Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. JIJLÍ 2000 51
HEINRICH
WÖHLER
+ Heinrich Wöhler
fæddist 15. maí
1910 og lést á heimili
sínu 28. júní síðast-
liðinn.
Heinrich var tví-
giftur, fyrri kona
hans var Sigriður
Amadóttir, f. 24.12.
1910, d. 17.8.1980,
þau skildu. Eftirlif-
andi kona hans er
Ruth Wöhler. Hein-
rich og Sigríður eign-
uðust soninn Hannes
Ama og með seinni
konu sinni eignaðist
Heinrich tvær dætur, Ritu og Petm.
Bálfór hefur þegar farið fram.
Heinrich Wöhler fæddist í Kiel í
Þýskalandi 15. maí 1910 og lést þar á
heimili sínu þann 28. júní sl. Hann
lærði iðn fjölskyldu sinnar, sem var
konfektgerð, og kom síðan til íslands
til starfa í Konfektgerðinni Freyju í
Reykjavík laust eftir 1930. Einnig
æfði hann fimleika hjá ÍR og tók þátt
í fimleikasýningum. Um þetta leyti
réði Magnús, forstjóri Freyju, einnig
til starfa frænku sína Sigríði Ama-
dóftur, dóttur hjónanna Sigríðar
Pétursdóttur og Arna Hannessonar
skipstjóra í Reykjavík. Heinrich og
Sigríður felldu hugi saman enda
bæði glæsileg og áhugasöm um úti-
vist og íþróttir. Þau giftu sig árið
1937 og 2. nóvember 1939 fæddist
sonurinn Hannes Ami. Fjölskyldan
hafði komið sér fyrir í góðu húsnæði
á Barónsstígnum og framtíðin virtist
björt. En þá dundi ógæfan yfir.
Heimsstyrjöldin skall á og Bretar
hemámu ísland í maí 1940. Heinrich,
sem var þýskur ríkisborgari, var
handtekinn ásamt fleiri Þjóðverjum
er hér bjuggu þó að þeir hefðu engin
afskipti haft af stríðinu. Þeir voru
síðan fluttir í fangabúðir á eyjunni
Mön og Heinrich fékk ekki að yfir-
gefa England fyrr en haustið 1944 er
hann var sendur í fangaskiptum til
Þýskalands. Áiin á Englandi dvaldi
hann á bóndabæ. Þess má geta að El-
ín Hirst fréttamaðurgerði fyrir
nokkrum árum sjónvarpsþátt um
fangana á Mön og ræddi þá m.a. við
Heinrich um dvölina þar. Einnig
skrifaði Snorri G. Bergsson athyglis-
verða og fróðlega grein í Tímarit
Sögufélagins, Ný Saga (8. árg. 1996),
er hann nefnir „Fangarnir á Mön“.
Þar má m.a. lesa um erfiða baráttu
Sigríðar og annan-a íslenskra
kvenna fyrir því að fá þýska eigin-
menn sína hingað til Islands að stríð-
inu loknu og viðhorf íslenskra stjórn-
valda til þeirra mála. Þessi barátta
tók nokkur ár og fæstir snera aftur.
Heim-ich var einn af þeim sem ekki
kom aftur. Hann og Sigríður skildu
og hann settist að í Kiel. Seinna gift-
ist hann þar þýskri konu og eignuð-
ust þau tvær dæt.ur.
í meira en 40 ár var
Heinrich Wöhler að-
eins til fyrir mér í um-
tali og á myndum bæði í
myndasafni foreldra
minna og heima hjá
Sigríði föðursystur
minni sem við kölluðum
Dídí. I æsku var mér
sagt að þessi maður á
myndunum hefði verið
giftur Dídí fi-ænku
minni og væri pabbi
hans Hannesar frænda
míns sem var aðeins
eldri en ég. Hann var
kallaður Teini, hafði
verið tekinn í stríðinu og átti núna
heima í Þýskalandi. Mér skildist líka
að það að hafa verið tekinn í stríðinu
væri eitthvað mjög skelfilegt því að
foreldrar mínir urðu alltaf svo alvar-
leg, allt að því sorgmædd, þegar
minnst var á þessi mál. Eftir því sem
árin líða skil ég líka æ betur hve
þessir atburðir hafa verið mikið áfall
fyrir fóðursystur mína og án efa hef-
ur aldrei gróið um heilt. Einnig hefur
þetta líka snert þá sem næst henni
stóðu. Þau vora bara tvö systkinin,
hún og faðir minn, sem var eldri, og
mikill samgangur milli þeirra. For-
eldrar mínir töluðu alltaf hlýlega og
af virðingu um Heinrich. „Hann var
svo mikill séntelmaður“, sögðu þau.
Myndimar af honum sýndu mér
glæsilegan mann, góðlegan á svip,
stundum var hann með frænku minni
t.d. á ferðalögum heima eða erlendis.
Einnig vora myndir af honum í fim-
leikum í ÍR, einum sér eða í hópi með
öðram. Árin liðu. Heinrich Wöhler
bjó í Kiel með fjölskyldu sinni. Hann-
es sonur hans kvæntist yndislegri
konu, Kristínu G. Lárasdóttir, sem
kölluð er Systa, og þau eignuðust
fjögur mannvænleg böm, þrjár dæt-
ur og einn son. Síðan eitt sumaiið
eftir rúmlega 40 ára fjarvera er
Heinrich kominn í heimsókn til
Hannesar og fjölskyldu hans á ís-
Iandi. Frænka mín var látin en hann
vildi gjarnan hitta föður minn og fjöl-
skyldu hans. Eg man að faðir minn
sem var þá orðinn lasburða kveið dá-
lítið fyrir því að hitta þennan fyrrver-
andi mág sinn aftur. Það var líka viss
eftirvænting hjá mér. Heinrich
Wöhler kom mér fyrir sjónir sem
myndarlegur, glaðlegur eldri maður,
í meðallagi hár, hraustlegur í útliti og
léttur í hreyfingum. Skiljanlegt að
hún frænka mín hafði hrifist af hon-
um á yngri áram. Ég hafði þó alltaf
haldið að hann væri talsvert hávaxn-
ari eftir myndunum að dæma. Það
var mjög ánægjulegt og eftirminni-
legt íyrir okkur í fjölskyldunni að
hitta Heinrich og kynnast honum.
Tungumálaerfiðleikar vora nær eng-
ir. Hann skildi og talaði enn íslensku,
hafði haldið málinu við með því að
lesa Islendingasögurnar. Hann sló
unga fólkinu við með því að standa á
KRISTJAN
HAUKSSON
+ Krislján Hauks-
son fæddist í
Reykjavík hinn 10.
október 1944. Hann
varð bráðkvaddur á
hcimili sfnu 25. júní
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 7.
júlí.
Bassi frændi minn er
dáinn. Leið mín lá
nokkuð oft upp á Bassa-
staði og hvergi heíúr
mér fundist ég vel-
komnari en þar. Ég mun sakna
skemmtilegra, fróðlegra og ljóðlegra
samtala. Ég mun sakna einstakra
kenninga og sérstæðra tilgátna. Ég
mun sakna sérvisku og visku og gátna
um allt á milli himins og jarðar. Ég
mun sakna lymskuglotts og tríræðra
auglita. Ég mun sakna
Bassa frænda míns.
Bassi var góður mað-
ur eins og allir vita.
Hann var alþýðuheim-
spekingm’, skáld og lífs-
kúnstner. Bassi var
góði dátinn. Hann var
einstakur kai’akter, eft-
irminnilegri en fræg-
ustu skáldsagnapersón-
ur. Bassi var vinur
minn.
Hugur minn er allur
hjá eiginkonu hans og
dætrum. Megi Guð vera
sálu hans miskunnsam-
ur og líta eftir þeim sem eftir lifa.
Snögglega hann gekk til náða. Ég
syrgi brottför bráða. En guðirnir þeir
ráða.
Vertu blessaður, Bassi. Ég bið að
heilsa.
Haukur Guðmundsson.
höfði og naut þess að fara í sund.
Heinrich kom nokkram sinnum aftur
í heimsókn til Islands og fékk ég þá
alltaf tækifæri til að hitta hann en
faðir minn lést stuttu eftir fyrstu
heimsóknina. Mér er líka minnisstæð
heimsókn hans og Hannesar til okk-
ar hjónanna á Akranes fyrir nokkr-
um árum. Það var á fögram haust-
degi og trillukarlarnir vora að koma
að landi með aflann þegar þeir feðgar
komu með Akraborginni. Heinrich
sýndi sjómönnunum og aflanum mik-
inn áhuga og vildi kynna sér þetta
nánar. Þeir Hannes ákváðu svo að fá
sér nýja ýsu til að taka með heim í
soðið en fengu svo vel útilátinn
skammt að það dugði í margar mál-
tíðir. Seinast kom Heinrich til Is-
lands sumarið 1998 og áttum við
systumar og eiginmenn okkar þá
ánægjulega stund með honum og
fjölskyldu hans á heimili Hannesar
og Systu. Heinrich Wöhler varð 90
ára hinn 15. maí sl. og af því tilefni
fóra Hannes, Systa, Láras sonur
þeirra og Hinrik sonarsonur til Kiel
og vora með honum á afmælisdag-
inn. Þá hafði heilsu hans talsvert
hnignað. Afkomendur hans á íslandi
era nú alls fjórtán.
Við systurnar og fjölskyldur okkar
sendum Hannesi, Systu, bömunum
og fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur. Við minnumst Heinrich
Wöhler með virðingu og þökk.
Svandís Pétursdóttir.
Afi opa eins og við köllum afa í Kiel
er dáinn. Fyrir rúmum mánuði hélt
afi upp á 90 ára afmælið sitt, glaður
og hress eins og hann var ævinlega
og þá áttum við ekki von á því að það
væri síðasta tækifæri okkar til að
hitta hann. Við sitjum þó eftir með
sjóð minninga bæði frá heimsóknum
okkar til hans í Kiel og eins þegar
hann var hjá okkur hér á íslandi. Afi
var íþróttamaður af lífi og sál. Þegar
hann var ungur keppti hann og sýndi
fimleika með IR í Reykjavík, stund-
aði skíðaíþróttir og sund. Þegar ald-
urinn fór að færast yfir gekk hann
langar vegalengdir á hverjum degi til
að halda sér í formi, það var honum
mjög mikilvægt. Afi var einn af þeim
sem aldrei gat setið rólegur, þurfti
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,
hvort sem það var viðhald á húsinu
sínu og garði, sinna fjölskyldu og vin-
um eða lesa sér eitthvað til fróðleiks.
Hann fylgdist vel með fjölskyldunni
á íslandi og var stoltur af hópnum
sínum hér. Þau skipti sem hann kom
til íslands stundaði hann laugamar
af miklu kappi, sat löngum stundum í
heitu pottunum, spjallaði þar við fólk
eins og innfæddur og kom oftast með
einhverjar nýjar sögur eða fréttir til
okkar að sundi loknu. Afi var með
eindæmum léttlyndur og kátur mað-
ur, hann var hrókur alls fagnaðar og
leið hvergi betur en í miðjum hópi
fólks, að segja sögur, brandara eða
syngja. Hann lifði lífinu brosandi, þó
að h'fið hafi ekki alltaf brosað við hon-
um og þannig geymum við minning-
una um afa opa í Kiel.
Sissý, Lárus, Heddý og Ásdís.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er skilafrestur
sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstu-
dag. í miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birting-
ardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skila-
frests.
GUÐBJÖRG
PÉTURSDÓTTIR .
+ Guðbjörg Pét-
ursdóttir fæddist
á Eskifirði 7. desem-
ber árið 1925. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 30.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 7. júlí.
Elsku Guðbjörg, það
eru ekki nema sjö ár
síðan ég kynntist þér.
Þá var ég að læra með
Svanhvíti dóttur þinni
og við urðum fljótt
mjög góðar vinkonur og fór ég því
fljótt að hitta þig oftar.
Ég man hvað ég dáðist að því hvað
þið vorað góðar vinkonur og gerðuð
margt saman. Þið vorað svo margt
sem ég vildi að fleiri mæðgur væra
því vinskapur ykkar var einstakur og
er Svanhvít að missa miklu meira en
mömmu sína, hún er að missa bestu
vinkonu sína líka.
Það er mér ógleymanlegt hve þú
tókst okkur opnum örmum á heimili
ykkar þegar við komum í heimsókn
og alltaf varst þú kölluð amma líka af
dætram mínum. Alltaf var maturinn
líka góður hjá þér.
Elsku Guðbjörg, ég gleymi því
ekki þegar þú varst að fara í fyrsta
skipti til útlanda. Þá vora það Svan-
hvít og Tara sem fóra með þér og þú
áttir eftir að fara aftur með þeim,
þar áttuð þið góðar stundir en alltaf
varstu svo glöð þegar þú komst aftur
heim. Þetta var orðið ykkar áhuga-
mál og var búið að bóka næstu ferð
núna í sumar til Krítar, þið allar
þijár orðnar mjög spenntar. En sú
ferð var ekki farin og ég veit að næst
þegar Svanhvít og Tara fara í frí
verður þú ekki langt undan að fylgj-
ast með þeim. Elsku Gugga, mig
langar að þakka þér
fyrir hvað þú varst
yndisleg við okkur.
Þegar erfiðleikar vora
hjá okkur reyndist þú
okkur svo vel og fylgd-
ist alltaf með því sem
var aðgerast.
Ég á eftir að sakna
þess að koma í heim-
sókn til Svanhvítar og
Töra og sjá þig ekki
þar en ég veit að þú
vakir yfir því heimili
eins og þú hefur alltaf
gert.
Ég bið góðan guð að
vernda þig elsku Guðbjörg.
Elsku guð, vilt þú styrkja Svan-
hvíti, Töru og fjölskyldu í þessum
erfiðleikum og vaka yfir þeim.
Kær kveðja,
Kristin Jóna.
Elsku amma. Nú ert þú farin frá
okkur til himna og sárt ég sakna þín
en er ekkert voðalega sorgmædd því
að ég reyni bara að hugsa um þær
góðu og fallegu stundir sem við átt-
um saman. Auk þess veit ég að allir
deyja einhvem tímann og þér líður í
áreiðanlega betur hjá guði en á
spítalanum.
Mig langar til að þakka þér fyrir
hve góð þú varst við mig þegar Lilja
systir mín var veik. Þá var svo gott
að koma til þín, þú varst alltaf svo
glöð og með svo góðan mat. Ég á eft-
ir að sákna þess að koma í heimsókn
til Töra og Svanhvítar og sjá að þú
ert ekki þar.
Ég bið góðan guð að vaka yfir þér,
Töra vinkonu minni og Svanhvíti
mömmu hennar.
Elsku guð, viltu styrkja Svanhvíti Í
og Töra í þessum erfiðleikum.
Steinunn Anna Baldvinsdóttir.
RANNVEIG
INGIBJÖRG
ÞORMÓÐSDÓTTIR
+ Rannveig Ingi-
björg Þormóðs-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 26. maí 1933.
Hún lést á Akureyri
29. maí síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Akureyrar-
kirkju 5. júní.
Það var á sjötta ára-
tugnum sem fundum
okkar Rannveigar bar
fyrst saman. Við höfð-
um ráðist til starfa í
blómabúð KEA í jóla-
ösinni, undir dyggri
stjórn Amórs Karlssonar, en hann
var mildur húsbóndi. Enda líkaði
okkur vinnan mjög vel. Um áramótin
skildi leiðir. Ég fór út á land, en
aldrei rofnaði sambandið.
Rannveig bjó heima hjá foreldram
sínum. Ég minnist heimsókna í
Rauðumýrina. Alltaf var tekið vel á
móti mér og húsfreyjan Björg alltaf
hlý og rausnarleg. Rannveig eignað-
ist synina Ómar og Þormóð Svan-
laugssyni, en bar ekki gæfu til að
njóta þeirra beggja, þa.r eð Þormóð-
ur lést tæpra sex ára. Ómar ólst upp
með móður sinni í skjóli afa og ömmu
og virtist þar ekkert kynslóðabil. Ár-
in liðu og Ómar stofnaði til sinnar
eigin fjölskyldu. Svo komu barna-
bömin og var Rannveig mjög ánægð
með það. Hún kom eitt sinn í heim-
sókn til mín með tvær litlar hnátur
og ég fann hvað hún hlúði að þeim.
Allt er þetta myndarfólk.
Rannveig vann til
margra ára hjá Lands-
síma íslands sem tal-
símakona. Hún greind-
ist með blóðsjúkdóm £
fyrir fjölda ára. Hann
hélst niðri í mörg ár en
kom svo upp aftur og
afleiðingamar öllu
verri en fyrr. Eftir það
gat hún ekki lengur
notið þess að lesa, en
hún var mjög bók-
hneigð. Rannveig var
greind, grandvör og
umfram allt trygglynd.
Lagði aldrei illt til
nokkurs manns.
Það var orðinn fastur liður hjá mér
að gista hjá Rannveigu eina nótt er
ég var á ferðinni um Norðurland. Við
skrappum í bíltúr eða fengum okkur
göngutúr í bænum. Og ekki granaði;
mig, er ég kvaddi hana fyrir tæpu ári,
að það væra okkar síðustu samfund-
ir. Þá var hún svo hress, en hún ílík-
aði ekki tilfinningum sínum. Ég kveð
vinkonu mína með kæra þakklæti
fyrir liðnar stundir. Bið henni bless-
unar guðs í nýjum heimkynnum.
Ómari og fjölskyldu, Ingólfi og
Eiríki sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Nú hverfur sól við segulskaut,
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt,
þaðhefurboðiðgóðanótt ^
(Magnús Gíslason.) *
Elín S. Kristinsdóttir.
Handrit afraælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.