Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUUAUUíí 13. JUL.1 zuuu FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Opinberri heimsókn forseta fslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Strandasýslu lauk í gær A slóð göldrottra Stranda- manna OPINBERRI heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta íslands, lauk í gær með hátíðarkvöldverði í sam: komuhúsinu í Ámesi í Trékyllisvík. í gær fór hann m.a. í Drangsnes, Gjög- ur og Djúpuvík en heimamenn hafa sýnt heimsókn forsetans mikinn áhuga. Sérstaðan auðlind framtíðarinnar í fyrrakvöld var Ólafí Ragnari og fylgdarliði hans boðið til hátíðar- kvöldverðar á Café Riis á Hólmavík. Þar var m.a. boðið upp á kryddhjúp- að lambafille. Að kvöldverði loknum hófst fjölbreytt hátíðardagskrá í fé- lagsheimilinu á Hólmavík. Leikfélag Hólmavíkur sýndi leikþátt um Galdra-Möngu og þrjár ungar stúlk- ur léku á blokkflautu fyrir áheyrend- ur auk annars. Ólafur Ragnar hugð- ist afhenda sjö ungmennum úr Strandasýslu hvatningarverðlaun forseta Islands, en því miður voru að- eins þrjú þeirra stödd í salnum. For- setinn brá því á það ráð að afhenda hvatningarverðlaunin þegar hann átti leið um heimabyggð unga fólks- ins í gær. „Einfalt líf til sjávar og sveita“ í ræðu sinni á Hólmavík hvatti for- setinn heimamenn til að standa vörð um arfleifð sína. Sérstaðan myndi reynast Strandamönnum dýrmæt því sífellt fleiri leituðu í sveitimar eftir hvíld frá ys og þys stórborgarlífsins. „Hið sérstaka, hið frábrugðna, það sem i reynd er sannur efniviður í nýja reynslu er óðum að verða dýrmætast á þessu sviði; svipmikil náttúra, kyrrðin sem aðeins er rofin af söng fuglanna, einfalt líf til sjávar og sveita þar sem mannfólkið býr að afurðum sjálfrar náttúrunnar og aldimar hafa spunnið langa sögu og margþætta - þetta em þeir gildu þræðir sem væn- legastir sem uppistaða í þeirri þjón- ustu við gesti okkar víða að úr veröld- inni sem margir telja að verði drýgsta tekjulind þjóðarinnar í fram- tíðinni," sagði Ólafur Ragnar. Fyrsti áningarstaður forsetans í gær var Staður í Hólmavíkurhreppi. Þar hélt séra Sigríður Óladóttir stutta helgiathöfn og kynnti sögu kirkjunnar fyrir forsetanum. Hin 81 árs gamla en síunga söngkona Sigríð- ur Bjömsdóttir söng sálminn „Guðs kirkja er byggð á bjargi“. Sigríður hefur gefið kirkjunni marga góða gripi og séra Sigríður sagði nöfnu sína jafnast á við margar sóknar- nefndir. Reyktur rauðmagi á rúgbrauði Frá Stað var haldið í Drangsnes í Kaldrananeshreppi. Hreppsbúar tóku á móti forsetanum við gmnn- skólann þar sem hann opnaði mynd- listarsýningu Iðunnai- Agústsdóttur og Lúkasar Kárasonar. Sýningin er hluti af bryggjuhátíð Drangnesinga sem verður haldin 22. júlí nk. í Baldri, samkomuhúsi Drangsesinga, bauð hreppsnefndin til hádegisverð- ar. Þar gæddu gestir sér á sjávar- fangi úr Húnaflóa svo sem reyktum rauðmaga á rúgbrauði og nýveiddri rækju. Saga og sfld Því næst var haldið á Djúpuvík en á leiðinni skoðaði forsetinn Gvendar- laug í Bjamarfirði og staldraði við í Kaldbaksvik. í Djúpuvík fræddi Ás- bjöm Þorgilsson forsetann um sögu sfldarverksmiðjunnar í Djúpuvík en saga staðarins tengist mjög sfldveið- um. Forsetinn þáði einnig kaffiboð hreppsnefndarinnar sem var haldið í Hótel Djúpuvík. Deilur um kirkju- byggingu að baki í Gjögri tók hópur fólks á móti for- setanum en jiaðan hélt hann í Trékyllisvík í Ameshreppi. Þar vom þrír menn brenndir á báli fyrir galdra árið 1654 en þeir vora sakaðir um að bera ábyrgð á hneykslanlegri hegðun kvenna við tíðagjörð í Árneskirkju. Forsetinn kynnti sér sögu staðarins og skoðaði m.a. báðar kirkjur hrepps- ins en í hreppnum búa núna um 65 manns. Talsverðar deilur urðu á sín- Vantar fólk á Hólmavík Á HÓLMAVIK búa um 420 manns sem er tæplega hclmingur fbúa Strandasýslu. Þór Örn Jónsson sveitarstjóri segir að atvinnu- ástandið í þorpinu sé mjög gott og í raun sárvanti fleira fólk. „Núna cru t.d. átta aðkomutrillur í höfninni og nýr bátur sem kom í siðustu viku er að gera sig kláran til að fara á rækjuveiðar," segir Þór. Miklar byggingaframkvæmdir standi yfir á vegum bæjarins og einnig standi til að byggja við frystihúsið. Þór segir að þorpsbúar séu mjög ánægðir með heimsókn forsctans. „Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikumar og það má segja að hver einasti þorpsbúi hafi tekið þátt í því. Menn hafa tekið til hjá sér og málað húsin,“ segir sveitar- stjórinn. „Við höfum verið í stans- lausu hreinsunarátaki," segir Þór Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þór Örn Jónsson er sveitarstjóri á Hólmavík. sem telur að þorpsbúar hafi keypt 20-30 nýjar flaggstangir vegna heimsóknar forsetans sem hafi eflt þorpsandann. „Ég held að það sé ákaflega gott fyrir fólk að fá að sjá forsetann," segir Þór. Hann býst jafnvel við að forsetinn geti hitt nánast alla íbúa sýslunnar og heils- að þeim með handabandi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Forseti Islends skoðar Gvendarlaug í Bjamarfirði í heimsókn sinni í Strandarsýslu. um tíma um byggingu nýju kirkjunn- ar. Torfi Guðbrandsson organisti segir að deilumar séu nú að mestu að baki. Hreppsbúar hafi sæst og séu stoltir af því að eiga tvær kirkjur báð- ar í mjög góðu ásigkomulagi og svo gott sem skuldlausar. Rikulegt mannlíf Opinbem heimsókn Ólafs Ragnars lauk í gærkvöldi með hátíðarkvöld- verði í boði Árneshrepps. Þar afhenti forsetinn fjómm ungmennum hvatnj ingarverðlaun forseta íslands. í ræðu sinni sagði forsetinn að kostfr Strandasýslu fælust ekki síst í ríku- lejgu mannlífi, samheldni og áræði. „Ibúar sýslunnar hafa verið merkis- berar dugnaðar og dirfsku, varðveitt sögu og menningu sem hefur átt sér- stakan sess í þjóðarvitund íslendinga og svo mun enn á nýrri öld,“ sagði Olafur Ragnar. Sigríður Björnsdóttir söng fyrir forseta við orgelleik Úlriks Ólasonar. Undirbúa stofnun krabbameinsmiðstöðvar STOFNUN krabbameinsmiðstöðvar er í undirbúningi á vegum Landspít- ala - háskólasjúkrahúss en stjómar- nefnd spítalans fól nýlega undirbún- ingsnefnd verkið undir forystu Jóhannesar M. Gunnarssonar lækn- ingaforstjóra. Hann tjáði Morgun- blaðinu að undirbúningur stæði yfii' en honum yrði vart lokið fyrr en í haust þar sem meðal annars væri beðið nýrrar reglugerðar varðandi lifsýni og lífsýnabanka. „Krabbameinsmiðstöð er ætlað að halda utan um rannsóknir á krabba- meinum og hugmyndin er að stofna hana með ýmsum aðilum og koma á samstarfsvettvangi fyrir rannsóknir og koma þeim í einn farveg til að koma í veg fyrir að menn séu að vinna sömu hlutina á mörgum stöð- um,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson. Meðal samstarfsaðila um slíka miðstöð nefnir lækningaforstjórinn aðra spítala, erlenda og innlenda, Krabbameinsfélag fslands, einka- fyrirtæki, svo sem líftæknifyrirtæk- in eða lyfjafyrfrtæki, og opinbera að- ila, til dæmis Háskóla íslands. Jóhannes segir að undirbúningur sé hafinn en áður en hægt verði að ljúka honum þurfi reglugerð um lífsýni og lífsýnabanka að vera fyrir hendi. Hann segir að meðal kosta við krabbameinsmiðstöð, sem ætlunin sé að reka undfr merkjum Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, sé að með slíkum sameiginlegum vettvangi viti hver af öðmm á þessu sviði og ekki sé hætta á tvíverknaði varðandi rannsóknaverkefni. Hagnýt þekking á einum stað Einnig segir hann brýnt að safna á einn stað hagnýtri þekkingu varð- andi fjármögnun rannsókna, t.d. vegna umsókna um erlenda styrki. Slíkur umsóknaferill sé langur og flókinn og því hentugra að slíkt geti farið um einn farveg. Fjármögnun krabbameinsmiðstöðvai' er ekki hugsuð af fjárlögum heldur með sér- stakri fjáröflun og telur lækninga- forstjórinn líklegt að henni sé borgið með sterkum samstarfsaðilum. Rafmagnslaust heila nótt í Alfheimum Steypu- rör lenti á manni MAÐUR slasaðist alvarlega þegar tveggja tonna steypu- rör féll á hann. Slysið átti sér stað í gærmorgun við af- leggjarann að Keldum þar sem verið var að hífa steypu- rörið með hjólaskóflum upp á vörubílspall og losnaði þá rör- ið skyndilega og lenti á mann- inum sem stóð á pallinum. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var hann umsvifalaust fluttur á sjúkradeild. RAFMAGN fór af í þremur fjölbýl- ishúsum í Álfheimum í fyrrinótt. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra kerfisstjórnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fór raf- magnið af rétt eftir miðnætti og komst ekki á aftur fyrr en klukkan rúmlega tvö í gær í tveimur af hús- unum. Enn var rafmagnslaust í ein- um stigagangi í Álfheimum 52 þegar blaðamaður ræddi við Gunnar. „Þetta er búinn að vera slæmur sól- arhringur,“ sagði Gunnar og að hans sögn var ekki hægt að byrja að gera við bilunina fyrr en í gærmorg- un og þurfti lögreglu og lásasmið til þess að komast að biluninni, en stofnvarakassar, sem nauðsynlegir eru til þess að bilanamæla strenginn sem var í ólagi, voru læstir inni. Að- spurður hvers vegna ekki var reynt að gera við bilunina fyrr, sagði Gunnar að Orkuveitan vildi ekki ónáða íbúa fjölbýlishúsanna með há- væmm vinnutækjum um miðja nótt. Einnig fór rafmagn af i Kópavogi, en tveir meginstrengir þar slitnuðu klukkan 1.40 eftir miðnætti í fyrri- nótt með stuttu millibili sem, að sögn Gunnars, er mjög óvenjulegt. Rafmagn í Kópavoginum komst aft- ur á eftir rúma klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.