Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN MARGRÉT „ GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1909. Hún lést á hjúkrunar- heimilnu Sólvangi í Hafnarfirði 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Krist- jánsson frá Krums- hólum í Borgarfirði og kona hans Guð- rún Jónsdóttir ættuð af Snæfellsnesi. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Laugalandi í Borgarfirði og síðar að Stafholtsveggjum. Systkini Margrétar sem upp kom- ust eru Kristinn (látinn), Kristján (látinn), Sigrún og Lilja. 1929 veiktist Margrét af brjósthimnu- bólgu og var send til vistar á Víf- ilsstaðahæli. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Guð- steini Ingvari Þorbjörnssyni vél- stjóra og skipstjóra úr Vest- mannaeyjum sem lést árið 1995. Með honum flutti hún til Vest- mannaeyja árið 1930 og gengu þau í hjónaband 7. febrúar 1931. Börn Guðsteins og Margrétar eru: Svan- hvít Kristrós, f. 22. maí 1931, d. 8. ágúst 1935, Guðbjörn Reyn- ir, skólastjóri, sem kvæntur var Maríu J. Helgadóttur og eiga þau íjögur börn. Þau skildu - siðari kona Reynis er Helga Guð- mundsdóttir; Margrét Sóley, hjúkrunar- fræðingur, gift Árna Hólm sem lést 28. júní síðastliðinn og eiga þau tvö börn, Svanur Birgir, kennari, sem kvæntur var Kristbjörgu Ólafsdóttur (látin) og eiga þau fjögur börn, síðari kona Birgis er Jórunn Brádshaug - Guðrún Lilja, sérkennari gift Steinþóri Þórðarsyni og eiga þau fjögur börn, Hreinn Smári, vél- stjóri, kvæntur Eygló Einarsdótt- ur og eiga þau þrjú börn, Eygló Björk, talmeinafræðingur, gift Róbert Brimdal og eiga þau tvö börn, Erna Kristrós, gift Eddy Johnson og eiga þau tvö börn. Yngst er fósturdóttirin Helga Arn- þórsdóttir, kennari, gift Bjarna Sigurðssyni og eiga þau tvö börn. Skólaganga Margrétar var ekki löng frekar en annarra sveita- barna í byrjun aldarinnar, en menntunarþrá hennar var mikil og hún las allt sem hönd á festi, var víðlesin og fróð á mörgum sviðum. Sérstaklega unni hún góð- um kveðskap, var Ijóðelsk og var sjálf prýðilcgt Ijóðskáld. Ljóð hennar hafa birst í ýmsum blöðum og tímaritum og í Ijóðasöfnunum Borgfirðingaljóð, Óg þá rigndi blómum og Islensk alþýðuskáld. Auk þess orti hún eða þýddi fjölda sálma sem birst hafa í í sálmabók- inni Sálmar og lofsöngvar. Árið 1996 gaf hún út ljóðabókina Berg- mál sem er úrval ljóða eftir nær 75 ára feril sem Ijóðskáld. Mikið er enn óútgefíð af skáldskap hennar af ýmsu tagi, ljóðum, sögum og leikþáttum. Margrét og Guðsteinn bjuggu í Vestmannaeyjum allt til ársins 1967, en þá fluttu þau til Reykja- víkur og síðan til Hafnarfjarðar þar sem Margrét var virkur félagi í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarð- ar og lengst af í sfjórn þess. Síð- ustu árin sem Guðsteinn lifði bjuggu þau að Hjallabraut 33 í Hafnarfírði. Síðustu þrjú æviárin dvaldi Margrét á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ástkær móðir mín og tengdamóðir lést á Sólvangi föstudaginn 7. júh' sl. Hlýjan og kærleikurinn sem streymdu frá mömmu til allra sem hún umgekkst voru henni eins eðlileg og að draga andann. Hún hlúði að því sem brotið var og sært, hvort sem það voru manneskjur, blóm eða dýr. Þeg- ar við hugsum til baka, til æskuheim- ilisins, kemur fyrst upp í hugann fjör og hávaði. Þar var alltaf fullt hús. ^.Barnahópurinn stór og svo virtist alltaf vera heil torfa af „fylgifiskum“ með. Bæði þegar systkinin fóru að koma heim með maka og seinna sín eigin böm og svo líka vinir sem fylgdu hverju systkini fyrir sig. Alltaf virtist nóg pláss í Bjarkarlundi. Mamma og pabbi sýndu best að þar sem hjarta- rými er nóg er alltaf nóg húsrými. Það var yndislegt að fá að alast upp á heimili þar sem gleði ríkti, söngur og ljóð. Og ekki síst þar sem okkur var innrætt að við ættum almáttugan Föður, sem elskaði okkur, alltaf, hvernig sem við værum. Þetta er ómetanlegt veganesti sem við berum öll með okkur. Systkinahópurinn var stór, átta böm. Elsta dóttirin, Svan- rós, lést aðeins fjögurra ára að aldri en hin bömin em öll á lífi. Þó mamma ætti öll þessi böm lét hún það ekki aftra sér frá því að taka undirritaða að sér í fóstur, aðeins tveggja daga gamla. Og fékk ég að njóta sömu ást- úðar og kærleika allt mitt líf og hin systkini mín. Þetta get ég aldrei full þakkað og reyni það ekki einu sinni. Mörgum fannst nú að það væri að bera í bakkafullan lækinn fyrir pabba og mömmu að bæta einu barninu enn í hópinn, en enn sýndu þau í verki að hjarta þeirra var stórt og nóg pláss fyrir eitt bamið enn. Ljóðin hennar mömmu em það dýrmætasta sem við eigum eftir hana. Þau em sjóður sem við sækjum mikið í. Þau hafa fært svo ótal mörgum gleði, von og trú. Ljóðin hennar hafa birst í safnbókum, í sálmabókum og mörgum blöðum og tímaritum. Mamma samdi ljóð Fjall- konunnar í Hafnarfirði árið 1989 og svo gaf hún út ljóðabókina Bergmál árið 1996. Hún notaði ætíð skálda- nafnið Björk. Trú mömmu á algóðan Guð var hennar leiðarljós í gegnum lífið. Eitt af hennar aðaláhugamálum var út- breiðsla á orði Guðs. Hún þráði að sem flestir fengju að kynnast því sem hún hafði kynnst og stuðlaði að því með öllu sem hún átti. Hún trúði og treysti því fullkomlega að Guð elskaði alla menn og beið þess dags að Krist- ur uppfyllti loforð sitt um að koma aftur. Hún talaði oft við okkur um hve hún hlakkaði til að hitta pabba aftur og Svanrósu þegar Kristur kæmi. Pabbi og mamma voru einstaklega samrýnd hjón. Bar samband þeirra fagurt vitni um kærleika sem endist. Þau voru svo innilega ástfangin öll 64 árin sem þau fengu að vera saman. Nú sefur mamma við hlið pabba og bíður eftir kalli Frelsarans. Það verð- ur dásamleg stund þegar Kristur kallar þau bæði fram aftur til lífsins. Við verðum að minnast aðeins á þá frábæru umönnun sem mamma naut síðustu árin á Sólvangi. Við ræddum það oft hjónin, að það ynnu englar á Sólvangi. Hjartans þakkir til allra þar fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mömmu. Það fáum við aldrei full- þakkað. Okkur langar að ljúka með síðasta erindi úr ljóði sem mamma samdi eftir lát pabba í febrúar 1995. Æstaröldurþagna, innrigefstmérfriður. LoforðGuðsmérlýsa þar ljómar Drottins kraftur. Ég veit er Kristur kemur við komum saman aftur. (Björk.) Það er svo ótal margs að minnast og ótal margt að þakka. Blessuð sé minning hennar. Helga og Bjami. I dag er til moldar borin Margrét Guðmundsdóttir, tengdamóðir mín. Fráfall hennar skilur eftir trega og tómarúm hjá mér sem erfitt verður að fylla. Við sem þekktum hana kölluðum hana alltaf Möggu, enda hafði hún gengið undir því nafni frá bamæsku. Erfitt er þó að minnast Möggu án þess að Guðsteinn, eiginmaður henn- ar, sem lést fyrir fimm árum, komi líka upp í hugann. En þessi hjón voru einstök í mínum huga. Alveg frá því ég kvæntist Eyg- ló, dóttur þeirra, var mér tekið eins ogsyni. Oft kom ég í Bjarkarlund í Vest- mannaeyjum, þar eyddum við hjónin gjaman jólum og fríum. Það var Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvan- gsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ' Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst aiía þættl útfararinnar. y Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja $ £ •fy. JF UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. mannmargt heimili og gestkvæmt. Söngur og tónlist voru stór þáttur í heimilishaldinu. Magga orti mikið af ljóðum og sálmum en trúin var alltaf stór þáttur í lífi hennar. Ljóðabókin hennar, „Bergmál“, kom út árið 1996 og er það aðeins brot af þeim ljóðum sem Magga lætur eftir sig. Þau hjónin fluttu frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur árið 1967 og gerðust meðeigendur í fyrirtæki okk- ar Eyglóar. Við Guðsteinn unnum þar saman að skiltagerð og konumar komu og hjálpuðu til þegar verkefni kröfðust. Möggu fór jafn vel úr hendi að skera út stafi og að sauma föt eða bródera, en mikið liggur eftir hana af handavinnu, bæði saumað og málað. Þótt við ynnum saman eyddum við iðulega helgum og fríum saman líka. Við vorum saman um jól og ferðuð- umst um landið og til útlanda. Fórum saman tO Englands og ókum saman á húsbíl um þver og endilöng Banda- ríkin. Sonum okkar, Birki og Sævari, fannst ómissandi að hafa ömmu og afa með, „þau voru svo skemmtileg.“ Hlátur og glaðværð fylgdu Möggu hvar sem hún fór og ferskeytlan kom eins og sjálfkrafa til að lífga upp á hversdagsleikann. Eftir að við Eygló fluttum til Bandaríkjanna og þau höfðu selt hús- ið sitt í Hafnarfirðinum og keypt þjónustuíbúð á Hjallabrautinni kom aldrei annað til greina en að við gist- um hjá þeim þegar við komum „heim“ í fríum. Eftir að Magga var orðin ein í íbúðinni var einnig gott að heimsækja hana. Glaðværðin og hjartahlýjan geisl- aði af henni. Hún átti til að vanda um við mig, þegar henni þótti þurfa, en alltaf í góðri meiningu. Heilræði þess- arar vel greindu konu hafa líka verið mér veganesti á lífsleiðinni. Við sögð- um það tengdasynimir, og meintum það, að Magga væri besta tengda- mamma í heimi. Síðustu árin var hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Þótt sjónin væri farin og heilsan líka var stutt í brosið. Dillandi hláturinn hennar er eitthvað sem mun lifa í minningunni. Róbert Brimdal. Elsku amma. Mér finnst svo ótrú- legt að þú sért farin frá mér. Ég veit að það var þér fyrir bestu að fá hvíld- ina en nú sit ég héma eftir og sakna þín svo sárt. Þú varst alltaf svo yndis- leg og öllum þótti vænt um þig. Sér- staklega þeim sem fengu þau forrétt- indi að vera í kringum þig. Ég var svo heppin að fá að vera hjá þér. Hlusta á sögumar frá því þegar þú varst lítil, þegar þú kynntist afa og þegar mamma kom til þín. Ég gleymi sög- unum aldrei. Og elsku amma mín, ég gleymi þér aldrei heldur. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín svo. En ég veit að við hittumst bráðum aftur. Ég elska þig. Þín, Rakel Ýr. Amma mín var alltaf hlý og góð. Hún kenndi mér margt og lagði alltaf áherslu á að vera góð við aðra. Mig langar að kveðja hana með ljóði sem hún orti sjálf. Það lýsir henni best. Hve langar mig til þess að læra lifa sem fegurst og best, fátækum eitthvað að færa fyrir þá gera sem mest. Hugga hinn grátna með glaðvæni brá, gleðja hinn sjúka, ef til hans má ná Staríiðþaðfæriræfró friðinn og himneska ró. Störfum með sterklegri mundu stefnum á himnanna sal, starfíð, það léttir oss lundu á leiðinni’ um táranna dal. Störfum af hjarta af huga og sál höldum oss æ kringum kærleikans bál. Starfiðþáfærirossfró friðinnoghimneskaró. (Björk.) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Rebekka. Mig setur hljóðan... Er „Skáldkon- an mín“ dáin? ... Ég ávarpaði Mar- gréti alltaf sem „Skáldkonuna mína“, réttilega svo, því skáld var hún, ann- ars alltaf kölluð Margrét. Með frávís- un á nafngift minni brosti hún jafnan ljúflega, lítillát og hljóð, því sjálfsupp- hefð var hvorki til í hugarheimi henn- ar né látæði... En, nú talar þögnin, ég hlusta og minningamai’ hrannast upp, þó hér verði drepið á fátt eitt af ótæminu sjálfu. Fyrsta kennsluveturinn minn kenndi ég og var skólastjóri við Bamaskóla Aðventkirkjunnar í Vest- mannaeyjum. Þar kynntist ég þessari mætu konu, manni hennar og fjöl- mennum, gjörvilegum bamahópnum, sem mörg hver vora nemendur mínfr, urðu mér einkar kær, og ég hef átt meira og minna samleið með allt fi-á þeim tíma að telja. Raunar var ég eins og einn í hóp þeirra - fyrst í skólanum sem kennari, þá í kirkjustarfinu sem söngfélagi og söngstjóri, í félagslífi kirkjunnar og síðast, en ekki sízt, á heimili þeirra, sem jafnan stóð mér opið. Á þessu fjölþætta samskipta- sviði kynntist ég Margréti því frá flestum hugsanlegum sjónarhornum. Sjálf bærðist hún í trúar- og félags- lífi kirkju sinnar sem traustur bak- hjarl og auðgandi þátttakandi. Söng í kirkjukórnum, starfaði í Systrafélag- inu og vann mikið fyrir það, tók þátt í kvöldvökum unga fólksins, glaðværð þeirra og gamanmálum, veitti af skáldabrannum sínum fögram ljóð- um og var uppbyggjandi, hvar sem hún kom að málum. Heimili sínu stýrði hún með yfir- vegaðri rósemd, festu og kristnum aga. Þar var ekld háreysti, né fjarg- viðraðist hún um málin. Margrét var bráðgreind, traust, vinföst og mátti ekki vamm sitt í nokkra vita. Grandvör var hún, mannvinur mikill, sterktrúuð, en heil- brigð í trúmálum sínum og laus við alla öfga og ofstæki. Aldrei heyrði ég hana leggja nokkram illt til þessa rúmlega hálfu öld, sem við áttum samleið. Dagfarslega var hún hóglát, hampaði aldrei eigin kostum, jafnað- arlega fremm- fáyrt, en hugsaði þeim mun meir og dýpra. Tilfinningar sín- ar bar hún ekki á torg, kærleiksrík þó og hjartahlý, en valdi þá leiðina að látaverkintala. Hún var kona bókarinnar, naut þess að lesa og fræðast. Penninn lék henni Ijúft í hendi, en annirnar settu oft óvelkomna punkta og þankastrik á blöðin hennar, þegar kallað var. Því var henni sárt og mikið áfall að missa sjónina og geta endanlega hvorki les- ið né skrifað. En þá var eiginmaður- inn henni augu, eins og hún innir fall- ega að í ljóðinu: „Stóllinn auði“, sem hún tileinkaði honum látnum. Með þeim var mjög kært. Ófáar vora heimsóknimar mínar. Þar bratum við margt málið til mergjar og alltaf auðgaðist ég af vizku hennar. Hún var kona hæstu hugsjóna. Sem sjómannskona varð hún oft að bíða við gluggann sinn með ljósið til að lýsa, bíða - og hlusta á þögnina. Hún þekkti hamfarir Ægis við Heimaklett og reiðarslög Ránar um sker og dranga. Allt gat gerzt. Og það gerðist líka eitt sinn, er óhugsanlegt var, að maður hennar næði landi, en það tókst þó fyrir Guðs náð. Tilfinn- ingar hennar hér skildi ég vel, því það var einmitt þennan vetur á leið minni til Eyja eftir jólafríið, að ég átti al- varlegustu og örlagaríkustu reynslu lífs míns. Hún snerti ógnandi hafrót, tengdist Faxaskeri og Heimakletti. Þess vegna skildi ég gjöria tilfinning- ar hennar við gluggann sinn. I ljóð- inu: „Konan við gluggann" lýsir hún þessu og yrkir í þriðja erindi: Hve mörgum stundum undangengin ár var eytt við gluggann, mun ei nokkur vega. En tíðum var þá tárum döggvuð brá og taugar þandar - hugur blandinn trega. Og hún þekkir eflaust hvað það er ein í húmi nætur bíða - vona, og hlusta meðan hafið byltir sér. - Hljótt þá grætur íslenzk sjómannskona. í fjórða erindi: Ekki getur hlátur hjarta gist, á hafi’ er stríða faðir, sonur, bróðir og maki hennar. Þá hún fann það fyrst, hvar fólgnir eru hjartans dýrstu sjóðir. í næsta erindi talar hún svo um „vökunótt“ og „voðasýnir". Lýkur ljóðinu síðan á þessa leið: Þannig hefir gengið öld af öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.