Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Kristinn Danskir ferðamenn í sjálfheldu á Esju FJÓRIR danskir ferðamenn lentu í ógöngum á Kistufelli á Esju í gærkvöldi. Þeir voru á leið upp á Kistufell þegar þeir sáu að leiðin var torfær og hættuleg. Treystu þeir sér því ekki lengra og töldu sig ekki komast niður án aðstoðar. Einn þeirra hafði valið aðra leið og komst til að kalla á aðstoð. Fé- lagar í björgunarsveitinni Arsæli komu til aðstoðar ásamt félögum úr neyðarsveit Slökkviliðsins í Reykjavík og gekk vel að ná fólk- inu niður. Fyrstu upplýsingar bentu til þess að einn ferðamaður- inn hefði brotið bein, en svo reyndist ekki vera. Nýjar vega- merkingar á Miklubraut MÁLAÐAR hafa verið nýstárleg- ar merkingar á Miklubrautina í Reykjavík, rétt vestan Eliiðaáa. Eiga þær að vera ökumönnum áminning um leyfilegan hámarks- hraða. Ætti leyfílegur ökuhraði ekki að fara fram hjá neinum en á þessum kafla er hann 70 km. Skortur á nátt- úrufræðing'um hér á landi TALSVERÐUR skortur er á nátt- úrufræðingum hér á landi og mikil breyting orðið á verkefnum þeirra á síðustu árum. Formaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga segir at- vinnuhorfur félagsmanna góðar en alls eru félagsmenn um eitt þúsund. ína Björg Hjálmarsdóttir, for- maður FIN, segir að geysileg breyt- ing hafi orðið á starfsumhverfi fé- lagsmanna á síðustu árum. Stór einkafyrirtæki hafi haslað sér völl í nýjum starfsgreinum og aukin verk- efni hafi skapast í kjölfar lagasetn- ingar. „Náttúrufræðingar hafa komið mjög að vinnu við mat á umhverfis- áhrifum, sem er tiltölulega nýtt fyr- irbæri, en í kjölfar laga um það hefur verkefnum fjölgað ár frá ári,“ segir hún. „Einnig hefur orðið gríðarlegur vöxtur í líftækniiðnaði, þar sem einkafyrirtæki hafa laðað að sér vel menntað fólk.“ í FÍN eru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum náttúruvísinda, svo Tillögur um aukinn búnað til almannavarna um allt land Komið verði upp biín- aði fyrir 220 milljónir ÞRETTÁN stórum gámum með öfl- ugum björgunar- og fjöldahjálpar- /í '^’únaði verður komið fyrir á átta stöð- um á landinu nái tillögur búnaðar- nefndar Almannavama ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga fram að ganga. í lokaskýrslu sinni leggur nefndin til að myndarlega verði bætt við búnað til almannavama um land allt, alls fyrir um 220 milljón- ir króna. Talsvert skortir á, samkvæmt skýrslu nefndarinnar, að búnaður vegna almannavama sé fullnægjandi eins og er. Hefur almannavama- nefndum gengið illa að koma sér upp tilskildum búnaði og þá hafa Al- mannavarnir rfldsins ekki náð að byggja upp stoðbúnað svo fullnægj- andi sé á síðustu ámm. Ljóst má því vera að þótt björgunarlið og björgun- ^iir.sveitir séu víðast hvar ágætlega búin tækjum og búnaði skortir tölu- vert á þegar um stærri áföll ræðir. Til úrbóta leggur nefndin til að á næstu ámm verði byggður upp búnaður í þremur flokkum. Skal þar fyrst nefna gmnnbúnað sem verður í vörslu al- mannavamanefnda, en þar er átt við þann lágmarksbúnað sem nauðsyn- legur er til stjómunar og umsjár að- gerða á vettvangi og í stjórnstöðvum. I öðm lagi verði sjúkrabúnaður grein- ingarsveita tii staðar á 15 sjúkra- stofnunum, en þar er átt við léttan sjúkrabúnað sem borinn er á vett- vang í bakpokum. Getur ein greining- arsveit samanstaðið af tveim til fimm læknum og hjúkmnarfræðingum. Þrettán tuttugn feta gámar Helsta nýmælið í skýrslunni er til- laga nefndarinnar um sameigri allra almannavamanefnda á þyngri og öfl- ugri björgunarbúnaði og aðhlynning- arbúnaði, svokölluðum stoðbúnaði. Leggur nefndin til að búnaðurinn verði staðsettur í birgðastöðvum í umsjá slökkviliðs á átta stöðum á landinu, og era staðsetning og fjöldi eininga valin með tilliti til legu gagn- vart samgöngum og jafnrar dreifing- ar um landið. Skal aldrei vera meira en 250 km akstur með búnaðinn að Staðsetning stoðbúnaðar 7.960 íb. 11.804 íb. 2,9 % 4,3 % ísafjörður / o o Siglufjörður O Akureyri Patreksfjorður 37.044 íb. 7.960 íb. 13,5 % 2,9 % 14.105 íb. 5,1 % Egilsstaðir o o Fjarðabyggð 14.105 íb 5,1 % Reykjavík^ 16.079 íb. 215.682 íb. 5,8 % 78,4 % Kirkjubæjarklaustur Lagt er til að fjöldi birgðaeininga á hverjum stað verði eftirfarandi: Reykjavík 5 einingar Akureyri 2 einingar Á öðrum stöðum verði ein eining íbúatalan vísar til þess fjölda sem býr innan 250 km. fjarlægðar frá birgðastöðinni og prósentutalan sýnir hvað það er stór hluti landsmanna. Rýmingarsala á utanlandsferðum Flytjum í Sætún 1 um næstu mánaðamót Kynntu þér málið ínni í blaðinu er: Samvinnuferðir Landsýn Á varöi fyrir þigl áfallasvæði og gert er ráð fyrir því að þegar stóráfóll ríði yfir fari aldrei færri en tveir gámar af stað, hvor frá sínum staðnum. Þannig þurfi menn ekki að reiða sig á að búnaðarsending frá einum stað skili sér að fullu öryggi innan tiltekins tíma til áfallasvæðis. Gámamir sem um ræðir verða tuttugu feta ,járnbrautargámar,“ sem þýðir að þeir opnast á hliðum. Inni í gámunum verðui- búnaðinum komið fyrir í þar til gerðum geymslu- kössum sem fjóiir menn eiga að geta borið auk þess sem hægt verður að flytja þá með lyfbira, þyrlu, í bát eða á jeppakeiru. Hægt verður því að flytja búnaðinn ýmist að hluta eða í heild, eftir því sem best hentar hverju sinni. Meðal þess sem í gámunum verður má nefna sjúkrabömr, tjöld, vökva- klippur, tjakka, rafstöðvai-, vinnuljós, taliur, tóg, skóflur og fleira. sem líffræði, efnafræði, jarðfræði, landafræði, stærðfræði og mörgum fleiri greinum. Nýverið gengu arkí- tektar inn í félagið, en starf þeirra fellur í auknum mæli að náttúmvís- indum. Launaskrið talsvert Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur orðið talsvert launa- skrið meðal náttúmfræðinga undan- farin misseri, ekki síst hjá þeim sem starfa sjálfstætt og selja sérfræði- þekkingu. Þannig koma fjölmargir sjálfstætt starfandi sérfræðingar nú að vinnu við umhverfismat, ekki að- eins náttúmfræðingar. Hönnun hf. er eitt þeirra fyrir- tækja sem sinnir umhverfismati. Björn Ingi Stefánsson framkvæmda- stjóri segir að umfangið hafi aukist ár frá ári og skortur sé á góðu starfs- fólki. Björn Ingi sagði að náttúrufræð- ingar væra nú eftirsóttara vinnuafl en var fyrir nokkram ámm. „Þessi hópur hefur öðlast ný og spennandi tækifæri með auknum kröfum og nýjum lögum,“ segir hann. „Nú orðið sleppa fáar framkvæmdir hér á landi við mat á umhverfisáhrifum og því er sannarlega nóg að gera fyrir sér- fræðinga á því sviði.“ * Afengi og tóbak í verðlaun í tívolí LÖGREGLU var tilkynnt um það í gær að verið væri að veita verðlaun fyrir góðan árangur í kringlukasti í tívolí á hafnarbakkanum í Reykja- vík og voru verðlaunin í formi kampavíns og vindlinga. Lögreglan lagði hald á eitthvað magn af áfengi og tóbaki hjá starfsmönnum tívolísins en talið er að eitthvað af slíkum varningi hafi farið út sem verðlaun. Flest um- ferðarslys á Miklu- braut HVERGI verða fleiri umferðar- slys en á gatnamótum á Miklu- braut í Reykjavík, að því er fram kemur í könnun Sjóvár-Al- mennra á umferðaróhöppum í Reykjavík árin 1995-1999. Könnunin leiðir jafnframt í ljós að tjónum hefur fjölgað vem- lega í Reykjavík og er hlutfall þeirra sem lenda í óhöppum um 12% hærra sé bfllinn skráður í Reykjavík en úti á landi. I könnuninni kom í ljós að alls urðu 3.080 tjón á tímabilinu á 10 tjónahæstu gatnamótum borg- arinnar. Sjö þeirra em á Miklu- braut og þar urðu 1.717 óhöpp sem em 76% af öllum óhöppum á 10 tjónahæstu gatnamótunum. Flest urðu tjónin á gatnamótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, alls 343 talsins. Könnunin leiðir í ljós að árekstrar verða langoftast við gatnamót í Reykjavík og að þeir era mun fátíðari á götuköflum milli gatnamóta. Tjónahæstu götukaflarnir í Reykjavík voru Miklabraut milli Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar þar sem fjöldi tjóna var 87 á tímabil- inu, og á Kringlumýrarbraut milli Nestis í Fossvogi og Bú- staðavegar, 76 tjón. Tjónahæstu götumar era Miklabraut þar sem varð 2.351 tjón á tímabilinu og tjónaupp- hæðin var tæpir 1,3 milljarðar kr. og Kringlumýrarbraut þar sem urðu 1.580 tjón og tjóna- upphæðin var tæp 861 milljón króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.