Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ur
álögum
Það hlýtur hins vegar að teljast til
tíðinda þegar niðurstöður verðkönnun-
arhafa slík áhrifá ráðherra að hann
lýsiryfirþví að afnema eigi álögur ríkis
á hina dýru vöru.
V3RÐLAG á matvæl-
um er með ólíkindum
hér á landi og var
það enn einu sinni
leitt í Ijós í könnun,
sem Neyendasamtökin létu gera
og birtu í liðinni viku. Flestum
þeim, sem versla sér til matar,
finnst hins vegar fátt fréttnæmt
við slík tíðindi. Það hlýtur hins
vegar að teljast til tíðinda þegar
niðurstöður verðkönnunar hafa
slík áhrif á ráðherra að hann lýsir
yfir því að afnema eigi álögur rík-
is á hina dýru vöru. Það gerði
Guðni Agústsson landbúnaðar-
ráðherra um helgina og sagði
glórulaust að vera með matar-
skatt hjá þjóð,
VIÐHORF
Eftfr Karl
Blöndal
sem vissi að
hér væru
flestir hlutir
dýrari en ann-
ars staðar. Sagði hann að það
væri ríkisstjórnar og Alþingis að
tryggja að fólk ætti aðgang að
góðum og ódýrum matvælum.
Hækkandi vöruverð hefur ekki
farið fram hjá neinum og hafa
margir rakið það til þess að sam-
keppni sé að leggjast af á mat-
vörumarkaði um leið og þeir
beina sjónum sínum að stærsta
aðilanum á markaðnum, Baugi,
sem reyndar var orðinn svo stór
þegar menn áttuðu sig á því hvað
hann var orðinn stór að ekki var
hægt að gera neitt í því. Baugur
hins vegar snýr vöm í sókn og
veitist að heildsölum.
Yfirlýsing Guðna markar
ákveðin tímamót. Skattheimtu er
beitt við nánast öll tækifæri í
þessu landi. Sumar tegundir
skattheimtu taka tillit til efna-
hags, aðrar ekki. Þannig greiða
þeir hærri upphæð í skatt, sem
hafa hærri tekjur og með þvi að
hafa ákveðin skattleysismörk er
reynt að létta byrðar hinna lægst
launuðu. Matarskattur er hins
vegar blindur á það hver efna-
hagur kaupandans er. Það er til
dæmis ekki ódýrara fyrir þann,
sem er með 100 þúsund krónur á
mánuði í laun að kaupa næga
mjólk, kjöt og grænmeti, en
þann, sem er með milljón á mán-
uði, enda ljóst að það eitt að ein-
hver hafi tífalt meiri laun en
næsti maður leiðir ekki til þess
að hann borði tífalt meira. Vissu-
lega er matur misdýr og verðlag
misjafnt í verslunum. Hins vegar
er ekki hægt að finna neinn stað-
gengil mjólkurpotts og agúrka er
agúrka sama hver kaupandinn
er.
Annað dæmi um vöru, sem
fæstir komast hjá því að kaupa
vilji þeir á annað borð komast
leiðar sinnar, er eldsneyti.
Helstu mótrökin, sem gripið er
til í Bandaríkjunum þegar um-
hverfisverndarsinnar heimta
hærri bensínskatt til að draga úr
umferð og mengun, eru að þá sé
sérstaklega verið að vega að
þeim, sem minnst hafa fjárráð.
Hér á íslandi hefur verið til þess
tekið að álögur á áfengi eru jafn-
vel hagkvæmar hinum efnameiri
þar sem þær fara eftir áfengis-
magni en ekki gæðum. Þannig er
til dæmis hlutfallslega mun hag-
kvæmara að kaupa dýrt vín en
ódýrt hérlendis en erlendis.
Það þykir reyndar ekki alls
staðar sjálfsagt að leggja skatt á
mat. í Massachusetts í Banda-
ríkjunum er matur sýnu ódýrari
en hér á landi. Þar er matur tal-
inn til nauðsynja og ekki lagður á
hann skattur. Sjónarmiðið að
baki er að ríkið eigi ekki að setja
upp hindranir, sem standi í vegi
fyrir því að þeir, sem minna hafa
milli handanna, geti séð sér far-
borða. Reyndar á hið sama við í
Massachusetts um föt, sem eru
skattlaus þar til komið er í pelsa
og annan fatnað það dýran að
hann telst munaðarvara.
Þótt matarskattur yrði lagður
niður dygði það reyndar tæplega
til þess að koma verðlagi það
langt niður að það verði sam-
bærilegt við það, sem gerist í
Evrópu, að ekki sé talað um
Bandaríkin. Munurinn á lægstu
og hæstu borginni í verðkönnun
Neytendasamtakanna var 86%.
Ríkisstjórnin hefur nú falið
Samkeppnisstofnun að fara ofan í
saumana á verðmyndun á mat-
vörumarkaði og skila niður-
stöðum í haust. Kanna á bæði
samkeppnishætti og verðþróun.
Því hefur verið varpað fram að
lækkun matarskattsins fyrir
hálfum áratug hafi ekki skilað
sér. Ekki er ljóst hvort þar með
sé verið að benda á að hækka eigi
skattinn aftur, eða það séu rök
fyrir því að leggja hann ekki nið-
ur með öllu, en víst er að rann-
sókn á verðmyndun á matvöru-
markaði þyrfti síður en svo að
vera verkefni, sem tekur enda,
heldur gæti hún orðið tæki til eft-
irlits og aðhalds til framtíðar. Af-
nám matarskatts ætti að sjálf-
sögðu að hafa í för með sér
lækkun matvöruverðs, en ekki að
verða heildsölum og verslunar-
eigendum tilefni til samsvarandi
hækkunar þannig að neytandinn
stæði eftir í sömu sporum og áð-
ur. Þá má ekki gleyma óeðlilegri
verðmyndun á grænmeti hér á
landi. Þar stendur ríkisvaldið í
fararbroddi fyrir því að græn-
metistegundir, sem jafnvel eru
ekki ræktaðar hér á landi, kosta
ógrynni fjár vegna verndartolla.
Það er hins vegar ekki sama-
semmerki á milli þess að segjast
vilja leggja niður ákveðinn skatt
og að leggja hann niður og land-
búnaðarráðherra hefur reyndar
þegar verið sakaður um lýð-
skrum. Ari Skúlason, forseti Al-
þýðusambands íslands, sagði í
samtali við Dag að Framsóknar-
flokkurinn hefði öðrum fremur
barist gegn því að gerðar yrðu
hagstæðar skattabreytingar fyr-
ir hinn almenna neytanda á mat-
vörumarkaði. Þegar staðið hefði
verið fyrir því að lækka matar-
skattinn úr 24,5% í 14% í kjara-
samningum árið 1995 hefði
Framsóknarflokkurinn verið
meginandstæðingurinn.
Það er ljóst að hegðun í for-
tíðinni er vísbending um það,
sem koma skal, en um leið er
batnandi manni best að lifa.
Guðni Agústsson á því hrós skilið
fyrir að vekja máls á þeirri skoð-
un sinni að hann vilji matarskatt-
inn burt, en hann mun ekki eiga
heiður skilinn fyrr en skatturinn
er horfinn.
Island er mín heimaey
, Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Islandsvinurinn Kurt Schier prdfessor.
Nú í vor kom Austfirð-
inga saga út í Þýska-
landi í þýðingu Dirk
Huth. Bókin kom út hjá
Heinrich Hugendubel
Verlag (Diederichs) í
Miinchen en forlagið
hefur staðið fyrir útgáfu
----7-----------------------
á Islendingasögum og
fleiri fornum ritum,
undanfarin ár undir yf-
------------7---------------
irumsjón Islandsvinar-
ins Kurts Schiers, fyrr-
verandi prófessors í
norrænum fræðum í
Munchen. Þorvarður
Hjálmarsson hitti Kurt
Schier að máli.
NÆSTU árum koma Heims-
kringla og Snorra-Edda út á
þýsku í nýjum þýðingum og
meðal áætlaðra verka er útgáfa á
bréfum Konrads Maurers til Jóns
Sigurðssonar forseta, auk ferðabók-
ar hans sem út kom á íslensku fyrir
nokkrum árum. Að sögn Kurts
Schiers er honum mikið í mun að
leiðrétta mynd samlanda sinna af ís-
lenskum fornbókmenntum og í leið-
inni sýna samhengi íslendingasagna
og samtímabókmennta þeirra í
Evrópu. Hvaða lærdóm höfundar Is-
lendingasagna drógu af fyrri tíðar
höfundum og hvað það er sem gerir
sagnalist þeirra einstaka.
„Við byijuðum á að gefa út íslend-
ingasögurnar og norrænar bók-
menntir frá miðöldum, sérstaklega
þó frá Islandi, svarar Kurt Schier,
fyrrverandi prófessor í Munchen,
spumingu minni um tildrög þess að í
útgáfu á Austfirðinga sögu var ráð-
ist. „En við ætlum ekki að nema
staðar við svo búið heldur gefa út allt
sem til var á íslandi áður, t.d. fornaL
darsögur og þýddar riddarasögur. í
Þýskalandi trúðu menn því lengi að
Islendingasögur væru komnar frá
Germönum, og væru fullar af germ-
önskum anda og germönskum hetju-
dáðum. Það er því nauðsynlegt að
sýna að sögurnar fjalla um íslenskt
efni og draga dám af og eru í sam-
bandi við samtímabókmenntir sínar í
öðrum Evrópulöndum. Það sem
styður þetta er að til eru þýddar sög-
ur sem voru til á íslensku áður en Is-
lendingasögumar voru skrifaðar, svo
sem Alexanders saga og Tróju-
manna saga. Okkur þykir nauðsyn-
legt að sýna að íslendingar tóku upp
þráðinn frá fomum mönnum og það
sem þeir gerðu var alveg einstakt!
Þeir sóttu áhrif í franskar og latn-
eskar bókmenntir og notuðu í sögum
sínum en þetta tíðkaðist ekki í öðmm
Evrópulöndum. Þetta er einstakt og
þetta ætlum við að leggja áherslu á í
útgáfu okkar.“
Þannig að þið hyggist ef til vill
gefa út fornar bókmenntir íslend-
inga eins og þær leggja sig?
Stefnan er að gefa út eins mikið
og kostur er. Við byrjuðum á
útgáfunni árið 1996 og nú þejg-
ar höfum við gefið út fimm bindi Is-
lendingasagna, Egils sögu, Grettis
sögu, Laxdælu, Eyrbyggju og eitt
bindi af fomaldarsögum. Núna í vor
kom út bindi af Austfirðinga sögum.
I fornaldarsögum var Breta saga og
Alexanders saga og síðan höfum við
gefið út eitt bindi af ævintýrasögum
eða lygisögum. Það er nauðsjnlegt
að sýna þýskum lesendum að Islend-
ingar áttu Breta sögu en í henni eru
sögur eins og sagan af Lé konungi
sem Shakespeare notaði síðar í leik-
rit sitt. Breta saga var þýdd úr latínu
á íslensku, þannig að sögumar voru
Islendingum vel kunnar. A næsta ári
hyggjumst við gefa út bindi sem heit-
ir Hamlet og Tristan í norrænum
bókmenntum. í því bindi verður sag-
an af Amlóða sem upphaflega kemur
frá Danmörku og líka hin íslenska
útgáfa Amlóðasögu sem reyndar er
ekki mikið listaverk. Þá birtist Trist-
ans saga frá Noregi líka í bindinu og
íslenska útgáfan af Tristanssögu.
Þetta gerum við til að sýna að heims-
bókmenntir vom til á Islandi löngu
fyrir daga Shakespeares.“
Eru sögumar um Hamlet og Lé
konung ekki fom minni úr evrópsk-
um bókmenntum?
„Sagan af Hamlet er dönsk að
uppruna, skrifuð að Saxo hinum
danska en hún var þýdd á íslensku
sem Amlóðasaga og er alls ekki sam-
bærileg íslendingasögum að list-
gildi. Við gefum líka út Brjáns sögu
sem er einskonar þjóðsaga en hún er
mun yngri en Amlóðasaga. Þannig
reynum við að sýna samhengið i bók-
menntum Islendinga. Breta saga er
upprunalega skrifuð á Englandi á
latínu af Geoffrey af Monmouth og
hún var þýdd yfir á íslensku mjög
snemma, sennilega um tólfhundmð.
A
slendingasögurnar era yngri.
Hugmynd okkar er að sýna að
höfundar Islendingasagna
höfðu lært að skrifa af öðram og þeir
leituðu í aðra höfunda, t.d. Geoffrey
af Monmouth og í Trójumanna sögu
sem var mjög útbreidd í Evrópu á
þessum tíma. Þeir þýddu líka Heil-
agra manna sögur og margt annað,
þó skrifuðu þeir sjálfir sögur sem
vora allt öðravísi. Það er nauðsyn-
legt að sýna hvað höfundar þessara
sagna gerðu sem er einstakt fyiTr
þá.“
Era íslendingasögumar ef til vill
raunsærri bókmenntir en bókmennt-
ir í öðram Evrópulöndum á þessum
tíma? Þá á ég við hvort ekki sé minna
um ævintýri, þjóðsögur, dulmagnað-
ar helgisögur og ærslasögur í sagna-
ritun Islendinga en tíðkaðist hjá öðr-
um þjóðum.
„Aðalatriðið í Islendingasögunum
er sagan. Sagan er hjarta frásagnar-
innar. Hvernig hún er sögð flokkast
frekar undir bókmenntir en sagn-
fræði. Tökum sem dæmi Eiríks sögu
og Grænlendinga sögu en á þeim er
mikill munur. Sögumar era ólíkar
innbyrðis en kjaminn er sá sami.
Þessar sögur vora lengi í smíðum og
tóku breytingum í munni fólks en ég
held að persónur sagnanna hafi verið
til. Það er án efa ekki allt satt sem
sagt er í Egils sögu eða Njálu, en
kjarninn, persónumar, er líklega
sannur, þótt atburðimir séu skáld-
skapur að meira eða minna leyti.“
Væntanlega þarf að skýra margt í
sögunum fyrir þýskumælandi fólki
sem þekkir ekki staðhætti og þessi
flóknu ættarvensl og hefðir sem oft á
tíðum eru undirrót atburða íslend-
ingasagna.
„I útgáfunni reynum við að þýða
framtextann en síðan fylgja textan-
um skýringar, bókaskrár, ættartöfl-
ur og kort af sögustöðunum. Skýr-
ingamar era auðvitað mjög
mikilvægar. Kortin era ekki mikil
listaverk en það er nauðsynlegt að
fræða þýska lesendur um hvar at-
burðirnir eiga sér stað. Við getum
tekið sem dæmi leið manna til og frá
Alþingi við Öxará og hvar þeir era
búsettir á landinu. Næsta ár gefum
við væntanlega út Njálu, Eiríks
sögu, Grænlendinga sögu og Færey-
inga sögu auk fleiri sagna. Bráðlega
munum við svo ráðast í að gefa út
Heimskringlu og Snorra-Eddu auk
dróttkvæða og fleiri kvæða og frá-
sagna. Það er af nógu að taka.“
Hvað getur þú sagt mér af
sjálfum þér í stuttu máli?
Hvenær vaknaði áhugi þinn
á íslandi og íslendingum?
„Ég las íslendingasögur sem
skólapiltur en hafði aldrei hugsað
mér að stunda nám í íslenskum fræð-
um. Ég hóf háskólanám árið 1949 og
ætlaði að stunda nám í germönskum
fræðum en kennari minn hafði dvalið
lengi á Islandi og hann opnaði augu
mín fyrir íslenskum fornbókmennt-
um og í gegnum hann lá leiðin í ís-
lenskuna, bæði fornmálið og nútíma-
málið, og fljótlega þótti mér við-
fangsefnið spennandi. Ég reyndi að
komast til Islands sem var erfitt en
tókst loksins árið 1951. Það vora eng-
ir styrkir þá og ég átti enga peninga,
svo ég fór að vinna norður í Skaga-
firði, á Hegranesi þar sem var alveg
prýðilegt að vera. Fallegt umhverfi
og gott mannlíf. Ég reyndi að innrita
mig í háskólann og það tókst þrátt
fyrir peningaleysið því ég fékk vinnu
í kaffibætisverksmiðju í Reykjavík,
sem ég gat stundað meðfram nám-
inu. Ég dvaldist hér í rúmt ár og það
var alveg ágætt. Ég ferðaðist um
landið og kynntist fólki. Þegar ég
kom aftur heim til Þýskalands varð
ég fyrst aðstoðarmaður við norrænu
deildina við háskólann í Munchen og
löngu síðar dósent og síðan prófess-
or. Allan þennan tíma hef ég reynt að
gera eins mikið fyrir ísland og í mínu
valdi hefur staðið enda er Island þeg-
ar allt kemur til alls mín heimaey."
Það hefur þá væntanlega verið
draumur þinn lengi að koma sögum
og bókmenntaarfi Islendinga á fram-
færi við þýska lesendur.
Já, það má með sanni segja! Því
enn þanri dag í dag gera marg-
ir Þjóðverjar sér falskar hug-
myndir um íslenskar fornbókmennt-
ir. Oft halda þeir að þær byggist
eingöngu á hetjumóð og germönsk-
um hetjufrásögnum. Þær hafa líka
stundum verið rangtúlkaðar. Við
getum tekið Hávamál sem dæmi. I
Hávamálum stendur: „Deyr fé,
deyja frændur, deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi, hveim er sér
góðan getur. Ég veit einn, að aldrei
deyr; dómur um dauðan hvern.“
Þetta er þýtt á þýsku, í þýðingu frá
1912 sem er að mörgu leyti ágæt og
hefur verið mikið lesin, sem: „Eitt er
það sem aldrei deyr, rómur af dáð-
um.“ Þannig breytist „dómur um
dauðan hvem“ í „rómur af dáðum“,
þar sem dáðir era dásamaðar, en það
er alveg kolröng þýðing og merking
sem breytir kvæðinu í hetjudýrkun
sem hvergi sér stað í framkvæðinu.
Þessa mynd ætlum við að leiðrétta
og sýna frá öðra sjónarhorni og í
sinni réttu mynd. Þá stendur til á
komandi misseram að gefa út ferða-
sögu Konrads Maurers frá nítjándu
öld sem komið hefur út á íslensku í
þýðingu Baldurs Hafstað, og líka
bréf Konrads Maurers til Jóns Sig-
urðssonar forseta, en þeir skrifuðust
á um árabil. Af þessu má sjá að verk-
efnin era ærin.“