Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigurður Árnason 100 ára Gaman að hafa lifað svo langan dag ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem viðmælendur blaðamanna taka lagið fyrir þá. Sigurður Árnason, fyrrum bóndi á Vestur-Sámsstöð- um í Fljótshlíð, lét sig þó ekki muna um það. Sigurður sem verð- ur hundrað ára í dag hefur alltaf haldið upp á íslensk sönglög. „Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt," söng hann þegar Morgunblaðið leit í gær inn í Holtsbúð í Garðabæ þar sem hann dvelur nú. Textinn er eftir Þorstein Erlingsson sem er í miklu uppáhaldi hjá Sigurði þó Jónas Hallgrímsson skipi þar fyrsta sæt- ið. „Upp á hann halda allir lands- ins menn meðan þjóðin verður til. Hann var snillingur," segir Sigurð- ur um skáldið sem orti um hh'ðina fögru sem hélt Gunnari föngnum. Sjálfur er Sigurður fæddur og uppalinn á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíðinni, þar sem hann var bóndi frá 1932-89. Sigurður og Hildur Árnason, kona hans eiga sjö börn og í dag taka þau á móti gestum. Sönghefti Morgunblaðið/Ami Sæberg Sigurður Árnason hefur verið sett saman af tilefninu, en Sigurður segir söng eiga heima í hverri veislu. Sigurður er ótrú- lega hress miðað við aldur. Þegar spurt er hvernig honum lítist á að vera orðinn aldargamall segir hann: „Mér finnst það alveg hörmulegt að geta ekki losnað við það,“ en bætir við broti úr vísu eft- ir Öm Arnarson, annað uppá- haldsskáld, „en samt er gaman að hafa lifað svo langan dag“. Eftirlitsstofnun EFTA segir byggðastyrki í ár ólöglega hafið form- rannsókn Hefur lega EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hef- ur ákveðið að hefja formlega rann: sókn á byggðastyrkjum á Islandi. I fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að ekki hafi verið gert kort yfir þá landshluta sem eigi kost á byggða- styrkjum á íslandi frá og með 1. jan- úar 2000. Islensk stjómvöld hafi skuldbundið sig til að gera slíkt kort og skila því til stofnunarinnar fyrir 1. maí 1999, en það hafi enn ekki verið gert. Því ályktar stofnunin sem svo að allir byggðastyrkir sem veittir hafi verið frá áramótum séu ólöglegir. Hægt að afstýra skaða AIls hefur Byggðastofnun veitt 20 byggðastyrki á árinu, að upphæð 20 milljónir króna. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist telja að enn sé ekki skaði skeð- ur þótt Eftirlitsstofnunin sendi frá sér þessa tilkynningu. „Eg tel að hægt sé að bregðast við þessu og kippa málinu í liðinn. í það verður farið sem allra fyrst innan ráðuneyt- isins, auk þess sem frekari styrkir verða ekki veittir þar til málið er leyst,“ segir hún. Valgerður segir að í mars hafi ís- lensk stjómvöld tilkynnt Eftirlits- stofnuninni tillögu um styrkjakort, sem ekki hafi falið í sér breytingu frá fyrra fyrirkomulagi. I apríl hafi bréf borist frá Eftirlitsstofnuninni, þar sem komið hafi fram að tilkynning stjórnvalda hafi ekki verið nægjan- leg. Frekari gagna væri þörf til að taka afstöðu. Ekki hafi verið settur sérstakur frestur, en ráðuneytið hafi talið sig hafa rýmri tíma en nú kom í Ijós. Valgerður segir að ráðuneytinu hafi ekki verið gert viðvart áður en tilkynningin var gefin út í gær. í tilkynningu Eftirlitsstofnunar- innar er farið fram á að íslensk stjómvöld veiti ekki fleiri byggða- styi’ki í bili og skili nauðsynlegum upplýsingum innan 20 vinnudaga. Is- lensk stjómvöld era minnt á að stofn- unin geti skipað svo fyrir að allir styrkir verði afturkallaðir sem hafi verið veittir í bága við reglur um byggðastyrki. Ef haldið verði áfram að veita styrki geti stofnunin vísað málinu til EFTA-dómstólsins. ---------------- Eldur í íbúð- arhúsi á Hverfísgötu ELDUR kom upp í einlyftu timbur- húsi á Hverfisgötu 88 á níunda tíman- um í gærkvöldi. Eldurinn hafði náð að svíða klæðningu hússins en það tók slökkvilið ekki nema nokkrar mínút- ur að slökkva eldinn. Húsið var mann- laust. Ekki er vitað um eldsupptök en slökkviliðið útilokar samt að eldurinn hafi kviknað út írá rafmagni. Miklar skemmdir urðu í húsinu vegna reyks. Ágreiningur um verkfall Sleipnis SBA legg- ur fram lögbanns- beiðni LÖGÐ var fram beiðni um lögbann á verkfallsaðgerðir Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis gegn Sérleyfis- bílum Akureyrar, SBA, í gær. Að sögn Jakobs R. Möller hæstarétt- arlögmanns, sem lagði fram lög- bannsbeiðnina fyrir hönd SBA, sagði að fyrirtækið hefði gert kjarasamning við Sleipni 1. júlí sl. Norðurleið seldi SBA bíla 10. júlí sl. og í fyrradag efndu verkfalls- menn Sleipnis til aðgerða gegn þeim á þeim forsendum að SBA mætti ekki nota rúturnar fyrr en verkfalli væri lokið. Jakob sagði að í lögbannsbeiðn- inni hefði hann vitnað í stjórnar- skrána þar sem sagt er að eignar- rétturinn sé friðhelgur. Sýslu- maðurinn í Reykjavík mun taka beiðnina fyrir eftir helgi. SBK að íhuga lögbann Að sögn Sigurðar Steindórsson- ar hjá Sérleyfisbílum Keflavíkur, SBK, er fyrirtækið með það í at- hugun hvort lögð verði fram lög- bannsbeiðni á aðgerðir Sleipnis. Hann segir að fyrirtækið hafi fengið starfsfrið síðustu tvo daga og ekki sé ástæða til að leggja fram lögbannsbeiðni meðan svo sé. Morgunblaðið/Jim Smart Valtari féll af palli VALTARI féll ofan af vörubifreið á mótum Njarðargötu og Hringbraut- ar um klukkan hálffjögur í gær. Svo virðist sem valtarinn hafi losnað af pallinum þegar bflnum var hemlað. Valtarinn, sem var mannlaus, hafn- aði á götunni og skemmdist nokkuð. Engin slys urðu á fólki. Spænsk systkin á leið til landsins lentu í hremmingum í Barcelona Var hent út úr flugvélinni SPÆNSKUR maður lenti í hremmingum, er hann hugðist ferðast tii íslands ásamt tveimur systram sínum á vegum Heims- ferða frá Barcelona. Systkinun- um var hent út úr flugvélinni á flugvellinum, þar sem áhöfnin hélt því statt og stöðugt fram að maðurinn væri annar en hann er og þyrfti að leggja fram læknis- vottorð til að mega ferðast með vélinni. Maðurinn heitir Luis Nuevo Sanches og systur hans Carmen Nuevo Sanchez og Maria Nuevo Sanches. Þau voru á leið til lands- ins til að vera viðstödd brúðkaup sonar Mariu og íslenskrar konu. Læknirinn gat ekki gefið út læknisvottorð Flugstjóri vélarinnar, sem var portúgalskur, var óhagganlegur í þeirri trú að Luis Nuevo Sanches héti Luis Sanchez Ortiz og þyrfti að ferðast í fylgd með lækni eða með súrefnistæki meðferðis. Engu skipti þótt vegabréfi væri framvísað, sem sýndi fram á að ekki væri um téðan Luis Sanchez Ortiz að ræða. Luis var krafinn um læknisvottorð, ellegar þyrfti hann að fara úr vélinni. Honum var fylgt út úr vélinni, í sjúkra- stöð á flugvellinum, þar sem hann gat ekki framvísað vottorði. Þar fór hann í læknisskoðun, en læknirinn gat ekki gefið út vottorð, þar sem hann hafði ekki sjúkrasögu Luis tiltæka. Læknir- inn sagði þó að hann þyrfti ekki súrefnistæki til að ferðast. Þegar aftur var komið í flugvélina sat portúgalski flugstjórinn enn fast við sinn keip. Því var systkinunum vísað úr flugvélinni. Þau hringdu þá í son sinn, sem hafði samband við Heimsferðir. Starfsfólk Heims- ferða sá strax að um mistök var að ræða og útvegaði þeim flugfar með öðra fyrirtæki tveimur klukkustundum seinna. „Starfs- fólk Heimsferða sjálfra var afar liðlegt þegar við náðum loks sam- bandi við það,“ segir Maria. Hún segir atvikið hafa reynt mikið á þau systkinin. „Það var komið fram við okkur eins og dýr. Starfsmennirnir í flugvélinni og á flugvellinum hefðu getað leyst þetta vandamál með einu símtali til íslands," segir hún. Systkinin fylltu út kvörtunareyðublað á flugvellinum ytra, en vita ekki hvert framhald málsins verður. jSérblöð í dag______ / / BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Leiftursmenn enn án sigurs í deiidinni/B2 Níu sundmenn fara á Ólympíuleikana/B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.