Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Úr gullakistu
klarínettsins
KYRRÐ
AF KYRRÐ
TOIVLIST
H á s a I i r
KAMMERTÓNLEIKAR
Burgmiiller: Dúó í Es Op. 15;
Brahms: Sónötur nr. 1 & 2 í f & Es
Op. 120; Ferguson: Four short
Pieces. Einar Jóhannesson, klarí-
nett; Philip Jcnkins, píanó. Mið-
vikudaginn 12. júlí kl. 20.
TÍU mínútum yfir tilsettan tíma
- en þá heldur ekki sekúndu síðar
- hófust tónleikar þeirra Philips
Jenkins og Einars Jóhannessonar í
hálftunglslaga sal Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar við dávæna aðsókn
áheyrenda miðað við hásumartíð.
Sá minniháttar agnúi, og kannski
af óviðráðanlegum ástæðum, hefði
nánast verið eini fegurðarblettur
tónleikanna, hefði ekki annar og
verri komið til - endurkast salar-
ins frá litla Yamaha-flyglinum,
sem við óbreyttar aðstæður (a.m.k.
við ekki nema hálffullan sal) er of
mikið. Sterkustu píanóstaðir, sér-
staklega í bassa, glumdu fyrir vik-
ið í eyrum og fóru jafnvel í graut,
einkum þó þykkur ritháttur
Brahms, sem greinilega hefur haft
betri ómvist í huga suður í Vín.
Alltjent var ljóst að veggteppi sal-
arins hrökkva ekki til við slíkar
aðstæður. Spurning er hvort
mætti með t.d. fjarstýrðum renni-
hlerum fyrir ofan ljósopin tempra
endurkast Hásalasalarins eftir
þörfum, án þess að undirritaður
hafi annars kannað þau mál til
hlítar. Vert væri samt að athuga
alla möguleika til úrbóta, ekki sízt
úr því salurinn státar fyrir af
prýðilegri kórakústík og fremri en
t.a.m. nafni hans með stórum staf í
Kópavogi. Auk þess sem manni
skilst að oftast sé auðveldara að
dempa hljómburð en dýpka, þegar
byggingu er lokið.
Fyrst á skrá var Dúó fyrir klarí-
nett og píanó eftir Norbert Burg-
muller, sem þeir félagar voru ef að
líkum lætur með fyrstu hljómlist-
armönnum til að endurvekja á
breiðskífu þeirra snemma á 9. ára-
tug. Burgmuller féll frá aðeins 26
ára gamall á fyrri hluta 19. aldar
og varð til skamms tíma gleymsku
að bráð, þrátt fyrir að Mendels-
sohn og Schumann hafi metið hann
mikils. Áhrifin frá Weber eru
kennileg, en raunar ekki síður þau
frá Schumann í flæðandi melódík
þessa stórefnilega höfundar, eins
og vel kom fram í innlifuðum sam-
leik þeirra Einars.
Kammerbókmenntir klarínetts-
ins auðguðust ekki lítið við tilkomu
þessa bráðfallega verks, og helztu
málsvarar hljóðfærisins kunna
ekki síður kollega sínum Richard
Muhlfeld ævarandi þakkir fyrir að
hafa kveikt í Brahms á síðustu
æviárum meistarans, þegar stór-
um hafði annars dregið úr afköst-
um, og ginnt hann til að fremja
nokkur mestu snilldarverk sín með
klarínett í forgrunni, Kvintettinn
fræga og sónöturnar tvær fyrir
klarínett og píanó Op. 120, sem
báðar voru fluttar hér. Þó að
tregablandinn haustblær sé yfir
sumu í perlum þessum er á hinn
bóginn engu líkara en að Brahms
lifni stundum við og hrökkvi aftur
í æskuham náttúruunnandans með
ljóðrænum ferskleika og glaðværri
Gemiitlichkeit, eins og í Tyróla-
lándlerkennda Allegretto grazioso-
þættinum og hinum nærri hljóm-
sveitarhugsaða Vivace-þætti f-
moll-sónötunnar, að ekki sé minnzt
á kraftmestu tilbrigði í Andante
con moto-lokaþætti Es-dúrsins. I
flutningi af þeirri gæðagráðu sem
hér gat að heyra væri hjómi næst,
og of mikið mál í þokkabót, að
fetta fingur út í smáatriði, enda
var túlkun þeirra félaga í einu orði
sagt stórkostlegur - hnífjafn sam-
leikur við hæfi andlegra síamství-
bura, sem heyra verður til að trúa.
Síðust á dagskrá voru „Fjögur
stutt stykki“ eftir Howard Fergu-
son. Þótt ekki sé hlutverk umsagn-
armanns að fylla í upplýsingaeyð-
ur tónleikaskrár, sem í þessu
tilviki eyddi hvorki aukateknu orði
um höfunda né verk, má láta fljóta
með, að Ferguson, sem fæddist í
Belfast 1910 og kann enn að vera
ofar moldu, mun ekki hafa samið
nema á þriðja tug verka, enda
sjálfsvandlætið slíkt að hann hætti
smíðum um sextugt; kvaðst ein-
faldlega ekki hafa meira til mála
að leggja.
Hvenær stykkin voru samin er
mér ókunnugt, en þótt varla væru
meira en stuttar míníatúrur, allt
niður í hálfa mínútu að lengd eins
og Scherzóið, var tilhöfðunargildi
þeirra næsta áþreifanlegt. Það
kom ekki sízt fram af syngjandi
suðrænni hjarðstemmningu Pas-
toralesins í 6/8 og hinu skoppandi
Burlesque, þar sem gustaði hressi-
lega af írskum gikki og skozkum
Highland Fling. Hér var mikið
sagt með litlu, og smitandi spila-
gleði virtúósa eins og Einars og
Philips færðu sem vænta mátti
þessi ljóðrænu og laufléttu tónlist-
arpóstkort í enn æðra veldi.
Ríkarður Ö. Pálsson
MYIVDLIST
MYIVDLISTAR-
SALURINIV MAIV
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
MÁLVERK
GUÐBJÖRG LIND
VALGARÐUR GUNNARSSON
Opið virka daga á túna verslunar-
innar. Sunnudaga frá 14-18.
Aðgangur ókeypis.
Kyrrð og látleysi ríkir þessa dagana
í hinum þokkalega sýningarsal Man
á Skólavörðustíg en þar sýna nú
málararnir Guðbjörg Lind og Val-
garður Gunnarsson.
Verk þeirra beggja einkennir
hægur stígandi með áherslu á sterka
yfirvegaða heild frekar en innbyrðis
togstreitu lita og forma. Allt er slétt
og fellt en undir yfirborði kyrrðar
kraumar þó í safaríkum vessum lita-
flæðis. Vísunin getur í bókstaflegum
skilningi átt við málverk Guðbjargar
Lindar, sem að þessu sinni sækir
myndefni sín til fjöruborðsins, haf-
flatarins og eyjaformana við sjón-
hring eins og nöfn verkana bera með
sér; Skuggaeyjar, Úteyjar, Eyjahaf.
Guðbjörg hefur alla tíð verið upp-
tekin af einhverju rennandi á mynd-
fleti, allt frá fossum í lækjarsprænur
á stundum meira gefið í skyn en
augað beinlínis nemur, í þá veru
telst myndefnið huglægt, þó er eitt-
hvað mjög upprunalegt og áþreifan-
legt í þessum myndheildum, eitt-
hvað sem maður ósjálfrátt kannast
við, meðtekur um leið að eigi sér
rætur í skynheimi gerandans,
kannski lifunum úr bernsku.
Að hér sé á stundum meira um 1
skynjanir en raunveruleika að ræða 1
er myndin Fjöruborð lýsandi dæmi.
Þar er öllu frekar um ofurmjótt
langborð í yfirstærð að ræða en
jarðneskt fyrirbæri sem við skynj-
um sem fjöruborð og þó er ekki
laust við að eitthvað sé þar skylt
með flæðarmáli, einhverju sem seitl-
ar og rennur. Ekki er langt síðan
Guðbjörg sýndi sams konar myndir í
Sólon íslandus, svo þetta virðast
frekar endurtekningar en nýir land- \
vinningar og þó standa þær fullkom- 1
lega fyrir sínu og undirstrika hin ög-
uðu og yfirveguðu vinnubrögð sem
eru styrkur listakonunnar.
í það heila er Valgarður Gunnars-
son á sömu nótum og áður og þótt
myndferlið einkennist af sömu yfir-
vegan og kyrrð og hjá Guðbjörgu
Lind er um gjörólíka málara að
ræða. Bæði era myndefnin önnur, i
lita- og formskynið annað og pensil-
beitingin giska frábrugðin. Þegar |
Guðþjörg leggur áherslu á jafnt (
flæði yfir allan myndflötinn er
Valgarður upptekin af einhverju af-
mörkuðu hlutvöktu formi sem
þrengir sér á vit áhorfandans, hins
vegar geta önnur form verið með
öllu óhlutlæg og einungis til staðar
til að styrkja burðargrind heildar-
innar. Þá er yfirborðið hrjúfara og
meira hugsað um samspil litanna,
innbyrðis andstæður og að þær
myndi samfellt hryn og þótt form-
hugsunin sé mjög háð hinu hlut-
vakta er álitamál hvort heldur
myndheildirnar séu huglægar eða
Kannski skortir okkur
næmleika kattarins
I dag klukkan 17 opnar Haraldur (Harry) Bilson
málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauð-
arárstíg. Sýninguna nefnir hann Kannski. Haraldur
Bilson er fæddur í Reykjavík árið 1948 af íslensku og
ensku foreldri en hann fluttist barn að aldri til Eng-
lands og ólst þar upp. Hann er kunnur víða um lönd
fyrir málverk sín og verk hans eru í eigu fjölda safna
í öllum heimsálfum. Þorvarður Hjálmarsson litaðist
um á Kannski undir fjörlegri leiðsögn listamannsins.
„HVER einstök mynd hefur sína
eigin merkingu í mínum huga,“ segir
Harry Bilson glaðlega þegar við
virðum fyrir okkur sýningu hans í
baksal Gallerís Foldar og ég spyr
hann um inntak hinna líflegu mynda
sem við blasa á veggjunum.
„Þær merkja bara það sem þær
merkja í augum þeirra sem horfa á
þær. Eg veit ekki einu sinni hvað
þær merkja þegar ég mála þær. Til
er fræg saga af Picasso þegar ein-
hver kom inn á vinnustofu hans og
spurði hann um hvað verk hans
merktu og Picasso tók manninn út á
götu, benti á himininn og spurði:
„Hvað merkir þetta?“ og það varð
fátt um svör. Myndirnar merkja ein-
ungis það sem þær merkja í hvert
sinn sem ég lít á þær. Búið spil. Til
dæmis þessi mynd sem ég málaði
hér á Islandi í fyrra.“
Harry gengur að mynd sem heitir
„Inside Out“ og sýnir að því er virð-
ist par í boltaleik og kött á borði, út
um opinn glugga má greina bams-
hendur bera við bláan himin.
„Þessa mynd málaði ég í maí síð-
astliðið vor þegar ég deildi vinnu-
stofu með Daða Guðbjörnssyni
myndlistarmanni, í ákaflega andríku
umhverfi að baki danska sendiráðs-
ins. Þarna kviknuðu eldar því ég
hafði rissað þessa mynd upp tveim
áram fyrr en var ekki ánægður með
hana. Eitt síðdegið sat ég þarna og
allt í einu rann upp fyrir mér hvað ég
þyrfti að gera við myndina. Eg kalla
myndina „Inside Out“ því myndin
sýnir fólk sem er að reyna að ná
saman, tala saman, henda boltum á
milli sín og það tekst ekki, því það er
erfitt að halda mörgum boltum á lofti
í einu. Fyrir utan gluggann er barnið
í fjölskyldunni að leik, svo þetta er
blanda af „úti og inni“ og erfiðleikum
í samböndum milli fólks. Ég var
sjálfur að ganga í gegnum sam-
bandsslit á þessu tímabili og þar
vora börn í spilinu og þetta er flókið
munstur en kötturinn á borðinu er
næmur á bamið fyrir utan gluggann,
sem auðvitað er aðalatriðið. Við full-
orðna fólkið leikum þessa heimsku-
legu leiki sem heita ást, kynlíf og
losti og kannski skortir okkur þenn-
an næmleika kattarins.
Harry vill endilega sýna mér þær
myndir á sýningunni sem hann hefur
málað hér á landi. Hann litast um og
finnur eina frá sama tímabili og fjöl-
skyldumyndin harmræna er. „Hér
er ein sem í fyrstu var bara hrein-
ræktuð landslagsmynd en tók breyt-
ingum þegar ég fór að vinna við
hana. Ég elska snjóskaflana sem
verða eftir í fjöllunum þegar vorar á
íslandi, síðustu leifarnar af vetri sem
horfinn er á braut. Þú þekkir það að
þegar maður horfir á skýjamyndir á
himni sér maður ýmsar kynjamyndir
birtast og ýmislegt sem maður þekk-
ir fyrir sér maður myndast í skýja-
slæðunum. Þessar hugrenningar
voru upphafið að stærra verki sem
ég er að vinna að þessa dagana,
vegna þess að núna hef ég vinnu-
stofu með útsýni yfir flóann og Esju,
og það kveikir svo sannarlega elda
sem ég á eftir að vinna úr. En hvað
þessa mynd varðar þá kláraði ég
hana í Englandi. Ég hef mér ómeð-
vitandi og meðvitandi málað hesta
undanfarin ár og það er sama hvar
ég sýni í heiminum, ég er alltaf
spurður; hversvegna hafa hestarnir
þínir svona litla fætur? Og ég svara
alltaf því sama: Það er vegna þess að
þetta era íslenskir hestar og þeir
hafa svona fætur. En auðvitað era
hestarnir ekki svona í verunni, þetta
er auðvitað mín túlkun á íslenskum
hestum. Ég segi í gamni við fólk úti
um allan heim að ég ætti að vera
tveggja metra hár, því efri hluti lík-
ama míns er íslenskur og mjög stór,
neðri hlutinn enskur og stuttur. Þeg-
ar ég sit halda allh- að ég sé risi, en
þegar ég stend upp kemur sannleik-
urinn í ljós. Ég leik mér oft með
þessa hluti í samskiptum mínum við
ókunnugt fólk. Ég ferðast mikið um
heiminn og tímamismunurinn á milli
staða veldur mér erfiðleikum, þess-
vegna sef ég oft á röngum tíma. Lúri
þegar aðrir vaka. Þú sérð manninn á
myndinni sem liggur sofandi á jörð-
inni. Það er ég að fá mér blund.“
Stoltur veiðimaður
Næsta málverk sem á vegi okkar
verður er af Adam og Evu í aldin-
garðinum. Málverkið er frjálslegt og
sýnir Adam tjalda því til sem hann
hefur og Evu í tælandi og lostafull-
um stellingum.
„Konan sem ég nota sem fyrir-
mynd af Evu er mikil dama og
óperasöngkona,“ segir Harry og það
má greina væntumþykju í röddinni:
„Hún er haldin sýniáráttu, leynir
engu og freistaði meðal annars vinar
míns. Ég hef málað Adam og Evu
nokkuð oft í ýmsum tilbrigðum og
þessi vinkona mín sagði við mig ein-
hverju sinni að hana langaði til að sjá
litla raunsæja mynd af Adam og Evu
eftir mig. Ég fór að fikta við þetta og
myndin varð til og heitir „Fyrsta ris-
ið“. Vegna þess að þarna er gagn-
kynhneigður maður í nærvera fyrstu
konunnar sem hann lítur augum og
það að honum rís hold hlýtur að vera
rökrétt afleiðing af aðstæðunum.
Þessa mynd málaði ég ekki hér á ís-
landi, heldur á Irlandi, einhverra
hluta vegna.“
Og Harry heldur áfram að sýna
mér hinar fjörlegu og litskrúðugu
myndir sínar sem iða af lífsgleði,
óvæntum aðstæðum og uppákomum
út um víðan völl. Hann staðnæmist
næst við mynd af Verbúðunum
gömlu við Tryggvagötuna niður við
Reykjavíkurhöfn. A myndinni er
dökkbrúnn íslenskur hestur, börn og
fjöllistamenn að leik. Fjölskrúðugt
mannlíf á góðum degi.
„Ég hef alltaf verið bergnuminn af
grænum dökkum lit,“ segir Harry.
„Þegar ég var lítill og bjó hjá ömmu
minni á Laugaveginum fór ég oft
niður á bryggu eins og aðrir Reykja-
víkurstrákar og renndi fyrir sand-
kola með öngli og gimi eins og þá var
siður. Ég veiddi bara nokkuð mikið
og man sérstaklega eftir einum degi
úr æsku minni. Þennan dag var afl-
inn með mesta móti og ég var mjög
stoltur af veiði minni þegar ég kom
heim til ömmu og sýndi henni feng
minn. Hérna höfum við fisk í soðið í
kvöldmatinn, sagði ég við hana og
rétti henni aflann. Við svo búið fór ég
inn í annað herbergi en fylgdist
álengdar með ömmu minni án þess
að hún yrði þess vör. Hún henti auð-
vitað afla mínum í ralsatunnuna og
setti síðan fisk sem hún hafði keypt í
pottinn og lét þetta líta út eins og
það væri fiskurinn sem ég hafði
veitt. Auðvitað voru þetta sárasak-
lausar blekkingar vegna þess að
gamla konan vildi aðeins borða djúp-
sjávarfisk en ekki kola úr höfninni.
Én síðan þá hefur þetta hafnarsvæði
niður af verbúðunum heillað mig.
Það er alltaf eitthvað um að vera
þama.“
Harry Bilson fæddist árið 1948 í
húsi ömmu sinnar við Laugaveginn
og segist ekki hafa haft eirð í sér til
að nema við listaskóla. Hann segist
hafa verið of upptekinn af sjálfum
sér til þess að njóta tilsagnar ann-
arra eða taka mark á öðrum en sjálf-
um sér. I dag segist hann sjá eftir
þessari breytni sinni og segist gjarn-
an hafa viljað læra meira í listrænni
tækni en raunin varð. En þetta var
þó á þeim tíma sem tæknin sætti
gagnrýni og hver mátti mála eins og
honum þóknaðist og hefðbundnar
aðferðir vora ekki í hávegum hafðar.
Þó segist hann hafa reynt að fara í
skóla en skólagangan hafi hlotið
snöggan endi því einn kennarinn fór
svo í taugarnar á honum að hann
ákvað að hætta námi og helga sig
ferðalögum.
„Ég mála oft myndir þar sem fólk
kastar á milli sín boltum og kúnstin
er sú að halda þeim sem lengst á
lofti, sennilega fjalla þær um það að
halda jafnvægi. Stundum gengur allt