Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 2

Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Sveinbjörn Jónsson við brakið af húsi sínu að Freyvangi 12 á Hellu. Morgunblaðið/Júlíus Grafa mokar rústum hússins upp á vörubíl, FYRSTA húsið af þeim sem eyði- lögðust í Suðurlandsskjálftunum í júní var rifíð í gærmorgun. Var það húsið að Freyvangi 12 á Hellu sem varð fyrst til að falla en eig- andinn, Sveinbjörn Jónsson, ætlar sér að byggja nýtt hús á sama stað. „Það er skrýtin tilfinning að sjá húsið sitt komið svona í eina hrúgu, en núna getur maður loks- ins farið að gera eitthvað. Þetta er komið af stað,“ sagði Sveinbjörn Fyrsta húsið fallið þegar hann var inntur eftir því hvernig líðanin væri á stundu sem þessari. Jafnframt sagði hann að það hefði verið ótrúlega seigt í húsinu, en þegar stóreflis grafa hefði verið komin inn á baðher- bergisgólf hefðu hlutirnir Ioks far- ið að ganga. Sveinbjörn sagðist vera ánægð- ur með að vera fyrstur í röðinni. Hlutirnir gengju þá væntanlega hratt fyrir sig og um leið væri hann að ryðja leiðina fyrir aðra. Sagðist Sveinbjörn hafa verið kom- inn með allar vélar á staðinn fyrir löngu en veðbandamál hefðu tafið sig. Á þriðjudag hefði síðan komið grænt Ijós frá Ibúðalánasjóði varð- andi flutning á veðböndum og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Var hafist handa við að rífa húsið um áttaleytið í gærmorgun og klukkan 11 var það fallið. Nýtt einingahús verður reist á lóðinni í stað gamla hússins. Von- ast Sveinbjörn, Heiðrún kona hans og synir þeirra tveir, Jón Freyr og Hlynur Órn, eftir því að nýja húsið verði orðið fokhelt í lok ágúst og hægt verði að flytja inn í október. Fastafloti NATO kemur á morgun FASTAFLOTI Atlantshafs- bandalagsins á Atlantshafi mun heimsækja Reykjavík 7.-13. júlí næstkomandi. I fréttatilkynningu frá utan- nldsráðuneytinu segir að í flot- anum séu sjö skip; frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Kanada, Portúgal, Spáni og Þýskalandi. „íslandsheimsókn fastaflot- ans er liður í reglubundnum heimsóknum flotans til aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins og annarra ríkja,“ segir í frétta- tilkynningunni þar sem fram kemur að fastaflotinn hafi síð- ast komið hingað til lands í apríl 1998. Yfirmaður fastaflotans er bandaríski flotaforinginn Thomas J. Wilson. Ráðstefnan Trú í framtíðinni sett í Viðey í gærkvöldi Utboðskynning deCODE hafín Skráning líklega í þriðju viku júlí ÚTBOÐSKYNNING deCODE Genetics hófst á mánudag í Lon- don, að sögn Braga Smith, sér- fræðings hjá Verðbréfastofunni. Bragi segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum frá fjár- málafyrirtækinu Morgan Stanley í London, sem hefur umsjón með útboðinu. Er gert ráð fyrir að kynningarferlið muni taka um tvær vikur. Á þriðjudag var útboðskynning haldin fyrir fjárfesta í París, í gær í Frankfurt og í dag fer fram kynning í Zurich í Sviss. Á laugar- dag verður haldin útboðskynning í London, mánudaginn 10. júlí í Skandinavíu eða í Bandaríkjunum og loks 11.-14. júlí í Bandaríkjun- um. Bragi segist ekki hafa upp- lýsingar um nákvæman skráning- ardag félagsins á Nasdaq. Að fenginni reynslu segist hann þó búast fastlega við því að af því muni verða einhvern dag í þriðju viku júlímánaðar, 17.-21. júlí. Hlutabréfavísitala líftæknifyrir- tækja á mörkuðum í Bandaríkjun- um hefur verið að styrkjast og er nú mun sterkari en hún hefur ver- ið á undanförnum vikum, að sögn Braga. „Útlitið er mun bjartara nú og það virðist vera mikill spenningur í kringum þessi félög. Ég á allt eins von á því að bréf deCODE geti hækkað í verði eftir skrán- ingu,“ segir Bragi. Tækifæri og takmörk vísinda og trúar RÁÐSTEFNAN Trú í framtíðinni (Faith in the Future) var sett í Viðey í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Ráðstefnan er haldin af Þjóðkirkj- unni og Framtíðarstofnun í sam- vinnu við og með þátttöku Al- kirkjuráðsins (World Council of Churches) og Vísindafélags Banda- ríkjanna (American Association for the Advancement of Science). Karl Sigurbjörnsson, biskup Is- lands, setti ráðstefnuna en auk þess flutti Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ávarp. Gestir ráðstefnunnar eru um 140 og koma víða að. Viðfangsefni ráðstefnunnar er leiðsögn trúar og vísinda á nýrri öld. Tækifæri og takmörk vísinda og trúar verða skoðuð, sem og eðli og tilgangur mannlífsins. Framtíð- arhlutverk vísinda og trúar i samfé- lagi manna verður einnig rætt. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs fs- lands og einn fundarstjóra ráðstefn- unnar, sagði gildi ráðstefnu sem þessarar fjölþætt. Meðal annars myndi ráðstefnan færaþá umræðu sem hefur átt sér stað á síðustu ár- um um trúarbrögð og vísindi nær íslendingum og íslensku samfélagi. Einnig kynni umræða ráðstefnunn- ar að leiða í ljós að andstæðurnar milli trúarbragða og vísinda séu ekki eins miklar og gjarnan er talið. Samið um nýja afurðastöð í kjúklingaframleiðslu FULLTRÚAR alifuglabúsins Móa hf., íslenskra aðalverktaka hf. og Landsafls hf. undirrituðu í gær samninga um nýja afurðastöð fyrir kjúklinga í Mosfellsbæ, þá lang- stærstu og fullkomnustu sinnar tegundar á íslandi. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra húsi þar sem verður sláturhús, hrá- vinnsla, pökkun kjúklingakjöts og fullvinnsla og eldhús fyrir kjúkl- ingaafurðir. Einnig verður dreif- ingarstöð með kæli- og frystig- eymslum, skrifstofur og vistarverur starfsfólks. Samningar hljþða upp á um 450 milljónir króna. Áætlað er að nýbyggingin rísi á einu ári og verkinu ljúki að fullu í júlí 2001. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu voru tveir samningar gerðir um verkefnið, annars vegar langtímasamningur Landsafls hf. og Móa ehf. um að leigja húsið fyrir starfsemi Móa og hinsvegar verk- samningur Landsafls hf. og fs- lenskra aðalverktaka um byggingu hússins. Nýja afurðastöðin mun marka þáttaskil í starfsemi Móa ehf. og breyta allri aðstöðu til framleiðslu, vinnslu og sölu á kjúklingum. Eig- endur Móa hafa unnið sl. tvö ár að undirbúningi og hönnun og er lögð áhersla á að uppfylla þær ströngu kröfur sem gerðar eru í matvæla- vinnslu og jafnframt að auka veru- lega hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu kjúklingakjöts. Móabúið á Kjalarnesi og dóttur- fyrirtæki þess, Ferskir kjúklingar, er í dag annað stærsta kjúklingabú landsins með yfir 30% markaðs- hlutdeild. Eigendur fyrirtækisins hafa fleiri járn í eldinum því að Hurðarbaki í Svínadal er að rísa á þeiira vegum stærsta kjúklingahús landsins, um 2.500 fermetrar að stærð. Sérblöð í dag Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 9 lUlorgunblaðinu f IWÍB dag fylgir / Æ tímaritið 24-7. { "'/* m Útgefandi: é f'íV Alltaf ehf. u ■ Ábyrgðarmaður: 9. " Á 1 Snorri Jónsson. Jóhann Möller skoraði þrennu í Ólafsfirði/C5 Þórður seldur fyrir 190 milljónir króna/Cl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.