Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 55
IVIUKU U iN Í5UAU1U UMRÆÐAN i< liViMi U JJAUUit ia. J UJLi zuuu oó *r Á milli skers o g báru NÚ FYRIR stuttu hóf hópur fjárfesta að . s selja krónur í miklura mæli og setti gengið þar með í hættu. Seðla- . ’ bankinn greip til vara- sjóða sinna og heppn- aðist þannig að verja krónuna falli og koma aftm- kyrrð á gjaldeyr- ismarkaðinn. Almennt séð virðast íslenskir fjársýslumenn ekki til- búnir að taka veðmáli ja gegn krónunni, a.m.k ekki enn sem komið er. j Ekki er annað hægt en dást að því trúnaðar- trausti sem stjómvöldum er sýnt, en hversu lengi geta fjármálamarkaðir setið á sér? Sú stefna sem þjóðar- skútan hefur tekið með verðbólgu, skuldasöfnun og viðskiptahalla getur aðeins endað með gengisfalli. Og siglingahraði hagkerfisins í þá átt hefur heldur aukist á síðustu mánuð- m um. Snörp gengislækkun gæti aftur á móti haft óþægileg áhrif, en mörg ; j fyrirtæki eru afar skuldsett í erlend- (| um gjaldmiðlum. Eins og nú er kom- ið þarf mikla lagni, ef ekki heppni í hagstjórn, til þess að sigla á miili skers og báru til góðrar lendingar. Lán og vextir Á síðasta ári var viðskiptahallinn rúmir 42 milljarðar og fer vaxandi, en fyrstu 5 mánuði þessa árs jókst vöruinnflutningur um 16% en út- flutningur um 3%. Lítill bati er í ■ < augsýn en útflutningur sjávarafurða mun dragast saman á næsta fisk- veiðiári vegna kvótaskerðingar. Þessum halla verður að mæta með erlendum lánum sem eru kölluð fram með innlendum vaxtahækkunum. Nú eru vextir um 6% hærri hér en erlendis og því arðbært fyrir fjár- málafyrirtæki að taka útlend lán og endurlána innanlands. Vaxtahækk- anir eiga að deyfa eftirspurn en til skemmri tíma getur innflæði erlends afjármagns sem fylgir þeim orðið til þess að gefa fólki lausari taum í neyslu og fjárfestingum. Ef lánaeft- irspurn heimila er áköf og ónæm fyr- ir vöxtum, mun aukinn vaxtamunur freista fjámiálastofnana til þess að taka meiri áhættu og auka lánsfjái-- framboð með erlendum lánum. Á síð- asta ári jukust útlán um 75 milljarða eða 23%, þar af voru 40 milljarðar endm-lánað erlent lánsfé. Á hinn bóginn eru venjuleg at- 3 vinnufyrirtæki á milli tveggja elda þegar kemur að því að afla rekstrar- og fjárfestingalána. Valið stendur á milli þess að fá fjármagn með ofur- vöxtum hér innanlands eða taka gengisáhættu með erlendum lántök- um. Síðustu misseri hafa æ fleiri fyr- irtæki tekið seinni kostinn og jafn- framt unnið þá þegnskylduvinnu að halda genginu uppi með innstreymi á erlendu fjármagni. s:f|| Gengi og skuldir Hingað til hefur gengisfellingum ® verið beitt til þess að örva efnahags- lífið á samdráttartímum. Nú gæti þó kveðið við annan róm, en skulda- byrði erlendra lána þyngist í krónum talið ef gengið lækkar. Gengisfelling í efnahagslægð verður því til þess að auka rekstrargjöld vegna vaxta og afborgana á sama tíma og tekjur fyr- irtækja minnka vegna minni efna- Íhagsumsvifa. Þannig getur skapast mjög alvarlegur rekstrarvandi, en sagan er ekki öll. Ei' bókfært virði erlendra skulda hækkar hlýtur eiginfjárstaðan að rýrna. Þetta kem- ur sérstaklega illa við bankakerfið sem verður að viðhalda lögboðnu eiginfjárhlutfalli. Gengislækkun gæti því leitt til þess að skuldir bankakerfisins aukast um leið og eignir minnka vegna gjaldþrota sem ávallt fylgja niðursveiflum. Það síðan Ítakmarkar útlánagetu bankastofn- ana og dregur mátt úr efnahagslíf- inu. Sá möguleiki er því fyllilega fyr- ir hendi að gengisfelling hafi + samdráttaráhrif, sem er betra að komi fram fyrr en síðar. Hart í bak Atvinnulífið veikist því lengur sem núver- andi ástand varir og líkur aukast á brotlend- ingu. Ætli stjórnvöld sér að fella gengið er best að gera það sem fyrst. En ef markmiðið er að standa fast á genginu bíður nokkur erfiður róður á móti vindi. Aðeins verður unninn bugur á við- skiptahallanum með samdrætti í eftirspurn sem aðeins fæst með áframhaldandi vaxtahækkunum og niðursveiflu í efnahagslífinu. Þetta er sársaukafull leið, sérstaklega fyr- ir útflutningsatvinnuvegina, en gæti skilað langtímaávinningi þar sem traust á krónunni mun aukast til Efnahagur Atvinnulífíð veikist, segir Ásgeir Jónsson, því lengur sem núver- andi ástand varir. framtíðar. En miðað við aðstæður hérlendis virðist sem gengislækkun sé líklegri kostur, þótt sú leið sé heldur ekki sárindalaus. Fáum dylst að verðbólga er komin á verulegt skrið. Það liggur þvi í loft- inu að grundvöllur síðustu kjai’a- samninga sé brostinn, jafnvel þótt gengið haldist stöðugt. En ef gengis- lækkanu eiga sér stað mun innflutn- ingsverð hækka sem rýrir kaupmátt. Því til viðbótar eru skuldir íslenskra fjölskyldna vísitöluti-yggðar og hækka í takt við verðlag. Eins og komið er verður ekki séð að frekari launahækkanir verði mikil kjarabót fyrir launþega, en auki aðeins við verðbólgu og greiðsluvanda heimil- anna. Þetta er hinn blákaldi efna- hagslegi veruleiki, burtséð frá póli- tískum skollaleik. I raun er viðskiptahallinn aðeins merki um meiri kaupmátt og neyslu en landið þolir. Á milli skers og báru Ein leið til lausnar gæti verið að láta gengið síga hægt og bítandi. Ef vel tækist til gæti innan við 10% gengissig náð að breyta stefnu þjóð- arskútunnar þannig að útflutningur vaxi hraðar en innflutningur og án þess að skuldabyrði sligi atvinnulífið. (Gengishækkun evrunnar á alþjóða- mörkuðum gæti haft svipuð áhrif en stór hluti af vöruinnflutningi lands- ins er í þeim gjaldmiðli.) Vaxtamun- ur við útlönd er nú svo mikill að inn- lend ávöxtun verður áfram hagstæð þrátt fyrir gengissig og það minnkar líkur á fjármagnsflótta. En jafn- framt er þörf á stjórnvaldsaðgerðum til þess að halda verðbólgu í skefjum og vemda fjárhag heimilanna, s.s. með varanlegri lækkun virðisauka- skatts. Sú spurning vaknar þó hvort hægfara aðlögun sé raunhæf á gjald- eyrismörkuðum, en gengi krónunnar er í viðkvæmu jafnvægi. Því er til að svara að íslenskur fjármálamarkað- ur er lítill og er stjórnað af fáum aðil- um sem hafa flestir miklu að tapa við gengisfall. Samantekin ráð þessara fáu og ótti við sameiginlegt skipbrot er líklega það sem hélt aftur af spá- kaupmennsku gegn krónunni nú á dögunum. Þessi samábyrgð getur orðið til mikillai' hjálpar ef stýri- menn þjóðarinnar geta leitað lags til öruggi’ar hafnar. Því skal hins vegar ekki gleymt að þrátt fyrir illt orð- spor hafa spákaupmenn það mikil- væga hlutverk að afhjúpa efnahags- stjórnun sem stímh- í ranga átt. Höfundur er hagfræðingur Ásgeir Jónsson ÍSlfNSÍA AUCtfSINGASTOFAN EHF./SÍA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.