Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Matsmenn meti vinnu við ættfræðigrunn HÉ RAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur fallist á kröfu Þorsteins Jónssonar ættfræðings og Genealogia Islandor- um hf. að dómkvaddir verði hæfír og óvilhallir matsmenn til að meta hvemig Friðrik Skúlason ehf. og ís- lensk erfðagreining hafi saman eða hvor um sig staðið að gerð ættfræði- grunns sem stundum er nefndur ís- lendingabók. Þorsteinn Jónsson og Genealogia Islandorum hafa stefnt Islenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni vegna meintra brota á höf- undarrétti og nema bótakröftir hundruðum milljóna króna. Em Is- lensk erfðagreining og Friðrik sökuð um að hafa slegið inn í tölvu í ábata- skyni lögverndaðar upplýsingar úr ættfræðiritum sem Þorsteinn og aðr- ir fræðimenn hafí unnið upp úr fi-um- gögnum. Beiðnin um dómskvadda matsmenn tengist dómsmálinu. Leitað í rit eða frumheimildir I beiðni matsbeiðenda kemur fram að matsmenn skuli leitast við að kynna sér hvort ráðið verði af íslend- ingabók á hvern hátt hún er til orðin og lýsa því í matsgerð. Einkum er þess óskað að matsmenn geri grein fyrir því hvort unnt er að komast að því með skoðun og samanburði hvort Islendingabók hefur orðið til með þeim hætti aðallega að aðstandendur hennar hafi leitað í útgefin ættfræði- Varð bráð- kvaddur við Ulfarsá MAÐURINN sem fannst með- vitundarlaus við Úlfarsá í Mos- fellsbæ sl. sunnudag og lést á Landspítalanum, Hringbraut, seinna sama dag varð bráð- kvaddur. rit og lagt þau til grundvallar verki sínu eða hvort þeir hafi aðallega leit- að sjálfstætt í frumheimildir þær sem hafa að geyma þær upplýsingar sem ættfræðingar almennt leita til í því skyni að semja ættfræðiverk og unn- ið úr þeim frumheimildum með að- ferðum ættfræðinnar þannig að úr hafi orðið heilsteypt sjálfstætt verk, óháð útgefnum ættfræðiritum. Meti mörk höfundarréttar Lögmenn Friðriks Skúlasonar og íslenskrar erfðagreiningar óskuðu þess að kröfu um dómskvaðningu matsmanna yrði hafnað. í greinar- gerð frá þeim segir að með mati dómskvaddra matsmanna sé þeim í reynd falið að meta og gera greinar- mun á því hvar mörk höfundarréttar liggja, þ.e. hvort matsmenn telji, út frá forsendum matsbeiðenda, að verkið sé aðallega unnið með brotum gegn höfundarrétti eða ekki. Mat á þessu eigi undir dómara sem og mat á því hvar skilin milli heimildar og óheimillar notkunar á útgefnum ætt- fræðiritum liggja. Þeir telja að mats- beiðnin brjóti gegn ákvæðum einka- málalaga. Þá séu matsmönnum í matsbeiðninni með leiðandi hætti lagðar línumar við framkvæmd matsins og þeim gefnar upp leiðandi forsendur. Matsmönnum séu settar fyrir vinnuaðferðir og leitast sé við að hafa áhrif á það hvað kannað verði við framkvæmd matsins og hvaða gögn verði lögð til grundvallar niðurstöðu. I úrskurði Héraðsdóms segir að stefnandi hafi lagt fram matsbeiðni sem uppfylli skilyrði laga en þar segi að í beiðni skuli koma skýrlega fram hvað eigi að meta og hvað aðili hygg- ist sanna með mati. Ekki er fallist á að hafna beri matsbeiðni af þeim sök- um sem fram kemur í andmælum stefndu enda muni dómari eftir sem áður meta sjálfstætt atriði sem krefj- ast almennrar þekkingar og mennt- unar eða lagaþekkingar. Sigurður Tryggvason safnar fé fyrir MS-félagið Hittir heilbrigðis- ráðherra við Akranes SIGURÐUR Tryggvi Tryggvason, sem safnar áheitum til styrktar MS- félagi íslands með því að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur, var stadd- ur í Borgamesi í gærkvöld. Sigurði, sem er þrettán ára, var boðin gist- ing á Mótel Venusi og dvaldi þar í nótt. I dag heldur hann áfram för sinni og ætíar að hjóla til Mosfellsbæjar. Langafi hans, Guðmundur Ó. Guð- mundsson, 78 ára, ætíar að fylgja honum hjólandi fyrsta spölinn, að Akranessvegamótunum við Laxá. Þar, á sláturhússplaninu klukkan 11.30, taka á móti honum Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Gfsli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi. Á morgun lýkur ferðinni, þegar Sigurður hjólar frá Mosfellsbæ að Perlunni. MS-sjúklingar munu verða með í för, á hjólum og í rútu. Söfnun áheita gengur vel, en markmið hennar er að koma upp að- stöðu í Reykjavík fyrir MS-sjúklinga sem búa úti á landi en þurfa að Ieita sér Iækninga í Reykjavík. f Morgunblaðið/Jim Smart I tívolí KOMA tívolísins til Reykjavíkur er orðinn árviss við- venjulega líf og fjör á hafnarbakkanum og greinilegt burður og fagna ungmennin því sérstaklega. Það er að þær skemmtu sér konunglega vinkonurnar. Þróa viðvörunar- kerfí jarðskjálfta KERFISVERKFRÆÐISTOFA Háskóla Islands er í samvinnu við Veðurstofuna og fleiri stofnanir að þróa bráðaviðvörunarkerfi vegna eldgosa og stórra jarðskjálfta. Reynslan af Heklugosinu í vetur og landskjálftunum á Suðurlandi hefur hraðað framþróun kerfisins. Vinna við verkefnið sem gengur undir vinnuheitinu Bráðavá hófst á síðasta ári. Að sögn Jóhannesar Hermannssonar, starfsmanns Kerf- isverkfræðistofunnar, byggist vinn- an að hluta til á eldri rannsóknum, meðal annars norrænu verkefni frá 1995 og Evrópusambandsverkefni sem unnið hefur verið að frá 1996. Það byggist einnig á rannsóknum Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings og annarra sérfræðinga á Veðurstofunni og öðrum stofnun- um. Við hönnun kerfisins er nútíma upplýsingatækni beitt til að þekkja fyrirboða eldgosa og stórra jarð- skjálfta. Markmiðið með verkefninu er að sögn Jóhannesar að geta varað við jarðskjálftum og eldgosum með lengri fyrirvara en unnt er nú og auka þannig svigrúm yfirvalda til að forða fólki og verðmætum ef á þarf að halda. Jóhannes segir að mikið af upplýsingum hafi safnast í landskjálftunum að undanförnu, Heklugosinu í vetur og Vatnajök- ulsgosinu þar á undan. Unnið verði úr þeim og þær bornar saman við áður þekkta forboða slíkra ham- fara. Vonast sé til að með þeim hætti verði unnt að búa til bráðavið- vörunarkerfi. Verkefnið er langtímaverkefni sem er stutt á veg komið og segir Jóhannes að framvinda þess ráðist af því hvernig gangi að fjármagna rannsóknirnar. Hann segir þó að þegar hafði náðst ákveðinn árangur og vonast sé til að enn meiri árang- ur náist þegar vinnan við verkefnið verði lengra komin. Kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu Jóhannes og Ebba Þóra Hvann- berg munu kynna bráðaviðvörunar- kerfið á alþjóðlegri ráðstefnu um viðbúnað sveitarfélaga við náttúru- hamförum sem haldin verður í Reykjavík dagana 27. til 30. ágúst næstkomandi. Margir íslendingar verða meðal fyrirlesara. Ráðstefna þessi er haldin á tveggja ára fresti. Viðbúnaður sveitarfélaga við hvers kyns ham- förum er meginþema ráðstefnunnar og er megináhersla lögð á samstarf þeiiTa við vísindamenn og yfirvöld. Aðrir málaflokkar eru hættumat, áhættustjórnun, tryggingamál og samstarf við íjölmiðla. 27 ára gamall svartbakur var skotinn á Austurlandi í vor í VOR var skotinn svartbakur á Austurlandi. Það væri vart í frásög- ur færandi nema vegna aldurs fugls- ins, en hann er elsti svartbakurinn sem endurheimst hefur hérlendis. Svartbakur þessi var merktur sem ófleygur ungi í Vöðlavík í Suður- Múlasýslu 4. júlí 1972. Hann var síð- an skotinn á Vattarnesi í Suður- Múlasýslu 20. apríl og höfðu þá liðið 27 ár, 9 mánuðir og 28 dagar frá því að hann var merktur. Vattarnes er í um 12 km fjarlægð frá merkingar- stað þannig að svartbakurinn hefur ekki ferðast langt frá fæðingarstað sínum. Frá þessu er sagt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Þar er einn- ig sagt frá fálka sem varð fyrir bíl nálægt Strákagöngum fyrr á þessu ári. Fuglinn lifði áreksturinn ekki af. Þetta var kvenfugl sem Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúru- fræðistofnun, fangaði við hreiður í Jökulsárgljúfrum 23. maí 1987. Þetta er elsti fálkinn sem Náttúru- fræðistofnun hefur haft spumir af, en við merkingu var fuglinn a.m.k. tveggja ára gamall og því að lág- marki 15 og hálfs árs er hann drapst. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is KR-ingar gerðu góða ferð til Möltu C/2 Ellefu keppendur frá íslandi á Ólympíuleikana C/4 4StoWri Serblaö um viðskipti/atvinnuhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.