Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 65
I
MORGUNBLAÐIÐ
|
i
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Ása Ólafsdóttir: Tilbrigði við
rekalög, myndvefnaður, sérlit-
að spclsau, ullargarn og hör,
129 x 177 cm.
Sýna í Lista-
safni ASÍ
NÚ standa yfir sýningar Ásu Ólafs-
dóttur og Kristínar Geirsdóttur í
Listasafni ASÍ. Kristín Geirsdóttir
nefnir sýningu sína Rastir og Ása
Ólafsdóttir sýnir myndvefnað á
neðri hæðinni. Sýningum þeirra
Iýkur 30. júlí.
Sumarhátíð
Vinnuskólans
í dag
HIN árlega sumarhátíð Vinnuskóla
Reykjavíkur verður haldin í Laug-
ardalnum í dag.
Nemendur Vinnuskólans eru tæp-
lega 2000 talsins og eru þeir allir á
aldrinum 14-16 ára. Þeir eiga það
sameiginlegt að vinna hörðum hönd-
um að því að fegra borgina. A
hverju ári heldur Vinnuskóli
Reykjavíkur veglega veislu í Laug-
ardalnum þar sem nemendum og
leiðbeinendum er boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá.
í dag hefst hátíðin kl. 9:30 á ýms-
um leikjum og íþróttakeppni. Til
dæmis verður þar fótbolti, frjálsar
íþróttir, botsía, hjólastólarall og
sundkeppni með frjálsum stíl í
Laugardalslauginni. Einnig munu
nemendur spreyta sig á veggjalist
og búa til skúlptúr.
Þegar klukkan nálgast tólf mun
dagskráin á stóra sviðinu hefjast
með ávarpi Amfinns Jónssonar,
skólastjóra Vinnuskólans. Á meðan
ungmennin hlusta á ljúfa tóna
hljómsveitanna Kanada og 200.000
naglbíta munu þau snæða pylsur. Að
lokum munu Utangarðsmenn trylla
lýðinn með óvæntri uppákomu.
Kynnir dagsins verður Björgvin
Pranz Gíslason sem er vanur sprell-
ari. Hátíðinni lýkur kl. 13:30.
LIÐ-AKTÍN
Góð fæðubót fyrir
fólk sem
er með mikið álag
á liðum
Úheilsuhúsiö
Skólavörflustíg, Kringlunni A Smáratorgi
FRÉTTIR
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Kristín Geirsdóttir: Sólstafir, olía á hörstriga,
4 x 200 x 50 cm 1999-2000.
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 65
Yfírlýsing
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing
frá SBK hf: Vegna fréttatilkynningar sem Bifreiðastjórafé-
lagið Sleipnir sendi frá sér er rétt að eftirfarandi komi fram:
„í fréttatilkynningu Sleipnis segir m.a.: „Kynnisferðir
hafa að mestu virt verkfall Sleipnis. Nú hefur fyrirtæki í
eigu Flugleiða/Kynnisferða, SBK, hafið fólksflutninga milli
Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur með sama sniði og
Kynnisferðir fyrir verkfall.“
SBK hf. er í meirihlutaeign Reykjanesbæjar en auk fleiri
aðila eiga Kynnisferðir hlut í fyrirtækinu.Frá opnun Leifs-
stöðvar árið 1987 hefur SBK hf. verið með daglegar ferðir
milli Leifsstöðvar og Reykjanessbæjar, allt að 11 ferðir á
dag alla daga ársins.
Það er ekki rétt að SBK hf. sé með ferðir milli Keflavík-
urflugvallar og Reykjavíkur.
í áætlanaferðum SBK á milli Keflavíkur og Reykjavíkur
hefur verið ekið að Leifsstöð frá opnun Leifsstöðvar.
Bifreiðastjórar hjá SBK hf. eru félagsmenn í Starfs-
mannafélagi Reykjanessbæjar."
Litaðu tilveruna
Heildsölubyrgðir: ísflex s:588 4444
!