angrun. Nú eru reknar fjórar ein- angrunarstöðvar fyrir dýr í landinu og allar eru undantekningarlaust reknar af einkaaðilum. Þessar stöðv- ar eru : 1. Einangrunarstöð nauta- stöðvar Landssambands kúabænda ehf. Hrísey. 2. Einangrunarstöð SFÍ Svínaræktarfélags íslands, Hrísey. 3. Einangrunarstöð gæludýra, Stefán Björnsson, í leiguhúsnæði landbúnaðarráðuneytisins Kríunesi, Hrísey. 4. Stofnungi, einangrunar- stöð Félags eggjabænda, Hvann- eyri. Eftir því sem næst verður kom- ist er engin einangrunarstöð á Islandi rekin er af opinberum aðil- um. Synjun landbúnaðarráðuneytis- ins virðist því vera fyrirsláttur sem á ekki við rök að styðjast. Auk hunda og katta er mikið af alls konar öðrum gæludýrum flutt til landsins s.s. fuglar og fiskar en sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu yfirdýralæknis fara þessi dýr í heimaeinangrun hjá innflytjandan- um sem er ýmist gæludýrabúðir eða einstaklingar. Þess er skemmst að minnast að maður sýktist alvarlega af sjúkdómi sem hann fékk af páfa- gauki. Einnig eru fluttir inn hamstr- ar, kanínur, rottur og þess háttar en óljóst er hvar eða hvort þessi dýr eru höfð í einangrun áður en þau komast í hendur eigenda sinna. Og loks er flutt til landsins talsvert af alls konar „exotískum gæludýrum“ svo sem eðlum, salamöndrum, slöngum, froskum, köngulóm o.fl. að því er virðist eftirlitslaust. SDÍ spurðist fyrir um það bréflega hinn 23. mars sl. hjá yfirdýralæknisembættinu hver annaðist einangrun á þess kon- ar dýrum en ekkert svar hefur bor- ist. Svo á að heita, að samkvæmt lög- um verði öll dýr sem koma til lands- ins að fara í einangrun en fram- kvæmdin er mjög mismunandi. Undanfarið hefur ríkt ófremdar- ástand á innflutningi hunda og katta til íslands vegna plássleysis í Hrísey og nú er eins árs bið eftir plássi. Vart er hægt að finna óhentugri stað fyrir einangrunarstöð gæludýra en Hrís- ey sem er eins langt frá ílugvellinum í Keflavík og hægt er. Ferðalagið þangað er mikil þolraun fyrir dýrin í viðbót við flugferðina til landsins og hugsanleg ferðalög áður í landinu sem þau komu frá. Mun flugferðin erlendis frá, ásamt leiðinni til Hrís- eyjar vera brot á alþjóðasamþykkt- um um flutningavegalengd dýra sem ísland er aðili að. Jafnframt fer ein- angrunin forgörðum á leiðinni. Þeg- ar til Keflavíkur er komið er ekki gert ráð fyrir neinum stað fyrir hundana eða kettina og er þeim komið fyrir í vistarverum efnaleitar- hundanna sem þurfa að víkja á með- an. Kostar þetta mikla sótthreinsun og vinnu. Þaðan er dýrunum ekið á Reykjavíkurflugvöll en þar eru þau geymd í almennri vörugeymslu þar til flogið er til Akureyrar. Ekki er hægt að vakta það sérstaklega að enginn komist í búrin sem oft eru mjög óhrein eftir flugið erlendis frá. Á Akureyrarflugvelli eru dýrin geymd í almennri flugfrakt á sama hátt og í Reykjavík þar til þeim er ekið til Árskógssands og sett þar um borð í Hríseyjarferjuna en þar eru þau höfð uppi á dekki og ekki vöktuð sérstaklega. Síðan er þeim ekið til einangrunarstöðvar gæludýra í Kiíunesi. Ljóst er að ekki er mögu- legt að viðhalda einangrun dýranna meðan á öllu þessu ferðalagi stend- ur. Mikil mismunun á sér stað við ein- angrun gæludýra til íslands og sú spurning vaknar hvort þessi stranga einangrun sem aðeins hundar og kettir þurfa að þola sé nauðsynleg. Ef borið er saman við einangrun annarra gæludýra virðist það ekki vera. Það hallar á hunda og ketti en mörg dæmi eru um langvarandi van- líðan þeirra eftir dvölina í Hrísey. En hvers eiga þeir og eigendur þeirra að gjalda? Þessi dýr bindast manninum sterkum tilfinningabönd- um og enginn greinarmunur er gerður á því hvort þau koma frá ýmsum ræktendum víða um heim- inn eða hvort þau koma beint af heimilum eigenda sinna sem hafa átt þau í mörg ár og jafnvel haldið þeim innandyra. Þess eru dæmi að þeir hunda- og kattaeigendur sem vilja flytjast til íslands hafi nánast „strandað" erlendis af þessum sök- um. Ymsar aðrar leiðir eru farnar í nágrannalöndum okkar heldur en einangrun. Hægt er að bólusetja dýr við flestum sjúkdómum og Bretar hafa tekið upp svokallaðan gælu- dýrapassa sem tekur sjö mánuði að búa dýrið undir og þá þarf enga ein- angrun. Bæði sparnaður og hagræði fylgir notkun slíks gæludýrapassa sem íslendingar þyrftu að tileinka sér sem fyrst ásamt fleiri nútíma- vinnubrögðum. Nú stendur hins vegar til að land- búnaðarráðuneytið stækki um helm- ing leiguhúsnæði gæludýrastöðvar- innar í Hrísey en samt verða enn langir biðlistar. Kostnaður við stækkunina verður kr. 16.000.000,- A og skapar eitt stöðugildi. Þykir það dýrt stöðugildi borið saman við það, að nýlega hafnaði landbúnaðairáðu- neytið umsókn frá einkaaðilum um að fá að reka aðra einangrunarstöð í nágrenni Keflavíkurflugvallar, í við- bót við Hríseyjarstöðina, alfarið á eigin kostnað. Þessi neitun er óskilj- anleg og það hlýtur að vera réttur hunda- og kattaeigenda sem munu vera margfalt fleiri en allir íbúar Hríseyjar, að hafa annan valkost. Ljóst er að innflutningur og ein- angrun gæludýra er í ólestri og þar á sér stað mismunun sem ekki er hægt að sætta sig við lengur. Sam- band dýraverndunarfélaga íslands hefur óskað eftir því við núverandi landbúnaðarráherra að hann leið- rétti framangreinda mismunun og beiti sér fyrir því, að aðrir einka- aðilar en framangreindir fjórir einkaaðilar fái sama rétt gegn sam- bærilegum skilyrðum til að reka ein- angrunarstöðvai'. Eins og að framan segir stendur slíkur valkostur nú til boða frá einkaaðilum og er íslenska ríkinu að kostnaðarlausu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.