Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 64

Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 Hlutabréfarabb Kvöldkaffi með VÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og Menningu, Laugarvegi 18. Rabbfundir VÍB á Súfistanum bókakaffi byrjuðu á fimmtudaginn var og troðfylltist kaffihúsið. Við höldum nú áfram með fundina og verður næsti fundur í kvöld. Rabbfundirnir byrja á hálftíma framsögu og að henni lokinni verða frjálsar umræður og skoðanaskipti. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kíktu inn þegar þér hentar! 6. júlí kl. 20:30-21:30 Hvernig færðu bestu ávöxtun? - Helstu aðferðir og frægir fjárfestar. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 13. júlí kl. 20:30-21:30 Trakkararnir (aðallistinn í Reykjavík, SP500, heimsvísitalan, sektorsjóðir). Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 20. júlíkl. 20:30- 21:30 Hvernig fyrsta milljónin verður að tveimur, tíu, tuttugu... Hve mörg ár tekur það? Rósa Jonasardóttir, umsjón með rekstri lífeyrissjóða hjá VlB. 27. júlí kl. 20:30-21:30 Hvernig hagsýnir fjárfestar velja hlutabréf- virðisfjárfesting. Sigurður B. Stefansson, framkvæmdastjóri VÍB. 3. ágúst kl. 20:30 - 21:30 Hlutabréf á netinu — nokkrar heimasíður í Evrópu og Bandaríkjunum. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 10. ágúst kl. 20:30- 21:30 Frægir fjárfestar — Warren Buffett og fleiri góðir. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjori VÍB. 17. ágúst kl. 20:30-21:30 Aðalhstinn — hvernig er best að velja hlutabréfa? Soffía Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri Fjárvörslu einstaklinga hjá VÍB. 24. ágústkl. 20:30-21:30 Hlutabréfasjóðir - hvernig er best að velja þá? Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 31. ágúst kl. 20:30-21:30 Heimslistinn - dæmi um 15 farsæl fyrirtæki fyrir hagsýna fjárfesta. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. Sjáumstl Starfsfólk VÍB VlB (7 ■ hsí , , Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklings- þjónustu VÍB. Rósa Jónasardóttir, umsjón með rekstri lífeyrissjóða hjá VÍB. Soffía Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri Fjárvörslu einstaklinga hjá VÍB. A M Mál og menning Laugarvegi 18. Fasteignir á Netinu FRÉTTIR Alþjóðlegt harmon- ikkumót í Reykjavík HELGINA 14.-16. júlí verður haldið í Reykjavík harmonikkumót í tengsl- um við menningarborgina. Dagskráin hefst kl. 13 á fostudag með harmonikkutónleikum í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal og í Bankastræti við Lækjarbrekku og Mál og menningu. Síðan verða opn- unartónleikar hátíðarinnar haldnir í hinni nývígðu Grafarvogskirkju. Þar leikur þrjátíu manna dönsk bama- og unglingahljómsveit, kvintett og einleikarar frá tónlistarskólum Borgundarhólms, umdir stjórn Gregors Siegler. Á föstudagskvöld kl. 20 eru tón- leikar í Norræna húsinu. Þar leika Jean-Pierre Guiran og Cherie de Boer frá Hollandi, Sergei Voitenko frá Rússlandi, Danirnir Martin Noordegraaf og Bjarke Mogensen og Matthías Kormáksson. Laugardaginn 15. júlí verður dag- skrá á Reynisvatni kl. 10-16. Þar verður mögulegt að veiða silung, grilla og fara á hestbak. Tóti trúður skemmtir og börnin fá tækifæri til að kynnast harmonikkunni úti í náttúr- unni á borgarmörkunum. Á laugardagskvöldið verða hátíð- artónleikar og dansleikur á Broad- way. Hefst hann kl. 21 og stendur til kl. 3. Þar gefst tækifæri á að heyra öll tónlistaratriði hátíðarinnar: Hljómsveit Hjördísar Geirs, Storm- inn og Léttsveitina frá Harmoniku- félagi Reykjavíkur, Karl Jónatans- son og hljómsveit hans Neista ásamt söngkonunni Iben Kellerman frá Danmörku. Frá Bandaríkjunum kemur Gena Churchill og að loknum heiðursgesti hátíðarinnar og Har- monikufélags Reykjavíkur: Stórsveit Harmonikkufélags Færeyja ásamt hinni þekktu færeysku hljómsveit Berg og Jacobsen’s Danseorkestur. Á sunnudag verður harmonikku- dagskrá í Árbæjarsafni kl 13-16 þar sem harmonikkan fær aftur að hljóma í Reykjavík fyrri daga. Hátíð- arlok verða haldin af fingrum fram á Kringlukránni á sunnudagskvöldið frá kl. 19. Sérstakur geisladiskur há- tíðarinnar verður kynntur og boðinn til kaups. Birgir Leifur Hafþörsson og Jó- hann Jóhannsson, stjórnarfor- maður Brimborgar. Brimborg styð- ur Birgi Leif f NÓGU hefur verið að snúast hjá kylfingnum Birgi Leifi Hafþórs- syni að undanforuu. Hann hefur æft af kappi og tekið þátt í mót- um erlendis. „Aðalmarkmiðið er að koma sem best undirbúinn til leiks í úr- tökumótunum í Bretlandi og á Spáni næsta haust fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi. Síðustu tvö ár hefur Birgir Leifur verið nálægt því að komast í hóp þeirra sem keppa á mótum sterkustu kylfinga Evrópu. Birgir Leifur er með samning við fyrirtækið ISL til loka þessa árs og stendur ISL við bakið á honum eins og undanfarin ár en mikill kostnaður er samfara ferða- lögum, þátttöku á mótum og æf- ingum erlendis allan ársins hring. Nýlega gerði ISL samning við Brimborg um bifreið frá fyrirtæk- inu fyrir Birgi Leif til ársloka. Brimborg leggur Birgi Leifi til nýjan bíl af gerðinni Ford Focus og hefur hann bifreiðina til frjálsra afnota út þetta ár,“ segir í fréttatilkynningu frá Brimborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.