Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 73
I DAG
Árnað heilla
■J ÁRA afmæli. Á
X V/ vr morgun, föstu-
daginn 14. júlí, verður 100
ára Sigurður Árnason,
fyrrum bóndi á Vestur-
Sámsstöðum í Fljótshlið.
Hann dvelur nú á hjúkrun-
arheimilinu Holtsbúð í
Garðabæ. Sigurður verður
staddur á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar að
Dallandi í Mosfellsbæ milli
kl. 15-17 á afmælisdaginn
og tekur þar á móti gestum.
BRIPS
Umsjón Guómundur Páll
Árnarson
BRIDSHENDUR sem á ann-
að borð komast á pent eru að
sumu leyti eins og kvæði -
misgóð, eins og gengur, en
þau bestu virðast lifa nánast
endalaust og þola margar
endurbirtingar. Hér er fallegt
„bridskvæði" eftir óþekktan
höfund:
Norður
♦ 7542
» AK42
♦ 76
♦ D94
Vestur Austur
♦ G983 * D106
v - v G1097
♦ G10982 ♦ 543
+ G732 + K86
Suður
+ ÁK
v D8653
♦ ÁKD
+ Á105
Suður spilar sex hjörtu og
fær út tígulgosa. Tromplegan
er slæm, svo austur fær óhjá-
kvæmilega slag á hjartagosa.
Þar með má engan gefa á lauf.
Sagnhafi gefur sér þá for-
sendu að austur sé með lauf-
kóng og vestur með gosann.
Hann hyggst einangra hliðar-
litina og senda austur inn á
fjórða trompið í lokin. En hins
vegar dugh' þetta ekki, því
þegar austur spilar frá laufinu
1 þriggja spila endastöðu þar
sem blindur á D9x, austur
Kxx, suður ÁlOx og vestur
Gxx mun vestur geyma gos-
ann og tryggja vörninni slag á
lauf í lokin. Þess vegna er
nauðsynlegt að taka inn í
myndina þvingun á vestur í
spaða og laufi. Sagnhafi tekur
ÁK í spaða og trompar spaða.
Hann spilar tígli þrisvar og
trompar þann þriðja (!), þvi
hann má ekki missa svart spil
í tíguldrottninguna. Þá er
sviðið sett til að senda austur
inn á hjartagosa:
Norður
+ 7
v -
♦ -
+ D94
Vestur Austur
+ G + —
v- vG
♦ - ♦ -
+ G73 + K86
Suður
+ -
¥8
♦ -
+ Á105
Vestur lendir í þvingun
þegar suður spiiar hjartaátt-
unni. Hann verður að halda í
hæsta spaða og kastar því frá
laufgosanum. Austur spilar
síðan frá laufkóng, og ef vest-
ur dúkkar mun nía blinds eiga
slaginn. Síðan spilar sagnhafi
laufdrottningunni og gleypir
gosa vesturs.
Þetta er sannarlega vel ort
kvæði.
QA ÁRA afmæli. Nk.
i/U mánudag, 17. júlí,
verður níræður Pótur Sig-
urðsson, fyrrv. húsvörður
Alþingis, Hrafnistu, Hafn-
arfirði. Hann mun ásamt
börnum og tengdabörnum
taka á móti gestum í sam-
komuhúsinu í Grundarfirði
laugardaginn 15. júlí nk. kl.
15-18.
/»/A ÁRA afmæli. í dag,
ÖU fimmtudaginn 13.
júlí, verður sextugur Franz
Jezorski, húsasmíðamcist-
ari, Blikanesi 26, Garðabæ.
Eiginkona hans er Sesselja
Berndsen. Þau eru stödd á
Hotel Lleo, Carrer de Telai,
22-24 08001, Barcelona.
P A ÁRA afmæli. í dag,
O V/ fimmtudaginn 13.
júh', verður fimmtug Sigrún
Björnsdóttir, kennari,
Skaftahlíð 28, Reykjavík.
Sigrún tekur á móti vinum
sínum í hátíðarsal Iðnó,
Vonarstræti 3, kl. 19 á af-
mæHsdaginn. Þeir sem vilja
gleðja Sigi’únu í tiiefni dags-
ins eru beðnir að láta
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna njóta gjafmild-
innar (uppl. í síma 588-7555).
Ljósmyndastofa Þórís.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. apríl sl. í Árbæj-
arkirkju af sr. Guðmundi
Þorsteinssyni Súsana
Papazian og Hjalti Magnús-
son. Heimili þeirra er í
Hraunbæ 38, Reykjavík.
Meó morgunkaffinu
Guðmundur telur að ekki þurfi að eyða miklum
peningum til að skemmta sér.
LJOÐABROT
ÞJOÐHATIÐ
1974
Á þjóðhátíð órri
á ÞingvelU
kómu fornmenn
ok fylktu liði
með hrosshár í taumi
ok héldu þing,
því brá öld þeira
við óra tíma.
Skipuðu sér í ferning
ok fluttu mál sitt
undir bláum himni
ok hamrar at baki
en á svartri gjábrún
þar sem glymr fossinn
stóð hjúpaðr sólgeislum
Hvítikristr.
Heyrði hann í lyngmó
land vaxa ok himin
horfði hann yfir velli
ok vatnaaugu.
Fæðisk ein alda
ok önnur deyr.
Hvarf sjá sýnin
sjónhverfing er tíminn.
Þannig urðu ellefu aldir
einn dagr, ei meir.
Matthías Johannessen.
STJÖRNUSPA
eftir Frances Urake
KRABBI
afmælisbarn dagsins:
Þérlætur útivistin betur en
innisetan. Þú ert skjðtráður
og oft eiga vinir þínir fullt í
fangi með að fylgja þér.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Fróðleiksþorsti þinn er með
ólíkindum og þú átt að sinna
honum sem bezt þú getur. Það
er mannbætandi að auka við
sig á sem flestum sviðum.
Naut
(20. apríl - 20. maí) /a*
Þér hættir svolítið til fljót-
færni svo þú skalt hægja að-
eins á þér og telja upp að tíu
áður en þú lætur til skarar
skríða. Hófsemi er dyggð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) oA
Hlátimnn lengir lífið. Það er
að mörgu að hyggja í sam-
bandi við hlut, sem þú hefur
ágirnd á. Flýttu þér hægt,
hann verður líka fyrir hendi á
morgun.
Krabbi
(21. jxiní - 22. júlí)
Það er eitthvert slen í þér og
þú þarft að taka á honum stóra
þínum ti! þess að komast í
gegn um venjulegan dag.
Sinntu nú heilsufari þínu.
Ljón
(23.júH-22. ágúst)
Ekki er allt sem sýnist. Leit-
aðu þér upplýsinga um hlutina
og dragðu þínar eigin ályktan-
ir af þeim. Það kemur þér í
koll, ef þú lætur aðra um hlut-
ina.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það þýðir ekkert að stinga
hausnum í sandinn eins og
strúturinn. Verkefnin hverfa
ekki af borðinu, nema þú
brettir upp ermarnar og leysir
þau.
Vog
(23.sept.-22.okt.) A'ílJ
Staldraðu við og hugieiddu
hvort þú vanrækir þína nán-
ustu vegna vinnu. Gerðu svo
aUt sem þú getur til þess að
koma hlutunum í skikkanlegt
horf.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það sem sýnist vera leikur
getur verið dauðans alvara.
Gakktu úr skugga um að þú
misskiljir ekki neitt áður en þú
skuldbindur þig tii einhvers.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) ACr
Þótt fóik hafi það á orði hversu
fjölhæfur þú sért, skaltu var-
ast að láta þau ummæli hafa of
mikil áhrif á þig. Og alis ekki
taka að þér fleiri verk.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Reyndu að sjá björtu hliðarn-
ar á hlutunum. Það hjálpai' al-
veg ótmlega mikið og gerir
þér kleift að horfast í augu við
samverkamenn þína og hvern
sem er.
Vatnsberi f ,
(20. jan. -18. febr.) Q&it
Þótt þú eigir auðvelt með að fá
aðra til að fylgja þér að mál-
um, verðurðu að gæta þess að
ganga ekki á rétt annarra sem
myndi snúa þeim.
Fiskar
(19.feb.-20. mars)
Nú þegar þú ert tilbúinn til
þess að tjá þig um eitt og ann-
að skiptir sköðum að þú talir
tæpitunguiaust svo allh- skilji
hvert þú ert að fara.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Erum fluttar
á Garðatorg 7 í Garðabæ.
Bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í
kaffi milli kl. 14 og 18 á morgun föstudag.
Hannyrðabúðin
sími 555 1314
OKKAR VINSÆLA
HEFST I DAG!
30-60% AFSLÁTTUR •
LAUGAVEGI 55 - SIIHI 561 8414
TEVA eru ekkert venjulegir
sandalar. Þeir eru svo sterkir
að þú getur boðið þeim
nánast hvað sem er.
Þeir endastog endast!
fyrir tærnar!
UTILIF
S
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is