Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÖGMUNDUR JÓNSSON + Ögmundur Jóns- son fæddist í Rcykjavik 17. nóv- ember 1911. Hann lést á Landspítalan- um 5. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson járnsmiður, Lauga- vegi 54, fæddur 2. júlí 1874 á Krossi í Ölfusi, dáinn 2. apríl 1959, og kona hans Sigurborg Jónsdótt- ir, fædd 9. janúar 1881 á Hallbjamar- stöðum í Skriðdal, 1989, 5) Gunnar, f. 6. júlí 1918, d. 24. mars 1998, maki Jóhanna Sveinsdóttir, f. 6. apríl 1926, 6) Hjalti, f. 13. mars 1923, d, 27. nóv. 1988. Ögmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sig- urðardóttur, 7. októ- ber 1939. Foreldrar hennar voru Jakobína Guðrún Camilla Frið- riksdóttir, f. 16. júm' 1895, d. 30. júlí 1934, dáin 19. október 1950. Systkini Ög- mundar eru: 1) Sigurjón, f. 12. júní 1906, d. 22. apríl 1983, maki Anna Jónsdóttir, f. 31. des. 1912, Vil- borg, f. 13. maí 1908, maki Kjartan Hjaltested, f. 17. okt. 1902, d. 29. okt. 1983, 3) Ólöf Hólmfríður, f. 6. apríl 1910, d. 24. okt. 1930, 4) Þu- ríður, f. 12. ágúst 1913, maki Carl Billich, f. 23. júlí 1911, d. 23. okt. og Sigurður Gunnar Jónsson, f. 6. ágúst 1895, d. 28. júní 1938. Böm Ögmundar og Ingi- bjargar em: 1) Sigrún Jakobína, f. 27. feb. 1942, d. 24. mars 1942. 2) Hreiðar, f. 12. nóv. 1943, kvæntur Katrínu Gunnarsdóttur, f. 11. maí 1951. Þeirra börn em a) Amar Ingi, f. 7. apríl 1974, sambýliskona Margrét Norðdahl, f. 10. maí 1978, b) Helga, f. 18. sept. 1978, sambýl- ismaður Amór H. Sigurðsson, f. 9. október 1981, c) Hulda, f. 16. júlí 1982, sambýlismaður Halldór H. Jónsson, f. 13. ágúst 1981, bam Ólaf- ur Hrafn, f. 9. júní 2000, og d) Bryn- dís, f. 23. nóv. 1986. 3) Jón Sigurður, f. 19. júní 1946, kvæntur Önnu Sig- ríði Indriðadóttur, f. 5. apríl 1949. Þeirra börn em a) Berglind, f. 24. ágúst 1976, sambýlismaður Kristján Agústsson, f. 1. maí 1972, barn Jón Tómas, f. 9. nóv. 1999, b) Ögmundur, f. 24. okt. 1978, og c) Hrafn, f. 9. júlí 1986. 4) Birgir, f. 22. nóv. 1949, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 17. feb. 1952. Þeirra böm em a) Jón Þór, f. 23. apríl 1975, b) Ingibjörg, f. 6. apríl 1981, c) Lilja, f. 22. maí 1983, og Sigurrós, f. 28. desember 1993. Ögmundur lærði járnsmíði í Reykjavík og starfaði við það alla sína starfsævi. Fyrst vann hann hjá föður sínum í Járnsmiðju Jóns Sig- urðssonar en tók síðan við rekstrin- um og rak smiðjuna allt þar til hann var kominn á níræðisaldur. Sfðustu æviárin, eftir að hann hætti að vinna, átti fyrirtækið áfram hug hans allan og fylgdist hann grannt með gangi þess fram á síðustu stundu. Utför Ögmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ögmundur afi, gullmolinn minn. Það varst þú. Þegar ég var þreytt bauðstu mér beddann þinn, þegar ég i var svöng bauðstu mér í ísskápinn þinn og þegar ég var leið bauðstu mér hjarta þitt. Það varst þú. Þegar ég h't til baka færist bros yfir hjarta mitt. Eins og vitur maður sagði: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Það býr svo mikill sannleikur að baki þessum orðum, því þó að þú sért farinn á ég fulla ferðatösku af yndislegum minningum um þig. Eitt sem þú kenndir mér var þakklæti frá hjartanu, viðmót sem ' maður fann ætíð fyrir hjá þér. Til dæmis eitt sinn er ég hafði verið á kórferðalagi um Danmörku færði ég þér flöskuskip að gjöf. Mér fannst þetta nú kannski lítilfjörlegt en það fannst afa sko ekki. Þú lést mig finna svo vel hvað þér þótti vænt um þessa gjöf og í tengslum við hana gastu þulið upp heilu sögumar frá tíman- um sem þú hafðir verið á sfldarver- tíð. Því það varstu afi, sögumaður mikill. Ög þótt maður hefði nú kannski heyrt sömu söguna einu sinni eða þrisvar skipti það ekki máli. Maður þreyttist aldrei á glampanum í augum þínum er þú færðist á vit gamafla ævintýra. Elsku afi, í rauninni kynntist ég -þér bara sem fullorðnum manni en þótt líkaminn hefði elst varðveittirðu ávallt í þér bamshjartað og það skýrir af hverju þú náðir svona góð- um tengslum við okkur, unga fólkið, því hvað er aldur á milli vina? Ég brosi til þín, afi minn. Þín Lilja. Löngu áður en ég hitti Ingu og Ögmund þannig að ég myndi til vissi ég að þau vom sómahjón og Ög- mundur Jónsson sérstakur öðlings- maður. Þannig var talað um þau í mínum foðurhúsum og síðari kynni staðfestu það allt. Ingibjörg Sigurð- ardóttir var elst í systkinahópi á .. Hjalteyri sem missti bæði foreldri sín á unga aldri. Hún gekk foður mínum í móðurstað eins og kostur var á erfiðum tíma og hann á henni ævinlega þökk að gjalda fyrir það. Þegar þau Ögmundur bundu saman trúss sitt bættist Akureyrarfjöl- skyldu okkar nýr bakhjarl í Iteykja- vík. Það var fastur liður í öllum heim- sóknum til höfuðborgarinnar að koma við hjá Ögmundi og Ingu og njóta þar gestrisni og gistivináttu. Mér eru minnisstæðar fyrstu heim- sóknimai- til þeirra hjóna í Barma- hlíðinni. Fyrir kennarason úr höfuð- stað Norðurlands, sem var alinn upp á Tímanum og KEA-skyri, var það að mörgu leyti framandi að koma á reykvískt heimili sem tengdist hringiðu hafnarlífsins. Þar voru líka baldnir frændur á mínu reki sem kunnu á Reykjavík og gátu miðlað strætisvisku sinni til utanbæjar- manns. Ögmundur keypti Moggann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann og fylgdist grannt með öllum fréttum, en aldrei sá ég Tímann á heimilinu. Lfldega hefur verið lítið af fram- sóknarmönnum í Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar, sem hann rak, eða við höfnina þar sem hans menn þjónust- uðu togara og skip. Aldrei vissi ég hvað hann kaus en hann talaði kankvíst og af miklum áhuga um þjóðmálin, og það voru jafnan góðar og glaðværar stundir við eldhús- borðið hjá þeim hjónum, þar sem Inga stóð fyrir veitingum en Ög- mundur tottaði pípuna og hélt sam- ræðum í gangi. Ögmundur vildi greiða götu sér- hvers manns og sjálfsagt hefur það bæði verið hans styrkur og veikleiki í atvinnulífinu. Við Steinunn Jóhann- esdóttir nutum góðs af stórmennsku þeirra hjóna þegar þau innréttuðu herbergi fyrir okkur á Otrateignum til þess að byrja búskap í sumarið 1968. Það var mikið vinarbragð og okkur þykir vænt um að það skuli hafa verið í húsum Ingu og Ógmund- ar sem elsta dóttir okkar átti sína vöggudaga. Þaðan fylgir henni hug- ur góðs fólks. I minningunni er það hin áhuga- sama glaðværð og drift sem mér finnst einkenna kynnin af Ögmundi Jónssyni. Ég vissi þó að hann var oft kvalinn af verkjum en það lét hann aldrei bitna á gestum. Og mér þykir hann hafa verið einn af þessum mönnum sem mættu ungu fólki eins og fullorðnu og áttu með því þátt í að manna það. Að Ögmundi gengnum sjáum við eftir því að hafa ekki rækt vináttu okkar við hann betur en raun varð á í önnum dagsins, en það er okkur mikils virði að eiga minning- una um góðar stundir með honum. Einar Karl Haraldsson. í dag er til moldar borinn einn af mínum ágætustu vinum, Ögmundur Jónsson járnsmíðameistari, á áttug- asta og níunda aldursári. Svo stend- ur á vináttu okkar að báðir eru tengdir þeim merka stað Hjalteyri við Eyjafjörð, sóttum hvor fyrir sig þangað sinn betri helming. Og vinátta okkar stóð lengi, um fimm áratugi, og bar þar aldrei skugga á. Og það var Ögmundi að þakka. Hann var vissulega enginn hversdagsmaður, ávallt léttur og þægilegur og einhver sá traustasti vinur sem völ er á. Ég hændist þó að honum einkum fyrir það hve mikið yndi hann hafði af því að segja frá og hve vel hann sagði frá, bæði því sem hann sjálfur hafði lifað, foreldrum hans, sem sannarlega áttu merkileg- an æviferil, eða frá öðrum sem hann þekkti. Faðir hans var Jón Sigurðs- son jámsmíðameistari, kunnur borg- ari hér, stofnandi Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar, nefndur Jón við Laugaveginn. Sjálfsagt má segja að Ögmundur Jónsson hafi fengið sína eldskím á Hjalteyri. Þar tók hann nefnilega 24 ára þátt í framkvæmd sem margir töldu þá kraftaverki líkast. Stjóm- andi og skipuleggjandi þeirrar merkilegu framkvæmdar var Helgi Eyjólfsson byggingameistari í Reykjavík. Hafði hann með sér norð- ur þangað nokkra úrvalsmenn úr Reykjavík, þar á meðal Ögmund, og að öðm leyti lagði Hjalteyri til vinnukraftinn en verkið var í því fólgið að reisa stóra sfldarverk- smiðju á sex mánuðum, janúar til júní, og það með handverkfærum einum, öðm var ekki til að dreifa þá. Þetta var 1936. Og þetta tókst og gat hin nýja verksmiðja tekið á móti miklu magni af sfld á einhverri feng- sælustu vertíð sem til þessa hafði þekkzt hér. Mikið hefur hvflt á Ögmundi í þessu mikla kapphlaupi þar sem hann var eini jámsmiðurinn á staðn- um. Fyrsti mánuðurinn fór þó eink- um í að berja fram eggina á jámkörl- um, hökum og skóflum fýrir verkamennina sem urðu að brjótast í gegnum gaddinn þegar þeir grófu fyrir verksmiðjunni en frost voru hörð þennan vetur. Yfirmaðurinn Helgi Eyjólfsson þakkaði það mjög þeim úrvalsmönnum sem unnu að verkinu, bæði Hjalteyringum og Reykvíkingum, að áætlunin tókst og við getum bætt því við að skipulag og verkstjórn hlýtur að hafa verið í + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTA SIGRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 5. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Karlsson, Þorkell Einarsson, Steinunn Árnadóttir, Lilja Einarsdóttir, Kjartan Jónas Kjartansson, Ástríður Ingibjörg Einarsdóttir, Karl Trausti Einarsson, Sigríður Birta, Kjartan Birgir og Einar Karl. góðu lagi. Upp úr þessu samstarfi kviknaði ævilöng vinátta margra þeirra sem þarna unnu, m.a. Ög- mundar og Helga Eyjólfssonar. Ögmundur átti margar góðar minningar frá þessum Hjalteyrar- dögum. Hæst bar þó að þarna fann hann lífsförunaut sinn, Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem stóð við hlið hans traust, ákveðin og úrræðagóð alla tíð síðan og annaðist hann af ást- úð og fómfysi síðustu mánuðina sem hann lifði. Langt var frá því að allir erfiðleik- ar lífsins væru yfistaðnir þó að sigur ynnist í Hjalteyrarmálinu. Ög- mundur tók við stjórn fjölskyldufyr- irtækisins, Vélsmiðju Jóns Sigurðs- sonar, og stjómaði því farsællega gegnum þykkt og þunnt. Fyrir nokkrum ámm skilaði hann vél- smiðjunni í hendur tveimur sona sinna, Hreiðari og Birgi, og gengur hún með prýði. Þessari grein minni fylgja kærar samúðarkveðjur mínar og minna til Ingibjargar, sona þeirra og annars venzlafólks. Ávallt er sárt að sjá á bak slíkum vinum sem Ögmundur Jónsson var. Eiríkur Hreinn Finnbogason. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja vin minn Ög- mund Jónsson. Ég var svo heppinn að kynnast Ögmundi fyrir um tólf ár- um og var hann þá enn starfandi í Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar sem hann rak mestalla starfsævi sína. Við áttum oft ágætar stundir og ræddum margt milli himins og jarðar. Ög- mundur var mikill sómamaður og vildi öllum vel, bóngóður og áhuga- samur um velferð annarra enda voru þeir margir sem hann gerði greiða eða hjálpaði á einhvern hátt. Ög- mundur hafði gaman af að segja sög- ur og sagði skemmtilega frá. Hann var hafsjór af sögum og fróðleik frá löngu liðnum tíma. Hér hittist vel á, því ég hafði gaman af sögunum og sóttist eftir að heyra meira og meira. Fyrir mér opnaðist alveg nýr heimur og ný sýn á hvernig ástandið var hér í Reykjavík og víðar á árum áður. Fyrir þetta og margt annað vil ég nú þakka. Ég votta Ingibjörgu og son- um þeirra Ögmundar, þeim Hreiðar, Jóni og Birgi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Eftir hftr minning um góðan mann. Hannes R. Richardsson. Með Ögmundi Jónssyni jám- smíðameistara er genginn einn af virtustu mönnum sinnar stéttar. I áratugi rak hann Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar hf. í Reykjavík og var auk þess virkur félagi í hagsmuna- samtökum jám- og vélsmiðja sem í fyrstu hétu Meistarafélag járniðnað- armanna en heita nú Málmur - sam- tök fyrirtækja í málm- og skipaiðn- aði. Ógmundur var hamhleypa til vinnu. Hann gekk til allra verka af einstakri ósérhlífni og stóð gjaman með sínum mönnum á smiðjugólfinu eða í skipum og hreif þá með vinnu- gleði sinni og áhuga. Hann var af þeirri kynslóð sem þekkti ekki annað en að þurfa að hafa fyrir hlutunum og ekkert kæmi upp í hendurnar án fyrirhafnar. Slfltír menn hafa haldið uppi heiðri sinnar atvinnugreinar og gert þjóðinni meira gagn en margan gmnar. Ævistarf Ögmundar Jóns- sonar var mikið og merkilegt. Hann var sómi sinnar stéttar og tryggur félagi í hagsmunasamtökum hennar. Að leiðarlokum em Ögmundi færðar þakkir fyrir hans merka framlag til járn- og vélsmiðjugreinarinnai- á Is- landi. Hans nánustu em jafnframt færðar samúðarkveðjur. Málmur - samtök fyrirtækja í' málm- og skipiðnaði. Elsku afi, loksins ertu frjáls, kom- inn á stað þar sem þú færð fulla heyrn og sjón. Eftir sitjum við og minnumst heimsóknanna og allra sagnanna af langafa og lýsinu og lambinu sem þú fannst nær dauða en lífi og tókst með þér heim í Barma- hlíðina. Ekkert var sjálfsagðara en amma sæi um þrjá stráka og lamb sem hljóp og skeit upp um alla veggi. Hún gerði það eins og allt annað sem þú baðst hana um. Þú viðurkenndir líka í einlægni að amma væri besti vinur þinn. Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Pað brakar í brennandi kolum. í belgnum er stormahvæs. I smiðjunni er ryk og reykur, og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt Hér voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjömur hrökkva. í steðjanum glymur hátt Málmgnýinn mikla heyrir. Hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, erhörðogæðaber. (Davíð Stefánsson.) Takk fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar, guð geymi þig þar til við hittumst á ný. Amar, Helga, Hulda og Bryndís. ANNA GUÐVARÐAR- DÓTTIR CARSWELL + Anna Guðvarð- ardóttir Carswell lést 6. júlí á the Royal Marsden hospital í London. Anna fæddist í Vest- mannaeyjum 26. mai 1950. Foreldrar hennar eru Gyða Oddsdóttir, f. 20. des. 1917, og Guð- varður Vilmundsson, f. 29. mars 1912, d. 1984. Anna á þijá bræður, Gunnar, Hafstein og Ólaf. Eiginmaður Önnu er Barrie Carswell og eiga þau þijár dætur og sex barnabörn, sem ÖII búa á Englandi. Við erum hér nokkrar vinkonur sem viljum þakka Önnu samfylgdina. Minningarnar frá Pool í Suður-Eng- landi, en þar bjó Anna með fjöl- skyldu sinni sumarið 1995, eru ógleymanlegar. Við vorum samferða Gyðu, móður Önnu, og áttum við því láni að fagna að kynnast gestrisni Önnu og fjölskyldu hennar sem tók á móti okkur með miklum kærleika og ástríki. Anna vaknaði fyrir allar aldir á morgnana til að útbúa fyrir okkur morgunverð og kvöldverðurinn í garðinum undir trjánum var svo lit- ríkur þar sem Anna gæddi allt lífi sem hún kom nálægt. Þegar við hugsum um þessar stundir heyrum við hláturinn í Önnu því gleðin streymdi alltaf frá henni hvar sem hún fór. Fjölskyldan var svo samhent og allir til- búnir til að rétta hjálp- arhönd. Það var stór- kostlegt að kynnast þessari fjölskyldu enda áttu þau Ufandi trú sem kom hvarvetna fram í verkum þeirra. Það er erfitt að skilja að Anna sé farin frá okkur, en það er mikil huggun að vita að hún er í öruggum höndum Frels- arans. Síðastliðið sumar komu Anna og Barrie hingað til íslands og feng- um við að gleðjast með þeim í vina- hópi, því þau áttu vini alls staðar sem vildu eiga samverustundir með þeim. Við héldum að við fengjum að sjá Önnu aftur í sumar, en Anna er farin í Guðs friði. Hún stóð styrk allt fram á síðustu stundu og treysti Guði. Elsku Gyða, Barrie og fjölskylda. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Anna Dóra, Guðlaug, Helga og Sigríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.