Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Kuldakast í S-Ameríku ÓVANALEG kuldatíð er nú í norðanverðri Arg- entínu, Úrúgvæ og Bólivíu og hafa þessar hörkur kostað 15 manns lífíð. Hefur hitinn farið niður fyrir frostmark víða til fjalla og annars staðar hafa stormar og mikið úrfelli valdið vandræðum. Stefndi kalda loftið í gær á Brasilíu. Myndin er frá bænum Tucuman í Norður-Argentínu en þar hafði ekki fall- ið snjókorn í 30 ár. Risarottur ógna New York-búum New York. AFP. RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri í New York, hefur lýst yfír stríði gegn rottum borgarinnar en þær eru tald- ar vera um 70 milljónir og sumar á stærð við ketti. Giuliani hefur áður skorið upp herör gegn fólki sem ekki fer yfir á gangbrautum og þeim sem hrækja á gangstéttir. Rotturnar sem halda til í New York eru nífalt fleiri en íbúar borg- arinnar og er nú nóg komið að sögn borgarstjórans sem tilkynnti um stofnun sérsveitar sem á að berjast við ófógnuðinn. í fyrra herjuðu moskítóflugur á borgina og báru þangað smit er varð sjö manns að bana. Þá lét Giuliani nota þyrlur til að úða eitri yfir borgina en rottur eru sterkari en moskítóflugur og bardaginn við þær verður því erfið- ari. Þesjs vegna hafa borgarstarfs- menn lagt á ráðin um víðtækar að- gerðir gegn kvikindunum og verður meðal annars ráðist í getnaðarvarn- ir. Lisa Woodrow, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í New York, sagði að borgin væri vel til þess fallin að ala upp börn, „en ekki innan um rottur sem eru sumar á stærð við ketti“. Sagði hún rotturnar fara um alit, þær væru í stigagöngum hússins sem hún býr í og einn sunnudaginn hefði ein meira að segja komið alla leið inn í íbúð. I sumar hefur verið mikill raki í lofti og heitt í veðri og auk þess standa byggingaframkvæmdir yfir víða í borginni og hefur þetta allt ýtt undir að kvikindin komi úr felustöð- um sínum og verði meira áberandi. Rotturnar eru rétt eins hamingju- samar í jarðlestagöngunum og í ruslapokunum á gangstéttum. Þær éta allt sem að kjafti kemur og kunna einkar vel við sig í borg sem í er fjöldi veitingastaða. Giuliani sagðist sjálfur hafa komið auga á nokkrar rottur þegár hann hafi verið í gönguferð skammt frá bústað borgarstjórans á austur- strönd Manhattan. „Þær eru ógn- vekjandi,“ sagði hann. „Það skiptir engu máli hvað maður er ónæmur og hugaður, rottur hræða mann ... vegna þess að þær geta bitið mann og þær geta breitt út sjúkdóma." Lögreglu- ofbeldi í Ffladelfíu Ffladclfíu. Reuters. LÖGREGLUMENN í Fíladelfíu í Bandaríkjunum réðust í gær á ökuþór sem þeir voru að elta og beittu hann grófu -ofbeldi. Náðist atburðurinn á myndband og þykir málið minna afar mikið á mál Rodneys Kings árið 1991 sem olli miklum kynþáttaóeirðum í Los Angeles. Thomas Jones er svartur á hör- und og var honum gefið að sök að stela lögreglubifreið eftir að hafa skotið á lögreglumann og sært hann. A myndunum sem WPVI-TV sjónvarpsstöðin náði af árásinni á Jones sjást nærri tuttugu lög- reglumenn berja og sparka í Jones í um fjörutíu sekúndur. Var Jones færður á sjúkrahús með skotsár á brjósti og handlegg. John F. Street, borgarstjóri Ffladelfíu, hét því að sanngjörn rannsókn myndi fara fram á mál- inu og sagði að myndirnar, sem birtar voru á bandarískum sjón- varpsstöðvum í gær, vektu upp „ákveðnar spurningar". Breska stjórnin birt- ir afrekaskrá sína Lundúnum. Morgunblaðið. ÞAÐ mynduðust engar biðraðir við bókabúðir og kjörbúðir klukkan 9.30 í gær, eins og þegar nýjasta bókin um Harry Potter kom nýlega í búðir. Sextíu síðna bæklingur með yfirliti yfir hvað bresku stjóminni hefði orðið ágengt á undanfömu ári vakti öllu minni athygli. Þetta er í þriðja skipti sem stjórain birti slíka skýrslu en hún er hluti af kosningaloforðum flokks- ins og liður í að standa við loforðin. Er Tony Blair forsætisráðherra kynnti skýrsluna í þinginu undirstrik- aði hann, að efnahagsmálin stæðu í blóma en viðurkenndi að ekki hefði náðst nægur árangur í heilbrigðis- málum og baráttunni við glæpi. „Bara glans og gabbj“ kallaði William Hag- ue, formaður íhaldsflokksins, skýrsl- una í þingumræðum en einn af ráðherrum í stjóm Blair, Peter Hain, aðstoðarráðherra Robin Cooks utanríkisráðherra, notaði einn- ig gærdaginn til að birta grein í The Independent til að gagnrýna samráð- herra sína fyrir að vera eins og „vél- menni“, sem ættu á hættu að missa samband við almenning. Glansmynd eða raunveruleiki „Þetta er ekki skáldsaga," sagði Mo Mowlam í viðtali við BBC, þegar skýrslan var borin undir hana og það áhugaleysi sem henni er sýnd. Hún stóð á því fastar en fótunum að skýrslan sýndi góðan árangur þótt vissulega væri hægt að gera betur. Bæði Mowlam og aðrir ráðherrar er ræddu skýrsluna í fjölmiðlum í gær bentu á að mikið hefði áunnist, ekki síst á kjamasviðum eins og menntun, heilbrigðismálum og samgöngum. Gagnrýnendur benda hins vegar á að stjómin sé heltekin af tölum, til dæm- is því að stytta biðlista og fækka böm- um í bekkjum. Um leið hefði heil- brigðisþjónusta og menntun versnað. Fyrsta skýrslan var gagnrýnd fyrir að vera ein allsherjarglansmynd af stjóminni, auk þess sem glansmyndir af stjómarliðum prýddu hana. Nú era hins vegar ekki slíkar myndir í henni, heldur myndir af vinnandi fólki, lækn- um og kennuram, þeim sem í raun vinna verkin og sagt frá fólki, sem lifir nú betra lffi en áður þökk sé stjóm- inni. Skýrslan kostar 2,99 pund, um 350 íslenskar krónur. Aðspurður sagði vegfarandi í viðtali við morgun- útvarp BBC að það hvarflaði ekki að sér að borga fyrir skýrslu, sem að sjálfsögðu ætti að vera ókeypis. Kjós- endur ættu ekki að þurfa að kaupa slíkar upplýsingar. Kosningabarátta Verkmanna- flokksins 1997 gekk meðal annars út á að sannfæra kjósendur um að nú ætti ekki aðeins að lofa, heldur líka að efna. I því skyni yrði reglulega birt yf- irlit yfir hverju hefði verið lofað og hvað hefði verið efnt. í fyrra var skýrslan gefin út í um 300 þúsund ein- tökum, en stjómin fékk um 40 pró- sent þeirra aftur. í ár var skýrslan því aðeins prentuð í 150.000 eintökum. Peter Hain er einn í vaxandi hópi gagnrýninna flokksmanna en Blair sjálfur er heldur ekki glaður yfir frammistöðu ráðherra sinna. Á sér- stökum fundi nýlega um störf stjóm- arinnar sagði hann ráðherram sínum að þeir yrðu að líta í kringum sig en ekki vera fastir með nefið í möppun- um. Kínverjar bregðast ókvæða við Peking. Reuters. KÍNVERJAR brugðust 1 gær ókvæða við þeirri ákvörðun Israela að hætta við sölu á AWACS-rat- sjárbúnaði til þeirra í kjölfar þrýst- ings frá Bandaríkjamönnum. Sagði talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins að ekkert ríki hefði rétt til afskipta af tvíhliða samskiptum ICínverja við önnur ríki. Bandaríkjastjórn óttast að rat- sjárkerfið gæti orðið bandarískum herafla skeinuhætt ef kæmi til átaka við Kínverja, og fagnaði ákvörðun Israela. Bandaríska þingið hafði hótað að skera á að- stoð við Israel ef salan gengi eftir. Israelar fá árlega 2,8 milljarða dala aðstoð frá Bandaríkjamönnum. AWACS er hátæknibúnaður sem gerir mönnum kleift að fylgjast með allri flugumferð á stóru svæði, og flugvélar með slíkan búnað era veigamikill þáttur í vörnum Banda- ríkjamanna. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, er nú í Bandaríkjunum til viðræðna við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, fyi'ir milli- göngu Bandaríkjaforseta, og hefur talsmaður Baraks viðurkennt að hætt hafi verið við söluna á rat- sjárkerfinu í þeim tilgangi að liðka fyrir samningaviðræðunum. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem er í tveggja daga heimsókn í Kína, varð enn frekar fyrir barðinu á óvild Kínverja vegna þessa máls, en heimsókn hans miðar að því að bæta samskipti landanna sem kóln- uðu mjög í kjölfar árásar Atlants- hafsbandalagsins á kínverska sendiráðið í Belgrad í fyrra. Kínverjar höfðu þegar látið óánægju sína í ljós við Cohen vegna afstöðunnar til Taívans, sem Kínverjar líta á sem hluta af Kína, og vegna hugmynda Bandaríkja- manna um að koma sér upp eld- flaugavarnarkerfi. Reuters Mikið var að gera í einni verslana Sogos í Tókýú í gær en þá fór fyrir- tækið fram á greiðslustöðvun. Eru skuldir þess meira en 1.300 milljarð- ar ísl. kr. og hugsanlegt gjaldþrot hið annað mesta í Japan. Japanska keðjan Sogo gjaldþrota Ótti við nýja fj ármálakr eppu féll gengi jensins gagnvart dollara all- nokkuð af sömu sökum. Bankakerfið enn illa statt Gjaldþrot Sogos hefur kynt undir ótta við nýja fjármálakreppu í Japan og það þykir sýna að enn sé fjarri að bankakerfið sé búið að jafna sig á því gífurlega útlánatapi sem það hefur orðið fyrir á undanfömum árum. Gjaldþrotið getur einnig leitt af sér hrinu annarra gjaldþrota en Sogo var í viðskiptum við um 10.000 heildsölur. Þá er viðbúið að fjöldi manna verði at- vinnulaus en Sogo var með tugi versl- ana vítt og breitt um Asíu. Heita má að bankavextir í Japan séu engir en búist var við að seðla- bankinn myndi hverfa frá þeirri stefnu á fundi sínum nk. mánudag og kveða þá á um ákveðna vaxtatöku. Nú þykir eins lfldegt að ákvörðun um það verði frestað fram í september. GENGI hlutabréfa í japönskum bönkum lækkaði verulega í gær en í fyrradag var tilkynnt að Sogo, risa- stór japönsk verslanakeðja, væri gjaldþrota. Era útistandandi skuldir hennar 1.326 milljarðar ísl. kr. Hefur gjaldþrotið kynt undir ótta við nýja fjármálakreppu í Japan. Sogo hefur að undanfömu átt í við- ræðum við 73 lánardrottna sína, aðal- lega banka, og var rætt um að þeir af- skrifuðu skuldir íyrirtækisins að hluta eða sem svaraði til rúmlega 465 milljarða ísl. kr. Af þessu varð þó ekki og aðallega vegna þess að í Japan er mikil óánægja með hvernig almanna- fé hefur verið notað til að bjarga hveiju fyrirtækinu á fætur öðra. Sogo hefur nú farið fram á greiðslustöðvun. Nikkei-verðbréfavísitalan jap- anska lækkaði í gær um 1,8% vegna þessara tíðinda og gengi híutabréfa í helsta lánai-drottni Sogos, Iðnaðar- banka Japans, lækkaði um 7,9%. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.