Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 13 FRÉTTIR Akureyringur útskrifast með BA-gráðu í kínversku frá háskola í Peking Býr í Peking og hyggur ekki á heimferð Hans Bragi í fullum skrúða á útskriftardaginn með foreldrum sínum Bernharð Haraldssyni og Ragnheiði Hansdóttur, en þau komu alla leið frá Akureyri til að vera viðstödd útskrift sonar síns. NÁMSFRAMBOÐ í dag er blessun- arlega fjölbreytt og margt stendur fróðleiksfúsum nemendum til boða. Enn í dag heyrist samt af Islending- um sem útskrifast úr grein sem fáir eða engir hafa numið áður. Einn af þeim er Hans Bragi Bemharðsson, frá Akureyri, sem útskrifaðist sem BA í kínversku frá háskóla í Pek- ing. Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í Peking og forvitnaðist um ástæður þess að hann hóf nám í framandi grein svo langt fjarri heimahögunum og hvað hann hyggðist gera í framtíðinni. Ferðalag um Asíu vakti áhugann Hans Bragi er sonur Bernharðs Haraldssonar og Ragnheiðar Hans- dóttur á Akureyri. Hann segir að forsaga þess að hann hafi ákveðið að nema kínversku hafi verið sú að á hálfs árs ferðalagi um Asíu árið 1994 hafi hann dvalið í tvo mánuði í Kína og heillast af landinu. „Eg hóf siðan nám í sagnfræði við Háskóla íslands og fann mig ekki í því. Það var alltaf að brjótast í mér að læra kínversku eftir þessa dvöl mína í landinu og þegar mér fannst há- skólanámið á Islandi ekki ganga upp hjá mér, þá ákvað ég að drífa mig hingað út og skella mér í kín- verskuna," sagði Hans Bragi. Það var árið 1996 sem hann hóf nám í Peking og þar hefur hann búið síðan. „Þegar ég kom út var ég svo að segja máliaus á kínversku og hóf upphaflega nám í fornámsdeild. Það tók ákveðinn tíma að komast inn í námið. Fyrsta önnin var erfið- ust en si'ðan komst ég smátt og smátt inn í samfélagið hér.“ Þegar Hans Bragi er spurður hvernig honum líki við kínverskt samfélag, hlær hann við og segir: „Mér líkar bara mjög vel við Kín- verja og kínverskt samfélag, ann- ars væri ég ekki búinn að vera hérna allan þennan tíma. Samfélag- ið er hins vegar gerólíkt íslenskum veruleika og það tekur tíma að læra að þekkja það. Eftir því sem þú kemst í meiri snertingu við þetta þá er Kína mjög áhugavert land.“ Hans Bragi segir ómögulegt að Iýsa Ki'na í örfáum orðum, til þess sé fjölbreytileiki lands og þjóðar allt of mikill. „Þekktur bandarískur sagnfræðingur sagði eitt sinn um Kína að ef þú kæmir hingað í viku þá gætirðu skrifað bók um Kína. Ef þú værir hérna í mánuð gætirðu skrifað kafla í bók og ef þú dveldir hér til langframa gætirðu skrifað inngang að bók,“ sagði Hans Bragi. „Mér líkar vel við Kínverja. Þetta er afar gestrisin og hjálpsöm þjóð þegar þú ferð að kynnast þeim. Annars er erfitt að lýsa þessari til- finningu að búa hér í fjögur ár, fólk verður bara að reyna þetta sjálft." Eins áður segir hefur Hans Bragi lokið BA-gi’áðu, útskrifaðist nánar tiltekið þann 30. júní síðastliðinn. í sumar kennir hann ensku í Peking en hyggur á frekara nám á hausti komanda. „I september fer ég í Pekingháskóla og verð þar í eitt ár. Eg mun stunda þar nám í deild Al- þjóðasamskipta. Eftir það er fram- tíðin í sjálfu sér óráðin en mig lang- ar þá að finna mér vinnu hér í Peking. í augnablikinu er ég ekki reiðubúinn að fara frá Peking, enda er kærastan mín kínversk,“ sagði Hans Bragi. A STORLÆKKUÐU VERÐI FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið á sýningum og í reynsluakstri. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri. § <B> RENAULT HYUnnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.