Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 Hlutabréfarabb Kvöldkaffi með VÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og Menningu, Laugarvegi 18. Rabbfundir VÍB á Súfistanum bókakaffi byrjuðu á fimmtudaginn var og troðfylltist kaffihúsið. Við höldum nú áfram með fundina og verður næsti fundur í kvöld. Rabbfundirnir byrja á hálftíma framsögu og að henni lokinni verða frjálsar umræður og skoðanaskipti. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kíktu inn þegar þér hentar! 6. júlí kl. 20:30-21:30 Hvernig færðu bestu ávöxtun? - Helstu aðferðir og frægir fjárfestar. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 13. júlí kl. 20:30-21:30 Trakkararnir (aðallistinn í Reykjavík, SP500, heimsvísitalan, sektorsjóðir). Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 20. júlíkl. 20:30- 21:30 Hvernig fyrsta milljónin verður að tveimur, tíu, tuttugu... Hve mörg ár tekur það? Rósa Jonasardóttir, umsjón með rekstri lífeyrissjóða hjá VlB. 27. júlí kl. 20:30-21:30 Hvernig hagsýnir fjárfestar velja hlutabréf- virðisfjárfesting. Sigurður B. Stefansson, framkvæmdastjóri VÍB. 3. ágúst kl. 20:30 - 21:30 Hlutabréf á netinu — nokkrar heimasíður í Evrópu og Bandaríkjunum. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 10. ágúst kl. 20:30- 21:30 Frægir fjárfestar — Warren Buffett og fleiri góðir. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjori VÍB. 17. ágúst kl. 20:30-21:30 Aðalhstinn — hvernig er best að velja hlutabréfa? Soffía Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri Fjárvörslu einstaklinga hjá VÍB. 24. ágústkl. 20:30-21:30 Hlutabréfasjóðir - hvernig er best að velja þá? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 31. ágúst kl. 20:30-21:30 Heimslistinn - dæmi um 15 farsæl fyrirtæki fyrir hagsýna fjárfesta. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. Sjáumstl Starfsfólk VÍB VlB (7 ■ hsí , , Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklings- þjónustu VÍB. Rósa Jónasardóttir, umsjón með rekstri lífeyrissjóða hjá VÍB. Soffía Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri Fjárvörslu einstaklinga hjá VÍB. A M Mál og menning Laugarvegi 18. Fasteignir á Netinu FRÉTTIR Alþjóðlegt harmon- ikkumót í Reykjavík HELGINA 14.-16. júlí verður haldið í Reykjavík harmonikkumót í tengsl- um við menningarborgina. Dagskráin hefst kl. 13 á fostudag með harmonikkutónleikum í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal og í Bankastræti við Lækjarbrekku og Mál og menningu. Síðan verða opn- unartónleikar hátíðarinnar haldnir í hinni nývígðu Grafarvogskirkju. Þar leikur þrjátíu manna dönsk bama- og unglingahljómsveit, kvintett og einleikarar frá tónlistarskólum Borgundarhólms, umdir stjórn Gregors Siegler. Á föstudagskvöld kl. 20 eru tón- leikar í Norræna húsinu. Þar leika Jean-Pierre Guiran og Cherie de Boer frá Hollandi, Sergei Voitenko frá Rússlandi, Danirnir Martin Noordegraaf og Bjarke Mogensen og Matthías Kormáksson. Laugardaginn 15. júlí verður dag- skrá á Reynisvatni kl. 10-16. Þar verður mögulegt að veiða silung, grilla og fara á hestbak. Tóti trúður skemmtir og börnin fá tækifæri til að kynnast harmonikkunni úti í náttúr- unni á borgarmörkunum. Á laugardagskvöldið verða hátíð- artónleikar og dansleikur á Broad- way. Hefst hann kl. 21 og stendur til kl. 3. Þar gefst tækifæri á að heyra öll tónlistaratriði hátíðarinnar: Hljómsveit Hjördísar Geirs, Storm- inn og Léttsveitina frá Harmoniku- félagi Reykjavíkur, Karl Jónatans- son og hljómsveit hans Neista ásamt söngkonunni Iben Kellerman frá Danmörku. Frá Bandaríkjunum kemur Gena Churchill og að loknum heiðursgesti hátíðarinnar og Har- monikufélags Reykjavíkur: Stórsveit Harmonikkufélags Færeyja ásamt hinni þekktu færeysku hljómsveit Berg og Jacobsen’s Danseorkestur. Á sunnudag verður harmonikku- dagskrá í Árbæjarsafni kl 13-16 þar sem harmonikkan fær aftur að hljóma í Reykjavík fyrri daga. Hátíð- arlok verða haldin af fingrum fram á Kringlukránni á sunnudagskvöldið frá kl. 19. Sérstakur geisladiskur há- tíðarinnar verður kynntur og boðinn til kaups. Birgir Leifur Hafþörsson og Jó- hann Jóhannsson, stjórnarfor- maður Brimborgar. Brimborg styð- ur Birgi Leif f NÓGU hefur verið að snúast hjá kylfingnum Birgi Leifi Hafþórs- syni að undanforuu. Hann hefur æft af kappi og tekið þátt í mót- um erlendis. „Aðalmarkmiðið er að koma sem best undirbúinn til leiks í úr- tökumótunum í Bretlandi og á Spáni næsta haust fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi. Síðustu tvö ár hefur Birgir Leifur verið nálægt því að komast í hóp þeirra sem keppa á mótum sterkustu kylfinga Evrópu. Birgir Leifur er með samning við fyrirtækið ISL til loka þessa árs og stendur ISL við bakið á honum eins og undanfarin ár en mikill kostnaður er samfara ferða- lögum, þátttöku á mótum og æf- ingum erlendis allan ársins hring. Nýlega gerði ISL samning við Brimborg um bifreið frá fyrirtæk- inu fyrir Birgi Leif til ársloka. Brimborg leggur Birgi Leifi til nýjan bíl af gerðinni Ford Focus og hefur hann bifreiðina til frjálsra afnota út þetta ár,“ segir í fréttatilkynningu frá Brimborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.