Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ fl- HÖFIIÐBORGARSVÆÐIÐ Sameiginleg stefnumótun ÍTR og ÍBR um skipulag íþróttastarfs í Reykjavík til næstu tíu ára Aðstaða almennings og afreksfólks verði bætt Morgunblaðið/Kristján 19,7% Reykvíkinga stunda þolfimi reglulega. Reykjavík NÝLEGA var samþykkt skýrsla af Iþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur og íþróttabandalagi Reykjavík- ur. þar sem sett er fram sam- eiginleg stefnumótun þessara aðila í íþróttamálum í borg- inni til næstu tíu ára. I gær kynntu Steinunn Valdís Osk- arsdóttir, formaður ÍTR og Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, skýrsluna. Sú framtíðarsýn íþrótta- mála Reykjavíkur sem lýst er í skýrslunni gengur m.a. út á að samþætta skóla-, íþrótta- og tómstundastarf tii að laða fram það besta í fólki. Gert er ráð fyrir að aðstaða almenn- ings sem og afreksfólks verði bætt. Einnig er stefnt að því að íþróttaiðkun almennings verði sú mesta sem gerist í Evrópu og að reykvískt af- reksfólk verði fremst í sinni röð. „Þetta eru metnaðarfull markmið og því er nauðsyn- legt að standa þannig að mál- um að þeir sem hagsmuna eiga að gæta stilli saman strengi sína og nýti fjármuni og starfskrafta sem best,“ segir í skýrslunni. Einnig er lögð áhersla á að slagorðið heilbrigð sál í hraustum lík- ama sé enn í fullu gildi. Aukið sarastarf skóla og íþróttafélaga I skýrslunni er lögð áhersla á öflugt og náið samstarf skóla og íþróttafélaga þar sem félögin komi í auknum mæli að íþróttakennslu í skólum borgarinnar, meðal annars með ráðgjöf og íþróttaskóla. íþróttanámsskrá, þar sem stefna og markmið í þjálfun barna og unglinga eru skil- greind, verður tekin upp í öll- um félögum. IBR mun að- stoða félögin við gerð íþrótta- námsskrárinnar. Ákveðnar kröfur verða gerðar um menntun og fag- þekkingu þjálfara. Auka á þátttöku unglinga í staríi íþróttafélaganna með samþættingu íþrótta- og tómstundastarfs. Unglingar munu fá tækifæri til að taka þátt í starfi íþróttafélaganna án keppnismarkmiða ein- göngu. Til að minnka brottfall unglinga úr íþróttum verður boðið upp á nýja æfingaval- kostir. Einnig er stefnt að því að félögin verði í vaxandi mæli sýnileg í forystu forvarnar- starfs gegn fíkniefnum. Breytt skipulag af- reksíþróttastarfs Stefnt er að breyttu skipu- lagi afreksíþrótta að því er kemur fram í skýrslunni. Hugmyndin er sú að íþrótta- félögin standi að stofnun af- reksfélaga, hugsanlega í formi hlutafélaga, sem verði aðskilin frá núverandi íþrótta- félögum. Tilgangurinn er að skapa fæixi en sterkari ein- ingar bæði fjárhagslega og ekki síður hvað varðar árang- ur. Lagt er til að borginni verði skipt í fjögur afrekssvæði. Gert er ráð fyrir einum af- reksflokki í hverri íþrótta- grein á hverju svæði. Sam- hliða svæðaskiptingunni yrði byggð upp keppnis- og æf- ingaaðstaða fyrir afreks- íþróttir í samvinnu við Reykjavíkurborg, ríki og at- vinnulíf. Aukin áhersla á al- menningsíþróttir Aðstöðu fyrir fjölbreyttari íþróttaiðkun á að bæta í félög- unum svo allir í fjölskyldunni geti verið virkir þátttakendur á eigin forsendum, segir í skýrslunni og skulu almenn- ingsíþróttir skipa veglegan sess í íþróttanámsskrá félag- anna. Þeim iðkendum sem ekki taka þátt í afrekskeppni verð- ur gert kleift að æfa íþrótt sína og jafnvel keppa í henni. Einnig skal auka félagslega þáttinn í starfsemi íþróttafé- laganna. Tengsl íþróttafélaga, félagsmiðstöðva og skóla verða aukin og er þá vonast til að hópar myndist innan félag- anna um önnur áhugamál en íþróttir. Opinberir aðilar komi að fjármögnun Rekstur íþróttafélaganna skal byggjast á traustum grunni, segir í skýrslunni. Bæta á nýtingu íþróttamann- virkja með breyttu skipulagi, m.a. með samstarfi starfs- manna íþróttafélaganna og borgarinnar og með gerð þjónustusamninga. Lagt er til að opinberir aðil- ar komi í auknum mæli að fjármögnun ákveðinna þátta þjónustu íþróttafélaganna, t.d. með því að Reykjavíkur- borg greiði hluta launa starfs- manna sem sjá um félagsleg málefni og þjálfun og ríki og Morgunblaðið/Ami Sæberg Reynir Ragnarsson, formaður IBR og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður ÍTR, kynntu skýrsluna. borg taki þátt í að fjármagna forvarnarstarf íþróttafélag- anna. 55,7% Reykvíkinga stunda íþróttir I skýrslunni er einnig að finna könnun á íþróttaiðkun og líkamsrækt íbúa Reykja- víkur sem gerð var í maí og júní síðastliðnum. Könnunin var gerð símleiðis meðal fólks á aldrinum 15-75 ára. Þar kom fram að 55,7% Reykvíkinga stunda íþróttir eða líkamsrækt reglulega. Gönguferðir voru vinsælasta íþróttin og kváðust 29,9% íbúa iðka hana reglulega. 19,7% stunda tækjaþjálfun og jafn- margir þolfimi. 15,6% leggja stund á fótbolta en aðeins 1,4 % handbolta og 0,7% körfu- bolta. Aðeins 15,6% aðspurðra sögðust iðka íþrótt sína innan íþróttafélags eða á vegum fé- lags. Landupplýsinga- verðlaunað Morgunblaðið/Ingibjörg Við afhendingu verðlaunanna. Eggert Ólafsson, tækni- stjóri LUKR og forstöðumaður tölvudeildar Borgarverk- fræðings, Þorgeir Einarsson, stjórnarformaður LUKR og verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavikur, Jack Danger- mond, stofnandi og forstjóri ESRI, Albert Þorbergsson, landfræðingur á gagnavinnsludeild - LUKR hjá Borgar- verkfræðingi og Geir Svanbjörnsson, tæknifræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Amaldur Halldðrsson. Elísabet B. Þórisdóttir, formaður stjórnar Menningarnæt- ur, afhenti Syivíu Kristjánsdóttur verðlaunin í Ráðhúsi Reykjavíkur 7. júlí sl. kerfi Reykjavík LUKR, sem er Landupplýs- ingakerfí Reykjavíkur, hlotnaðist nýlega viðurkenn- ing á árlegri ráðstefnu um landfræðilegar upplýsingar og landupplýsingakerfi í San Diego í Kaliforníu. Ráðstefnan er haldin á vegum ESRI sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði í heiminum. Við- urkenningin var veitt fyrir sérstakléga árangursríkt landupplýsingakerfi en LUKR var, ásamt nokkrum öðrum kerfum, valið úr hópi 60 þúsund kerfa víðs vegar um heiminn til þess að hljóta þessa viðurkenningu. LUKR er samstarfsverk- efni borgarverkfræðings, Borgarskipulags, Orkuveitu og Landssíma um að koma upp og reka samtengt og samhæft landupplýsinga- kerfi fyrir borgina en form- legt samstarf þessara aðila hófst árið 1988. Kerflð nýtt á ýmsum sviðum Heiðar Hallgrímsson, verkfræðingur á gagna- vinnsludeild LUKR, hefur verið verkefnisstjóri kerfis- ins frá upphafi og segir hann viðurkenninguna mikinn heiður og ánægjulegt að þetta skuli eiga sér stað ein- mitt þegar Reykjavík er ein af menningarborgum Evr- ópu. LUKR hefur ver- ið braut- ryðjandi á sviði land- fræðiupp- lýsinga á Islandi en vakið hef- ur athygli erlendis hversu víðtæk samvinna hefur náðst um verkefnið í Reykjavík. Landupplýsingar ná yfir víðfemt svið en sem dæmi má nefna eru allar upplýs- ingar sem tengjast heimilis- föngum eða lóðum í eðli sínu landfræðilegar en einnig má nefna að upplýsingar um all- ar lagnir og það sem þeim tengist heyra undir þetta svið. Ymis kerfí hafa nýtt sér gögn frá LUKR og má þar nefna Neyðarlínuna og Eldi- brand, sem er kerfi Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins. Heiðar segir að búast megi við því að landupplýs- ingakerfi verði meðal helstu burðarása upplýsingaþjóðfé- lags 21. aldar. Menn- ingarnótt í fram- haldi af maraþoni Reykjavík EFNT verður til Menningar- nætur í miðborg Reykjavík- ur í fimmta sinn laugardag- inn 19. ágúst næstkomandi. Markmið Menningarnætur er nú sem endranær að beina kastljósinu að því sem borgin hefur upp á að bjóða og að kveikja áhuga á menningar- viðburðum hjá fólki á öllum aldri. Hverjir taka þátt í Menningarnótt? Menningarnóttin byggist á framlagi íjölda aðila sem alla jafna standa að blómlegu menningarlífí í borginni og einnig framlagi annarra sem nota þetta tækifæri til að setja svip sinn á borgarlífið. Ymsar menningarstofnan- ir, kirkjur, gallerí, kaffihús, veitingahús, verslanir og fleiri hafa opið fram á nótt og bjóða gestum upp á fjöl- breytta menningarviðburði. Flugeldasýning verður við Reykjavíkurhöfn eftir sólset- ur. Sérstök verkefnisstjórn á vegum Reykjavfkurborgar samræmir atriði, kynnir dag- skrá og greiðir götu þeirra sem vilja taka þátt í Menn- ingarnóttinni. I verkefnis- stjórninni sitja: Elísabet B. Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs, Ómar Einars- son, framkvæmdastjóri fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Anna Margrét Guðjónsdóttir, verkefnis- stjóri þróunaráætlunar mið- borgar, Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkur- höfn, og Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkur. Framkvæmdasljóri Menn- ingarnætur er Hrefna Har- aldsdóttir. Hrefna segir dagskrána mjög fjölbreytta en Menning- arnóttin verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. I ár Ieggur Menningarborgin til hátíðarinnar götuleikhús frá Bretlandi og fleiri atriði. Fyrst og fremst sé það þó grasrótin sem hátíðin á að efla og styrkja að sögn Hrefnu, svo sem verslanir, kirkjur, veitingastaði, söfn, gallerí og menningarstofn- anir. Hrefna bætir við að flugeldasýningin verði einkar glæsileg í ár. Að þessu sinni verður Reykjavíkurmaraþonið sama dag og Menningarnótt, en ekki daginn eftir eins og hingað til, og mun borgar- sljóri setja dagskrá Menn- ingarnætur formlega á há- degi þann 19. ágúst um leið og hún ræsir fyrstu hlaupara í Maraþoninu. Dagskrá Menningarnætur mun svo að venju standa allan daginn og fram á nótt. Samkeppni um veggspjald í tilefni Menningarnætur var efnt til samkeppni um veggspjald meðal nemenda Listaháskóla íslands í graf- ískri hönnun og er það í ann- að sinn sem Menningarnótt efnir til slíkrar samkeppni. Höfundur verðlaunat.illög- unnar í ár er Sylvía Krist- jánsdóttir, nemandi á öðru ári í grafískri hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.