Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. JIJLI2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandaríkjaþing tregt til að veita nægilega fjármuni svo lækka megi skuldir fátækustu ríkja heims Neitunarvaldi beitt nema upphæðin hækki Washington. AP. RÍKISSTJÓRN Bills Clintons Bandaríkjaforseta hótaði því á mið- vikudag að beita neitunarvaldi á frumvarp bandaríska þingsins um fjárhagsaðstoð við fátækustu ríki heims nema þingið hækkaði upp- hæðina sem verja á til þess að lækka skuldir þessara ríkja. Lawrence Summers fjármála- ráðherra og Gene Sperling, for- maður efnahagsráðs forsetans, sögðu að sú upphæð sem greint er frá í frumvarpi fulltrúadeildarinnar mundi ekki mæta þeim skuldbind- ingum Bandaríkjastjórnar sem ákveðnar hefðu verið á fundi sjö helstu iðnríkja heims á síðasta ári. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt hefur verið í fjárlaga- nefnd fulltrúadeildarinnar, verður aðeins 69 milljónum bandaríkjadala varið til að létta skuldastöðu fá- tækustu ríkja heims í stað þeirra 435 milljóna sem rikisstjórn Clint- ons fór fram á til að aðstoða 40 fá- tæk ríki. „Frumvarpið sem fyrir þinginu liggur veitir allt of litlum fjármunum til að aðstoða fátæk- ustu ríki heims við að vinna bug á fátækt og heilsuvanda," sagði Summers. „Bein afleiðing þessa er að ráðgjafar forsetans munu fara fram á það að hann beiti neitunar- valdi á frumvarpið eins og það lítur út í dag.“ Óttast fordæmisgildið Sperling sagði að lækkun skulda fátækustu ríkjanna væri efst á málefnaskrá Clintons og að ríkis- stjómin ætlaði að beita sér fyrir því að stefnumálunum yrði hrint í framkvæmd. Mál þetta kemur á slæmum tíma fyrir Clinton sem mun mæta til fundar sjö helstu iðnríkja heims í Japan í næstu viku. Á síðustu ráð- stefnu hétu ríkin því að afskrifa skuldir fátækra ríkja, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, en nú óttast embættismenn Clinton- stjórnarinnar að afstaða þingsins kunni að smita út frá sér með þeim hætti að hin ríkin, Japan, Þýska- land, Frakkland, Bretland, Italía og Kanada, muni ákveða að lækka þær upphæðir sem þau hafa heitið og þá yrði jafnvel úti um átakið. „Ef við bregðumst, gefur það öll- um öðrum ríkjum heims afsökun til þess að sitja með hendur í skauti,“ sagði Sperling. Nauðlendingin í Vín Villandi upp- lýsingar taldar líkleg Vín. AP. í GÆR var enn ekki fyllilega ljóst hvað olli því að Airbus 310 farþega- þota með 150 manns innanborðs varð að nauðlenda við flugvöllinn í Vín í fyrradag, en talið er líklegt að áhöfn vélarinnar hafi fengið rangar upplýsingar um eldsneytismagnið í tönkum hennar. Þotan var á leið frá Krít til Hanno- ver í Þýskalandi á vegum þýska fyr- irtæksins Hapag-Lloyd, með 142 farþega og átta manna áhöfn. Til- kynnti flugstjórinn að báðir hreyflar hennar hefðu stöðvast og sveif vélin inn til lendingar í Vín en hafnaði utan brautar og skemmdist annar hreyfill hennar og vængur verulega. 26 far- þegar meiddust lítillega. Fulltrúar Hapag-Lloyd sögðu að eftir flugtak á Krít hefði bilun valdið því að ekki var hægt að taka upp orsök lendingarhjól vélarinnar, en af þeim sökum eyðir hún mun meira elds- neyti á flugi. Hefði flugstjórinn því ákveðið að millilenda í Múnchen á leiðinni til Hannover. Þegar komið var inn yfir Ungverjaland hefði flug- stjórinn breytt um áætlun og ákveð- ið að lenda í Vín, sem hefði átt að vera auðvelt í ljósi þeirra upplýsinga sem hann hefði haft um eldsneytis- magn. Engu að síður hefði vélin orð- ið eldsneytislaus á leiðinni til Vínar og nauðlending verið óhjákvæmileg. Yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Austurríki, sem rannsak- ar orsakir atviksins, sagðist ekki telja að við flugstjórann væri að sak- ast þótt hann hefði ekki lent ein- hversstaðar fyrr. Gaf yfirmaðurinn í skyn að upplýsingar um eldsneytis- magn hefðu verið rangar. Bradley lýsir loks yfir stuðningi við Gore Washington. Reuters, The Daily Telegraph, AFP. AP A1 Gore varaforseti hlær á landsfundi samtaka bandarískra blökkumanna í Baltimore í fyrradag. BILL Bradley, fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður frá New Jersey, lýsti í íyrsta sinn afdráttarlaust yfir stuðningi við forsetaframboð Als Gore í gær - fjórum mánuðum eftir að hafa beðið ósigur íyrir varaforsetan- um í forkosningum demókrata. Bradley kom fram á kosningafundi Gores í Green Bay í Wisconsin og lýsti því þá loksins yfir formlega að hann styddi varaforsetann í kosning- unum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma fram saman á kosningafundi eftir að Bradley beið ósigur fyrir Gore í forkosningunum og varð að draga sig í hlé í byijun mars. Varaforsetinn sagði að Bradley hefði fengið mikið fylgi í forkosning- unum og stuðningur hans væri því mjög mikilvægur. Þeir beindu báðir spjótum sínum að forsetaefni repúblikana, George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, sem demókratar hafa gagnrýnt fyrir að leggja meiri áherslu á að lækka skatta á hátekjufólk en að bæta kjör fátækra Texasbúa. Andstæðingar Bush spá því að efnahagsstefna hans leiði til fjárlagahalla í Texas á næsta ári. Gore og Bradley taka undir þessa gagnrýni og segja að verði Bush næsti forseti leiði efnahagsstefna hans til þess að fjárlagaafgangur Bandaríkjanna verði að engu og efna- hagur landsins dragist saman. Bush með forskot Ný skoðanakönnun, sem birt var í fyrradag, bendir til þess að tæpur þriðjungur bandarískra kjósenda telji að ekki skipti miklu máli hvort Gore eða Bush verði næsti forseti Banda- ríkjanna. í samskonar könnunum fyr- ir forsetakosningarnar 1976 og 1992 voru 18% kjósendanna þeirrar skoð- unar að litlu máli skipti hvor fram- bjóðenda stóru flokkanna færi með sigur af hólmi. Samkvæmt könnuninni er Bush með 42% íylgi en Gore 35%. Könnun- in var gerð 14.-28. júní og skekkju- mörkin voru 2,5%. Óttast að Hillary Clinton skyggi á Gore Athygli bandarískra fjölmiðla bein- ist í æ ríkari mæli að framboði Hillary Clinton forsetafrúar í öldungadeildar- kosningunum í New York og aðstoð- armenn Gores hafa áhyggjur af því að hún skyggi á varaforsetann í kosn- ingabaráttunni. Þeir óttast að það geti kostað hann forsetaembættið. „Menn sjá það æ betur að Hillary er stjama að upplagi en Gore ekki,“ sagði demókrati á bandaríska þing- inu. „Því harðar sem hann leggur að sér þeim mun veikari verður hann.“ Forsetafrúin sækist nú eftir því að verða á meðal aðalræðumanna á flokksþingi demókrata í Los Angeles í næsta mánuði. Steli hún senunni á flokksþinginu þykir ólíklegt að Gore takist að snúa vöm í sókn í baráttunni við Bush um forsetaembættið. Bill Daley, kosningastjóri Gores, hefur viðurkennt að varaforsetinn eigi á brattann að sækja og þurfi að sýna á flokksþinginu að hann sé „ekki leiðinlegt lík eða maður sem getur ekki talað“ eins og margir hafi talið síðustu átta árin. Skoðanakannanir benda til þess að Hillary Clinton sé með naumt forskot á keppinaut sinn, Rick Lazio, fram- bjóðanda repúblikana í öldungadeild- arkosningunum í New York. Fari hún með sigur af hólmi er líklegt að hún eigi mikla möguleika á að verða for- setaefni demókrata í kosningunum árið 2004. Þótt hún hafi lofað að sitja í öldungadeildinni allt sex ára kjör- tímabilið nái hún kjöri er talið að hún hafi þegar sett stefnuna á Hvíta hús- ið. Hún hefur einkum beint spjótum sínum að Bush og fleiri forystumönn- um repúblikana í kosningabaráttunni að undanfómu en ekki að Lazio, sem er lítt þekktur í Bandaríkjunum. Tveir aðrir geta gert strik í reikninginn Auk Bush og Gore verða tveir aðrir í framboði í forsetakosningunum í nóvember. Ljóst er að vinstrimaður- inn Ralph Nader verður frambjóð- andi Græna flokksins og Iíklegt er að hægrimaðurinn Pat Buchanan, sem gekk úr repúblikanaflokknum í febr- úar, verði forsetaefni Umbótaflokks- ins. Þetta er í annað sinn sem Nader býður sig fram í forsetakosningum og hann fékk aðeins 1% atkvæðanna í síðustu kosningum. Fylgi hans virðist þó hafa aukist á meðal óháðra kjós- enda sem eru ekki sáttir við fram- bjóðendur stóm flokkanna. Þessum kjósendum virðist fara fjölgandi. Margir þeirra kusu Ross Perot í for- setakosningunum 1996 og John McCain þegar hann veitti Bush harða keppni í forkosningum repúblikana fyrr áárinu. Skoðanakannanir benda til þess að 11% kjósendanna styðji frambjóðend- ur litlu flokkanna, þar af 7% Nader og 4% Buchanan. Taki þeii- verulegt fylgi af fram- bjóðendum stóru flokkanna gæti það ráðið úrslitum í kosningunum verði barátta þeirra jöfn. Reyni Bush og Gore að höfða til vinstri- og hægri- sinnaðra stuðningsmanna Naders og Buchanans gæti það reynst þeim dýrkeypt því þeir þurfa fyrst og fremst að fá atkvæði miðjumanna til að ná kjöri og varast að fæla þá frá sér. Yfír á rauðu Ijósi 800 manns farast árlega Washington. Reuters. BÍLSTJÓRAR sem ákveða á síðustu stundu að láta vaða og fara yfir á rauðu ljósi verða árlega átta hund- ruð manns að bana í Bandaríkjunum og talið er að 200 þúsund slasist af þessum sömu völdum, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem bfrtust í bandaríska blaðinu USA Today. Þjóðvegatryggingastofnunin bandaríska gerði könnunina og byggði hana á opinberum tölum. Kom í ljós að yfir sex þúsund manns höfðu látist á árunum milli 1992 og 1998 í slysum er urðu þegar öku- menn fóru yfir á rauðu, að því er blaðið greinir frá. Um það bil helm- ingur þeirra er fórust voru gangandi vegfarendur eða fólk sem var í bílum sem lentu í árekstri við bílana sem fóru yfir á rauðu. Þá sagði blaðið að kannað hefði verið hlutfall þeirra sem fóru yfir á rauðu miðað við hverja 100 þúsund íbúa í hverju ríki Bandaríkjanna, og kom í ljós að dánartíðni af þessum sökum var hæst í Arizona, eða 7,1 dauðsfall, þá kom Nevada með 3,9 dauðsföll, Michigan 3,7, Texas 3,5 og Alabama 3,4. -----+++------- Noregur Hámarks- hraðinn í 70 km HÁMARKSHRAÐI á vegum úti í Noregi er 80 km á klst. en nú hefur norska samgönguráðuneytið lagt til, að hann verði víða færður niður í 70 km í því skyni að draga úr alvarleg- urn slysum. Ástæðan fyrir þessu er sú að fyrir nokkru var ákveðið að lækka hrað- ann úr 80 í 70 á ákveðnum kafla E-18-vegarins á Vestfold. Þar hafði verið mikið um óhöpp og slys en við breytinguna fækkaði þeim verulega. Þess vegna er nú stefnt að því, að hámarkshraðinn verði 70 km á 20% alfra þjóðvega utan þéttbýlis frá og með næstu áramótum. Kom þetta fram í Aftenposten í gær. Ef miðað er við fyrri ár er ekki ólíklegt, að 90 manns týni lífi í um- ferðinni í Noregi í júní, júlí og ágúst og um 3.000 slasist. (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.