Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LOKAÐIR FJALLVEGIR 13. JÚLÍ 2000
Nauðsynlegl að ríkið
eignist Geysissvæðið
Ríkisstjórnin hefur veitt 1,5 milljónum
króna til landvörslu og uppbyggingar
á Geysissvæðinu.
Flestir Qall-
vegir nú opnir
Nánast allir fjallvegir landsins eru nú opnir
fyrir umferð. Aðal ferðamannastraumurinn
á hálendinu hefst vanalega um miðjan júlí
og hefur verið tiltölulega rólegt á helstu
gististöðum til þessa.
NÆR allir fjallvegir landsins eru
opnir frá og með deginum í dag. Þá
opna eystri hluti Fjallabaksleiðar
syðri (F210) og Álftavatnskrókur
(F233). Að sögn Pálma Jónssonar
hjá Vegagerð íslands þá er þetta
mjög svipaður tími og vanalega.
Umferð á hálendinu tekur mikinn
kipp upp úr miðjum júlí og segja
landverðir tímabilið frá miðjum júlí
til miðs ágústs aðal ferðatímabil ein-
staklinga um hálendið.
Pétur Hannes Ólafsson, landvörð-
ur á Hveravöllum, segir ívið minna
um gistingu í ár en vanalega og telur
verkfall rútubílstjóra hafa sitt að
segja þar. „Fólk lætur það nú samt
ekki stoppa sig alveg því það hefur
verið töluvert af íslendingum og út-
lendingum á bflaleigubílum hér und-
anfarið. Einnig hefur verið slatti af
hestafólki hér síðustu daga, í gær
[fyrradag] voru t.d. áttatíu manns
hér í gistingu."
Vegir ágætir
og veður gott
Pétur segir vegi í ágætu standi
núna og veðrið hafa verið gott. Undir
það tekur Marinó Tryggvason í
Nýjadal á Sprengisandi. „Það virðist
þó ekki hafa neitt að segja að veðrið
hefur leikið við okkur undanfarið.
Ferðamannastraumurinn er að fara
Vegagerðin og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða
svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu.
Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður
auglýst. Símar Vegagerðarinnar eru: 563-1500 eða 1777 (fjögurra stafa númer).
„FORSENDA þess að hægt sé að
taka með viðeigandi hætti á þessu
svæði er að ríkið eignist það,“
sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfís-
ráðherra á blaðamannafundi sem
hún boðaði til í gær. Fundinn sátu
einnig Árni Bragason, forstjóri
Náttúruverndar rfldsins, og Helgi
Torfason, jarðfræðingur á auð-
lindadeild Orkustofnunar, sem
staðið hefur fyrir rannsóknum á
svæðinu.
Á fundinum kom fram að ríkis-
stjórnin samþykkti í síðustu viku
að veita 1,5 milljónum króna til
landvörslu og lagfæringa í tengsl-
um við öryggismál á Geysissvæð-
inu. Þórir Sigurðsson, sem ráðinn
var til starfsins, tók þegar til starfa
og mun starfa fram í september en
ekki hefur verið tekin ákvörðun um
framhaldið.
Svæðið ekki nema
svipur hjá sjón
Ráðherra sagði vilja til þess að
skipuleggja Geysissvæðið þannig
að auðveldara væri að fylgjast með
því og skoða það en skipulag
strandað á eignarhaldi. Ríkið á í
dag hluta Geysissvæðisins en hefur
hug á að kaupa 20 hektara í viðbót.
Heimild er fyrir því í fjárlögum að
kaupa landið sem um ræðir en
hingað til hafi samningaviðræður
við landeigendur gengið illa.
„Svæðið er ekki nema svipur hjá
sjón miðað við það sem það gæti
verið,“ sagði Árni Bragason á fund-
inum. „Við höfum samið við Einar
Sæmundsson landslagsarkitekt að
stýra fyrstu þrepum uppbyggingar
á svæðinu en hann vann skipulag
að svæðinu fyrir nokkrum árum.
Hann mun koma með tilllögur að
því hvernig bæta má göngustíga-
kerfi og fleira."
Árni sagði ljóst að skipulag
svæðisins byggðist á því að ríkið
keypti svæðið, hingað til hefðu
gagngerar endurbætur á því
strandað á því að ekki hefur náðst
samkomulag við landeigendur sem
hótuðu lögbanni þegar ætlunin var
að setja upp göngustíga fyrir
nokkrum árum. Árni sagði að
leggja þyrfti í verulegan kostnað á
svæðinu, fyrir utan það sem land-
svæðið sjálft kostar.
Talið er að milli 150 og 200 þús-
und gestir komi árlega á Geysis-
svæðið og er jafnvel búist við aukn-
ingu vegna aukinnar virkni á
svæðinu í kjölfar jarðskjálftanna í
júní. Ráðherra sagði það miður hve
slæm umgengni væri á svæðinu og
væru íslendingar þar verri en er-
lendir gestir. Gestir virtust ekki
fylgja merkingum og átta sig á hve
hættulegt svæðið væri.
Bent var á á fundinum að aukin
brunahætta væri á Geysissvæðinu
vegna hækkandi hita í hverunum
og vegna þess að Geysir er farinn
ekki enn þá.“ Gæsavatnsleið og
Dyngjufjallaleið opnuðu óvenju
snemma í ár, í lok júní og í byrjun
júlí.
Það er tveimur til þremur vikum
fyrr en vanalega. Marinó segir þó
ekki hafa verið mikla umferð um þær
enn sem komið er og telur skýringu
þess að fólk átti sig ekki á hve lítið
snjóaði á norðanverðu hálendinu sl.
vetur, öfugt við Suðurlandið. Ástand
vega er ágætt, segir Marinó, en árn-
ar þó nokkuð grafnai-, jafnvel vara-
samar, eftir mikla rigningu á dögun-
um. „Þetta eru náttúrlega jökulár og
því alltaf varasamar. Það hefur hins
vegar enginn lent í neinum vandræð-
um í ár en betra er að hafa varann á.“
í Snæfellsskála hefur verið tals-
vert rólegra í ár en á sama tíma í
fyrra. Þá var óvenjumikil umferð um
þær slóðir vegna áhuga á Eyjabökk-
um. Skálavörður segir umferðina þó
vera að aukast eins og venja er á
þessum tíma en yfirleitt sé vinsælasti
tíminn fyrstu tvær vikumar í ágúst.
Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
®BÚNAÐARBANKINN
HEIMILISLÍNAN
Traustur banki
www.bLLi
Morgunblaðið/Knstinn
Ámi Bragason, forstjóri Náttúruvemdar ríkisins, Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra og Helgi Torfason jarðfræðingur.
að gjósa litlum gosum og ganga
gusurnar yfir barma hans. Það
kom einnig fram að sumir hverir
eru komnir í suðuhita sem voru
það ekki áður og hætta er á því að
hverir eða rennsli frá þeim grafi út
sprungu og glufur neðan frá og
fólk geti þannig stigið niður úr
þunnri skorpu sem er yfir slíkum
stöðum.
Geysisgos hafa
ekki áhrif á Strokk
Helgi Torfason jarðfræðingur
sagði á fundinum frá þessum
breytingum sem orðið hafa í kjöl-
far skjálftanna. Helgi skýrði einnig
frá því að rannsóknir sýndu að
engin greinileg tengsl væru á milli
Geysisgoss og goss i Strokki. Nið-
urstöður fengust eftir að Geysir
var látinn gjósa 8. júní sl. og sagði
Helgi það nokkurt happ að hver-
irnir hefðu verið rannsakaðir áður
en skjálftarnir gengu yfir.
Ráðherra sagði þessa niðurstöðu
merka. Menn hafi alltaf verið treg-
ir til að framkalla gos í Geysi
vegna hættu á því að þau hefðu
slæm áhrif á Strokk. Nú virtist svo
ekki vera og svo virtist sem hægt
væri að framkalla gos með því að
taka pokann sem settur var í rauf-
ina á Geysi á dögunum. Þessi gos
væri jafnvel hægt að skipuleggja
með ferðamenn í huga. „Það þarf
að leggja fram heildstæða áætlun
um svæðið. Heimamenn hafa staðið
sig vel hvað varðar uppbyggingu á
þjónustu á svæðinu. Ríkið þarf hins
vegar að koma inn til að ganga bet-
ur frá umhverfinu sjálfu, náttúr-
unni,“ sagði ráðherra í samtali við
Morgunblaðið að loknum fundi.
af stað núna og byrjar rólega eins og
venja er.“
Marinó telur verkfall rútubflstjóra
ekki hafa haft teljandi áhrif og segir
gistingu í skálanum svipaða og á
sama tíma í fyrra. „Hópferðirnar
hafa ekki fallið niður þvi flestar
ferðaskrifstofumar skipta við litlu
aðilana sem eru búnir að semja en
áætlunarbfllinn gengur auðvitað
Alvarlega
slasaður
eftir vél-
hjólaslys
MAÐURINN sem meiddist í
vélhjólaslysi í Jökulheimum í
fyrrakvöld var þá um nóttina
fluttur á slysadeild Landspítal-
ans í Fossvogi. Var hann þang-
að kominn um klukkan 7 í gær-
morgun. Að sögn læknis þar
gekkst hann síðar um morgun-
inn undir minniháttar aðgerð
vegna meiðsla í brjóstholi. Auk
brjóstholsmeiðslanna hlaut
maðurinn áverka á baki og
segja læknar hann alvarlega
slasaðan, en ekki í lífshættu.
Slysið varð þegar maðurinn
var ásamt tveimur félögum sín-
um í vélhjólaferð í Jökulheim-
um í fyrrakvöld. Að sögn Harð-
ar Árnasonar, annars félaga
mannsins, urðu fyrir þeim tveir
sandhólar með djúpri kvos á
milli, en þegar ekið var yfir
fyrri hólinn reyndist bæði
brattara og dýpra á milli hól-
ana en virst hafði í fyrstu. Tveir
þeir fremstu komust þó klakk-
laust yfir, en sá þriðji í hópnum
virtist ekki átta sig á hættunni
ogféllafhjóli sínu.
Þyrlunni snúið við
Slysið varð um klukkan 22:30
og hringdu þeir félagar strax í
Neyðarlínuna. Eftir að þyrla
Landhelgisgæslunnar þurfti að
snúa við vegna þoku var ákveð-
ið að flytja manninn landleiðina
og voru björgunarsveitir kall-
aðar á vettvang. Fyrstu sveitir
komu innan úr Veiðivötnum og
voru komnar á slysstað um
klukkan 2 um nóttina, en Flug-
björgunarsveitin á Hellu var
komin um klukkustund síðar.
Yfir milljón
gestir í ís-
lenska skál-
anum í
Hannover
AÐSÓKN að íslenska sýning-
arskálanum á heimssýningunni
Expo 2000 í Hannover hefur
verið samkvæmt væntingum,
þrátt fyrir dræma aðsókn að
sýningunni í heild. í gær var
tekið á móti gesti númer
1.030.000 í íslenska skálanum.
Gestir hafa verið alls 3.500.000
frá opnun hennar 1. júní.
Samkvæmt þeim tölum hefur
íslenski skálinn laðað til sín
tæplega 30% gesta hingað til,
en aðstandendur höfðu gert sér
vonir um 10% aðsókn. Aðstand-
endur sýningarinnar höfðu
gert ráð fyrir um 40 milljón
gestum. Sigríður Sigurðardótt-
ir, forsvarsmaður íslenska skál-
ans, segir að gestir hafi að með-
altali verið 22.000 á dag. „Við
gerðum ráð fyrir 20-25.000
gestum á dag, miðað við að 10%
þessara 40 milljóna myndu
heimsækja íslenska skálann.
Sú áætlun hefur staðist.“