Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 4%. FRETTIR Um 170 hundar á hundasýningu Hundaræktarfélags fslands á Akureyri Hundurinn Gæða-Jökull þótti fallegastur Um 170 hundar af öllum stærðum og gerð- um voru sýndir á hundasýningu Hunda- — _ ræktarfélags Islands á Akureyri fyrir skömmu. Þegar úrslit voru kunngjörð hélt Brynja Tomer að þakið myndi rifna af — - —— Iþróttahöll Akureyringa, svo mögnuð voru fagnaðarlætin þegar ljóst var að dómara þætti cavalier-hundurinn Gæða-Jökull fríðastur allra. LJÚFUR og skapgóður smáhundur af kyninu ca- valier king charles spaniel var valinn besti hundur sýningar á hundasýningu Hunda- ræktai'félags íslands á Akureyri helgina 24. og 25. júní síðastliðinn. Sigurvegarinn, Gæða-Jökull, er í eigu Asdísar Gissurardóttur, sem er jafnframt ræktandi hans. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem hundur af þessu kyni er valinn besti hundur sýningar hér á landi, en sænski dómarinn, Kenneth Edh, sagði að þarna væri á ferðinni hundur sem sigrað gæti á hvaða hundasýningu sem er, hvar sem er í heiminum. Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir sýningarstjóri kvaðst afar ánægð með sýninguna, hún hefði verið skemmtileg í alla staði, hundar og eigendur hefðu verið til fyrirmyndar og andrúmsloftið mjög gott. „Á sýningum Hundaræktarfélags Islands er leitast við að fá til lands- ins virta og þekkta dómara og er Kenneth Edh í hópi þeirra, enda bókaður meira en tvö ár fram í tím- ann. Sem dæmi um vinsældir hans má nefna að hann var beðinn um að dæma á heimssýningu í Mílanó, en þurfti að afþakka þar sem heimssýn- inguna bar upp á sömu helgi og sýn- inguna okkar.“ íslensk ræktun á réttri braut Ein af merkustu tíðindum þessar- ar hundasýningar teljast þau að verðlaunahundar eru allir, nema besti öldungurinn, ræktaðir hér á landi. Þykir áhugafólki um hunda- rækt það vera vísbending um að ís- lensk hundarækt sé á réttri leið, í það minnsta hjá þeim sem verma verðlaunasæti á sýningum Hunda- ræktarfélagsins. Dómarinn var sér- lega hrifinn af árangri í ræktun ca- valier king charles spaniel-hunda. Auk þess að velja Gæða-Jökul besta hund sýningarinnar fannst honum besti ræktunarhópur sýningarinnar vera cavalier-ræktun Halldóni Frið- riksdóttur, Nettu-Rósar. Besti hvolpur sýningarinnar var tíbet- spaniel-tíkin Silfurs Esmeralda, sem ræktuð er hér á landi og er í eigu ræktanda síns Kristjönu J. Ól- afsdóttur. Annar besti hundur sýningarinn- ar var cocker spaniel-tíkin Bjarkeyj- ar-Eir, sem er íslenskur meistari, og þriðji besti hundur sýningarinnar boxer-tíkin Bjarkeyjar-Snilld. Báð- ar eru þær frá sama ræktanda, Ingu Björk Gunnarsdóttur. í fjórða sæti var írski setinn Eðal-Dís, í eigu ræktenda sinna, Hreiðars Karlsson- ar og Elínar Gestsdóttur. Besti öld- ungur sýningarinnar var border collie-hundurinn Fenacre Blue Azil, tæplega átta ára gamall hundur sem bæði er íslenskur og alþjóðlegur meistari. Hann er í eigu Björns Ól- afssonar og Láru Birgisdóttur. Liður í unglingastarfi Hunda- ræktarfélags íslands er leiðsögn í því hvernig sýna á hunda, en víða er- lendis hafa menn atvinnu af því að sýna annarra manna hunda. Um nokkurra ára skeið hefur keppni ungra sýnenda verið hluti af al- mennum hundasýningum félagsins og er þá lögð áhersla á náið samband sýnanda og hunds, auk þess sem miklu skiptir að dómara sé gert auð- velt um vik að skoða og dæma hund- inn. Steinunn Þóra Sigurðardóttir var valinn besti ungi sýnandinn í keppnisflokki 14-16 ára og Anna Kristín Guðnadóttir í flokki 10-13 ára. Ásdís Gissurardóttir, eigandi og ræktandi Gæða-Jökuls, sagði að úr- slitin hefðu komið sér skemmtilega á óvart. „Jökull er rúmlega tveggja ára og hefur alltaf fengið jákvæða dóma, mig dreymdi samt ekki um að hann yrði valinn besti hundur sýn- ingarinnar." Hún eignaðist fyrsta cavalier- hundinn sinn fyrir fimm árum, Nettu-Rósar-Tinnu, móður Jökuls. Tinna hefur gotið einu sinni og ákvað Ásdís að halda Jökli eftir, þrátt fyrir að mikil ásókn væri í hvolpana. „Mér fannst mjög erfitt að láta hvolpana frá mér, en sem betur fer fengu þeir allir góð heimili." Traustir hundar og blíðir Um upphaf hundadellunnar segir Ásdís: „Bömin mín höfðu þrálátlega Ljósmynd/Ragnar Th Gæða-Jökull, Cavalier King Charles spaniel-hundurinn sem valinn var besti hundur sýningarinnar. beðið um hund og þegar við sáum cavalier á sýningu voru örlögin ráð- in. Við spurðumst fyrir og skráðum okkur á biðlista hjá ræktanda. Þeg- ar Tinna kom á heimilið var ljóst að ég væri komin í hundana." Ásdís segist hafa gaman af að sýna hundana sína, sérstaklega Jök- ul, enda hafi hann gaman af því að sýna sig. Kenneth Edh dómari sagði meðal annars um hann að hann sam- svaraði sér vel, hlutföll í líkams- byggingu væm mjög góð og hreyf- ingar væru fallegar. Þá væri djúprauður litur í feldi mjög fallegur og vökul, dökk augun sömuleiðis. Augnaráð sem bræðir Cocker spaniel-tíkin Bjarkeyjar- Eir var í öðm sæti á sýningunni á Akureyri. Eigandi hennar og rækt- andi er Inga Björk Gunnarsdóttir. Hún segist á sínum tíma hafa fallið fyrir augnaráði cocker spaniel- hunda. Að auki séu þetta síglaðir, litlir og skemmtilegir heimilishund- ar, sem einnig séu notaðir í ýmis- konai- vinnu, meðal annars veiði og fíkniefnaleit, auk þess að njóta vax- andi vinsælda sem leitarhundar í rústum eftir jarðskjálfta. Þá geti komið sér vel að vera smár og kom- ast inn um þröngar rifur, auk þess sem næmt lyktarskyn og vinnugleði nýtist vel. Fyrstu cocker spaniel-tíkina sína flutti Inga inn frá Bretlandi fyrir 7 árum. Tveimur árum síðar var box- er-hundur fluttur inn og nú em heimilishundarnir níu talsins. Dóttir innflutta boxer-hundsins, Bjarkeyjfc- ar-Snilld, var þriðji besti hundur sýningarinnai' á Akureyri. Um box- er-hunda segir Inga að þeir séu glaðir og fjöragir, en jafnframt kröftugir og traustir. Þeir hafi gam- an af leik fram á gamals aldur og séu hálfgerðir trúðar meðal hunda, enda sé ekki verra að eigendur þeirra hafi kímnigáfuna í lagi. Hundar Ingu hafa verið sigursæl- ir á sýningum á síðustu ámm og hæversk segist hún hafa verið mjög heppin. „Ég var svo lánsöm að finr^vv ábyrga og heiðarlega ræktendur í Bretlandi, sem vora reiðubúnir að senda góða hunda til mín. Ég hef ræktunarmarkmið tegundarinnar vitaskuld að leiðarljósi, auk þess sem ég legg mikla áherslu á heil- brigði og geðslag hundanna minna. Þegar afkvæmi fær betri dóma en foreldrar er það vísbending um að ræktunin sé á réttri leið.“ Hreiðar Karlsson og Elín Gests- dóttir hafa einnig átt sigursæla hunda á sýningum síðustu ár. Um 11 ára skeið hafa þau ræktað írskan seta og hafa margir af hundum þeirra verið í verðlaunasætum gegn- um tíðina. Að þessu sinni var tíkin þeirra, Eðal-Dís, fjórði besti hundur sýningarinnar. •• Þau fengu fyrsta írska setann sinn fyrir 18 árum, en segja að á þeim tíma hafi innflutningsbann gilt um hunda og því hafi hundarækt- endur átt erfitt um vik. „Hér var mikil skyldleikaræktun, sem olli því meðal annars að margir fallegir og vel gerðir hundar voru ófrjóir. Einn- ig var skapgerð hundanna ekki nógu góð, þeir vora taugaveiklaðir, en eiga að vera mjög yfirvegaðir." Tíguleiki írska setans heillar Hreiðar og Elínu. „Auk þess að vera fallegir era allir hundarnir mínir mjög góðir veiðihundar." Til að ná góðum árangri segja þau nauðsyn- legt að ræktendur þekki ræktunar- markmið viðkomandi hundakynS* mjög vel og vandi val á undaneldis- hundum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.