Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
^ Morgunblaðið/Ómar
A varðbergi
ÞESSI rita er greinilega stolt af ungunum sínum og vel tekin í Þórishólma í Breiðafirði, en þar er fuglalíf fjöl-
á verði fyrir þeim hættum sem að steðja. Myndin var breytt með eindæmum, sem kunnugt er.
Sýna bílaverkstæði
og tæki á Arbæjarsafni
STARFSFÓLK Árbæjarsafns vill
vekja athygli á nýrri sýningu í
safninu. Hér er um að ræða bfla-
verkstæði sem er í skúrbyggingu á
safnsvæðinu en fyrr á öldinni voru
bílaverkstæðin í bænum í slíkum
skúrbyggingum. Litla bílaverk-
stæðið á Arbæjarsafni er sam-
vinnuverkefni Arbæjarsafns og
Bíliðnafélagsins - Félags blikk-
smiða.
Árið 1918 var fyrsta eiginlega
bflaverkstæðinu komið á laggirnar
í Reykjavík en þá voru bílar í bæn-
um orðnir 50 til 60 talsins. Jón Sig-
mundsson kom því á fót og var það
í skúr við Klapparstíg. „Bílaverk-
stæðum fjölgaði síðan með fjölgun
bíla en sýningin á Árbæjarsafni er
sett upp meðal annars til að varpa
Ijósi á þennan þátt atvinnusögunn-
ar. Sýningin var unnin þannig að
eitt safnhúsið var gert að bílaverk-
stæði í anda þeirra verkstæða sem
var að finna víða um Reykjavík um
miðja 20. öldina. í bflaverkstæðinu
gefur að líta muni sem tengjast bfl-
um og bflaviðgerðum. Auk þess er
þar bifreið og fyrir utan bílaverk-
stæðið er gömul bensíndæla. Þessa
dagana er Ford-bifreið árgerð 1931
á verkstæðinu," segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá safninu.
Nú færðu það þvegið
Verðlækkun á hinni fullkomnu
Þvottahæfni A
Þeytivinduafköst B
Lavamat 74620
Verð áður 89*900
stgr.
Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í
þvottakerfinu
Vindingarhraði: 1400/1200/1000/800/600/,
400 sn/mín
Mjög hljóðlát Ytra byrði hljóðeinangrað
Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi
tekur langan tíma. Hægt að
stilla gangsetningu vélar allt
72.900
Heimsending innífalin í verði
á stór Reykjavíkur-svæðínu
stgr.
að19klst.framítímann
Öll hugsanleg þvottakerfi
ísl. leiðbeiningar
jfik
Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Nýr ráðuneytisstjóri
Landbúnaður varð-
ar þjóðarhagsmuni
FRÁ og með 1.
september nk.
verður Guð-
mundur Björg-
vin Helgason ráðuneytis-
stjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Hann er nú
starfsmaður í sendiráði Is-
lands í París. Hann var
spurður hvemig nýja starf-
ið legðist í hann?
„Mjög vel. Ég hef verið
áhugamaður um íslenskan
landbúnað frá bamæsku.
Jörðin Iða í Biskupstung-
um er að hluta til í eigu íjöl-
skyldu minnar og sjálf eig-
um við hjónin Leys-
ingjastaði í Dalabyggð. Það
er mjög gefandi að upplifa
land sitt á þessum vett-
vangi og ég fagna því að fá
tækifæri til að láta gott af
mér leiða í þágu íslensks
landbúnaðar.“
-Hefur þú verið lengi starfs-
maður sendráðs íslands í París ?
„Ég fluttist til starfa til Parísar
haustið 1998. Ég er ef svo má segja
alinn upp í utanríkisþjónustunni.
Faðii- minn er Helgi Ágústsson
sendiherra Islands í Kaupmanna-
höfn. Þegar ég fékk ráðningu í ut-
anríkisþjónustuna rættist hjá mér
æskudraumur. Ég bjó í Englandi á
þorskastríðsárunum og var í skóla
þar meðan þau stóðu yfir og þótt-
ist þar leggja föður mínum og föð-
urlandinu lið með landhelgisáróðri
í breska skólakerfinu."
- Er verksvið sendiráðsins í
París umfangsmiidð?
„Hvað tvflfliða samskipti varðar
fellur ekki einungis Érakkland
undir umdæmi sendiráðsins hér
heldur einnig Italía, Spánn, Portú-
gal og Andorra. Þetta er sem sagt
um 40% af Evrópusambandinu
miðað við höfðatölu. Af því leiðir að
hér er aldrei neinn verkefnaskort-
ur. Þetta sendiráð er jafnframt
fastanefnd íslands hjá alþjóða-
stofnunum OECD (Efnahags-,
samvinnu- og framfarastofnunin),
FAO (Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna) og
UNESCO (Menningarmálastofn-
un Sameinuðu þjóðanna). Mínir
starfskraftar hér hafa einkum
beinst að OECD og FAO. Áður en
ég hóf störf í París starfaði ég í
fimm ár hjá fastanefnd íslands hjá
alþjóðastofnunum í Genf og var
m.a. varafastafulltrúi íslands hjá
WPO (Alþjóðaviðskiptastofnun-
inni).“
-Er þetta starf góður undir-
búningur undir ráðneytisstjóra-
starfí landbúnaðarráðuneytinu?
„Bæði í Genf og í París hafa ým-
is störf mín verið nátengd land-
búnaði. I Genf kom ég að lagalegri
útfærslu og framkvæmd íslands á
skuldbindingum um markaðsað-
gang, innanlandsstuðning og út-
flutningsbætur. Þær skuldbind-
ingar leiða af sérstökum samningi
sem gerður var í Úrúgvæviðræð-
unum og ýtir úr vör umbótaferli í
landbúnaði sem miðar að því að
færa viðskipti með landbúnaðar-
vörur nær þeim reglum sem við-
gangast hvað önnur vöruviðskipti
varðar að teknu tilliti til
sérstöðu landbúnaðar-
ins og tengdra þátta
sem ekki eru viðskipta-
legs eðlis. Menn tala
gjaman um fjölþætt
hlutverk landbúnaðar í
þessu sambandi. Starf-
ið í OECD er náskylt en
þar á sér stað mikilvæg skilgrein-
ingar- og undirbúningsvinna fyrir
áframhald umbótaferlisins á vett-
vangi WDO auk þess sem land-
búnaðarstefna aðildarríkjanna er
reglulega yfirfarin. Éyrirsvar
gagnvart FAO hefur verið vaxandi
þáttur í störfum fastanefndarinn-
Guðmundur Björgvin
Helgason
► Guðmundur Björgvin Helga-
son fæddist í Reykjavík 3. desem-
ber 1964. Hann lauk stúdents-
prófi frá Verslunarskóla fslands
1984, BA-prófi í alþjóðasamskipt-
um frá George Washington Uni-
versity 1987 og MA-prófi í stjóm-
málafræði frá London School of
Economics 1988. Ilann hóf störf í
utanríkisþjónustunni árið 1991.
Hann fiuttisi til starfa hjá fasta-
nefnd Islands hjá Alþjóðastofn-
uninni í Genf 1993. Frá 1998 hef-
ur Guðmundur starfað hjá
sendiráði íslands í Paris. Kona
hans er Helga Jóna Benedikts-
dóttir lögfræðingur og eiga þau
tvo syni en dóttur á Guðmundur
frá fyrra hjónabandi.
Mikilvægt
að halda
þjóðarsátt um
þróun land-
búnaðarmála
ar og sitjum við nú meðal annars í
stjómamefnd stofnunarinnar."
- Hverjar eru þínar hugmyndir
um íslenskan landbúnað eftir að
hafa fengið þessa reynslu og ySr-
sýn erlendis?
„Þróunin í íslenskum landbún-
aði hefur verið mjög mikil á síð-
ustu árum og má kannski segja að
helsta verkefnið fram undan sé án
efa áframhaldandi aðlögun ís-
lensks landbúnaðar að breyttum
aðstæðum innanlands sem utan.
Ég sé fyrir mér að alþjóðlegt sam-
starf muni áfram verða mikilvæg-
ur áhrifavaldur í þróun íslensks
landbúnaðar, sérstaklega í ljósi
þeirra samningaviðræðna á sviði
landbúnaðar sem eru formlega
hafnar innan WDO og eiga eftir að
öðlast skriðkraft ef og þegar sam-
staða næst um nýja viðskiptalotu.
Það er brýnt að taka skynsamlega
á þeim áskorunum og nýta þau
sóknarfæri sem gefast í yfirstand-
andi umbótaferli. Framkvæmd
nýgerðs samnings um framleiðslu
sauðfjárafurða er mikilvægt skref
í þá átt. Að mínu mati liggja sókn-
arfæri íslensks landbúnaðar ekki
síst í jákvæðri ímynd landsins og
gæðum framleiðslunnar, bættri
landnýtingu og aukinni umhverfis-
vernd, uppgræðslu og skógrækt.
Mikilvægt er að viðhalda þjóðar-
sátt um þróun landbúnaðarmála á
íslandi og minnast þess að blóm-
legur íslenskur landbúnaður varð-
ar þjóðarhagsmuni sem
okkur ber öllum að
vinna að.“
- Saknar þú þess
ekkert að hverfa frá
störfum erlendis í utan-
íikispjón us tunm'!
... „Eg geri það vissu-
lega, þessi áratugur
minn í utanríkisþjónustunni hefur
verið mjög spennandi og viðburða-
ríkur. Það er mikil gæfa að hafa
fengið að vinna með jafnhæfileika-
ríku og dugmiklu fólki og í utan-
ríkisþjónustunni er að finna. En
auðvitað hlakka ég til að koma til
starfa á íslandi.