Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 78
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
78
FÓLK í FRÉTTUM
Kjóll frá
MarclÓ'Polo kr. 10.900
Svit frá
Byggt og búið kr. 125
sem þurrhreinsar alla bletti
Gratineraðir ávextir kr. 790
Svit er nýtt og byltingarkennt hreinsiefni sem gerir þér kleift að
hreinsa fatnað og annað óhreint tau í þurrkaranum þínum heima.
Það sem áður þurfti að setja í hreinsun með ómældri fyrirhöfn fer
nú í þurrkarann með Svit, og kostnaðurinn er aðeins brot af því
sem gamla hreinsunin kostaði.
Komdu í Byggt og búið í Kringlunni og sjáðu hversu
ótrúlega auðvelt er að þurrhreinsa heima með Svit.
Notfærðu þér lika sérstakt kynningarverð á
Svit, kr. 1.995 pakkinn, sem jafngildir kr. 125
fyrir hverja hreinsun.
Tæknókvöld á 22 í kvöld
Pumpað í heilan hring
UNDANFARIÐ
hafa verið
haldin tæknó-
kvöld einn miðvikudag
í mánuði á skemmti-
staðnum 22 við góðar
undirtektir. Nú hefur
þessi reglulegi dans-
viðburður verið færð-
ur yfir á fimmtudags-
kvöldin en verður eftir
sem áður mánaðarlega
á 22.
Það eru plötusnúð-
arnir góðkunnu
EXOS, Bjössi og Tom-
my Hellfire sem veg
og vanda hafa af þess-
um 360° kvöldum og
ætla þeir allir að
bregða sér í búrið í
kvöld. Þeir hyggjast
bjóða upp á það allra
nýjasta í tæknóinu í
bland við eldra og þeg-
ar sígilt efni. Að sögn þeirra EX-
OS og Bjössa verður byrjað á yfir-
veguðum nótum þar sem EXOS
ætlar að sjóða saman þægilega
blöndu af djúphúsi, mínimalísku
og umhverfisvænu tæknói þannig
að úr skapist þægileg og draum-
kennd leiðsla. Þegar líða tekur á
kvöldið munu félagar hans síðan
reka nefið inn í búrið, snúa nokkr-
um skífum með honum og leysa
hann af hólmi með sífellt meiri
keyrslu og tilheyrandi stuði.
Bjössi hefur verið á kafi í tæknó-
húspælingum og mun eflaust gefa
sýnishorn af þeim mjög svo
Morgunblaðið/Golli
Bjöm Kristinsson (Bjössi) og Amviður Snorrason (EXOS).
spennandi og dansvæna bræðingi.
Síðast en ekki síst munu þeir fé-
lagar allir dæla út hreinræktuðu
tæknói eins og það pumpar best.
Þeir EXOS og Bjössi segjast
mjög spenntir fyrir kvöldinu því
22 hefur tekið stakkaskiptum, inn-
réttingarnar hafa verið endurnýj-
aðar og það sem meira máli skipt-
ir, hljóðkerfið hefur verið græjað
upp. Þeir félagar segja kraftinn
hafa magnast til mikilla muna við
þessa andlitslyftingu en árétta þó
að gamla góða 22-stemmningin lifi
enn góðu lífi, klúbbastemmning
sem þeir segja að eigi engan sinn
líka hér á landi. Drengirnir ættu
líka að vita hvað þeir syngja því
þeir hafa verið æði iðnir við kol-
ann síðustu þrjú árin eða svo og
snúið skífum við vænar undirtekt-
ir nánast á hverjum þeim stað er
dilla vill lendum gesta sinna.
Sem fyrr verður fyrstu skífun-
um brugðið á fóninn upp úr klukk-
an níu og mun látum ei linna fyrr
en klukkan slær eitt eftir mið-
nætti. Aðgangseyrir er 300 kr. en
500 kr. eftir ellefu. Það er því ærin
ástæða fyrir alla tæknóþyrsta sem
náð hafa átján ára aldrinum að
mæta ária á 22 í kvöld.
framdS sjáifsvig:
satnban**
Sérstak*
Helga Biörns
BergÞórsP^
Toppþjálfarinn
Bjarni Jóhannesson
opnar dyrnar: Hk