Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ein ljósmyndanna á sýningunni. tíl 21 fímmtud Maqabond strjgaskór w w Jfw Ær Ck skor m ^ DKNY strjgclfkór ZINDA leðupstígvél ^HjBLLY'S swidalai^ Sgmdalqr § sauíján Lj ósmyndasýning í Hafnarhúsinu EVA Jiménez Cerdanya og Al- exandra Litaker opna sýningu í sal félagsins Islensk grafík, Haftiar- húsinu, Tryggvagötu 17, á laugar- daginn kl. 16. Eva er myndlistarmaður frá Spáni og er nú búsett í New York borg. Hún stundaði nám í bókmenntum í Universitat Auto- noma de Barcelona og ljósmyndun í Intemational Center of Photogra- phy íNewYork. Alexandra er myndlistarmaður frá Bandaríkjunum og býr nú á Is- landi. Ilún stundaði nám í bók- menntum við Columbia University í New York og kvikmyndun í Film Video Arts. Um sýningu sína segir Eva m.a.: „Myndirnar eru frá ákveðnum stöð- um; svæði sem geta verið sveit eða úthverfi, lýst af sterkri gulleitri birtu Miðjarðarhafslanda, og af fólkinu og athöfnum sem fylla rým- ið. En myndirnar eru „filteraðar“ af mistri sem tekur yfir, verður að viðfangsefni verksins. f þessu verki er ég að kanna hugmyndina að „sjönrænni frásögn“ með sam- felldri röð.“ Um sýningu sína segir Alexandra m.a.: „Hin undarlega áráttaþránn- ar: Ferðalagaljósmyndir teknar í Bandarikjunum, á Islandi og á Ba- hamaeyjum. Myndirnar eru m.a. teknar í Las Vegas, í brúðkaups- svítu Margrétar prinsessu, hand- arkrika New York fylkis og á hin- um fallega Akranesskaga." Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-18 og lýkur 6. ágúst. Altaris- sakramentið BÆKUR Trúmál Leyndardómar trúarinnar Höfundur: Jakob Ágúst Hjálmars- son. títgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 112 blaðsíður. MIKIÐ hefur verið ritað að und- anförnu um kristnihátíðina á Þing- völlum sem haldin var fyrir skömmu. Hún var þeim sem þangað fóru til mikillar gleði en ýmsir sátu heima vegna þess að þeir voru búnir að ákveða fyrirfram að hún myndi mistakast. Sitt sýnist hverjum í um- ræðunni. Greinilegt er að það fer fyrir brjóstið á sumum að haldið skuli vera upp á að kristni hafí verið lögleidd hér á landi og finnst sumum að ástæða hefði verið til að halda einnig upp á að önnur trúarbrögð sem áður voru óþekkt hérlendis nema af afspurn hafi numið hér land á síðustu árum. Stundum hefur mað- ur á tilfinningunni að menn agnúist út í kristindóminn án þess að hafa kynnt sér um hvað hann snýst í raun ogveru. í bókinni sem hér er til umfjöllun- ar er leitast við að útskýra mjög miðlægan þátt í kristinni trú, altarissakramentið. Miklir fordómar hafa löngum fylgt þessari helgu at- höfn í huga þeirra sem ekki hafa skilið inntak hennar og táknmál. Höfundur hefur gegnt prestsþjón- ustu í íslensku þjóðkirkjunni vel á þriðja áratug og gjörþekkir því at- höfnina. Hann hefur auk þess lagt sig sérstaklega fram um að rann- saka fræðilega inntak sakramentis- ins, uppruna þess og sögu. I upphafi er útskýrt hvað venjuleg guðsþjónusta er, hvaða hugsun ligg- ur að baki henni. Farið er í gegnum alla liði hennar og táknmálið út- skýrt. Síðan er sjálf altarisgangan vendilega skýrð, saga hennar og uppruni á meðal gyðinga, útbúnað- urinn sem notaður er, hin helgu efni, brauð og vín og atferli prests og safnaðar. Inntak athafnarinnar er skýrt með skírskotun til kenningar Jesú Krists og hvernig inntak og orðfæri hennar er víða sýnilegt I boðun hans. Helstu textar Nýja testamentisins sem tengjast um- fjöllunarefninu eru teknir með í bók- inni og útskýrðir. Sem dæmi má nefna frásögn guðspjallanna af stofnun heilagrar kvöldmáltíðar eins og hún er skráð í Lúkasarguðspjalli og í 1. Korintubréfi, líkingu Jóhann- esarguðspjalls af vínviðnum og greinunum, frásögn þess af brauð- undrinu og hvernig Jesús er hið lif- andi brauð, sem steig niður af himni, og Emmausföninum sem gerðu sér grein fyrir því að Jesús væri upp- risinn er þeir sáu hann brjóta brauð- ið, þakka Guði og gefa þeim. Einnig er vísað til margra annarra texta ritningarinnar. Hugtök eins og sakramenti, tákn, fórn, endurlausn og sáttargjörð fá sérstaka umfjöllun svo og spurning- in um það með hvaða hætti frels- arinn er raunverulega til staðar í máltíðinni. Höfundur segir að altarissakramentið sé haft um hönd meðal annars í minningu Jesú Krists vegna þess að það er „lifun þess sem liðið er svo sem það væri nú og til þess þarf iðkun, ekki bara innlit við og við, heldur reglulega iðkun ásamt ítarlegri umhugsun" (bls. 60). I bókarlok er gerð stutt grein fyr- ir þróun heilagrar kvöldmáltíðar í sögu kirkjunnar og túlkun helstu kirkjudeilda á henni. Þeirri umfjöll- un lýkur með stuttum kafla um ein- ingarviðræður kristinna kirkna sem staðið hafa í marga áratugi og hina svo kölluðu Lima-skýrslu sem unnin var af Heimsráði kirkna, sérstak- lega umfjöllun hennar um kvöldmál- tíðina en sú skýrsla var stórt skref fram á við í einingarviðleitninni. Þar lýsir höfundur þeirri löngun sinni að allir kristnir menn fái aðgang að kvöldmáltíðarborði hver annars hvarvetna án tillits til hvaða kh-kju- deild þeir tilheyri því að kirkjan er í eðli sínu bara ein þótt hún skiptist í margar kirkjudeildir. Mannslíkaminn er notaður sem líking í Nýja testamentinu um sam- félagið í kirkjunni, þar sem Kristur er höfuðið. „Kristi verður ekki skipt,“ segir höfundur. „Þannig er kirkjan ein og óskipt" (bls. 110). „Við altarisborðið safnar hinn himneski faðir saman börnum sínum og gefur þeim Krist stöðuglega á ný að bróð- ur og fyllir þau anda vonarinnar að þau geti farið út í heiminn og unnið hansverk" (bls. 111). Leyndardómur trúarinnar bætir úr brýnni þörf því að lítið hefur verið ritað á íslensku um heilaga kvöld- máltíð fyrir almenning umfram það sem er að finna í kverum fermingar- barna. Textinn er auðskilinn. Þó eru efninu gerð ítarleg skil án þess að hafa fræðilegt yfírbragð. Þetta er eitt besta rit fyrir leikmenn sem undirritaður hefur lesið um þetta efni. Margar ljósmyndir prýða bók- ina. Einn helsti kostur hennar er að hún skírskotar sífellt til Biblíunnar og skýrir texta hennar að því leyti er hann tengist efninu. A þann hátt upplýkur bókin ritningunni eins og frelsarinn forðum fyrir Emmausför- unum. Kjartan Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.