Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þ U M A L I N A sérverslun f. verðandi niæður sími 551 2136 Jersey-, krep- os flónels- rúmfatasett Póstsendum LISTIR Skólavördustíg 21a, Rcykjavík, sími 551 4050. allt sumar MÁLNINGARDAGAR Viðurkennd vörumerki SKIN10 4 Ltr. Verð frá kr. 1.990.- PLUS10 4 Ltr. Verð frá kr. 1.990.- Útímáliiiiig: STEINTEX 4 Ltr. Veró frá kr. 2.850.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.695.- Viðarvöm. KJÖRVARI 4 Ltr. Verð frá kr. 2.758.- Takið teikninaar með. Við reiknum eínisþöríina ÖLl málningaríiliöld á ‘‘zJShagstœðu verði. Grensásvegi 18 s: 581 2444 Látlaus söngskrá TOIVLIST H á t e i g s k i r k j a SÖNGUR OG GÍTARLEIKUR Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard fluttu norræna og spænska söngva. Þriðjudaginn ll.júlí. ÞAÐ er sérkennilegt að Norður- landabúar grípa gjarnan til forn- norrænna nafna, eins og t.d. sænski strengjakvartettinn Yggdrasil, og sl. þriðjudag hélt Ydun Duo_ tón- leika í Listasafni Sigurjóns Olafs- sonar. Iðunnardúettinn er skipaður söngkonunni Lise Lotte Riisager (ekki skyld tónskáldinu Knudáge Riisager), sem er mezzosópran, og gítarleikaranum Morten Spang- gaard. Fyrstu viðfangsefnin voru þijú alþýðleg lög eftir Carl Nielsen, fal- leg og látlaus, en frá upphafi ferils síns hélt Nielsen lifandi tengslum við danskan alþýðu- og sálmasöng. Þessi látlausu lög, Min Jesu lad mit hjerte fá, Sænk kun dit hoved du blomst og Tunge mörke nattesyer, voru mjög fallega flutt og gætt vel að látleysi þeirra. Eftir Egil Harder (1917) flutti Iðunnardúettinn sérk- ennilegt en fallegt lag, sem nefnist Den blá anemone. Peter Erasmus Lange-Muller átti fimm sönglög en á því sviði þótti hann oft vera sérlega melód- ískur og hveð stíl snertir mjög næiTÍ tónstíl Emils Sjögrens, en þeir voru nánir vinir. Lögin sem Riisager söng voru: En engel har rört din pande, Serenade, Mid- sommervise, Silde den aften og Lille rode ronneber. Serenaðan og Miðsumarvísan eru meðal frægustu laga Lange-Mullers og sérlega fal- leg. Þessi hljómþýðu lög voru sér- lega vel flutt, af þeirri nærgætni sem hæfir einkar vel svona alþýð- legum tónverkum. Sjö spænskir alþýðusöngvar (1922) eftir Manuel de Falla voru lokaviðfangsefnin og þar átti söng- konan nokkrar strófur þar sem hún gat sýnt meiri tilþrif en í flutningi fyrri viðfangsefnanna, þó nokkuð hafi hún þurft að gæta sín í styrk vegna lítils hljómstyrks gítarsins, sem aftur á móti þarf ekki ef leikið er undir á píanó. Þrátt fyrir það var margt nokkuð vel gert hjá söngkon- unni og ljóst að hún á líklega margt meira til en hún sýndi með þessari látlausu söngskrá. Gítaristinn Mort- en Spanggaard er efnilegur spilari sem átti ágætan leik í heild, þó merkja mætti nokkurt reynsluleysi, sérstaklega í spænsku lögunum. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Thomas Clausen, Jesper Thilo, Bent Jædig, Jens Melgaard, Svend Erik Norregaard og Tomas Franck. Tenórarnir þrír riðu á vaðið Árlega er haldin mikil djassveisla í Kaup- mannahöfn þar sem mæta til leiks margar af skærustu stjörnum djassins og aragrúi heimamanna. Borgin lifnar við eins og Guðjón Guðmundsson varð var við þegar hann hjólaði á milli torga og tók púlsinn. DJASSHÁTÍÐIN í Kaupmannahöfn var sett í 22. sinn 7. júlí sl. Hátíðin dregur til sín fjölda góðra listamanna jafnt frá Danmörku sem Bandaríkj- unum en nú bar svo við að sænskir og finnskir tónlistarmenn komu einnig mikið við sögu, hugsanlega vegna bættra samgangna milli landanna með nýju Eyrarsundsbrúnni. Hátíð- in stendur til 16. júlí og eni tónleikar vítt og breitt um borgina frá því snemma morguns og langt fram á nótt. Líklega eru fáir staðir í norðan- verðri Evrópu þar sem djasstónlist er jafn eðlilegur þáttur í daglegu lífi KIRKJA JESÚ KRISTS HINNA SÍÐARI DAGA HEILÖGU OPIÐ HUS verður föstudaginn 14. júlí frá 17:00 til 19:00 og laugardaginn 15. júlí frá 10:00 til 16:00. Þá kynnir kirkjan starfsemi aðildafélaga sinna. Allir velkomnir. Kynnt verður starfsemi: Bamafélags, ungmennafélaga, Líknarfélags og prestdæmis, auk ættfræðistarfs og fjölskyldukvölda. Kirkja Jesú Krists hSdh. á eitt stærsta ættffæði-gagnasafn í heiminum. Nánari upplýsingar, sjá www. kristur. net Veggspjald hátíðarinnar er mynd eftir einn fremsta myndlistarmann Dan- merkur, Bjorn Norgaard. fólks og í Danmörku. Það þarf ekki heila djasshátíð til að gera sér grein fyi'ir þessu en þegar hátíðin gengur í garð upphefst mikil tónlistarveisla með þátttöku stærstu stjarna í heimsdjassinum sem draga einnig til sín erlenda tónleikagesti í auknum mæli. Danskurinn gefm’ sér síðan tíma til að staldra við og fá sér einn bjór og kannski pylsu meðan hlustað er á tónlistina. Tónlistarhátíð við allra hæfi Meðal stórstjarna á hátíðinni að þessu sinni eru Michael Brecker, Larry Goldings, Pat Metheny, Bill Stewart, Roy Haynes, John Pattit- ucci, Danilo Perez, David Sanborn, Joe Sample, Maria Schneider, Michel Camilo, Niels-Henning 0r- sted Pedersen, Natalie Cole, Toots Thieleman, Tony Bennett, McCoy Tyner, Charnett Moffett, ÁJ Foster, Benny Green, Wallace Roney, Ray Brown, Diana Krall og Kevin Mahog- any og eru þó ekki allir taldir upp. Hátíðin er líka við allra hæfi. Úti- tónleikar hefjast jafnan klukkan tíu árdegis í Kongens Have, sem er stutt frá Kongens Nytorv. Þar koma fram börn úr tónlistarskólum landsins og fullorðnir sem leika djass fyrir börn- in. Klukkan 11 hefjast á hverjum degi sýningar á djasskvikmyndum í Husets Biogi'af og standa sýningar fram til kl. 23. Aðrir fastir liðir eru t.d. sigling um síkin við undirleik Or- ion Brass Band þar sem dixieland og sving er á dagskrá. Víða á torgum borgarinnar er spilað af hjartans lyst og veitingastaðirnir taka virk- an þátt í hátíðinni sem og Tu- borg-verksmiðjurnar sem eru helsti styrktaraðilinn. Á hverjum degi eru yfir 60 atriði tengd djasshátíð Kaup- mannahafnar og á hverjum degi er eitthvað bitastætt að ftnna. Kjörið er að leigja sér reiðhjól til að komast á milli staða en flestir eru tónleik- arnir haldnir í gamla bænum, á torgum og í hliðargötum út frá Strikinu. Þrír tenórar og hljómsveit Það var borgarstjórinn í Kaupmannahöfn, Jens Kram- er Mikkelsen, sem setti 22. djasshátíð Kaupmannahafnar á Nytorv í sæmilegu veðri. Mikkelsen sagði að samheiti djass væru gleði, Kaup- mannahöfn og hrynjandi. Þessa dagana væri púls borg- arinnar djass og það væri hrífandi að öll borgin væri umgjörð um hátíðina. Danir, ekki síður en íslendingai', vilja hafa alþjóðlegt samhengi í hlut- unum og þess vegna nefndu þeir sig „Tenórana þrjá“ sem blésu fyrstu tónana á hátíðinni. Þetta voru dönsku tenórsaxófónleikarnir Bent Jædig, Jesper Thilo og Tomas Franck frá Svíþjóð. Þremenningar sem eru Islendingum að góðu kunnir fyrir tónleika á Islandi. Tveir þeir fyrstnefndu hafa verið máttarstólpar í dönsku djasslífi um árabil en Franck, sem hefur verið búsettur í Danmörku sl. 20 ár, er af yngri kyn- slóðinni sem hefur haldið glæðunum lifandi í þessu stórmerkilega djass- landi. Anthropology og Doxy eftir saxófónjöfrana Charlie Parker og Sonny Rollins voru m.a. á efnis- skránni. Listamennirnir endurspegl- uðu á vissan hátt hræringarnar í dönsku djasslífi á síðari hluta aldar- innar. í gegnum Jædig mátti greina þau áhrif sem Dexter Gordon hefur haft á djasslífið þar í landi og Webst- er andaði í gegnum Thilo meðan Franck hafði öllu nútímalegri afstöðu til hlutanna. Toppmenn voru síðan í bakvarðasveitinni, þeir Thomas Clausen á píanó, Jens Melgaard á bassa og Svend Erik Nprregaard á trommur. Reykjavík á sinn sess á hátíðinni því í gær fór fram samkeppni á Nytorv þar sem valin var dönsk hljómsveit til að taka þátt í norrænu hæfileikakeppninni en úrslit hennar fara fram í september í Reykjavík. Ekki hafa borist spurnir af því hver varð fyrir valinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.