Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Lopapeysurokk! HIN LANGÞRÁÐA safnplata Þursaflokksins „Nútíminn" er loksins skriðm út úr hellinum og eyðir sinni fyrstu viku í 14. sæti listans. Hljóm- sveitin er án efa ein af áhrifameiri hijómsveit- um íslenskrartónlistarsögu og hér má finna samansafn af bestu lögum hennar. Það er nokkuð Ijóst að tónlist þeirra er jafníslensk og lopapeysur og brennivín. Hljómsveitin. sem lagði upp laupana 1982, óf rammíslenska þjóðlagatóna saman við popp- og rokktónlist síns tíma og útkoman varö sígild. Á plötunni má meðal annars finna lögeinsog „Brúðkaupsvísur". „Pínulítill kall“, „Vill einhverelska?" og „Æri-Tobbi". íslandslögin á toppnum! ÞAÐ ER fimmta ís- landslagaplatan sem siturátoppi listans pessa vik- una. Platan ber nafnið „í kirkjum landsins“ og einsognafnið gefurtil kynna inniheldur platan nokkur af þeim þekktari trúariegu dægurlögum sem ís- lendingar hafa raulað í gegnum tíðina. Það er sem fyrr Björgvin Halldórsson sem hefur smalað saman vinum og kunn- ingjum sem hann treystir að fari vel með lögin. Meðal flytjenda ásamt Björgvini eru Diddú, Bubbi, Sigga Beinteins, Páll Rósin- krans og Egill Ólafsson. h^OOO Nr. var vikur Diskur Flytjundi Otgefandi Nr. . 1. 8. 2 íslandslög 5-í kirkjum landsins Ýmsir Skífan 1. 2. 1. 4 Pottþétt 20 Ýmsir Pottþétt 2. 3. 1 N Svona er sumarið 2000 Ýmsir SPOR 3.* 4. 3. 7 Marshall Mathers LP Eminem Universal 4. 5. 6. 17 Hoorey For Boobies Bloodhound Gnng Universal 5. 6. 2. 3 White Pony Deftones Worner 6. 7. 5. 13 Play Moby Mute 7. 8. 7. 8 Oops 1 Did It Again Britney Speors EMI 8. 9. 9. 7 Mission Impossible 2 Ýmsir Hollyw. Rec 9. 10. 4. 6 Ultimote Collection Borry White Universal 10. 11. - 1 Fuglinn er floginn Utongarðsmenn ísl. tónor 11.. 12. 15. 7 Greatest Hits Whitney Houston BMG 12. 13. 10. 6 Bellman Bubbi Skifan 13. ■ 14. 1 Nútiminn Þursaflokkurinn (sl. tónar 14. 15. 11, 5 Eurovision Song Contest Ýmsir BMG 15. 16. 12. 58 Ö Ágætis byrjun Sigur Rós Smekkleysa 16. 17. 19. 4 Don't Give Me Names Guano Apes BMG 17. 18. 30. 8 Binaural Peorl Jam Sony 18. 19. 13. 11 Skull & Bones Cypress Hill Sony 19. 20. 20. 7 Hagnesta Hill Kent BMG 20. 21. 16. 47 Significont Other Limp Bizkit Universol 21. 22. 26. 2 Alone With Everybody Richord Ashcroft EMI 22. 23. 21. 38 12 ógúst 1999 Sólin Hans Jóns Míns Spor 23. 24. 24. 34 S&M Metollico Universal 24. 25. 18. 8 Era 2 Ero Universal 25. 26. 25. 2 Trans Nation Ministry of Sound Min. of Soum 26. 27. 33. 8 Trilenium Sosh Edel 27. 28. 57. 13 Vonda Shepard Ally McBeal II Sony 28. 29. 65. 33 H Human Clay Creed Sony 29. 30. 14. 25 BestOf Cesario Evoro BMG 30. Á Tónlistanum eiu plötui yngii en tveggjo óio og eiu i veiófloitknum „fullt veiö”. Tónfetinn ei unninn af PiicewateihouseCoopers fyiii Somband bljómplötufiomleióondo og Morgunblaðið i somvinnu við eftirtoldoiveislonii: Bókvol Akuieyii, Bónus, Hogkoup, Jopis Bioutoiholti, fopis Kiinglunni.iopís Lougotvegi, Músík og Myndii Austuistiæti, ttúsik og Myndii Mjódd.Somtónlist Kiinglunni, Skífon Kringlunni, Skífon Lougoivegi 26. Þið munuð öll deyja! FUGLINN erfloginn en eins og allt annaö sem stígur til himna veröur hann að lenda og því tyllir hann sér þægilega í ellefta sæti tónlistans á sinni fyrstu viku og undir- býrnæsta flug. Safnplata Utangarðs- manna er tvíréttuð slagaramáltíð þar sem báðir diskarnir eru stútfullir af lögum sveit- arinnar. Á henni er aö finna allt þaö efni sem hefur áður verið ófáanlegt á geisla- diski með sveitinni, nokkuráðuróútgefin lög er einnig að finna auk örfárra laga af plötunni „Geislavirkir“, þeirra á meðal er kjarnorkurokkarinn „Hiroshima". Það ætti að vera áhugavert að fylgjast með tónleikaferð þeirra félaga því eins og Bubbi orðaði þaö eru Utangarðsmenn „ein- faldlega besta og kraftmesta rokkhljóm- sveit sem ísland hefur átt!“. Sumarið kortlagt! ÞAÐ ER NÁNAST hægt að finna samantekt af íslensku tón- iistarffóru sumarsins eins og hún leggur síg á safn- skífunni „Svona er sum- arið 2000". En á píöt- unni má m.a. finna sum- arsmellina „Sóf. ég hef sögu að segja þér“ meó Sálinni, „Ennþá“ með Skítamóral, „Hvar er ég?“ með írafári, „Endalausar nætur" meó Butt- ercup og „Hvort sem er“ meö Sótdögg. Einnig eru þarna ný iög með Greifunum, 200 þúsund naglbítum, Á móti sóf, Jargon- buster, Milljónamæringunum, Sixties, MlR. Port og poppprinsunum í Landi & sonum. Á plötunni eru Hreimur og félagar meó lag sem á eflaust eftir að hljóma mikið á útvarpsstöðvunum í sumar en það er lagið „Ástfangi", titill sem að öllum líkindum er fenginn að iáni úr smiðju dr. Gunna og hljómsveitarinnar sálugu Bless. ERLENDAR ooooo Ómar Örn Hauksson Quar- ashi-maður hlustaði á The Marshall Mathers, nýjustu plötu Eminem. Góðlátlegt grín eða geðveiki? Eftir vandlega hlustun á The Marshall Mathers komst Ómar Örn Ilauksson að þeirri niðurstöðu að hún svíki vart þá er kunna að meta Eminem. „Já, en strákar ég hélt að við værum að fara á grímuball." Tjallinn nýj- ungagjarn I’AÐ ERU dæmalaust miklar svipt- ingar á topp tíu listanum breska yfír söluhæstu smáskífumar því þar er að finna hvorki fleiri né færri en sex nýliða. „Breathless" með hinum íðil- fögru írsku systkinum í The Corrs er nýtt topplag, áhyggjufullum foreldr- um til mikils léttis vafalaust því sætið eftirsótta hefur verið í höndum vand- ræðagemsans Eminem sem seint verður talin góð fyrirmynd áhrifa- gjamri æsku. Meðan annarra nýrra , laga er tilbrigði Limp Bizkit við stef- ið úr Mission Impossible „Take A Look Around“ í þriðja sæti, þriðja smáskífa Oasis af Standing On The Shoulder Of Giants „Sunday Mom- ing Call“, ljúfsár ballaða sem Noel syngur og sver sig nokkuð í ætt við lögin á (What’s The Story) Morning Glory. Á breiðskífulistanum heldur Eminem velli með sjálfsævisögulegu plötu sinni The Marshall Mathers LP en írski sálarsöngvarinn rámi David Gray er farinn að narta fast í hæla hans og virðist loksins vera að ná þeirri hylli sem spekúlantar hafa spáð honum. Vestanhafs er Eminem sem fyrr kóngur í ríki sínu og hefur sópað út að minnsta kosti fimm milljónum ein- taka. Lag Vertical Horizon „Every- thing You Want“ gerir sér hinsvegar lítið fyrir og rýkur úr sjötta sæti beina leið á topp lagalistans, en tekið „skal íram að þar er ekki um tökuút- ]gáfu á gamla Wham! laginu að ræða. EMINEM er fyrsti hvíti rapparinn sem verður vin- sæll og tekið er mark á síð- an væskillinn Vanilla Ice greip míkrófóninn og lét gamminn geisa. Reyndar er munurinn á þeim sá að Vanilla Ice var „commercial" og poppaður rappari og hvarf fljótlega af sjónarsviðinu en Eminem reynir hvað mest hann má að vera „white trash“ gangster-rappari sem gefur skít í allt og alla. Hann kom fram á sjónarsviðið með Slim Shady LP á síðasta ári þar sem rappkóngurinn Dr. Dre var við stjómvölinn og end- urtekur leikinn að hluta til í þetta skiptið. Reyndar hafði MM reynt fyrir sér sem rappari í nokkur ár áð- ur en hann varð almennilega upp- götvaður og hafði gefið út efni undir öðru merki. Eins og áður sagði er eitt aðals- merki MM það að ganga fram af fólki með yfirlýsingar um að hann ætli að drepa bamsmóður sína, að mamma hans sé eiturlyfjafíkill og að sér sé nett sama um flesta og ömmu þeirra líka. Hann hefur víst sagt að flest sé þó sagt í góðu gríni og hann sé bara að „flippa“. Reyndar hamr- ar hann á þessu í nánast öllum lög- um plötunnar og textasmíðin er því frekar einhæf á köflum. Sjálfur hef ég ekki hlustað mikið á MM í gegnum tíðina, eitt og eitt lag sem orðið hefur vinsælt er alít og sumt. Tók ég þó betur eftir hon- um í vetur og hlustaði svolítið á fyrstu skífuna hans og líkaði ágæt- lega. Reyndar er hún eins og þessi ekki nógu góð heild, bara nokkur góð lög hér og þar. Bestur er hann þegar Dr. Dre styður við bakið á honum, þar sem finna má feitustu taktana og „sándið“. Pegar hann hinsvegar sest sjálfur niður við „mixerinn" og fiktar í tökkunum fer hann að taka æði mörg feilspor. Til dæmis þegar hann kemur fram með llokknum sínum „The Dirty Dozen“ eða D12, Detroit-„gangsterum“ sem gefa skít í allt. Þessir kappar eru frekai- slappir í flestu sem snýr að rappinu, allir textar eins og slappt flæði. Þeir rappa allir um sama hlut- inn og MM, það er að segja hvað þeir eru geðveikir og „flippaðir" vill- ingar. Platan byrjar annars hressilega á lagi sem MM tileinkar móður sinni og ber nafnið „Kill You“. Ansi skondið og skemmtilegt lag sem fær mann til að kinka kolli og er þetta eitt af fáum lögum plötunnar sem maður hlustar á aftur og aftur. Eini almennilegi smellurinn á plötunni, „The Real Slim Shady“, á hyllina al- veg skilda og kemur manni í gott skap á vondum degi - hressilegur lagstúfur og fyndinn. Þar er komið lagið þar sem Slim fer sem mest á kostum í textasmíð og „dissi" á aðra lagahöfunda. Will Smith, Britney Spears, Puff Daddy, Jenifer Lopez og strákasveitir eins og N’sync fá það óþvegið og er undirritaður sam- mála flestu að undanskilinni Britney - hún er gella sem á allt gott skilið. Dr. Dre, Snoop Dogg, Xzibit og Nate Dogg koma saman í laginu „Bitch Please 2“ og er það einskon- ar framhald af laginu „What’s The Difference" sem prýddi plötu Dr. Dre í vetur. Þetta er prýðilegt lag, vel útsett af Dre og gaman að heyra Snoop semja texta sinn á staðnum. Önnur lög sem standa upp úr á plötunni eru „Mars- hall Mathers", ró- lyndiskassagítar- ballaða að hætti hússins, og „Crim- inal“ þar sem hann gerir enn eina ferð- ina út á það hversu „flippaður" hann nú er. Tvö önnur lög sem vert er að minnast á eru „Stan“ og „Kim“. Textann við „Stan“ semur hann út frá sjónarhorni aðdá- enda Slim en ég veit ekki hvort um alvöru lífsreynslu sé að ræða því hann er ansi myrkur og „brútal". Enn myrkari er þó text- inn við „Kim“, en Kim þessi er barns- móðir og eiginkona MM. Ef ég væri hún væri ég farin að efast alvarlega um geðheilsu eiginmannsins því lag- ið er um það hvernig hann myrðir hana og fyn-verandi kærasta fyrir framan dóttur þeirra. Það er ansi óþægilegt að hlusta á lagið og erfitt að heyra hvort um góðlátlegt grín sé að ræða. Ekki beint „skemmtileg“ lög en áhugaverð þrátt fyrir það. Restin er svo frekar auðgleyman- leg - því miður. MM ætti að gefa sér lengri tíma í að gera næstu plötu, fínpússa takta og texta, og láta Dre ráða ferðinni að mestu leyti því þá er útkoman nánast alltaf góð. Eins og áður sagði er platan æði misjöfn og hægt er að telja bestu lögin næstum því á helmingi fingra ann- arrar handar. Þeir sem dýrka manninn eiga eftir að elska þessa plötu en hinir sem sækjast eftir að- eins meiri heild eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.