Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar rannsóknir staðfesta krabbameinsvaldandi efni í brenndum grillmat Brennd grill- steik getur verið varasöm Það getur verið vandasamt að grilla svo vel sé því samkvæmt rannsóknum ____vísindamanna eykur brenndur_ grillmatur líkurnar á krabbameini Morgunblaðið/SVE Flestum finnst vel grillað kjöt hið mesta lostæti en brennt er það bæði bragðvont og óhollt. BANDARIKJAMENN borða of mikið af grillkjöti og auka með því hættuna á krabbameini í melting- arvegi. Þetta var niðurstaða ný- afstaðinnar ráðstefnu bandarískra krabbameinssamtaka sem haldin var í Oakland í Bandaríkjunum. Þar kom fram að þegar rautt kjöt er eldað við háan hita myndast krabbameinsvaldandi efni sem auka hættuna á ristil- og maga- krabbameini. „Efnin sem myndast þegar matvæli brenna eru tjöru- efni en þetta eru sömu krabba- meinsvaldandi efnin og myndast þegar sígarettur brenna,“ segir Kristín Olafsdóttir, lífefnafræð- ingur hjá Rannsóknarstofu í lyfja- fræði við Háskóla íslands. „Þessi efni myndast alltaf við ófullkom- inn bruna kolefnis þannig að þau verða til í öllum matvælum sem brenna, jafnt í grillkjöti sem brenndu ristuðu brauði. Þau eru í afar litlu magni en eru mjög krabbameinsvaldandi. Þeir sem borða mikið af grillmat eru í auk- inni hættu á að fá krabbamein en þá aðallega ef menn borða mikið af brenndum mat. Til að forðast aukna krabbameinshættu er ágætis regla fyrir fólk að borða einfaldlega aldrei brenndan mat.“ Nokkur ráð fyrir grillmeistara Á ráðstefnunni í Oakland voru nefnd nokkur ráð sem hægt er að hafa í huga þegar grillað er ef menn vilja forðast að krabba- meinsvaldandi efni myndist í matnum. I fyrsta lagi er mönnum bent á að marinera kjöt í súrum legi í 40 mínútur áður en grillað er. Lögurinn má vera hvaða súri vökvi sem er, vínberjasafi, edik, léttvín, sítrónu- eða tómatsafi en talið er að sýran geti hindrað myndun krabbameinsvaldandi efna að einhverju leyti og að auki gerir hún kjötið meyrt. Allir grill- menn þekkja að þegar feitt kjöt er grillað á fitan það til að leka niður á kolin og það kviknar í þeim. Þetta er hvimleitt en líka óhollt því þegar fitan brennur á kolunum myndast krabbameins- valdandi efni sem setjast á kjötið en einnig er hætta á að kvikni í kjötinu. Því er mælt með því að grilla litla og magra kjötbita en ef menn vilja grilla feitt kjöt er gott að setja álpappír undir kjötið og stinga á hann göt til að koma í veg fyrir að kvikni í kjötinu. Einn- ig er lagt til að kjöt sé forsteikt á pönnu eða í ofni áður en það er sett á grillið svo auðveldara sé að gegnsteikja það án þess að það brenni. Þá er mönnum bent á að þegar verið er að grilla kjöt og fisk sé gott að hafa nóg af annars konar mat á boðstólum og þá sér- staklega C-vítamínríka fæðu eins og ávexti og grænmeti, sem inni- halda andoxunarefni sem talin eru vinna gegn krabbameinsvaldandi efnum. Góð ráð við grilfið: • Borðið aldrei brenndan mat. • Marinerið grillkjöt í súrum legi i minnst 40 ininútur. • Notið smáa og niagra kjöt- bita á grillið. • Ef kjötið er feitt setjið þá álpappír undir kjötið á grill- inu svo síður kvikni í kjöfinu. • Prófið að forhita kjötið í eldhúsinu áður en það er sett á grillið. • Borðið mikið af ávöxtum og grænmeti með steikinni. Þrjú ESSO-Nesti ESSO-Nestin eru nú orð- in þrjú talsins; við Gagn- veg, Stórahjalla og Ar- túnshöfða. í fréttatil- kynningu segir að á með- al nýjunga á öllum stöðvunum sé bakarí þar sem bakað er á staðnum og pylsubar þar sem meðal annars fæst beikonvafin ostapylsa, frönsk pylsa og sterk grillpylsa. Jónsmessukaffí KOMIÐ er á markað Jónsmessukaffi frá Kaffitári. í fréttatil- kynningu segir að kaffið sé bragðmikil blanda af baunum frá Mið-Ameríku og fáist bæði malað og ómalað. Kaffið er í 250 gramma pakkningum og er selt í matvöru- verslunum og kaffi- búðum Kaffitárs. Bláberja- súrmjólk KOMIN er í verslanir bláberjasúr; mjólk frá Mjólkursamsölunni. I fréttatilkynningu segir að súr- mjólkin sé í eins lítra umbúðum og að hana megi borða eina sér eða með morgunkorni. Fyrir era á markaðnum jarðarberjasúrmjólk og karamellusúrmjólk frá Mjólk- ursamsölunni. tilvérun a - skrautþrenna nftsS, frá>mtU Helgarþrenna Runnamura, „Micrandra", lúgvaxin, gul (Potentilla fruticosa) Dvergkvistur, „Little princess", bleikur, (Spiraea japonica) Ilmkóróna, „Mont Blanc“, hvít, ilmandi (Philadelphus x lemoinei) Heildarverð þrennu nú 1.290 kr., áður 2.456 kr. GROÐRARSTOÐIN Opid virka dagafrá 9 til 21, um helgarfrá 9 til 18. STJÖRNUCRÓF18, SÍMI5814288, FAX5812228 mvw.inorjc.is mork&mork.is Þarftu að skipta um loftsíu? Spurt og svarað Hnetuprótein í krydduðu lambakjöti. Er hnetuprótein í lambakjöti frá Goða? Er neysla þess hættuleg ef viðkomandi er með ofnæmi? „Innihaldslýsing lambakjöts kemur skýrt fram á umbúðunum og í þessu tilviki að það innihaldi meðal annars hnetuprótein,“ segir Nína Kristinsdóttir, matvælafræðingur hjá Goða. „Hér er um að ræða kryddlegið lambakjöt þar sem hnetupróteinið er hluti af krydd- blöndunni og kemur í staðinn fyrir þriðja kryddið en ekki venjulegt ókryddað lambakjöt. F ólk með ofnæmi verður auðvitað ávallt að lesa vel um innihald hverr- ar vöra áður en það neytir hennar.“ Þess má geta að umrætt lamba- kjöt er selt undir vöramerkinu Gourmet og er aðeins ein tegund af því lambakjöti sem Goði er með og síðan era margar aðrar tegundir sem innihalda ekki hnetuprótein. „Við reynum að tryggja að inni- haldslýsingar okkar séu alltaf rétt- ar, meðal annars með því að fá ná- kvæmar lýsingar á innihaldi kryddblandna irá kryddframleið- endum til þess að neytendur viti ná- kvæmlega hvert innihaldið er,“ seg- ir Nína. „Reglum samkvæmt eiga fram- leiðendur að merkja áumbúðir inni- hald vöru,“ segir Ásmundur E. Þorkelsson, matvælafræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins. „Þetta er mjög mikilvægt og því höfum við hjá Hollustuvemd verið að koma því á framfæri til þeirra sem eru til dæmis með ofnæmi að þeir lesi vel þessar innihaldslýsing- ar. I framhaldi má geta þess að gef- inn var út sérstakur bæklingur fyrir þá sem era með ofnæmi og honum dreift í lyfjaverslanir. Þá er hann einnig að finna á Netinu og mæli ég með því að fólk skoði hann vel á heimasíðu Hollustuvemdar; www.- hollver.is. ISDN-myndsúni I símaskránni getur að líta síma með sjónvarpsskjá. Er hægt að fá svona síma hér á landi? „ISDN-myndsíminn verður tek- inn í sölu á næstunni," segir Guð- finna Björk Kristjánsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Landssímans. „Hann verður m.a. til sölu í þjónustumið- stöðvum Símans í Armúla, Kringl- unni og á Akureyri. Þá verður hægt að nálgast hann í vefverslun Símans á slóðinni www.vefverslun.is." Að sögn Guðfinnu kemur síminn til með að kosta tæpar 85 þúsund krónur. „Símamir era búnir myndavél og skjá og því er hægt að sjá viðmælandann á skjánum, þ.e. ef hann hefur sams konar síma.“ Þess má geta að Síminn færði Félagi heymarlausra tvo slíka síma að gjöf á 40 ára afmæli félagsins í febrúar á þessu ári. Heymarlausir hafa að sögn Guðfinnu sýnt þessum síma mikinn áhuga enda geta þeir með þeim talað saman í síma á sínu móð- urmáli, íslensku táknmáli, í fyrsta Geröu bílinn kláran fyrir fríiö <®TOYOTA VARAHLUTIR Nýbýlavegi 8 • 5: 570 5070 Efling-stéttarfélag Sætúni 1 Opnun skrifstofu Eflingar- stéttarfélags og úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík frestast til föstudagsins 14. júlí. kl. 10.00. EFUNG STÉTTARFÉLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.