Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR ^ Morgunblaðið/Ómar A varðbergi ÞESSI rita er greinilega stolt af ungunum sínum og vel tekin í Þórishólma í Breiðafirði, en þar er fuglalíf fjöl- á verði fyrir þeim hættum sem að steðja. Myndin var breytt með eindæmum, sem kunnugt er. Sýna bílaverkstæði og tæki á Arbæjarsafni STARFSFÓLK Árbæjarsafns vill vekja athygli á nýrri sýningu í safninu. Hér er um að ræða bfla- verkstæði sem er í skúrbyggingu á safnsvæðinu en fyrr á öldinni voru bílaverkstæðin í bænum í slíkum skúrbyggingum. Litla bílaverk- stæðið á Arbæjarsafni er sam- vinnuverkefni Arbæjarsafns og Bíliðnafélagsins - Félags blikk- smiða. Árið 1918 var fyrsta eiginlega bflaverkstæðinu komið á laggirnar í Reykjavík en þá voru bílar í bæn- um orðnir 50 til 60 talsins. Jón Sig- mundsson kom því á fót og var það í skúr við Klapparstíg. „Bílaverk- stæðum fjölgaði síðan með fjölgun bíla en sýningin á Árbæjarsafni er sett upp meðal annars til að varpa Ijósi á þennan þátt atvinnusögunn- ar. Sýningin var unnin þannig að eitt safnhúsið var gert að bílaverk- stæði í anda þeirra verkstæða sem var að finna víða um Reykjavík um miðja 20. öldina. í bflaverkstæðinu gefur að líta muni sem tengjast bfl- um og bflaviðgerðum. Auk þess er þar bifreið og fyrir utan bílaverk- stæðið er gömul bensíndæla. Þessa dagana er Ford-bifreið árgerð 1931 á verkstæðinu," segir m.a. í frétta- tilkynningu frá safninu. Nú færðu það þvegið Verðlækkun á hinni fullkomnu Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Lavamat 74620 Verð áður 89*900 stgr. Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1200/1000/800/600/, 400 sn/mín Mjög hljóðlát Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi tekur langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt 72.900 Heimsending innífalin í verði á stór Reykjavíkur-svæðínu stgr. að19klst.framítímann Öll hugsanleg þvottakerfi ísl. leiðbeiningar jfik Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Nýr ráðuneytisstjóri Landbúnaður varð- ar þjóðarhagsmuni FRÁ og með 1. september nk. verður Guð- mundur Björg- vin Helgason ráðuneytis- stjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu. Hann er nú starfsmaður í sendiráði Is- lands í París. Hann var spurður hvemig nýja starf- ið legðist í hann? „Mjög vel. Ég hef verið áhugamaður um íslenskan landbúnað frá bamæsku. Jörðin Iða í Biskupstung- um er að hluta til í eigu íjöl- skyldu minnar og sjálf eig- um við hjónin Leys- ingjastaði í Dalabyggð. Það er mjög gefandi að upplifa land sitt á þessum vett- vangi og ég fagna því að fá tækifæri til að láta gott af mér leiða í þágu íslensks landbúnaðar.“ -Hefur þú verið lengi starfs- maður sendráðs íslands í París ? „Ég fluttist til starfa til Parísar haustið 1998. Ég er ef svo má segja alinn upp í utanríkisþjónustunni. Faðii- minn er Helgi Ágústsson sendiherra Islands í Kaupmanna- höfn. Þegar ég fékk ráðningu í ut- anríkisþjónustuna rættist hjá mér æskudraumur. Ég bjó í Englandi á þorskastríðsárunum og var í skóla þar meðan þau stóðu yfir og þótt- ist þar leggja föður mínum og föð- urlandinu lið með landhelgisáróðri í breska skólakerfinu." - Er verksvið sendiráðsins í París umfangsmiidð? „Hvað tvflfliða samskipti varðar fellur ekki einungis Érakkland undir umdæmi sendiráðsins hér heldur einnig Italía, Spánn, Portú- gal og Andorra. Þetta er sem sagt um 40% af Evrópusambandinu miðað við höfðatölu. Af því leiðir að hér er aldrei neinn verkefnaskort- ur. Þetta sendiráð er jafnframt fastanefnd íslands hjá alþjóða- stofnunum OECD (Efnahags-, samvinnu- og framfarastofnunin), FAO (Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna) og UNESCO (Menningarmálastofn- un Sameinuðu þjóðanna). Mínir starfskraftar hér hafa einkum beinst að OECD og FAO. Áður en ég hóf störf í París starfaði ég í fimm ár hjá fastanefnd íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf og var m.a. varafastafulltrúi íslands hjá WPO (Alþjóðaviðskiptastofnun- inni).“ -Er þetta starf góður undir- búningur undir ráðneytisstjóra- starfí landbúnaðarráðuneytinu? „Bæði í Genf og í París hafa ým- is störf mín verið nátengd land- búnaði. I Genf kom ég að lagalegri útfærslu og framkvæmd íslands á skuldbindingum um markaðsað- gang, innanlandsstuðning og út- flutningsbætur. Þær skuldbind- ingar leiða af sérstökum samningi sem gerður var í Úrúgvæviðræð- unum og ýtir úr vör umbótaferli í landbúnaði sem miðar að því að færa viðskipti með landbúnaðar- vörur nær þeim reglum sem við- gangast hvað önnur vöruviðskipti varðar að teknu tilliti til sérstöðu landbúnaðar- ins og tengdra þátta sem ekki eru viðskipta- legs eðlis. Menn tala gjaman um fjölþætt hlutverk landbúnaðar í þessu sambandi. Starf- ið í OECD er náskylt en þar á sér stað mikilvæg skilgrein- ingar- og undirbúningsvinna fyrir áframhald umbótaferlisins á vett- vangi WDO auk þess sem land- búnaðarstefna aðildarríkjanna er reglulega yfirfarin. Éyrirsvar gagnvart FAO hefur verið vaxandi þáttur í störfum fastanefndarinn- Guðmundur Björgvin Helgason ► Guðmundur Björgvin Helga- son fæddist í Reykjavík 3. desem- ber 1964. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla fslands 1984, BA-prófi í alþjóðasamskipt- um frá George Washington Uni- versity 1987 og MA-prófi í stjóm- málafræði frá London School of Economics 1988. Ilann hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1991. Hann fiuttisi til starfa hjá fasta- nefnd Islands hjá Alþjóðastofn- uninni í Genf 1993. Frá 1998 hef- ur Guðmundur starfað hjá sendiráði íslands í Paris. Kona hans er Helga Jóna Benedikts- dóttir lögfræðingur og eiga þau tvo syni en dóttur á Guðmundur frá fyrra hjónabandi. Mikilvægt að halda þjóðarsátt um þróun land- búnaðarmála ar og sitjum við nú meðal annars í stjómamefnd stofnunarinnar." - Hverjar eru þínar hugmyndir um íslenskan landbúnað eftir að hafa fengið þessa reynslu og ySr- sýn erlendis? „Þróunin í íslenskum landbún- aði hefur verið mjög mikil á síð- ustu árum og má kannski segja að helsta verkefnið fram undan sé án efa áframhaldandi aðlögun ís- lensks landbúnaðar að breyttum aðstæðum innanlands sem utan. Ég sé fyrir mér að alþjóðlegt sam- starf muni áfram verða mikilvæg- ur áhrifavaldur í þróun íslensks landbúnaðar, sérstaklega í ljósi þeirra samningaviðræðna á sviði landbúnaðar sem eru formlega hafnar innan WDO og eiga eftir að öðlast skriðkraft ef og þegar sam- staða næst um nýja viðskiptalotu. Það er brýnt að taka skynsamlega á þeim áskorunum og nýta þau sóknarfæri sem gefast í yfirstand- andi umbótaferli. Framkvæmd nýgerðs samnings um framleiðslu sauðfjárafurða er mikilvægt skref í þá átt. Að mínu mati liggja sókn- arfæri íslensks landbúnaðar ekki síst í jákvæðri ímynd landsins og gæðum framleiðslunnar, bættri landnýtingu og aukinni umhverfis- vernd, uppgræðslu og skógrækt. Mikilvægt er að viðhalda þjóðar- sátt um þróun landbúnaðarmála á íslandi og minnast þess að blóm- legur íslenskur landbúnaður varð- ar þjóðarhagsmuni sem okkur ber öllum að vinna að.“ - Saknar þú þess ekkert að hverfa frá störfum erlendis í utan- íikispjón us tunm'! ... „Eg geri það vissu- lega, þessi áratugur minn í utanríkisþjónustunni hefur verið mjög spennandi og viðburða- ríkur. Það er mikil gæfa að hafa fengið að vinna með jafnhæfileika- ríku og dugmiklu fólki og í utan- ríkisþjónustunni er að finna. En auðvitað hlakka ég til að koma til starfa á íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.