Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14:JÚLÍ 2000 47 <L. leið vel því að Steini var vinur minn. Og nú ert þú farinn, Steini, og þú fórst svona skyndilega, en það finnst manni alltaf þegar ástvinir hverfa á braut. Vertu sæll, góði vinur, og góða ferð. Róbert. „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ segir í Ijóði Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar. Þó svo að þetta sé staðreynd lífsins, kemur dauðinn alltaf jafn mikið á óvart. Oft hef ég verið óviðbúin að sjá á eftir sam- ferðamönnum mínum, en sjaldan hefur það verið eins erfitt og nú. Andlát Steina frænda bar mjög snöggt að. Einhvem veginn var það þannig að mér fannst sem hann væri ódauðlegur, mér fannst hann alls ekki eldast, en auðvitað var það bara óskhyggja. Steini frændi hefur allt frá því að ég man fyrst eftir mér verið stór hluti af lífi mínu og tilveru. Hann bar hag minn mjög fyrir brjósti og hon- um var mikið í mun að mér liði sem allra best. Ekki vantaði uppörvunar- orðin frá honum þegar á móti blés. Hann var alla tíð þátttakandi í jafnt stórum sem smáum viðburðum í fjöl- skyldu minni. Mér var hann sem besti faðir og vinur og börnunum mínum sem góður afi. Hann var alltaf til staðar. Ég sé hann ljóslifandi með máln- ingarpensilinn hjálpandi mér þegár ég hóf fyrst búskap, í þjónshlutverki á heimili mínu tvisvar á sl. ári, þegar mikið stóð tii. Ég sé hann gangandi rösklega, við afgreiðslu í Kiddabúð, síðar Njálsbúð, þar sem hann virtist þekkja nákvæmlega þarfir viðskipta- vinarins. Það fóru ekki allir í sporin hans. Þegar hann var 71 árs gamall bauðst honum vinna við afgreiðslu- störf hjá Agli Jacobsen. Þar naut hann sín við sölu fatnaðar og vefnað- arvöru og fór létt með. Honum var þjónustulund í blóð borin og vann hann störf sín af lífi og sál. í maílok sl. fór ég með Steina og Dídi ásamt nokkrum öðrum til Kaup- mannahafnar. Mér er sú ferð afar minnisstæð og sérstaklega síðasti dagurinn, þegar við gengum tvö sam- an Strikið. Þá rifjaði Steini frændi upp á svo skemmtilegan og lifandi hátt, sína fyrstu heimsókn til borgar- innar. Hann hafði yndi af að segja sögur og kunni ógrynnin öll af þeim. I dag kveðjum við góðan dreng, vin og félaga, sem erfitt verður að vera án. Það eina sem ég get gert mér til huggunar er að þakka fyrir öll árin sem ég átti hann að og allar dýr- mætu minningarnar, sem aldrei gleymast. Éfst í huga er þakklæti til hans fyrir góðmennsku, Ijúfmennsku og fyrir að vera mér og börnunum mín- um hinn eini sanni frændi. Ég bið góðan Guð að blessa Dídí, Berglindi, Þorstein, Stefán og barna- bömin þrjú, en missir þeirra og sökn- uður er mestur. Blessuð sé minning Steina frænda. Þórunn Ingólfsdóttir. Hann Steini kom inn í líf mitt fyrir mitt minni og hefur verið stór þáttur í h'fi fjölskyldunnar. Margt hefur hann sagt mér úr minni barnæsku, sumu vil ég nú helst ekki trúa, eins og hvemig talnakunnátta mín á að hafa verið. Hreinskilni, hjálpsemi, glað- værð og góðvild er sú mynd sem ég hef af honum og margar góðar minn- ingar sem ég geymi. Jólin og spila- mennska hafa verið ómissandi þáttur í tilvemnni og þegar börnin kölluðu æ Steini, nei pabbi hafði maður gmn um að nú væri hann að breyta spila- reglunum eða að reyna að svindla, en umfram allt - það var gaman. Elsku Dídí, Þorsteinn, Berglind og Ijölskylda. Við Sif og Kristján send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Steini minn, takk fyrir allt. Herdís (Heddý). Hljótt var um stund og síðan bmt- ust út tár þegar mér var tilkynnt að hann Steini pabbi hennar Beggu, einnar af mínum bestu vinkonum frá æskuáranum, hefði kvatt þennan heim. Ég hafði þekkt hann Steina frá því ég man eftir mér, fyrst í Álfheimun- um, síðan fluttu þau í Glaðheimana, því að hún Berghnd dóttir Steina og Dídíar hefur fylgt mér sem vinkona frá upphafi, þar sem við bjuggum hhð við hlið og síðan vomm við sam- an í forskóla og svo í barna- og gagn- fræðaskóla. Einnig langar mig að minnast á kaupmannsárin hans Steina sem við systurnar fengum svo sannarlega að taka þátt í. Það þótti mjög öfundsvert þegar ég og Anna systir fengum að fara með Steina og Beggu dóttur hans í Njálsbúð og hjálpa honum á laugardögum, ég tala nú ekki um að fá Coca Cola með lakkrísröri og eitt Caramel-súkkulaði fyrir hjálpina. Það þóttu nú flottheit þegar ég var á þessum aldri. Eitt veit ég líka að Steini á eftir- lifandi yndislega eiginkonu, hana Dí- dí, sem er að mínu mati ein af falleg- ustu og yndislegustu konum sem ég hef kynnst fyrir utan að hafa komið Beggu og Þorsteini yngri á legg. Alltaf var jafn gaman að koma í Glaðheimana og öll prakkarastrikin sem við Begga gerðum og alltaf tóku Steini og Dídí vel á þeim, þó svo að sjálfsögðu væram við oft skammað- ar. Samt var maður alltaf velkominn og tekið opnum örmum hjá þeim. Ég vil þakka Steina fyrir að hafa fengið að kynnast honum og vera í kringum hans yndislegu fjölskyldu. Elsku Dídí, Begga og Þorsteinn yngri og fjölskylda ykkar, hugur minn er hjá ykkur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni miklu. Hvíl þú í friði. Linda Katrúi Urbancic. Það þurfti nú ekki mörg orð frá honum Steina til að segja mér að eitt- hvað væri að. Ég vonaði innilega að það væri ekki á þessa leið en því mið- ur var það svo. Nú era liðin fjórtán ár síðan ég kynntist fjölskyldunni í Glaðheimum 10. Ég gleymi því seint þegar mér var boðið í félagsmiðstöðina eins og við kölluðum heimilið stundum, að ég var stoppaður í anddyrinu. Ég var nýtt andlit þar inni og það gekk sko ekki upp að nýr maður gengi inn án þess að kynna sig. Einhverra hluta vegna tókstu nú vel á móti mér eins og reyndar öllum sem til ykkar komu. En það var eitthvað sem að small svona líka vel á milli okkar að úr varð hinn mesti og besti vinskap- ur. Það var alveg sama hvaða dagur var og hvað tími var að alltaf var okk- ur hleypt inn til ykkar hjóna. Við höf- um nú eflaust ekkert verið þeir auð- veldustu í umgengni og hegðun en dymar stóðu okkur ávallt opnar. Þú gafst þér alltaf tíma til að setjast nið- ur með okkur og spyrja út í Iífið og tilverana. Gerðir að sjálfsögðu alltaf grín að öllu sem við voram að gera og segja eins og þér einum var lagið en meintir það líka ávallt vel. Þó ég glaður vildi þá mun ég ekki reyna að telja þau skipti og þær stundir sem fóra í það að spila við þig. Það er lýsandi dæmi um þig að við strákamir á táningsaldri eyddum flestum okkar stundum í að spila með þér Kana í stað annarra leikja og gjörða, kvöld eftir kvöld, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Enn þann dag í dag var okkur boðið í saltfiskinn og svo að taka spil. Þessar stundir þóttu mér dýrmætar og þó þeim færi því miður fækkandi með áranum þá nut- um við þeirra bara enn betur fyrir vikið. Við náðum nú aldrei að taka það spil sem við höfum rætt svo mik- ið um undanfarið en það verður tekið þótt síðar verði. í gleði og sorg veittirðu mér hlust- un, skilning og ráð og fyrir það verð ég þér ávallt þakklátur. Þú kallaðir okkur stundum fóstin-syni og stór- vini þina og það gerði mig stoltan. Ég náði því miður ekki að kynna ný- fæddan son minn fyrir þér eins og ég hafði ætlað og lofað þér svo lengi. Ég mun þó sjá til þess að hann fái að heyra mikið af þeim stórgóða manni og vini mínum sem hann þvi miður fékk aldrei að kynnast. Farðu í friði Steini minn og takk fyrir allt það sem þú fyrir mig hefur gert, því mun ég aldrei gleyma. Elsku Steini minn, Dídí, Begga og aðrir aðstandendur. Megi Guð gefa ykkur styrk á jafnerfiðri stundu sem þessari. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann og frá- bæran vin mun ávallt lifa, Haukur Óskarsson. + Þórður Halldór Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 28. september 1960. Hann lést á Land- spítalanum Fossvogi 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru María Jóhannesdótt- ir, f. 20. sept. 1940, og Jóhann Theodór Þórðarson, f. 2. apr- íl 1936. Systkini Þórðar eru: 1) Jó- hanna Valdís, f. 3. mars 1958, maki Ingvar Baldvinsson, f. 12. jan. 1955, d. 25. nóv. 1989. Börn þeirra eru: Anna María, f. 2. júní 1977, Unnur Olga, f. 9. okt. 1980, og Ingunn Erla, f. 19. sept. 1989. Seinni maður er Ingi Karl Ingibergsson, f. 25. ágúst 1962. Sonur þeirra er Jóhannes Valgeir, f. 15. apríl 1994. 2) Jó- hann Már, f. 8. mars 1963, sam- býliskona hans er Ragnhildur Svavarsdóttir, f. 19. júlí 1969. Dóttir þeirra er Helga Dögg, f. 20. feb. 1999. Fyrir átti Jóhann Elsku Tóti okkar, hverjum hefði dottið í hug þegar þú komst úr síð- ustu veiðiferðinni fyrir rúmum mán- uði að þú færir svona fljótt frá okk- ur? I dag þegar við kveðjum þig koma svo margar minningar fram í hugann. Allur hláturinn, góðvildin, gleðin og ekki síst kímnin. Aldrei gleymum við fjölskylduferðunum okkar í sumarbústaðinn, þetta eru dýrmætar minningar, í gestabók- inni eru þær allar skráðar dag frá degi af henni Jonnu þinni. Við eigum öragglega eftir að lesa þær og gleðj- ast yfir þessum dýrmætu minning- um. Manstu þegar þú, Ingi og Unnur fórað á hestbak og við fylgdumst með, hvað við skemmtum okkur vel yfir tilburðum þínum og þú hlóst manna mest? Þú varst bara lítill strákur þegar þú bjóst til beisli til að fara á bak á hestunum sem vora í túninu í Set- bergi. Þú varst stóri bróðirinn sem huggaðir Jóa þegar hann datt og meiddi sig og burstaðir litlu „lúll- urnar“ hans og kysstir hann á ennið, allt búið. Og Jói hætti að gráta. Og Edinborgarferðin okkar síð- asta haust með skipsfélögunum og eiginkonum þeirra, hún hefði ekki orðið svona hláturrík ef þú hefðir ekki verið með okkur. Þú og Ingi vorað kallaðir burðardýrin okkar Jonnu, því við voram mjög duglegar í búðunum, en við brynntum ykkur á góðum stöðum með ákveðnu millibili og alltaf var jafn stutt í hláturinn. Kæri Mási, eins og við um borð vorum vanir að kalla þig, það verður erfitt að fara aftur út á sjó án þín, við eram búnir að vera svo lengi saman á sjónum, ekki bara sem skipsfélagar og vinir heldur ert þú líka ástkær mágur. Þakka þér fyrir sjómannsferilinn okkar sem er búinn að vera langur en samt allt of stuttur. Elsku bróðir, það er svo margs að minnast, en það er huggun að hugsa til þess að nú eruð þið Steinn Her- mann saman, litli bróðir okkar sem þú saknaðir svo mikið, ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér og þið munuð hvíla hlið við hlið. Kæra Jonna, börn, mamma, pabbi, bræður og aðrir ástvinir, megi Guð gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu. Jóhanna systir, Ingi Karl og börn. Elsku Tóti, minn kæri mágur. Ég get ekki trúað því að á morgun flýg ég heim til þess að vera við útför þína. Þegar við kvöddumst á tröpp- unum hjá ykkur Jonnu systur fyrir rúmu ári varstu svo bjartsýnn á að þú myndir sigrast á krabbameininu sem þú hafðir þá nýlega verið greindur með. Það kom líka í ljós að þú lést ekki sjúkdóminn stöðva þig. Þú stundaðir sjómennskuna áfram dótturina Irisi Ósk, f. 18. maí 1983. 3) Steinn Iiermann, f. 31. des. 1970, d. 19. sept. 1975. 4) Her- mann Freyr, f. 26. jan. 1977. Þórður kvæntist 23. júní 1990 Jó- hönnu Stefánsdótt- ur, f. 23. júlí 1968. Foreldrar hennar eru Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir, f. 8. jan. 1945, og Stefán Lindal Gíslason, f. 18. mars 1950, d. 30. nóvember 1990. Börn Þórðar og Jóhönnu eru: Hulda Guð- björg, f. 8. okt. 1990, og Jóhann Theodór, f. 27. mars 1993. Fyrir átti Þórður soninn Kristján Sig- urð, f. 11. júlí 1980. Þórður fór ungur með föður sínum til sjós og var sjómenn- skan hans starfsvettvangur alla ævi. títför hans fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. af fullum krafti og tókst bara þín lyf úti á sjó. Okkur brá öllum heldur betur þegar sjúkdómurinn virtist allt í einu taka nýja stefnu og þú varst lagður inn á sjúkrahús. Bjartsýni þín var ótrúleg og þú trúðir því innilega að þú næðir þér fljótt og kæmist heim í tíma fyrir tíu ára brúðkaupsaímælið ykkar Jonnu. En af því varð ekki og aðeins þremur vikum eftir að þú gekkst inn á sjúkrahúsið ertu allur. Hér sit ég svo og skrifa þessar línur til þín, kæri mágur. Tárin flæða niður kinnar mínar og minn- ingarnar um huga minn. Minningar um góðan vin og félaga. Minningar um ástríkan eigin- mann og föður. Minningar, sem ég mun í framtíðinni deila með Jonnu og bömunum þínum, fjölskyldu og vinum. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og sért sáttur. Ég kveð þig með söknuði, elsku Tóti. Þín mágkona, Linda. Elsku Tóti. Ég þakka þér fyrir allt sem við höfum átt saman. Fyrir allar heimsóknirnar, þar sem þú bara komst við, rétt til að heilsa upp á tengdó. Fyrir öll símtölin, þegar þú hringdir af sjónum bara til þess að leyfa mér að heyra í þér. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért far- inn, sért ekki á leið í land. Hjartanskveðja, Hulda. Elsku Tóti mágur minn. Nú ertu lagður af stað í þína mestu og lengstu sjóferð og svo snögglega. Ég á erfitt með að trúa því að þú munir ekki snúa aftur til okkar allra sem þykir svo vænt um þig, hress og bjartsýnn að vanda. Ég lít til baka og hugsa um þann tíma sem við höfum átt saman allt frá því þú kynntist Jonnu systur minni fyrir þrettán áram. Allar góðu stundirnar þar sem ýmist var hlegið eða grátið og þegar við tvö byrjuð- um að þræta um fáránlegustu hluti með bros á vör. Þú varst vinur minn. Elsku Jonna, Hulda og Jói, það er sárt að missa slíkan ástvin eins og hann Tóta, en ég trúi því að hann sigli sáttur og ánægður um skýin blá. Minningin um hressa sjómann- inn, eiginmanninn og föðurinn lifir áfram í hjarta okkar allra. Saknaðarkveðja, Herdís. Við kveðjum þig, kæri Tóti, með þakklæti fyrir allar góðu stundirn- ar. Minninguna um þig munum við varðveita um alla ævi. Stefán Birgir, Sirrý og Gunnar Ingi. ÞORÐUR HALLDOR JÓHANNSSON Hann Tóti er dáinn. Hann var að- eins 39 ára gamall, hefði orðið fert- ugur eftir rúma tvo mánuði. Tóti barðist hetjulega við hinn illvíga sjúkdóm sem maðurinn þarf svo oí*|>L að láta í minni pokann fyrir. Ég hitti Tóta síðast fyrir nokkrum vikum og þá var hann sárþjáður í baki en kvartaði lítið - sagðist vera fínn þegar hann tæki verkjalyfin og Jonna sló á létta strengi og sagðist á tímabili hafa þurft að gefa öllum á heimilinu lyf, meira að segja kettin- um. Ég kynntist Jonnu og Tóta árið 1989 þegar við fluttum í sama stiga- hús í Suðurhvammi 9 í Hafnarfirði. Það varð strax mikill samgangur á milli íbúða og oft boðið í kaffi í eld- húsið hjá Jonnu og Tóta, sem oftar' en ekki var þétt setið af frambyggj- um eins og við kölluðum okkur í Suðurhvamminum. Tóti var alltaf léttur í lund og fannst gaman að fá gesti. Honum fannst mjög gaman að spjalla og áttum við margar ánægjustundir með þeim hjónum. Á þessum tíma var Tóti á togara frá Granda sem sigldi með aflann á fiskmarkað til Þýskalands. Hann var alltaf boðinn og búinn að kaupa hvað sem er fyrir nágrannana á efri hæðinni eins og hann kallaði okkur. Eftir að Hulda fæddist árið 1990 eignaðist Tóti gimstein sem honum þótti mjög vænt um og í hverri sigl- ingu var keypt eitthvað fallegt handa dótturinni. Við Jonna eignuð^ umst síðan syni með nítján daga millibili árið 1993 og varð þá sam- gangurinn á milli hæða enn meiri, þar sem við voram báðar heima í fæðingarorlofi. Morgunkaffi á neðri hæðinni var fastur liður á dag- skránni og þegar Tóti var í landi var hann búin að hella upp á og gefa börnunum að borða svo Jóhanna hans gæti sofið út. Tóti kallaði Jonnu oft Jóhönnu sína. Þau vora afar samrýnd hjón og Tóti var mjög góður eiginmaður og faðir. Sam- band hans við Jóa litla og Huldu vaf^ traust. Símtölin af sjónum vora dag- legt brauð fyrir fjölskylduna sem fylgdist með hvernig gengi hjá pabba á sjónum. Stuttu eftir að við fluttum úr Suðurhvamminum haust- ið 1994 fluttu Tóti og Jonna líka. Þau keyptu sér gamalt hús í norður- bænum í Hafnarfirði á Nönnustíg 5. Þar bjuggu þau sér mjög fallegt heimili í gömlu húsi með sál. Þar var jafn gott að koma og í Suðurhvamm- inn. Þrátt fyrir fjarlægðina héldum við áfram mjög góðu sambandi við Tóta og Jonnu. Það samband er mest þeim hjónum að þakka því oft- ar en ekki hringdu þau og spurðu hvort við ætluðum nú ekki að fara að kíkja í heimsókn. í sumar tók Jonn^. að sér verkefnið að sauma kjóla fyr- ir fegurðarsamkeppnina Ungfrú ís- land punktur is. Þessir kjólar vora hannaðir af Filippíu fatahönnuði. Mér er það mjög minnisstætt þegar Tóti sagðist einhvern daginn ætla að fá Filippíu til að hanna rosalega fall- egan kjól á hana Jóhönnu sína og fá einhvem annan til að sauma kjólinn. Þetta er svo lýsandi fyrir Tóta sem hugsaði mjög vel um og þótti svo vænt um konu sínu og börn. Tóti minn ég veit að Jonna á eftir að láta þennan draum þinn rætast og fá sérhannaðan kjól frá Filippíu fyrir sjálfa sig og þá átt þú eftir að fylgj- ast stoltur með að ofan. Nú er Tóti farinn í sína hinstjf^ siglingu, siglingu sem við eigum öll eftir að fara. Ég veit að þar sem Tóti var góður sjómaður þá verður sigl- ingin lítið mál fyrir hann. Elsku Jonna mín, Hulda, Jói, foreldrar Tóta, systkini og aðrir aðstandend- ur. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja í þessari miklu sorg. Minningin um góðan dreng lifir. Iialldóra, Óli og Kristófer Björn. Handrit afmœlis- og minningargreina skullr* vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er œskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbUs). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunun^ET.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.