Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR13. JÚLÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ytri áhrif
vega
þyngra
Boston. Reuters.
NORRÆNIR vísindamenn hafa
komist að því, að helstu orsakir
krabbameins eru efni sem fólk
kemst í snertingu við, en ekki arfber-
ar, samkvæmt ritgerð sem birtist í
læknaritinu NewEngland Journal of
Medicine í dag.
Danskir, sænskir og finnskir vís-
indamenn rannsökuðu hátt í 90 þús-
und tvíburapör og komust að því að
arfgengi var orsök 42% tilfella
blöðruhálskirtislkrabbameins, 35%
ristilkrabbatilfella og 27% brjósta-
krabbatilfella. Þessar tölur sýna, að í
flestum tilfellum eru það ekki óhjá-
kvæmileg örlög fólks að fá krabba-
mein vegna arfbera, segir dr. Robert
N. Hoover, við Bandarísku krabba-
meinsstofnunina, í leiðara ritsins.
Paul Lichtenstein, við Karolinska
Institutet í Stokkhólmi, fór fyrir
rannsókninni og segir hann að það
hlutverk sem arfgengi gegni í þróun
sumra tegunda krabbameins bendi
þó til þess að enn vanti mikið upp á í
þekkingu á krabbameini.
Krabbameins-
rannsóknir
Þjarmað að russ-
neskum auðjöfrum
Moskvu. Reutcrs.
YFIRVÖLD í Rússlandi skýrðu frá
því í gær að sakamál hefði verið höfð-
að gegn stærsta bílafyrirtæki lands-
ins og fleiri stórfyrirtæki yrðu sótt til
saka vegna meintra skattsvika. Þetta
hefur kynt undir vangaveltum um að
rússnesk stjómvöld hyggist hefja
herferð gegn auðjöfrum sem auðguð-
ust með vafasömum hætti á valdatíma
Borís Jeltsíns, íyrrverandi forseta.
Vladímír Pútín forseti hefur spáð þvi
að auðkýfingamii- eigi erfiðari tíma
íyrir höndum.
Pútín sagði í viðtali við Reuters í
fýrrakvöld að hann vildi byggja upp
frjálsan markaðsbúskap þar sem eng-
inn væri hafinn yfir lögin. ,Auðvitað
em til menn sem þrífast vel í ringul-
reið,“ sagði Pútín og skírskotaði til
auðjöfra sem högnuðust á óreiðunni í
efnahags- og viðskiptalífi landsins
íyrstu árin eftir hmn Sovétríkjanna.
Pútín bætti við að þessir menn vildu
að ástandið héldist óbreytt. „Ég tel þó
að rússneska þjóðin og vinir okkar er-
lendis sætti sig ekki við það.“
Rússneska skattalögreglan höfðaði
í gær sakamál gegn stjómendum
stærsta bílafyrirtækis landsins, Avto-
VAZ, sem framleiðir aðallega Lada-
bíla, og kvaðst ætla að lögsækja fleiri
íyrirtæki vegna meintra skattsvika.
Ekki lengur friðhelgir
Daginn áður lögðu saksóknarar
hald á skjöl fjölmiðlasamsteypu auð-
jöíúrsins Vladímírs Gúsínskís, sem
var fangelsaður í nokkra daga í síð-
asta mánuði vegna ásakana um fjár-
svik. Skattalögreglan hefur einnig
höfðað mál gegn Vagit Alekperov,
forstjóra LUKOIL, stærsta olíuíyrir-
tækis Rússlands. Þá hafa yfirvöld
beint spjótum sínum að auðjöfrinum
Vladímír Potanín, aðaleiganda eins af
stærstu málmvinnslufyrirtækjum
heims, Norilsk Nickel.
Míkhaíl Kasyanov forsætisráð-
herra sagði í gær að rússneskir auð-
kýfingar, sem væm sakaðir um fjár-
málaglæpi, væm ekki lengur frið-
helgir.
Sprenging
í Brooklyn
BJÖRGUNARMENN höfðu ígær
fundið eitt lík í rústum tveggja húsa
er hrundu í Brooklyn-hverfí í New
York-borg á þriðjudagskvöld.
Tveggja var enn saknað. Telja yfir-
völd að gassprenging hafi orðið í
öðru húsinu, sem var fjögurra
hæða, og hafi það hrifið með sér
næsta hús, sem var þriggja hæða,
er það hrundi. Rannsókn á spreng-
ingunni stendur yfir.
Kona beið bana þegar gasspreng-
ing varð í Sevema Park í Maryland
á þriðjudagskvöld. Eiginmaður
hennar og sonur fengu alvarleg
bmnasár. Hús þeirra gereyðilagð-
ist í sprengingunni.
Stokkað upp í með-
ferð nauðgunarmála
HANNE Harlem, dómsmálaráð-
herra Noregs, hefur ákveðið að
stórbæta meðferð nauðgunarmála
í Noregi og hefur hún skipað lög-
reglunni að rannsaka mál af þessu
tagi betur en nú er gert og tryggja
að þau verði eitt af forgangsmál-
unum í kerfinu.
Harlem styðst í þessu við tillög-
ur sérstakrar nefndar sem norski
ríkissaksóknarinn skipaði en þær
vom kynntar fyrr á árinu. Em
þær nú til umfjöllunar hjá ýmsum
stofnunum og samtökum en
Harlem vill að sumum þeirra verði
hrint í framkvæmd án tafar.
Skýrði hún frá því í viðtali við Aft-
enposten.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að lögreglan gerðí ekkert
með átta af hverjum tíu nauðgun-
arkæram og einnig var sýnt fram
á að rannsókn á þessum málum er
skipulagslítil og tekur langan
tíma. Þær tillögur nefndarinnar
sem Harlem vill gera að vemleika
nú strax era þessar:
Skýr fyrirmæli verði um að
nauðgunarkæra sé forgangsmál
og rannsóknin verði í höndum
hæfra manna.
I sérstökum málum skal leitað
aðstoðar rannsóknarlögreglunnar.
Færsla sakavottorða skal bætt
og tryggt að þar sé getið nauðgun-
ardóma eins og annarra.
Hert verði á faglegri yfirstjóm
saksóknara yftr lögreglunni.
Ríkissaksóknari gefi út reglur
og fyrirmæli um hvemig taka
skuli á nauðgunarmálum.
Ýmis norsk kvennasamtök
halda því fram að óbreyttir lög-
reglumenn kunni ekki og hafi ekki
verið kennt að ræða við konur sem
kæra nauðgun og Harlem vill að á
því verði ráðin bót í Lögregluskól-
anum. Hefur hún falið nefnd að
koma með tillögur um úrbætur í
því efni. Auk þess vill hún að kann-
að verði skipulega hvemig þessar
konur upplifa samskipti sín við
lögregluna og meðferð málsins í
framhaldi af því.
Sprengjutilræði í
miðborg Madrid
Madrid. Reuters, AFP.
SPRENGJA sprakk í bíl á verslun-
argötu í miðborg Madrid fyrir dög-
un í gær og aðskilnaðarhreyfing
Baska, ETA, var talin hafa staðið
fyrir tilræðinu. Sjö manns særðust
í sprengingunni og tveir fengu
taugaáfall.
Sprengjan sprakk við stórverslun
Corte Ingles og framhlið tveggja
neðstu hæða byggingarinnar
skemmdist.
52 ára Israeli mjaðmargrindar-
brotnaði og særðist alvarlega af
völdum sprengjubrota. Aðrir urðu
fyrir minniháttar meiðslum.
Lögreglan sagði að 20 kg af
sprengiefni hefðu verið í bílnum.
Sprengingin varð áður en verslanir
vom opnaðar.
Markmiðið að verða
lögreglumönnum að bana?
Óþekktur maður hringdi í nafni
ETA tuttugu mínútum fyrir
sprenginguna til að vara við henni.
Lögreglunni gafst þó ekki tími til
að finna sprengjuna og gera hana
óvirka. Ríkislögreglustjóri Spánar,
Juan Cortino, sagði að sprengingin
hefði orðið tíu mínútum fyrr en
maðurinn hafði sagt. Grunur leikur
því á að viðvörunin hafi verið brella
til að tæla lögreglumenn nær
sprengingunni.
„Hugsanlegt er að megin-
markmiðið hafi verið að verða lög-
reglumönnum að bana þegar þeir
kæmu á staðinn,“ sagði lögreglu-
stjórinn.
Lögreglumaður lét lífið þegar
sprengja sprakk í bíl á sama stað
1995. Talið er að liðsmenn ETA hafi
orðið fimm manns að bana frá því
að hreyfingin batt enda á fjórtán
mánaða vopnahlé sitt í desember.
Hreyfingin er grunuð um sjö
sprengjutilræði á þessum tíma og
herforingi beið bana í einu þeirra á
öðmm stað í Madrid fyrr á árinu.
Talið er að 32 ára barátta ETA
fyrir sjálfstæðu ríki Baska á Norð-
ur-Spáni og í suðvesturhluta
Frakklands hafi kostað 800 manns
lífið.
Olíufram-
leiðslan
aukin?
FULLTRÚAR Kúveits, eins
OPEC-ríkjanna, sögðu í gær
að líkur væru á því að samtök-
in myndu auka við framleiðslu
sína í lok mánaðarins ef verð á
olíu lækkar ekki.
„Við verðum að bíða þar til í
lok mánaðarins og sjá hvað
markaðirnir gera. Ef við telj-
um að verðið hækki umfram
það sem réttlætanlegt má
teljast, munum við grípa til
aðgerða," sagði Sheikh Saud
Nasser al-Sabah, olíumálaráð-
herra Kúveits í gær. Ali Rodr-
iguez, forseti OPEC og orku-
málaráðherra Venesúela, sem
staddur var í Kúveit í gær,
sagðist þó ekki telja að nokk-
urt OPÉC-ríki muni auka við
framleiðslu sína einhliða.
Yfir 250 fdr-
ust í Nígeríu
FULLTRÚAR hers og lög-
regluyfirvalda í Nígeríu sögðu
í gær að yfir 250 manns hefði
farist í sprengingunni við olíu-
leiðslu í suðurhluta landsins á
mánudag og að tugir væru
slasaðir eftir slysið. „Ólíklegt
er að réttur fjöldi fórnar-
lamba muni koma fram á
næstunni en við vitum að
meira en 250 manns fómst í
sprengingunni á mánudag,“
sagði háttsettur embættis-
maður í gær. „Við höfum náð í
líkamsleifar fjölmargra en
mikill fjöldi líka hefur hrein-
lega brunnið til ösku,“ sagði
embættismaðurinn sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
>
„Astarveiru-
hönnuður“
til metorða
UNGI maðurinn sem talinn er
hafa staðið að baki „ástarveir-
unni“, tölvuveirunni svoköll-
uðu sem fór um heimsbyggð-
ina eins og eldur í sinu fyrir
skömmu, hefur verið ráðinn í
starf ráðgjafa hjá bresku
tölvufyrirtæki, að sögn starfs-
manns háskóla sem maðurinn
gekk í.
Onel de Guzman er 23 ára
gamall og er „ástarveiran"
rakin til hans en ekki hefur
verið hægt að sanna brotið á
hann. Samkvæmt Johnny
Ramos, starfsmanns AMÁ
tölvuháskólans, hefur Guzman
þegar hafið störf við útibú
ónefnds bresks fyrirtækis á
Filippseyjum.
Vítamín
gegn
Alzheimer
GRÆNMETISÁT og inntaka
C- og E- vítamína minnkar
líkurnar á Alzheimer-sjúk-
dómnum að sögn fræðimanna
er sitja nú alþjóðlega ráð-
stefnu Alzheimer-lækna í
Washington. Samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar hol-
lenskra vísindamanna dregur
E-vítamín úr líkum á andlegri
hrörnun um 17% og 19% ef
horft er til Alzheimers. Að
sama skapi dregur C-vítamín
um 18% úr líkum á að fá Alz-
heimer. Um sama hlutfall er
að ræða ef fólk borðar stóra
skammta af grænmeti.