Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 37
Á tímum síhækkandi bensínverðs skiptir eyðslan bíleigendur gríðarlegu
máli, sérstaklega þegar Ijóst er að lítraverðið fer í 100 krónur.
Það er vandfundinn bíll sem eyðir minna bensíni en Daewoo Matiz.
Nýlega komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir litla bensíneyðslu,
þegar honum var ekið 3.899 km.á aðeins 122 lítrum -geri aðrir betur!
Ef þú sérð brosandi bíleiganda á bensínstöð, þá er hann eflaust á Matiz!
Nýr Matiz fyrir 457 krónur á dag!!
Verð:
Matiz S kr. 829.000,-
Matiz SE kr. 899.000,-
MatizSE-X kr. 966.666,-
* Matiz S, útborgun kr. 165.800,-
eftirstöðvar til 72 mánaða.
Miðað við bílasamning og verðbólguspá.
Gamli bíllinn þinn getur líka verið útborgun.
ÞAK-0G
VEGGKLÆÐI\ÍINGAR
ÍSVr\L-80f(GA ti-IF.
HOFÐARAKKA 9. 1 12 RrYKJAVÍK
S/MI !i87 8750 - FAX 587 8/51
n / p •
bureirasvorur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
KVIKM¥]\PIR
Itfóborgin, Korgar-
bíó, Nýja bíó Akur-
eyri og IVýja bíó
K e f I a v f k
LEYNIFÉLAGIÐ „THE
SKULLS“1k*
Leiksljóri: Rob Cohen. Handrit.:
John Pouge. Framleiðandi: Neal H.
Moritz. Aðalhlutverk: Joshua
Jackson, Paul Walker, Hill Harper,
Leslie Bibb, Craig T. Nelson og
William Petersen. 2000.
LEYNIFÉLAGIÐ, sem á frum-
málinu heitir „The Sculls“, er banda-
rísk spennumynd sem varar við
hættunni af valdamiklum Ieynifélög-
um í bandarísku samfélagi og ýjar að
því að lýðræðinu þar í landi stafi
hætta af þeim. Sögusviðið er ein af
helstu menntastofnunum landsins og
myndin segir frá ungum manni sem
þráir að komast í leynilegasta félags-
skap skólans, er kallar sig Hauskúp-
urnar. Þegar sá draumur hefur ræst
byrjar martröðin.
Hér er á ferðinni miðlungsgóð
spennumynd með áhugaverðu sögu-
sviði en allt er gert á sem einfald-
Draumur verður
að martröð
astan máta. Maðurinn ungi, Luke
McNamara (Joshua Jackson), er af
fátæku fólki, námsgáfur og íþrótta-
hæfileikar hafa komið honum í einn
besta háskóla landsins en hann vill
vera í hópi hinna útvöldu, klíkunnar í
Hauskúpunum. Þar með yrði fram-
tíð hans ráðin. Það er ótrúlega auð-
velt fyrir félagsskapinn að ná honum
í sínar raðir; honum eru einfaldlega
gefnir peningar, bílar og stelpur.
Hann er of grænn til þess að halda
að hann þurfi ekkert að gefa á móti.
Myndin er of einfeldningslega
uppbyggð, eins og þetta dæmi sýnir,
til þess að skapa vérulega spennu og
klisjurnar of gamalkunnar. Vondu
kallarnir eru svo auðsjáanlega
vondir með Craig T. Nelson í farar-
broddi og brögðin sem þeir beita svo
kimnugleg að fátt eitt kemur á óvart.
Afstaðan til leynifélaga er á reiki.
Predikunartónninn gegn hvers kon-
ar leynifélögum er mjög sterkur í
byrjun, gert er sjálfkrafa ráð fyrir að
öll leynifélög séu af hinu illa, en svo
koðnar það niður í einhverja mála-
miðlun áður en yfir lýkur.
Leikurinn er misjafn eins og
gjarnan er í spennumyndum af
þessu tagi. Joshua Jackson er prýði-
legt fórnarlamb illra afla og Craig T.
Nelson valdagráðugur formaður auk
þess sem William Petersen á góða
spretti sem þingmaður og félags-
maður í leynifélaginu. Aðrir eru lak-
ari. Leikstjórinn, Rob Cohen, heldur
utan um formúlukennt handritið án
þess að sýna sérstök tilþrif og á sinn
þátt í að gera Leynifélagið að dæmi-
gerðri miðlungsmynd.
Arnaldur Indriðason
yv\<\tiz
sparar.
— og kominn í
heimsmetabókina!
Listasafn Árnesinga
Sýningunni Teglt í tré í Listasafni
Arnesinga á Selfossi lýkur sunnu-
daginn 16. júlí og er hún opin frá kl.
13-18 um helgina.
Bílabúð Benna 'Vagnhöfða 23 og Kringlunni • Sími 587-0-587 • www.benni.is
Síðasta
sýningarhelgi
Jón Thor Gíslason á vinnustofu sinni.
VAGNA Sólveig Vagnsdóttir opnar
sýningu á tréskúlptúrum í Galleríi
List, Skipholti 50d, á laugardaginn
kl. 11.
Vagna Sólveig er fædd á Osi í Am-
arfirði árið 1935.
í fréttatilkynningu segir að Vagna
sé í hópi svokallaðra nævista, eða
einfara. Hún er náttúrubam í list
sinni, en hún er sjálfmenntuð að öllu
leyti. Verkfærið er vasahnífur og
efniviðurinn mestmegnis rekaviður
og annað sem til fellur úr nágrenni
hennar fyrir vestan, þar sem hún
býr.
Sýningin stendur tO 30. júlí.
---------------------
m
DOEWOO
Jón Thor sýnir
í Hár o g list
JÓN Thor Gíslason myndlistar-
maður opnar sýningu á verkum sín-
um í galleríi Hár og list við Strand-
götu í Hafnarfírði annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Tréskúlp-
túrar
í Galleríi
List
Auk teikninga og nokkurra mál-
verka mun Jón Thor kynna grafík-
möppu með þurrnálastungum sem
hann vann fyrr á þessu ári á grafík-
verkstæði í Diisseldorf. Mappan ber
titilinn „Spuren der Kindheit" og er
gefin út í takmörkuðu upplagi, eða
13 eintökum. í hverri möppu eru 10
þrykk, auk 10 texta eftir þýska
skáldkonu, Ylmu Úrmeny, er fjalla
um sama viðfangsefni og myndimar.
Jón Thor hefur um árabil unnið að
list sinni í Þýskalandi og á verk í
eigu ýmissa stofnana og listasafna
þar í landi og á íslandi.