Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sveitarsljórí Skútustaðahrepps
Léttir fyrir
flesta íbúa
SIGBJORN Gunnars-
son, sveitarstjóri
Skútustaðahrepps,
segir úrskurð skipu-
lagsstjóra ríkisins um
áframhaldandi
vinnsluleyfi kísilgúrs
mikinn létti íyrir
flesta íbúa við Mývatn.
„Það kemur mér
samt ekkert á óvart að
andstæðingar Kísiliðj-
unnar skuli ætla að
kæra. Þetta eru tvenn
sjónarmið sem takast
á og ég held að það sé
nánast ekkert mál
sem fer í umhverfis-
mat eða ólík sjónar-
mið eru um, sem ekki er kært í dag;
þannig að ég held að það hefði verið
kært, á hvom veg sem úrskurðurinn
hefði fallið. Hins vegar verða menn
að átta sig á því, að þetta umhverfis-
mat held ég að sé langflóknasta um-
hverfismat sem gert hefur verið, og
það auðvitað ræðst af því að lífríkið
hér er svo gífurlega fjölbreytt.
Úrskurðurinn er mikil lyftistöng
fyrir sveitarfélagið, þegar nú endan-
lega liggur fyrir að
ekki verða hér veruleg-
ar breytingar á at-
vinnuháttum sem ég og
flestir óttuðust, af því
að það hefði auðvitað
kippt stoðunum undan
því samfélagi sem við
byggjum í dag. Það er
ekkert öðruvísi.
Byggðastofnun gerði
úttekt á þessu 1997 og
mat óháðra aðila þar
var, að ef kísilgúr-
vinnsla legðist hér af
myndu tekjur sveitar-
sjóðs dragast saman
um 50% með afleiðing-
um sem öllum ættu að
vera ljósar. í kjölfar þess að
vinnsluleyfi verður veitt í Syðiiflóa
er mögulegt fyrir sveitarfélagið og
íbúana að horfa til framtíðar. Und-
anfarin ár, meðan óvissa hefur ríkt,
hafa á marga lund verið erfið. íbúar
hafa horfið á braut og sveitarfélagið
haldið að sér höndum um ýmsar
framkvæmdir sem nauðsynlegar
mega teljast. Ég hlýt því að horfa
björtum augum til framtíðar.“
Sigbjörn
Gunnarsson
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Rússnesku tvíþekjunni Antonov AN-2 með merkjum rússneska flugfélgsins Aeroflot hefur þegar verið komið
fyrir í Vatnagarðaskýlinu sem verið er að endurbyggja á Hnjóti í Örlygshöfn. Ingi Bogi Hrafnsson heldur í
spaðann á flugvélarmótornum.
Vatnagarðaflugskýlið klætt
UNNIÐ er að klæðningu á grind
Vatnagarðaflugskýlisins sem sett
hefur verið upp á Hnjóti við Pat-
reksfjörð á vegum Flugminjasafns
Egils Ólafssonar. Flugskýlið verð-
ur megin bygging Flugminjasafns-
ins og á endurbyggingu þess að
ljúka í sumar.
Egill Ólafsson, bóndi og minja-
vörður á Hnjóti, safnaði ýmsum
merkum munum sem tengjast
sögu flugsins og gaf Flugmála-
stjórn safnið fyrir nokkrum árum.
Meðal muna safnsins var grind
flugskýlisins frá Vatnagörðum í
Reykjavík.
Flugskýlið var framleitt í þýsku
Junkers-flugvélaverksmiðjunum
og reist við Vatnagarða í Reykja-
vík 1930 til að hýsa Junkers-
sjóflugvélar Flugfélags íslands.
Það var tekið niður á sjöunda ára-
tugnum. Egill Ólafsson fékk grind-
ina til sín og var hún reist þar. Er
nú verið að ljúka endurbyggingu
skýlisins á vegum Flugmálastjórn-
ar og samgönguráðuneytisins.
Stúdentagarðar í Reykjavík
Aldrei fleiri
umsækjendur
GÍSLI Már Gíslason,
stjómarformaður Nátt-
úrurannsóknastöðvar-
innar við Mývatn, er
harðorður í garð skipu-
lagsstjóra og telur að
úrskurður hans um skil-
yrt námaleyfi fyrir Kís-
ilgúrverksmiðjuna sé
pólitísk ákvörðun. Vill
hann að úrskurður
Skipulagsstofnunar um
kísilgúrvinnslu úr Mý-
vatni verði kærður og
hyggst leggja það til.
„I íyrsta lagi varpar
skipulagsstjóri, að mínu
áliti, ábyrgðinni yfir á
leyfisveitendur, varðandi tilhögun
námuvinnslunnar í framtíðinni, í stað-
inn fyrir að setja inn ákveðin skilyrði,
ef hún yrði veitt á annað borð.
í öðru lagi tel ég, á grundvelli
þeirra gagna sem liggja fyrir og á
grundvelli áratuga rannsókna á Mý-
vatni, sem hafa ótvírætt sýnt þann
skaða sem hefur átt sér stað í Ytriflóa
og með miklum Ukum að það verði
skaði í Syðriflóa, flytjist vinnslan
þangað. Leyfisveitandi mun aldrei
geta stöðvað námagröft síðar, þótt
hann vildi. Það yrði mikið slys, því hér
er um að ræða vatn sem er ákaflega
mikilvægt á alþjóðavísu hvað náttúru
varðar, eins og allir vita, og er nokk-
urs konar andaverksmiðja Evrópu.
I þriðja lagi finnst mér það vera
móðgun við íslenska vísindasamfélag-
ið, að kalla til álit danskrar verkfræði-
stofu, þegar liggja íyrir skýrslur frá
íslenskum vísindamönnum í Háskóla
Islands, Náttúrurannsóknastöðinni
við Mývatn, Vegagerðinni og að auki
ýmsum rannsóknastofnunum og
verkfræðistofum, er varða líffræði-
lega þætti, sem og eðlis- og efna-
fræðilega þætti. Þessar skýrslur eru
miklar að vöxtum. í íyrsta lagi eru
þar rannsóknir á einstökum þáttum;
niðurstöðurnar voru teknar saman
árið 1990 í svo kallaðri Sérfræðinga-
nefndarskýrslu. Árið 1993 tók svo
verkefnahópur saman
skýrslur, sem einblíndu
fyrst og fremst á set-
flutninga og flutning á
fæðuefnum inn á ný
graftarsvæði. Síðan
liggur fyrir Mats-
skýrslan, sem byggir á
enn frekari rannsókn-
um, og svo umsagnir
matshóps sem fór rfir
hinn lífiræðilega þátt í
skýrslunum. Sá mats-
hópur segir, að í fyrsta
lagi eigi iðnrekstur ekki
við á Mývatni, í öðru
lagi að rannsóknimar
við Mývatn séu mjög
vel unnar, og í þriðja lagi, að ef það
skyldi verða heimilaður námagröftur,
þá verði áhrifin minnst í Bolum, á
svæði 1.
Úrskurður skipulagsstjóra núna
heimilar námagröft á svæði 2, en ekki
svæði 1.
Ég bendi á, að beiðni var send tii
Danmerkur 16. maí og álit manna þar
var tilbúið 22. maí, og ekki komu þeir
til íslands til rannsókna. En afrakst-
urinn er engu að síður tvær skýrslur,
önnur er 5 blaðsíður að lengd og hin 2
blaðsíður. Mér sýnist þetta í fljótu
bragði vera eitt prósaljóð, frá upphafi
til enda, og í þeim um svo mikla van-
þekkingu að ræða, að jafnvel skipu:
lagsstjóri hefði átt að geta séð það. í
skýrslunum segir, að aðalástæður
fyrir þeim sveiflum sem hafa átt sér
stað í lífríki Mývatns séu áhrif fiski-
stofna sem séu rándýr á þörungaæt-
ur, og að þörungaætumar hafi mikil
áhrif á þömngavöxt í vatninu og að
þau áhrif séu miklu meh'i í Ytriflóa
heldur en nokkra sinni hefur átt sér
stað með námagreftrinum. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að það eru
engar sannanir um slíkt í Mývatni,
eins og skandinavíski matshópurinn
benti á og vora þeir sérfræðingar í
fiskistofnum. En þessu er haldið hér
fram, blákalt. Síðan eru engir út-
reikningar, heldur einungis sagt að
sennilega séu setflutningamir of-
metnir, án þess að það sé rökstutt á
annan hátt, og að þeir muni ekki hafa
þau skaðlegu áhrif, sem aðrir hafa
bent á, líka þessi skandinavíski mats-
hópur sem var fenginn til að meta
rannsóknaniðurstöður sem lágu fýrir
sl. haust. Eðli setsins er sem sagt
ekki rannsakað, þ.e.a.s. hvað mikið er
af fæðu í því fyrir pöddur og hvað er
ólífrænt, en það skiptir sköpun
hvemig set fellur til í námagryfjum-
ar en ekki magnið. Mér finnst vera
mjög einkennilegt, að það skuli vera
hægt að taka jafn mikilvæga ákvörð-
un á grandvelli skýrslu sem ekki er
betur unnin en raun ber vitni.“
Gísli segir ennfremur, að margt sé
afar óljóst í úrskurði skipulagsstjóra,
eins og t.d. að halda beri áburðar-
efnaákomu í lágmarki. Það sé engan
veginn augljóst hvað J)að merki. Og
hann heldur áfram. „Arið 1993 gerðu
iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra
og Náttúraverndarráð með sér sam-
komulag, um að það námaleyfi sem
þá var gefið út yrði seinasta náma-
leyfi sem gefið yrði út. Að því unnu
fyrir hönd iðnaðarráðuneytis Bjöm
Friðfinnsson, þáverandi ráðuneytis-
stjóri, og Jón Ingimarsson; fyrir um-
hverfisráðuneyti Magnús Jóhannes-
son, ráðuneytisstjóri, og Jón Gunnar
Ottósson sem þá var deildarstjóri í
ráðuneytinu; og frá Náttúravemdar-
ráði voru það Amþór Garðarsson
prófessor, sem þá var formaður ráðs-
ins, og ég. Þetta átti sem sagt að
verða endanlegt námaleyfi; það var
farið eins langt í öllum mörkum í Ytri-
flóa eins og talið var forsvaranlegt, og
reyndar út fyrir þau mörk sem var
ráðlagt, til þess að gefa aðlögunar-
tfma til að ljúka námagreftrinum þar.
Verksmiðjan fékk heimild til að leita
að kísilgúr utan Mývatns, sem var
gert en án árangurs. Jafnframt var
ákveðið að friða Syðriflóa alveg,
þannig að þar yrði ekki námavinnsla.
Þetta var samkomulagið og ég lít svo
á, að það samkomulag sé ennþá í
gildi.“
ALDREI hafa fleiri stúdentar sótt
um vist á Stúdentagörðum í
Reykjavík en nú. Alls bárust 835
umsóknir fyrir skólaárið 2000-
2001, en umsóknarfrestur rann út
20. júní og úthlutun lýkur í lok
júlí. Aðeins verður mögulegt að út-
hluta um 60% þeirra sem sóttu
um, en íbúðir og herbergi til leigu
á Stúdentagörðum eru 511 talsins.
Umsóknum hefur fjölgað hlut-
fallslega mun meira, um 30% frá
1998, en nemendum við Háskóla
íslands, sem fjölgaði um 6% á
sama tímabili.
Ástæða fyrir fjölgun umsókna er
hagstætt leiguverð, en samkvæmt
upplýsingum frá Stúdentagörðum
var leiga í júlí fyrir 12 fermetra
herbergi á Gamla Garði, með hús-
gögnum, tengdum síma, sameigin-
legu baðherbergi og fullbúnu eld-
húsi, setustofu, rafmagni og hita,
18.758 krónur. Til samanburðar er
meðalverð á 13 fermetra herbergi,
með aðgangi að baðherbergi og
eldhúsi, á almennum markaði
22.700 krónur, samkvæmt upp-
lýsingum frá Leigumiðlun stúd-
enta.
Félagsstofnun stúdenta á aðeins
eftir að byggja eitt íbúðarhús á há-
skólasvæðinu. Ráðgert er að helm-
ingur hússins, sem í verða 130 ein-
staklingsíbúðir, verði tekinn í
notkun haustið 2002 og hinn helm-
ingurinn árið 2003. Þegar bygg-
ingu hússins lýkui' verður það
svæði sem úthlutað var undir stúd-
entaíbúðir uppurið.
Seglskútan Elding
Komin til Narss-
aq á Grænlandi
SEGLSKÚTAN Elding sigldi inn
í höfnina í Narssaq við Breiða-
Qörð á Grænlandi i fyrrinótt. Þar
lagðist skútan utan á íslenska
togarann Hrísey, sem er fylgdar-
skip víkingaskipsins íslendings.
Leiðangurinn Vínland 2000
hafði þá verið sambandslaus við
umheiminn í rúma viku, frá því
lagt var af stað frá íslandi. Skip-
verjarnir átta eru að sögn leiðang-
ursstjóra, Rúnars H. Sigdórsson-
ar, allir við góða heilsu og vel á sig
komnir.
Siglingin gekk hægt en öragg-
lega. Vindátt var lengstum óhag-
stæð og stóð af suðvestri. Hávaða-
rok var síðasta sólarhringinn,
áður en náð var landi við vestan-
vert Grænland.
Elding mun halda kyi-ru fyrir í
Narssaq þar til á laugardag, en þá
verður haldið til Brattahlíðar í
Eiríksfirði. Þar verða hátíðarhöld
til að minnast 1.000 ára afmælis
landafunda. Eftir helgi verður
siglt áleiðis til L’Anse aux
Meadows, eða Leifsbúða, á Ný-
fundnalandi. Þangað er áætlað að
koma í tæka tíð fyrir hátíðarhöld
vegna landafunda 28. júní.
Heldur áfram
á laugardag
Frá Leifsbúðum verður haldið
áfram í vestur, til Québec í Kan-
ada. Þaðan er svo áformað að snúa
aftur heim til íslands með við-
komu í St. John’s á Nýfundna-
landi um miðjan ágúst.
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn um
úrskurð skipulagsstjöra um kísiliðjuna
Hyggst kæra
úrskurðinn
Gísli Már Gislason