Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Og þegar einhver spyr hvers Nú, ef enginn spyr,
vegna þið klifuð þetta fjall, þá spyr enginn.
þá er svarið.
„Af því að það er þarna.“
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Færri tjón, minni
kostnaður
Frá Sólmundi Má Jónssyni:
UM DAGINN tilkynnti Sjóvá-Al-
mennar hækkanir á bifreiðatrygging-
um um 29%. Miðað við að önnur
tryggingafélög hækki sínar trygging-
ar svipað og Sjóvá-Almennar hækka
tryggingar samtals um 1.250 m.kr.
(skv. visi.is). Þessi hækkun stafar af
mikilli fjölgun tjóna og hækkun tjóna-
bóta, m.a. vegna þess að bifreiðar eru
nú nýrri og dýrari en fyrir nokkrum
árum. Þessi hækkun hefur vakið
mikla athygli og ýmsir hafa orðið til
að mótmæla henni og m.a. bent á að
hækkunin muni hafa bein áhrif til
hækkunar á verðlagi í landinu og þar
með á skuldir og afborganir heimU-
anna. Þar að auki hefur verkalýðs-
hreyfmgin sagt að þessar hækkanir
séu ekki í takt við forsendur kjara-
samninga um stöðugt verðlag.
Vert er að skoða af hverju þessar
hækkanir eiga sér stað, en skv. Sjóvá-
Almennum er það vegna fleiri og
meiri tjóna en áður. Er hugsanlegt að
hægt sé að draga úr tjónum í umferð-
inni og þar með draga úr þörf á hækk-
unum bifreiðatrygginga? Ef hægt
væri að fækka tjónum og lækka tjóna-
kostnað um t.d. 20 % gæti það þýtt að
í stað hækkana upp á 1.250 m.kr.
myndi duga að hækka tryggingar um
1.000 m.kr. og þannig myndu sparast
250 m.kr. á ári. En er hægt að fækka
tjónum? Það er stór spuming sem
erfiðlega hefur gengið að svara síð-
ustu árin. Hér skal þó bent á nokkur
atriði sem fækkað gætu tjónum.
Fram hefur komið að gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbraut-
ar hafa kostað þjóðfélagið milljónir
króna á síðustu árum. Með lagfæring-
um á þessum gatnamótum drægi
verulega úr tjónum og þar með tilefni
til hækkunar trygginga. Það yrði fjár-
veiting sem væri fljót að borga sig.
Störf lögreglu felast að stórum hluta í
því að íylgjast með umferð og reyna
að sjá tÚ þess að umferðarreglur séu
virtar. Ef umferðarlöggæsla yrði
stórefld er líklegt að hægt yrði að
draga verulega úr tjónum. Þannig
mætti t.d. trúlega tvöfalda umferðar-
löggæslu á höfuðborgarsvæðinu með
því að fjölga lögreglumönnum um 20-
25 á höfuðborgarsvæðinu en árlegur
kostnaður yrði á bilinu 80-100 m.kr.
Síðast en ekki síst þá geta ökumenn
lækkað tjónakostnað með því að virða
umferðarreglur og hegða sér sóma-
samlega í umferðinni. Við eigum alltaf
val. Viljum við velja óbreytt ástand
með tilheyrandi umferðarslysum og
tjónum eða viljum við gera eitthvað í
málunum? Ef ríki, sveitarfélög,
tryggingafélög og ökumenn raun-
verulega vilja fækka tjónum og þar
með lægri bifreiðatryggingar þá þarf
að bretta upp ermar og sinna umferð-
armálum heildstætt, þ.e. gatnagerð,
löggæslu og sýna almenna kurteisi í
umferðinni. En kannski viljum við
borgaramir, ökumennirnir og skatt-
borgaramir óbreytt ástand.
SÓLMUNDUR MÁR JÓNSSON,
Hagamelur 29, Reykjavík
Fræga fólkið og
fjölmiðlarnir
Frá Konráði R. Friðfinnssyni:
í MORGUNBLAÐINU föstudaginn
7. júlí birtist grein eftir háttvirtan
þingmann Ögmund Jónasson „Frægt
fólk og fjölmiðlar". I grein sinni kem-
ur Ögmundur inn á dvöl Paul
McCartney á íslandi fyrir fáeinum
dögum.
Þingmaðurinn bendir meðal ann-
ars á að þetta fræga og oft umsetna
fólk eigi að fá frið þegar það kemur til
landsins. Frá athygli fjölmiðlanna.
Ég er hjartanlega sammála Ög-
mundi og finnst orð hans vera í tíma
töluð.
Paul McCartney hefur verið afar
umsetinn maður og vakið athygli
hvar sem hann hefur komið, vegna
starfa sinna í The Beatles. í 37 ár hef-
ur hann þurft að svara spurningum
pressunnar um þessa hljómsveit,
verk hennar sem og um sitt eigið líf.
Hver maður getur séð og viðurkennt
að slíkt hlýtur að vera orðið leiði-
gjamt fyrir þennan mann. Sjáið til!
Bítlamir hættu nefnilega fyrir 30 ár-
um.
Ég get hinsvegar vel viðurkennt að
heimsókn Pauls gladdi mig og vona
ég sannarlega að hann hafi notið dval-
arinnar í hinu fagra landi, sem Guð
gaf þjóðinni. Og Islendingum ber að
bjóða gesti sína velkomna, sem viija
sækja landið heim. Án þess að þeir
þm-fi að eiga á hættu að her manna
mæti þeim, vopnaður myndavélum og
suðandi upptökutækjum.
Ef Paul McCartney hefði valið
sjálfur að láta á sér bera, opinberlega,
vom heimatökin hæg fyrir hann. Eitt
símtal nægði og öll pressan er mætt á
staðinn með myndavélar sínar, hljóð-
tæM og annan myndbúnað. Þá hefði
hún líka fengið sína frétt, eins og
maðurinn ætlaðist til. Og allir sáttir
við sitt. Vilji menn í annan stað fá frið,
hafa þeir fulla heimild til að njóta
hans. Að kjósa friðinn er öllum boðið.
Líka frægu og ríku fólM. Okkar er
síðan að virða þessa ákvörðun manna.
Það er þrosM og viska.
Að endingu vil ég fá að vitna lítil-
lega í grein Ögmundar. Þar er ritað:
„Hlýtur sú spuming ekki að vakna
hvort það sé okkur samboðið að hund-
elta alia þá sem koma til landsins og
era þekktir úr heimspressunni, með
hljóðnema og myndavélar á lofti? Það
er óumdeilanlegt að mörgum gest-
anna líkar þetta illa en hafa án efa
vanist því að eiga hvergi athvarf.
Spumingin er þó ekM aðeins hvað
gestunum finnst heldur snýr þetta að
mínum dómi að sjálfsvirðingu okkar.
Færi ekM vel á því að gera Island að
friðlandi fyrir fólk, einnig það fólk
sem eitthvað hefur sér til frægðar
unnið en vill fá að vera í friði?“
KONRÁÐ R. FRIÐFINN SSON,
Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.