Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Járnkokkurinn vekur athygli í bandarísku sjónvarpi Kokkurinn, áskor- andinn, gula paprik- an og bardagi þeirra Dómncfndin að störfum. Járnkokkurinn er yfir- skrift æsispennandi jap- anskrar matreiðslu- keppni sem lítil kapal- rás í New York, „Matarrásin“, hefur haft til sýninga frá því í fyrra haust. Hulda Stefánsdóttir segir frá þætti sem notið hefur mikilla vinsælda í Japan um árabil og virðist sem þar sé fundið krydd sem lengi hefur vantað í bandaríska sjón- varpsmenningu. * IJÁRNKOKKINUM, á ensku „The Iron Chef', hefur matar- gerðarlist verið færð í form íþóttakappleiks þar sem tvö lið kljást undir tímapressu við að framreiða sem bragðbesta, óvenju- legasta og ekki síst glæsilega út- lítandi rétti. Tilburðirnir eru miklir og eins og í íþróttunum kemur það fyrir að keppendur meiðist í hita leiksins. Aldrei hefur nokkur dottið úr keppni þó fyrsti kvenkokkur keppninnar hafi verið hætt komin þegar hún skar sig illa við salat- gerð. Eins og sannur samúræi vafði hún um skurðinn og hélt áfram að beita hnífnum undir hvatningaróp- um áhorfenda. í stað þess að fara út á lífið á föstudagskvöldum hittist ungt fólk nú gjarnan í heimahúsum til að fylgjast saman með vikulegri atlögu Járnkokksins við gest sinn í eldhúsinu. Þátturinn virðist reynd- ar sífellt vera að ná til breiðari hóps, svo sem greina má á menn- ingarlegum úttektum Japanssér- fræðinga á fyrirbrigði þessu. Nýverið var fjallað um þættina á síðum The New York Times þar sem gengið var svo langt að halda því fram að Járnkokkurinn kunni að vera fyrirboði um breyttar áherslur í dægurmenningu 21. ald- ar. Hrærigrautur ólíkra stílbrota Járnkokkarnir eru sjö talsins og er stfll þeirra með ólíkum áherslum sem ýmist byggja á japönsku, kín- versku eða frönsku eldhúsi. Allir eru þeir listakokkar sem taka starf sitt alvarlega þótt leikræn umgjörð þáttarins kunni í fyrstu að benda til annars. í útliti og framsetningu þáttanna blandast saman óhk menningaráhrif. Greina má inn- blástur frá Elvis Presley á gullald- arárunum í Las Vegas, lágmenn- ingar sjónvarpsefni á borð við sápuóperur og glímukeppnir en einnig bardagalist Kung-Fu og fág- aðrar japanskrar matarhefðar. Úr þessu verður til hrærigrautur and- stæðna þess nauma og stranga, of- gnóttar og íburðar. Sannkallað nútímarokokkó þar sem margar stfltegundir verða að einni öfgakenndri. Gestgjafinn, Takeshi Kaga, er dramatíkin holdi klædd. í glitrandi silkibúningi, gull- bróderaðri skikkju og svörtum leð- urhönskum stígur hann fram á sviðið og sveiflar um sig skikkjunni. „Segðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hver þú ert“ hljóðar tilvitnun í franskan 18. ald- ar heimspeking og nautnasegg, Brillat-Savarin, sem flutt er i upp- hafi hvers þáttar. Með miklum til- burðum bítur Kaga í gula papriku og glottir. Fram úr reykjarmökki og inn á flóðlýst sviðið ganga járn- kokkarnir hver af öðrum og áskor- andi þáttarins er kynntur til sög- unnar. Leikar geta hafist. Frumleika hráefnis engin mörk sett Japönsku kokkarnir eru nokkurs konar samúræjar eldhússins. Vopn- aðir stórum hnífum og gulum og rauðum silkiklæðum ráðast þeir til atlögu gegn eindæma frumlegu úr- vali hráefnis, en hver þáttur hefur sitt þemufæði sem keppendur skulu vinna úr í hverjum hinna 5-7 rétta. Getur þetta verið frá jafn fá- brotnu hráefni og salatblöð eða kartöflur, til hvers kyns fiskmetis, sjaldséðra ávaxta eða með eindæm- um frumlegri fæðu fuglshreiðurs og róta hafra. Engar uppskriftir fylgja matreiðslunni en á borð hafa verið bornir réttir eins og styrjuis og frosk-fiska créme brulée. Þættirnir eru klukkutímalangir og ber kepp- endum að hafa lokið verki sínu á sextugustu mínútu ella hljóta bágt fyrir. Tveir fyrrverandi íþróttafrétta- menn lýsa keppninni með ákafa og æsingi sem íþróttafréttamönnum einum er lagið. Áhorfendur í sal taka svo vel undir með hvatningar- orðum og klappi. Bíða þeir þess spenntir að sjá hvort það sem lítur helst út fyrir að vera súkkulaðisósa í pottinum kunni að fara yfir krydd- leginn og djúpsteiktan hörpudisk- inn á borðinu. Framkvæmdir kokkanna eru dæmdar með sama hætti og mis- glæsilegar sóknir í knattspyrnu. Ahrif þessarar nálgunar við mat- reiðslu verða enn magnaðri í enskri talsetningu þáttanna þar sem engu er sleppt að þýða. Þannig kemst hver flissroka poppstjörnunnar og hvert undrunarandvarp glímukapp- ans í dómnefndinni til skila, en dómnefndin er jafnan skipuð þekkt- um persónum í Japan. I lok hvers þáttar eru réttirnir bornir á borð fyrir dómnefndina sem bragðar á og gefur stig sem síðan verða til þess að skera úr um sigurvegara „matarbardagans“. Ólíkt því sem bandarískir áhorfendur eiga að venjast úr hvers kyns keppnisleikj- um í sjónvarpi þá er það eingöngu heiðurinn sem sigurvegarinn hlýtur að launum. Áhorf eykst hratt Þátturinn hóf göngu sína í Japan árið 1993 og hefur hann verið með vinsælla sjónvarpsefni þar í landi. Fyrir þremui’ árum hófu japanskar kapalstöðvar á vesturströnd Banda- ríkjanna sýningar á Járnkokkinum á japönsku og varð þátturinn samstundis að tískufyrirbrigði með- al ungs fólks þar um slóðir. Matar- rásin keypti síðan til sín þættina 290, talsetti á ensku, og hóf sýning- ar á þeim sl. vetur. Vinsældirnar komu aðstandendum stöðvarinnar í opna skjöldu. Fyrir sjö mánuðum fylgdust 131.000 áhorfendur með þáttunum en í maimánuði voru þeir orðnir 222.000. Þátturinn hefur lítið sem ekkert verið auglýstur og vel- gengni hans því einungis skýrð með orðrómi manna á milli. Ákveðin þáttaskil urðu þó fyrir tveimur vik- um þegar járnkokkarnir mættu til leiks í New York og skoruðu á hólm þekktan matreiðslumann í borginni, Bobby Flay. Áhangendur þáttarins komu til borgarinnar hvarvetna að í Bandaríkjunum í von um að fá að sitja í upptöku þáttarins og berja matreiðslugoð sín augum. Lauk líf- legri keppninni með fullnaðarsigri járnkokksins Morimoto yfir banda- rískum keppinaut sínum. 'Nœturgatinn simi 587 6080 I kvöld og laugardagskvöld verður dúnurstuð með Galabandinu ásamt Önnu Vihjálms. V^|^^^th^FrfttJnn^íkvöld2il^kL^23^30^ HARMONIKUBALL Félagar úr Harmonikufélagi Færeyja og Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi frá kl. 22.00 í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Færeyski dansinn verður stiginn um miðnættið. Allir velkomnir. Oleðitökuhátíð Kenéurunnar oíDublmer O , 1 ,jO um hel^ma Við höldum upp á frábærann áran^ur Astralska landsliðsins á EM 2000 Ættarmót Kenýirunar alla heléína. kenýirnr. vinir þeirra o£ samlandar velkomnir, Komdu o£hoppaðu með okkur alla helyna!!!!! Kátasta kráin í hænum Haf narstræti 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.