Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 41 ELVAR GEIRDAL + Elvar Geirdal fæddist á Akra- nesi 25. desember 1939. Hann lést af slysförum 5. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voi-u Þórður S. Ásgeirsson, f. 2.10. 1912, d. 25.4.1963, og Iðunn Geirdal, f. 18.12. 1916, d. 22.3. 1999. Systkini Elvars eru: Steinar Geirdal, f. 4.1. feðra: Karl S. Þórðar- son, f. 23.1. 1934. Sæunn Þórðardóttir, f. 29.1. 1936, d. 10.12. 1983. Sam- mæðra: Marella Geirdal Sverris- dóttir, f. 21.6. 1946. Margrét Geir- dal Sverrisdóttir, f. 30.7.1959. Elvar ólst upp hjá fósturforeldr- um síhum, Geirlaugu Gróu Geirs- dóttur, f. 8.5. 1922, og eiginmanni hennar Jóhannesi R.Þ. Jónssyni, f. 1.9. 1919, d. 31.10. 1971. Fóstur- systkini Elvars eru: Alda Jóhann- esdóttir, f. 4.1. 1943. Unnur Fann- ey Jóhannesdóttir, f. 20.1. 1945. Guðrún Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 20.5.1952. Jóhannes Jóhannesson, f. 28.8. 1956. Margeir Jóhannes- son, f. 24.7. 1959. Aðalheiður Jó- hannesdóttir, f. 12.5.1966. Hinn 1. febrúar 1964 kvæntist Elvar eftirlifandi eig- inkonu sinni Eddu Pálsdóttur, f. 13.3. 1940 á ísafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Páll Guð- jónsson, f. 22.1. 1914, d. 24.4. 1984, og Gest- ína Þorbjörg Sumar- liðadóttir, f. 11.6.1914, d. 5.11. 1993. Böm Elvars og Eddu em: Geirlaug Geirdal, f. 16.8. 1964, maki Kjart- an Friðrik Adolfsson, f. 6.11. 1964, búsett í Grindavík. Páll Geir- dal, f. 1.3. 1970, maki Kolbrún Rut Pálmadóttir, f. 10.11. 1973, búsett í Reykjavík. Ása Geirdal, f. 1.3. 1970, búsett í Reykjavík, dóttir Ásu er Guðrún Ansnes, f. 6. apríl 1987. Þóra Geirdal, f. 1.3.1970, búsett í Reykja- vík, dóttir Þóru er Elva Geirdal, f. 12.10. 1998. Fyrir átti Elvar soninn Ævar Geirdal, f. 26.5. 1962, maki Súsanna Antonsdóttir, f. 21.7. 1963. Synir Ævars em Páll Geirdal, f. 10.4. 1983, og Egill Geirdal, f. 5.12. 1985. Lengst af starfaði Elvar við sjáv- arútveg en síðastliðin þijú ár sein ki'anastjóri hjá Fosskrönum. Útför Elvars fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar okk- ur var sagt að þú værir dáinn. I sorginni minnumst við þess hvað þú varst alltaf glaðlegur og stutt í hláturinn hjá þér. Við sitjum í eldhúsinu hjá mömmu og erum að segja sögur af þér. Á okkar yngri árum fórum við oft á rúntinn en flugáhugi þinn hef- ur alltaf verið mikill þannig að við fórum í ísbúðina við Laugalæk og fengum okkur ís. Síðan renndum við í Öskjuhlíðina og horfðum á flugvélarnar lenda eða stoppuðum niðri á bryggju og horfðum á bát- ana sigla inn og út. Einnig þegar við vorum í hring- torginu v/ Hringbrautina og Palli sagði allt í einu: „Sjáiði, það rignir í Keflavík." Þú hlóst svo mikið að við héldum að bíllinn væri að fara út af. En þér fannst alltaf gaman að keyra og spottinn milli Þorláks- hafnar og Reykjavíkur var í þínum augum það sama og skjótast út í kaupfélag. Eins og þegar Ása og Þóra gleymdu húfunni hennar Elvu heima hjá ykkur, þú sást húfuna og ákvaðst að skutlast með hana í bæinn til þeirra í vinnuna. Þú hefur örugglega skemmt þér vel þegar þú sást undrunarsvipinn á þeim. Við munum öll líka eftir því þeg- ar þú og Ævar bróðir fóruð í flug með Palla í flugvél gæslunnar, hvað þú hafðir gaman af þvi. Eftir flugið fóruð þið beint til Ásu og Þóru og töluðuð mikið um hvað þetta hefði verið skemmtilegt og að þið ætluðuð að reyna að kom- ast með sem fyrst aftur. í september ’99 ákváðum við öll að fara til Kanaríeyja til að halda upp á sextugsafmæli þitt og mömmu og þrítugsafmæli þríbur- anna í mars '00. Gógó dreif okkur áfram og pant- aði alla miðana svo öruggt yrði að ferðin yrði að veruleika og enginn kæmist hjá því að fara. Þar áttum við frábæran tíma saman, við fengum okkur bílaleigu- bíla og fórum í verslunarleiðangur til Las Palmas. Okkur gekk vel að komast til borgarinnar en eftir að við lentum í umferðinni skildi leiðir og eftir mikla ranghala og leit að ykkur hringdi Gógó og spurði hvar við værum, en þið voruð komin til Las Arenas en þar átti að enda verslunarleiðangurinn. Við munum vel hvað þú, tækja- karlinn sjálfur, varst skömmustu- legur þegar við hittumst því þú hafðir keypt gsm-síma í Leifsstöð fyrir þessa ferð en gleymt honum uppi á hóteli. Enn tókum við bíl á leigu og fór- um núna á útimarkað í Mogan. Mikið var fallegt að keyra þar um, og stoppað á ólíklegustu stöðum til að taka myndir en í afmælisgjöf gáfum við þér vídeóvél sem þú varst mjög mikið með aðtaka myndir af barnabörnunum og leik- stjórataktarnir komu vel í ljós þeg- ar þú beindir vélinni að mömmu og sagðir henni að segja eitthvað sem endaði þannig að þú spólaðir til baka, því þú vissir að leikhæfileik- ar hennar voru ekki miklir. Þessi ferð var einstaklega vel heppnuð og munum við minnast hennar lengi. Vertu yfir og allt í kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson.) Minningar um þig munum við geyma í hjarta okkar um ókomna tíð. Geirlaug og Kjartan, Ása, Þóra, Páll og Kolbrún Rut. Það var eins og mér hefði verið kippt út úr þessari jarðnesku ver- öld þegar presturinn hringdi í mig og tilkynnti mér að hann pabbi minn væri dáinn, að hann hefði lát- ist af slysförum. Ég týndi stað og stupd. Ég var mjög ungur þegar leiðir okkar skildu en fyrir nokkrum ár- um lágu leiðir okkar aftur saman og kom þá ýmislegt í ljós eins og allt það sem við höfðum farið á mis við hjá hvor öðrum. T.d. áttum við sameiginlegt áhugamál og áttum eftir að gera svo margt í því eins og svo mörgu öðru. Ég er þakklát- ur fyrir þær stundir sem við áttum saman. Megi guð gefa fjölskyldunni styrk í þessari miklu sorg. Ég sakna þín sárt, pabbi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Ævar Geirdal. Elsku afi. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann. Þú varst alltaf svo hress og kát- ur og svo alveg frábær afi. Þú vild- ir allt fyrir mann gera og þig mun- aði ekki um að sækja okkur ef okkur langaði að kíkja í heimsókn til ykkar. Það eru líka mjög góðar minningar sem við eigum frá því í vetur þegar við fórum öll saman til útlanda. Það var mjög góður tími sem við áttum með þér. Þú vissir alveg upp á hár hvað allar flugvélarnar hétu og af hvaða gerð þær voru. Það var líka gaman að keyra með þér því þú vissir hvað öll fjöll og allir hólar hétu og vissir yfirleitt einhverja sögu á bak við. Til dæmis einu sinni þegar við ætluðum að fara í smá „ömmu og afa bíltúr". Þá keyrðum við bara svona um og stoppuðum á nokkrum stöðum. Meðal þessara staða var sjoppa sem við stoppuð- um í og þar keyptum við stílabók og svo teiknaði ég í hana á leiðinni. Afi bað mig að gefa sér þessa bók þegar ég kláraði hana og ég var til í það. En svo þegar við komum heim var ég ekki búin að klára hana því þetta var frekar þykk bók. En mikið var að gera og skól- inn var að byrja þannig að bókin einhvern veginn gleymdist. Svo ég var að hugsa um að gefa þér hana þá í sextugsafmælisgjöf en jólin voru komin áður en maður vissi af og ekki nógur tími til að klára bók- ina. Svo allt í einu ertu tekinn frá okkur svona snögglega en við gleymum þér aldrei. Þínar afastelpur, Guðrún og Elva. Elsku Elvar, þess er sárt að minnast hversu brottför þína bar snögglega að. Þó að árin hafi verið 60 gat andinn ekki verið yngri, það var alltaf stutt í kímnina og frá- bært í kringum þig að vera. Minn- ingar um þig eru okkur ljúfar og munu verða eilífar. Við vitum að þú ert að fylgjast með fjölskyldu þinni og það er gott að vita af því að amma og afi passa þig. Við Gestur Þorbjörn gleymum aldrei stundunum þegar þið Edda bjugguð f Stífluselinu, Grétar Ingi og Omar Páll bera þann aldur að muna þær síður. Okkur er það öll- um ógleymanlegt eftir að þið flutt- ust hingað til Þorlákshafnar og við unnum hjá ykkur Eddu í Bjargveri eftir skóla og um helgar. En hand- tak þitt er eitthvað sem enginn gleymir. Þetta máttuga handtak og krafturinn sem í því bjó virtist mala öll bein í hendinni mélinu smærra en var svo hlýtt, svo kær- leiksríkt. Fyrst og fremst er það þó persónuleikinn sem við munum sterkast eftir og fróðleikurinn sem í þér bjó. Það var alveg sama um hvað við töluðum, hvort sem var tækni og vísindi eða stjórnmál, við gátum alltaf spurt þig spjörunum úr og rabbað við þig drykklanga stund um hugðarefni okkar. Þú varst okkar fyrirmynd. Elsku Elvar, þegar við berum þér þessa síðustu kveðju okkar er- um við ekki aðeins að kveðja kær- an vin og guðföður, þú gekkst okk- ur í afa stað og því kveðjum við þig sem elskulegan afa okkar. Guð blessi þig og geymi þig, þú ert á góðum stað en fylgir okkur ávallt. Gestur Þorbjörn, Grétar Ingi, Ómar Páll, Jón Óskar og Helena. Fallinn er frá góður drengur, Elvar Geirdal. Langar mig að minnast hans í nokkrum fátækleg- um orðum. Haustið 1990 settist ég á skóla- bekk í Stýrimannskólanum í Reykjavík. Kynntist ég fljótlega Páli Geirdal, bekkjafélaga mínum og síðar mínum besta vini. Bauð Palli mér fljótlega með sér til Þor- lákshafnar og var ástæðan sú, að þar bjuggu Elvar og Edda, for- eldrar Palla. Auk þess bjuggu þá í Þorlákshöfn þrjár föngulegar syst- ur hans, þær Geirlaug (Gógó), Ása og Þóra, auk Guðrúnar dóttur Ásu (síðar bættist við Elva dóttir Þóru). Var maður alltaf velkominn inn ó heimili þeirra hjóna, skipti þá engu hvort litið var inn í kaffi (eða kók) eða í sunnudagssteikina eftir skrall með yngri meðlimum fjöl- skyldunnar. í stuttu máli var manni tekið sem gömlum fjöl- skyldumeðlim, átti það jafnt við hjá þeim hjónum, stelpunum eða hjá systur Eddu og hennar fjölskyldu. Frá upphafi höfðum við Elvar mik- ið gaman af því að ræða saman. Var þar ekkert heilagt, hreppa- og landsmálapólitík, fiskveiðar og kvótakerfið, bíiar, veðrið eða bara um daginn og veginn. Vorum við furðu oft sammála, sérstaklega ef Palli var á öðru máli, þá komumst við á skrið. Verða þessar stundir mér alltaf ofarlega í huga. En síð- asta minning mín af Elvari var þegar ég fór á jeppanum upp á flugstöð til að taka á móti vinaskar- anum. Veitti ekki af aðstoð við flutning á farangri og fólki. Fjöl- skyldan hafði verið í Spánarferð og kom brosandi og yfirhlaðin pökk- um og pinklum. Þegar í Grafarvog- inn var komið, til þeirra Ásu og Þóru, skoðaði ég myndir og fékk ferðasöguna beint í æð. Veit ég að þessi ferð á eftir að verða yndisleg minning og huggun þegar fram líða stundir. Man ég eins og gerst hefði í gærþegar ég kvaddi þau hjón fyr- ir utan í snjófjúkinu og við grínuð- umst einu sinni enn með farang- ursmagnið og innihaldið. Það er góð lokaminning. Eddu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Elvar, við hittumst síðar en á^ meðan skal ég skal iíta til með stelpnaskaranum þínum og ég lofa að stríða Palla við og við. Kristján Guðmundsson. Fyrir nokkrum árum fór Elvar Geirdal að venja komur sínar upp á Sandskeið. Hann langaði að láta gamlan draum sinn rætast og læra að fljúga svifflug. Hann var einn af þeim sem lét verða af því að koma í flugnám um miðjan aldur. En vegna mikillar vinnu teygðist úr náminu. En nú í sumar ætlaði hann að fljúga sitt fyrsta einflug. Því miður verður ekki af því. Við kveðjum fé- laga okkar og sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Kveðja, Svifflugfélag íslands. rinningamirfást @IOQ HAPPDRÆTTI Vinningaskrá 11. útdráttur 13.JÚIÍ2000 Bif reiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 6 9 0 2 Kr. 100.000 Fer ð a v^nningur Kr. 200.000 (tvöfaldur) 505 648 22512 67523 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2186 7612 25690 37075 46336 72653 6711 14812 30902 43436 54541 78256 Húsbú Kr. 10.000 n a ð a r v a n Kr. 20. ningnr 693 11678 23561 35407 43287 53143 66293 73910 1045 11806 24606 35463 43606 53515 66676 74121 1248 11987 24621 35799 44201 55514 67592 74322 2930 14084 26009 37966 44234 56780 67595 75219 4043 14207 27932 39435 45282 58135 67608 75510 4588 14538 29530 39733 45498 58269 67702 77475 7837 17847 30295 40138 46892 60984 69758 77917 8069 19338 31196 40161 47646 61227 71489 79692 8715 19789 31482 41218 48326 61317 71899 79897 8915 20930 31649 41777 48840 61793 72836 9648 20972 32164 42140 49187 63297 72915 9856 21266 33472 42287 51215 63737 73637 10352 22792 34906 42594 52322 63961 73716 Húsbúnaðarvinningur 172 11180 23389 32079 41979 52053 61060 69210 1004 11575 23442 32252 42146 52452 61313 69508 1094 11703 23808 32284 42589 52551 61820 69650 1933 11804 23817 32458 42882 52562 62514 69795 2072 11897 23916 32477 42903 52790 62557 69933 2919 12556 25353 32660 43050 53197 62581 70097 3090 12672 25476 32674 43652 53352 62792 70525 3776 13881 25555 32752 43720 •53488 62841 71111 3824 13952 25558 33043 43804 54180 62983 71532 4050 14274 25807 33050 44019 54458 63291 72168 4341 14647 26225 33218 44387 54722 63319 72620 4667 14690 26351 33559 44745 54751 63521 73375 4685 14710 26473 35140 44758 55544 63657 73510 5167 14755 26510 35220 449Í0 55566 63926 73557 5324 15189 27025 35300 45300 55808 63931 74044 5807 15757 27107 35605 45714 55899 64278 74255 6425 16781 27400 36072 46128 56073 64397 74748 6475 16996 27735 37797 46196 56401 64762 74800 6565 17000 27944 38608 46387 56765 64881 75311 6834 18165 28461 38671 46646 57979 65195 75599 8363 18546 28733 38734 46708 58425 65342 76841 8706 18611 29041 39289 46899 58463 65345 76889 8789 19792 29113 39503 47003 58488 65410 77113 9093 20087 29187 39568 47061 58642 65722 79454 9314 20386 29755 39571 48516 58927 66458 79949 9346 20436 30482 40586 49049 59308 67009 79986 9463 21148 30683 40721 49782 59902 67097 9509 21594 30812 41087 50476 59919 67108 9809 21860 31265 41302 50505 60288 68005 10255 22440 31285 41585 50716 60614 68184 10838 23158 31820 41782 51837 60658 68525 11073 23243 32069 41880 52011 60962 68727 Næstu útdrættir fara fram 20. júlí, 27. júlí & 3. ágúst 2000 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.