Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Anand sigrar Adams í Dortmund skák II o r t m u n il DORTMUND SPARKASSEN 7.-16. júlí 2000 EFTIR óvæntan sigur enska stórmeistarans Michaels Adams gegn Vladimir Kramnik í fjórðu um- ferð Dortmund Sparkassen-ofur- mótsins þurfti Adams að eiga við indverska stórmeistarann Anand í fimmtu umferð. Ekki beint auðveld dagskrá það. Þar áttust við stálin stinn, efstu menn mótsins. Adams beitti Marshall-árásinni í spænskum leik, en Anand kom vel undirbúinn til leiks og hafði betur eftir 45 leiki. Þar með var ljóst, að Anand var kominn einn með forystu á mótinu. Hann hefur hlotið fjóra vinninga í fyrstu fimm umferðunum. Peter Leko íylgir hins vegar í humátt á eftir Anand eftir sigur gegn Bareev í fimmtu umferð. Afar athyglisvert var að fylgjast með viðureign Kramniks við Junior-skákforritið, sem hafði náð ótrúlega góðum árangri í fyrstu fjórum umferðun- um. Kramnik var greinilega búinn að jafna sig eftir tapið gegn Adams og tefldi fullur sjálfstrausts gegn þessu öfl- uga forriti. Hann beitti grjótgarð- inum svokallaða, sem er skynsam- leg leið gegn skákforritum. Taflið fór inn á brautir sem henta skákforrit- um afai' illa, enda tefldi forritið ómarkvisst meðan Kramnik byggði upp kóngssókn eftir öllum kúnstar- innar reglum. Það má eiginlega segja að Junior hafi lent undir gi'jót- garðinum án þess að vita nokkurn tíma hvað var að gerast. Kramnik tefldi hins vegar meistaralega. Úr- slit fimmtu umferðar urðu annars þessi: Kramnik - Junior 6 1-0 Anand - Adams 1-0 Leko - Bareev 1-0 Húbner - Piket 14-Í4 Khalifman - Akopian V2-V2 í sjöttu umferð mætast m.a. Kramnik og Anand og Akopian fær að glíma við skákforritið með svörtu. Daði Örn Jónsson Viswanathan Anand Dortmund Sparkassen Dortmund 7.-16. júlí 2000 Nr1 Nafn l 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn Röð 1 Evqenv Bareev Rússl. 2702HB % % ’/2 0 2 6.-9. 2 Michael Adams Enql. 2755 % 0 1 0 1 '/2 3 3—4. 3 Vladimir Kramnik Rússl. 2770 '/2 1 % 1 3 3.-4. 4 Viswanathan Anand Indl. 2762 % 1 1 'a 1 4 1. 5 Peter Leko Unqv. 2743 1 1 ’/2 '/2 '/2 3V, 2. 6 Dr. Robert Hiibner Þýsk. 2615 cu % 'a '/2 0 V/, 9.-10 7 Alexander Khalifman Rússl. 2667 0 % 1? ’/2 ’/2 2 6.-8. 8 Vladimir Akopian Arm.2660 0 % 14 'A 2 6.-8. 9 Jereon Piket Holl. 2649 0 'A 0 % 'A V/, 9.-10 10 Junior 6 % '/2 0 1 '/2 F53 2'A 5. BRIDS 11 m s j ó n A r n ó r G. Ragnarssun Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í As- garði, Glæsibæ, fimmtudaginn 29. júní. 25 pör, meðalskor 216. N/S Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss. 267 Ólafur Ingvarss. - Eh'n Jónsd. 244 Júlíus Guðm.s. - Oliver Kristóferss. 231 A/V JónBondó-SigrúnSigurðard. 257 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 243 Sigtryggur Ellertss. - Magnús Jósefss. 234 Mánudaginn 3. júlí. 18 pör, meðal- skor 216 stig. N/S Ólína Kjartansd. - Halla Ólafsd. 238 BergljótRafnar-SoffiaTheódórsd. 228 Júh'us Guðm.s. - Ohver Kristóferss. 227 HalldórMagnúss.-ÞórðurBjömss. 227 A/V BaldurÁsgeirss.-MagnúsHalldórss. 227 AuðunnGuðm.s.-AlbertÞorsteinss. 255 Ólafur Ingvarss. - Birgir Sigurðss. 230 ÞórarinnÁmas.-FróðiB.Pálss. 230 Þungnr róður hjá íslenzka lið- inu á EM yngri spilara íslendingar eru meðal þátttak- enda á 17. Evrópumóti yngri spil- ara sem fram fer í borginni Antalya í Tyrklandi þessa dagana. Lokið er 17 umferðum af 25 og hefir róður okkar manna verið þungur og eru þeir í 18 sæti af 25 þátttökuþjóðum með 238 stig. ísra- elsmenn eru efstir með 336,5 stig, Norðmenn í öðru sæti með 313, Danir í því þríðja með 310 og Hol- lendingar í fjórða sæti með 294 stig. Einn leikur var spilaður í gær- kveldi við Hollendinga og var ekki lokið þegar þetta var skrifað. Mótinu lýkur nk. sunnudag. Ný verðlaun í Sumarbrids I stað þess að spila um að fá frítt næst í sumarbrids, hefurverið settur í gang nokkurs konar „lukkustokk- ur“. Sigurvegarar hvers kvölds (tveir spilarar ef Howell en fjórir ef Mitchell - „highcard" ef jöfn pör) draga spil úr spilastokki og fá þar tækifæri til að vinna margskonar verðlaun: Bókaverðlaun, matarverð- laun, bílaþvott, fría klippingu, auk inneignarverðlauna af ýmsum toga. Þá er mögulegt að vinna farseðil til Kaupmannahafnar en líka gjafabréf á fínustu veitingahúsin í Reykjavík. Sandgerðisleikur Hæsta prósentuskor í sumarbrids frá 12. júlí til 8. september gefur við- komandi pari frítt keppnisgjald í hið geysivinsæla tvímenningsmót sem Bridsfélagið Muninn í Sandgerði stendur fyrir á hverju hausti. Isak Öm Sigurðsson vann síðustu viku og fær gjafabréf á Þrjá Frakka. Vilhjálmur Sigurðsson jr. þjarmaði verulega að honum á lokasprettin- um, en ísak hélt velli með góðum árangri í sunnudagstvímenningnum þar sem hann spilaði við Baldur Ósk- arsson. Úrslit síðustu spilakvöld: Sunnudagur, 9.7. Baldur Óskarsson - ísak Öm SigurðssonlOl Óli Bjöm Gunnarss. - Valdimar Sveinsson 101 Þorleifur Þórarinsson - Þórður Sigfússon 94 PéturSteinþórsson-ÚlfarKristinsson 88 Mánudagur, 10.7. Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 188 HjördísSigurjónsd.-KristjánBlöndal 186 Birkir Jónsson - Guðmundur Baldurssonl78 Erlingur Þorsteinss. - Baldur Óskarss. 170 Þriðjudagur, 11.7. Norður - Suður Hróðmar Sigurbjss. - Stefán Stefánsson 265 Óli Bj.Gunnarss. - Sturla Snæbjömss. 255 Guðlaugur Sveinss - Júlíus Snorrason 246 Austur - Vestur HrólfurHjaltason-JónÞorvarðarson 256 MagnúsAspelund-Steingr. Jónass. 232 Gísh Sveinsson - Guðm. Guðmundsson 230 Miðvikudagur, 12.7. Jón St. Gunnlaugss. - Magnús Torfason 185 HelgiBogason-KristinnKarlsson 185 Halla Ólafsdóttir - Magnús Halldórsson 181 AronÞorfmnsson-SnorriKarlsson 181 Spilað er í sumarbrids öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan alltaf klukkan 19. Adlir eru hjartanlega velkomnir, skráð á staðnum og hjálpað er til við myndun para. Nýjustu úrslit má jafnan finna á síðu 326 í textavarpinu og öll úrslit eru auk þess skráð á íþróttasíðu mbl.is., slóðin þangað er http://www.mbl.is/sport/sumarbrids/ ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óréttlæti trygg- ingafélaganna HÖFUNDUR þessarar greinar vill fá að tjá sig ör- lítið um þær hækkanir sem tryggingafélögin hafa látið falla yfir okkur núna und- anfarið. „Félögin hækkuðu ið- gjöldin um 30% í fyrra og ætla að láta annað eins yfir okkur dynja núna. Ástæð- an. Aukin greiðsla á tjónum bifreiða og bótum vegna slysa og þá helst um kennt 17 ára ökumönnum. Ég heyrði svo í fréttum í gær að a.m.k. eitt félag- anna ætli að hækka kaskA tryggingar um 17,9%. í hverju liggur sú hækkun? Eru það 17 ára ökumenn sem valda mesta tjóninu sem aka um á kaskótryggð- um ökutækjum? Sjóvá-Almennar reið á vaðið með að tilkynna hækkanir á sínum iðgjöld- um og hin tryggingafélögin fylgja á eftir eins og þæg lítil börn sem sagt hefur verið að koma inn að borða. Svo leyfa þessir menn sér sem standa fyrir svör- um fyrir félögin að halda því fram að hér ríki sam- keppnin á markaðnum. Því- líkt og annað eins. Halda þessir menn að viðskipta- vinirnir séu upp til hópa heilalausir? Það heitir ekki samkeppni að allir hækki í kór og í samræmi við hina. Þetta er það sem bændurn- ir kalla „þegar ein beljan mígur þá míga þær allar“. Önnur fyrirspurn sem ég myndi vilja koma á fram- færi til tryggingafélag- anna. Nú eru þeir famir að skipta landinu upp í áhættuflokka þannig að þeir sem búa úti á landi borga iægri iðgjöld en höf- uðborgarbúar (a.m.k. í flestum tilvikum). Gerir þetta að verkum að landsbúamir leggi bílum sinum fyrir utan höfuð- borgina þegar þeir keyra til Reykjavíkur? Ekki sitja þeir allir í sinni sveit á sín- um bílum? Margir koma til borgarinnar f skemmri eða lengri tíma og jafnvel til í dæminu að sumir eigi lög- heimili úti á landi en stundi vinnu eða skóla á höfuð- borgarsvæðinu. Valdi þetta fólk tjóni á hærri gjaldsvæðum fyrnist þá réttur þeirra til þess að aka um á iægri iðgjöldum? Hver er okkar réttur, sem þekkjum höfuðborgar- svæðið og erum vön þeim hraða og þeirri miklu um- ferð sem hér er orðin, gagnvart fólki utan af landi sem silast oft um á 30-40 km hraða á Miklubraut eða Kringlumýrarbraut og veldur stórhættu á sínum lægri iðgjöldum? Sólveig Kristjánsdóttir. Farfuglaheimilin ekki fyrir Islendinga SÍÐAN veldi Dana hér á landi hnignaði og leið undir lok, hefur það verið sjálf- sagt mál að Islendingar sneru sér til ianda sinna á íslensku. Nú bregður hins vegar svo við að árleg skrá Bandalags íslenskra far- fugla um farfuglaheimili á landinu er ekki til á ís- lensku. Þegar ég uppgötv- aði þetta fannst mér ég ekki vera velkominn á far- fuglaheimilin. Það er á sama veg það Sem ég sé á farfuglaheimilinu í Laugar- dal, hér í nágrenni við mig, að ekki er hirt um að hafa almennar tilkynningar til gesta á íslensku. Björn S. Stefánsson, Kleppsvegi 40, Rvk. Kostnaður vegna kattafárs HVERNIG má það vera að kostnaður við það að fanga og aflífa hverja kisu hafi kostað um það bil 100.000 krónur í kattafári Reykja- víkurborgar í vetur? Hefði ekki verið nær að eyða fjár- mununum í eitthvað þarf- ara og láta blessuð dýrin í friði? Líklega hafa katta- veiðarar borgarinnar sæmileg laun. Borgari. Þakklæti SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks Rainbow ryksuguþjónustunnar fyrir frábæra þjónustu og nota- legheit. Tapað/fundió Ocean-vöðlur töpuðust EINHVER í veiðihópnum í Vökuholti í Laxá í Aðaldal, dagana 6. júlí-10. júh', hefur tekið í misgripum nýju dökkgrænu Ocean-vöðlurn- ar mínar. Aðrar voru skild- ar eftir. I þeim var rauður svissneskur hnífur. Ef ein- hver kannast við þetta, haf- ið vinsamlega samband i síma 553-2543 eða 551- 1570. Gunnar Petersen. Game-boy Ieikjatölva tapaðist BLÁ Game-boy leikjatölva tapaðist i Nauthólsvík mánudaginn 10. júh' sl. Skil- vis finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 561-3125. Barnahjálmur fannst BARNAHJÁLMUR fannst á víðavangi nálægt Langhoitsvegi, miðviku- daginn 12. júií sl. Uppiýs- ingar i síma 553-4832. Tveir húslyklar fundust TVEIR húslyklar fundust við stoppistöðina við Eddu- fell, miðvikudaginn 12. júlí sl. Upplýsingar í síma 557- 5953. Gullhringur með safír og demöntum tapaðist BREIÐUR gullhringur með safír og fimm demönt- um hvort sínum megin, tap- aðist fyrir um það bil sex vikum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Ragn- heiði í síma 862-0083. Dýrahald Fress óskast ÓSKA eftir einlitum hvit> um geldum fress um það bil 10 mánaða til eins árs gömlum. Upplýsingar í síma 696-0814. SKAK llinsjóii llelgi Áss Grétarsson Á Reykjavíkurskákmótinu 1988 sem Jón L. Ámason vann, vakti ungur grísk- ur meistari, Vasilios Kotronias, mikla athygli fyrir knáa frammistöðu er hann lenti í öðru sæti. Fjórum árum síðar tók hann aftur þátt í sama móti og var þá orðinn stigahár stórmeistari. Hann er enn að en hefur flust búferlum til Kýpur Hvítur á leik. og hefur nú um stundir 2.539 stig. Stað- an er frá viðureign hans við Ilír Karkan- aque (2.389) frá Albaníu á svæðamótinu í Jerevan er lauk um miðjan júm'. 31. f6+! Kf7? Svartur gat hugsanlega bjargað taflinu með 31.... gxíB 32. exíB+ Kd7! þar sem núna gengur 33. He7+ Kd6 34. Re6 ekki upp fyrir hvítan sök- um 34.... Hxffi! 32. e6+ Ke8 Eftir 32.... KxfB hefur hvítur margar vinningsleiðir en áhrifaríkust er 33. e7! He8 34. Rd5+ Kg6 35. Hxd4 cxd4 36. HI8 33. Hxd4 cxd4 34. fxg7 Hg8 35. Rxh5 Ke7 36. Hf7 + og Albaninn gafst upp. Yíkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins þurfti nú fyrir skemmstu að leggja leið sína til Akureyrar og fara flugleiðis. Eftir að hafa eytt miklum tíma í að íhuga alla þá fjöldamörgu valkosti sem í boði eru fyrir flugfarþega frá Reykjavík til Akureyrar ákvað Vík- verji að taka sér far með því forn- fræga Flugfélagi íslands. Ekki datt honum annað í hug en að hin mikla saga félagsins og brautryðjenda- orðspor sem félagið á yrði til annars en að þar á bæ ríkti ítrasti metnað- ur til að gera sem best við þá far- þega sem hefðu valið að versla við félagið. En annað kom á daginn. I fyrsta lagi var seinkun á fluginu frá Reykjavík, ekki mikil, um það bil 15 mínútur, en aldrei var tilkynnt um hana né hennar getið á áætlanaskjá í biðsal. En flugið norður var ljúft, enda veðrið hið besta, og Víkverji var ekki að hvekkja sig á svona smá- munum. Það hefði samt verið kurt- eist af hinu fornfræga félagi að til- kynna um seinkun. xxx SVO þurfti Víkverji að fara til baka til Reykjavíkur. Víkverji mætti á flugvöllinn á Akureyri á réttum tíma, en komst þá að því að vélin sem hann átti að fara með var langt á eftir áætlun, báru starfs- menn við bilunum og reiknuðu með að flugið yrði „sennilega" ekki fyrr en tveimur, þremur tímum seinna. Þetta var að kvöldi og Víkverji ákvað að fresta för sinni þar til morguninn eftir, klukkan 9.40. Hann hafði vaðið fyrir neðan sig í það skiptið og hringdi á völlinn og viti menn, það hafði orðið „smá“ breyting, að því er afgreiðslan sagði. Vélin færi frá Reykjavík til Húsavíkur og þaðan til Ákureyrar, og seinkaði þar af leiðandi um 50 mínútur. Þessi „smá“ breyting nam því í rauninni lengri tíma en flug- tímanum til Reykjavíkur. Víkverji mátti sitja á sér að verða ekki draugfúll. Hann mætti svo á flug- völlinn, vélin átti að fara hálfellefu. Ekki varð Víkverji vitund hissa á að sú áætlun stóðst ekki. Var ekki farið í loftið fyrr en rétt undir ellefu, og Víkverji var kominn suður um há- degi daginn eftir að hann hafði ætl- að sér að fara. Og ekki var ferðin sérlega þægileg í það skiptið og Vík- verji veltir því fyrir sér hvort geti verið að ATR-flugvélarnar séu ekki eins stöðugar á sigiingunni, ef svo mætti segja, og gamli góði Fokker. xxx ER það bara smámunasemi í Vík- verja að ætlast til stundvísi af Flugfélagi íslands? Og ætlast þar að auki til þess að hann sé látinn vita af seinkunum og þurfi ekki að fara margsinnis út á flugvöll? Væri réttast að Flugfélagið greiddi hon- um bensínbætur. En þetta er auð- vitað ekki einsdæmi, þvert á móti, og Víkverji - sem þarf oft að fara milli Reykjavíkur og Akureyrar og fer þá flugleiðis vegna þess að hann á ekki bíl - man varla til þess að hafa ekki orðið fyrir óvæntum töf- um, reyndar stundum vegna veðurs og þá ekki við nokkurn mann að sakast, en álíka oft vegna þess að Flugfélag íslands, sem á náttúrlega í harðri samkeppni á þessari flug- leið, virðist ekki telja stundvísi miklu skipta. En það er náttúrlega landlægur ósiður á íslandi. XXX IRAUNINNI eru það ekki mark- tækar viðbárur af hálfu Flugfé- lagsins að vélar hafi bilað, því að það er sjálfsögð krafa að þá sé til reiðu varavél - og jafnvel varaáhöfn ef þarf - svo unnt sé að standa við gerða samninga. Því að hvað er farmiði annað en samningur milli farþegans og Flugfélagsins? Far- þeginn stendur við sinn hlut með því að greiða fyrir farið fullt gjald, og þá á Flugfélagið að standa við sinn hlut með því að flytja farþegann á þeim tíma sem um var samið, ann- ars ætti félagið ekki að krefjast þess að farþeginn standi fyllilega við sinn hlut samningsins, það er, greiðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.