Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 80

Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þrír slösuðust alvarlega í árekstri tveggja fólksbfla við Hellu Ljósmynd/Benedikt Jónsson Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af þrír alvarlega slasaðir, eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi við Hellu. Einn sagður í lífshættu HARÐUR árekstur tveggja fólks- bfla varð í Varmadal, rétt austan við Hellu á Rangárvöllum, laust fyrir klukkan fimm í gærdag. Að sögn lög- reglu voru alls fimm manns í bflun- um tveimur og voru þeir allir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, fjórir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og einn með sjúkrabifreið. Að sögn læknis á slysadeildinni eru þrír mjög alvarlega slasaðir og er einn af þeim talinn vera í lífshættu. Bflamir eru báðir gjörónýtir. Að sögn lögreglu voru bflarnir á leið í gagnstæðar áttir þegar þeir rákust á. Fjórir voru í bílnum sem var á leið austur, ökumaður og þrír farþegar og eru þeir allir á fertugs- aldri. Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild- ina, en það voru farþegarnir þrír sem slösuðust mjög alvarlega. Ökumaður bflsins sem var á leið vestur, kona um tvítugt, slasaðist nokkuð. Klippur þurfti til að ná henni út úr bíinum og var hún flutt með sjúkrabifreið á slysadeildina. Að sögn lögreglu eru orsakir slyssins ókunnar. Ekki er talið að bflarnir hafi verið á ofsahraða. Lög- reglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum að slysinu. Banaslys við V atnsfellsvirkjun Lést er krani fell 25 m ofan í aðveitu- skurð MAÐUR lést er 45 tonna bílkrani, sem hann var að stjórna, féll 25 metra ofan í að- veituskurð við Vatnsfellsvirkj- un um klukkan 16.30 í gærdag. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við lög- regluna á Selfossi, en hún sagði að maðurinn hefði verið á sextugsaldri. Verið var að steypa botninn í skurðinum þegar slysið átti sér stað og stóð kraninn uppi á brúninni. Að sögn lögreglu eru orsak- ir slyssins ókunnar, en Vinnu- eftirlitið og rannsóknarlög- reglan mættu strax á vettvang og stendur rannsókn á tildrög- um slyssins enn yfir. Aðgerðir gegn brottkasti Eftirlitsmönnum fjölgað til muna EFTIRLITSMÖNNUM sjóeftirlits Fiskistofu verður fjölgað um a.m.k. helming í því skyni að kanna og koma í veg fyrir brottkast á íslands- miðum. Þetta er liður í aðgerðum ^g^egn brottkasti sem Árni M. Math- Sleipnisdeilan Fundur fram á nótt SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins, sem hófst klukkan 16 í gær, stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. „Það þokast hægt,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, í sam- _íali við Morgunblaðið. Aðilar hafa náð samkomulagi um ýmsa þætti nýs kjarasamnings en deila enn um launaliði. Þórir stað- festi þó að fyrir lægi sameiginlegur skilningur á því að gengið yrði út frá 90 þús. króna byrjunarlaunum. iesen, sjávarútvegsráðherra, kynnti í gær. Þegar hefur verið ákveðið að fjölga eftirlitsmönnum sjóeftirlitsins úr 5 í 10 og verður öðrum 5 bætt við um áramót ef þurfa þykir. Kostnað- ur við 5 eftirlitsmenn er áætlaður um 30 milljónir króna á ári. Ráðherrann hefur skipað sérstaka verkefnis- stjórn sem skipuleggja á og sam- ræma aðgerðir þeirra aðila sem koma að eftirliti á sjó. Þá mun nefnd um umgengni um auðlindir sjávar leggja sérstaka áherslu á brottkast, auk þess sem samið hefur verið við Gallup um gerð sérstakrar könnunar á umfangi og ástæðum brottkasts. Ennfremur hefur ráðherrann skipað starfshóp sem kanna mun möguleika á notkun eftirlitsmyndavéla um borð í fiskiskipum. Sjávarútvegsráðherra kynnti einnig í gær niðurstöður athugunar Fiskistofu á meintu brottkasti á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagði ráðherrann að athugunin staðfesti að brottkast væri stundað og brýn ástæða væri til aðgerða. ■ Vil ekki/40 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Reynir Pétur Ingvarsson og Lúðrasveit Reykjavíkur fóru fyrir göngu gesta að Sólheimum í gær. 75 milljónir fara til byggingar vistmenningarhúss SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra tilkynnti í gær að ríkis- stjórnin hefði fallist á tillögu hennar að veija 75 milljónum króna á næstu þremur árum til byggingar vist- menningarhúss að Sólheimum í Grúnsnesi. Húsið verður kennt við Sesselju Sigmundsdóttur stoftianda Sólheima, en í gær voru einmitt liðin 70 ár frá því að Sesselja hóf starf sitt að Sólheimum. Sesseljuhús er hugsað sem sýn- ingar- og fræðslusetur í umhverfis- málum fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir og stéttarfélög. Húsið verður að mestu byggt úr lífrænum endumýjanlegum efnum og allri orku- og vatnsnotkun í húsinu verð- ur stillt í hóf og þannig leitast við að sýna fyrirmyndarlausnir í umhverf- ismálum. Húsið verður með gras- þaki og einangrað með endurunnum pappír. Torfhleðsla verður við út- veggi. Notast verður við vistvæna orkugjafa og á framhlið hússins verða sólarsellur þannig að það verði sem mest sjálfbært í öflun raf- orku. Áætlað er að bygging Sesselju- húss kosti 110 milljónir og munu Sól- heimar útvega það fé sem á vantar. Umhverfisráðherra mun skipa sér- stakt fagráð yfir húsið sem verður stjórnendum Sólheima til ráðgjafar um faglega áherslu í rekstri hússins. í gær var formlega opnað hand- verkshús að Sólheimum, kennt við Ingu Berg Jóhannsdóttur. Húsið var fjármagnað með framlögurn um 1.600 fyrirtækja. Þetta er þriðja hús- ið sem byggt er á Sólheimum á fimmtán árum sem eingöngu er fjár- magnað með framlögum einstak- linga og fyrirtækja. Samtals nema þessi framlög yfir 200 milljónum króna. ■ Ríkissjóður/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.