Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju HÁDEGISTÓNLEIKAR verða í Hallgrímskirkju í dag, fímmtudag, kl. 12. A tónleikunum í dag koma fram þau Hlöðver Sigurðsson tenór og Antónía Hevesi organisti frá Siglufirði. Tónleikarnir, sem standa í um 30 mínútur, hefjast á tveimur Maríu- bænum (Ave Maria) sem Antonía leikur á orgelið. Þá syngur Hlöðver Panis Angelicus eftir C. Franck, Friður á jörðu eftir Arna Thor- steinsson og Ombra mai fu sem er tónles og aría úr óperunni Serse eftir Georg Friedrich Hándel. Tón- leikunum lýkur á Söng Indlands eftir Rimskí-Korsakoff og Píla- grímakórnum eftir Richard Wagner. Hlöðver Sigurðsson fæddist í Siglufirði 1973. Hann hóf söngnám hjá Antoníu Hevesi og lauk 8. stigs prófi í söng frá Tónlistarskóla Siglufjarðar í apríl sl. Hann hefur tekið þátt í mörgum tónleikum á vegum skólans og haldið nokkra tónleika í félagi við aðra. Hlöðver stefnir á frekara nám eriendis. Antonía Hevesi (Szabó) er fædd í Ungverjalandi. Hún stundaði píanónám við Ferenc Liszt-tónlist- arháskólann í Búdapest og útskrif- aðist þaðan 1988 sem kórstjóri, framhaldsskólakennari í söng og hljómfræðingur. Samhliða stundaði hún píanónám og hóf orgelnám. Frá 1990 stundaði hún orgelnám í Austurríki í Tónlistarháskólanum í Graz hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist til íslands árið 1992 og býr í Siglufirði þar sem hún er organisti og kórstjóri við Siglufjarðarkirkju. Hún hefur hald- ið fjölda orgeltónleika í Ungverja- landi, Austurríki og Svíþjóð. Á Is- landi hefur Antonía oft leikið á tónleikum, bæði sem einleikari og með öðrum hljóðfæraleikurum og kórum. Antonía hefur fengist talsvert við raddsetningar og útsetningar og samið tónlist. Árið 1998 gaf hún út „24 orgellög", eigin útsetningar íýrir orgel. Innsýn í spænska orgeltónlist Laugardaginn 15. júlí mun spænski organistinn José L. Gonzá- les Uriol leika á hádegistónleikun- um. Hann er fulltrúi Santiago de Compostela, einnar af menningar- borgum Evrópu í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Á tónleik- unum mun Uriol gefa innsýn í spænska orgeltónlist. Hann leikur verk eftir 16. og 17. aldar tónskáld- in J. Ximenez, A. de Cabezón, F. Corres de Aeauxo og P. Nassarre. Auk þess leikur hann sálmforleik- inn Állein Gott in der Höh sei Ehr og Piéce d’orgue eftir Bach. Hádegistónleikarnir ei-u haldnir á vegum Sumarkvölds við orgelið og eru alla fimmtudaga og laugar- daga kl. 12 til ágústloka. Aðgangs- eyrir er 500 krónur. Opinn fundur um vímuvarnir verður í Ráðhúsinu í dag. 2000 Fimmtudagur 13. júlí MIÐBERG KL. 10. PATH Ráðstefna PATH-samtakanna stend- upp á fallhlífarstökk hjá Fallhlífa- stökkskóla íslands á Hellu kl. 10. Skráning í551 5353. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is. ur til 16. júií. Þar munu fulltrúar allra landa Evrópu ræöa forvarnir og mál- efni sem varöa ungt fólk almennt. Auk ráöstefnunnar í dag veröur boöiö RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR. KL. 16.30. Opinn fundur um vímuvarnirá vegum Jafningjafræöslunnar. Námsefnis- vefur íslensku Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Björn Bjarnason opnaði formlega BRAGI.ORG í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi. BRAGI.ORG - námsefnisvefur ís- lensku sem annars tungumáls var formlega opnaður um helgina. At- höfnin fór fram í Ráðhúsi Reykja- víkur og var það Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem opnaði vefinn. Vefurinn er samstarfsverk- efni Námsflokka Reykjavíkur og Humboldt-háskólans í Berlín og er honum ætlað að geyma kennslu- efni og vera miðstöð fyrir kennslu í islensku sem öðru tungumáli um allan heim. Opnaður um siðustu helgi Verkefnið hefur verið í vinnslu frá maí í fyrra og er áætlað að það taki um þrjú ár í heild. Það hefur hlotið styrk frá Evrópusamband- inu og Reykjavík - menningarborg árið 2000. Styrknum frá Reykja- víkurborg var varið til vinnslu á efni fyrir nýbúa innan BRAGA. Þetta efni var nýlega gefið út og af því tilefni var ákveðið að vefurinn skyldi formlega opnaður nú í sum- ar. Fjórir starfsmenn stjórna verkefninu, tveir frá Námsflokkum Reykjavíkur og tveir frá háskólan- um í Berlín. Tölva ekki nauðsynleg Með tilvist BRAGA á vefnum er unnt að halda uppi alþjóðlegu sam- starfi í þróun og notkun námsefnisins. Nýstárlegt þykir að námsefnið brúar bilið milli kennslu og heimanáms við tölvu. Ekki er nauðsynlegt að nemandi hafi að- gang að veraldarvefnum því kenn- ari prentar út einstakar síður og dreifir til nemenda í tímum. Hins vegar geta nemendur leitað að meira efni með því að nota tengl- ana af BRAGA sem meðal annars vísa á íslenskar heimasíður. Ný verk eftir Helga Þorgils SÝNING á verkum Helga Þorgils myndlistarmanns var opnuð nýverið í verslun Reynis- sonar & Blöndals, Skipholti 25. Verk þessi hafa ekki áður komið fyrir sjónir almennings og bera þau samheitið Silfur hafsins. Helgi tvinnar hér saman mannskepnunni og sjávarfangi annars vegar og mönnum og sjávarfuglum hins vegar. Hægt er að skoða sýninguna á afgreiðslutíma verslunarinn- ar milli kl. 11 og 18 alla virka daga og frá 11-14 laugardaga. www.kia.is KIA ÍSLAND • FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 Einstakur fjölskyldu- og ferðahíll! KIA Carnival ersannkallaðurljölnotabill. Hann tekuralltað sjö manns í sæti. Að innan má sveigja hann að þörlum flestra, hvortsem þeireru einirá ferð eða með stórfjöl- skylduna og allt hennar hafurtask. Sætunum er snúið, rennt og raðað á hvem þann veg sem heppilegastur þykir hverju sinni. Það spillirsíðan ekki fyrír að rennihurðimar að aftan eru tvær. Stærð bilsins, kraftur vélarínnar og öryggisbúnaðurínn gerírKIA Carnival að ákaflega heillandi ferðabil, um leið og lipurð hans og fjöl- breyttur staðalbúnaðurínn búa hann kostum hins nkulega fólksbils. Verð nú aðeins Z290.000 Sjáifskiptur - Bensín eða Dísil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.