Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Norðurlandsskógar stofn- aðir á Dagverðareyri Skógrækt er vilji þjóðarinnar Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðhcrra grúðursetur tré í tilefni af stofn- un Norðurlandsskúga. Hjá honum standa Stefán Guðmundsson, for- maður sljúrnar Norðurlandsskúga og Sigrún Sigurjúnsdúltir, fram- kvæmdastjúri samtakanna. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra stofnaði í gær formlega Norðurlandsskóga á Dagverðareyri við hátíðlega athöfn á staðnum. Guðni sagði m.a. í ræðu sinni að skógrækt á Islandi hefði gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á síðustu 100 árum, glíman við veðuröflin hefði oft verið skógræktarbændum óhagstæð. Hins vegar sagði Guðni að í dag væri skógræktin að fá nýjan hljóm, nýtt afl og nýja samstöðu meðal þjóðarinnar. Skilningur væri að aukast á því að skógrækt væri at- vinnuvegur. Ný auðlind Norðurlandsskógar eru lands- hlutabundið skógræktarverkefni til 40 ára. Megintilgangur verkefnisins er að stuðla að skóg- og skjólbelta- rækt á Norðurlandi og treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf í framtíð- inni. Að sögn Sigrúnar Sigurjóns- dóttur, framkvæmdastjóra Norður- landsskóga, er áætlað að rækta skóg á um 65.000 hekturum lands, þar af fari 20 þúsund ha undir timburskóga og 45 þúsund undir landbótaskóga. Sigrún sagði í ræðu sinni að í ár yrði unnið að undirbúningi verkefn- isins og að auglýst hefði verið eftir þátttakendum. Þegar hefðu borist 40 umsóknir og vonuðust forráða- menn átaksins til að fá um 100-150 umsóknir þegar júlí væri á enda. Guðni Ágústsson sagði það vera mikla gleði og ánægju að vera við- staddur stofnun Norðurlandsskóga. „Það er vel við hæfi að stofna þessi samtök hér á Dagverðareyri þar sem þrjár kynslóðir hafa stundað skógrækt og þekkingin hefur borist mann fram af manni,“ sagði Guðni, en ábúendur á Dagverðareyri eru Oddur Gunnarsson og Gígja Snæ- dal. Guðni sagði að í framtíðinni yrði skógrækt mikilvægur atvinnuvegur sem styrkti byggð í landinu. „Ekki má heldur gleyma því að skógar prýða landið og gera það búsældar- legra. Það mun skila sér þegar kom- andi kynslóðir velja sér búsetu hér á landi,“ sagði Guðni. Hann ítrekaði hamingjuóskir sín- ar til aðstandenda verkefnisins. „Ég trúi því að staðið verði við bakið á skógræktarfólki í framtíðinni. Við þurfum á bændum að halda til skóg- ræktar og við þurfum hugsjónafólk úr þéttbýlinu sem styður við verk- efni af þessu tagi,“ sagði Guðni og sagði það samstöðu meðal ríkis- stjórnar, þings og þjóðar um að standa vel að skógrækt á landinu. Guðni lauk síðan ræðu sinni með því að segja að hann væri nú albúinn til þess að gróðursetja tré í tilefni dagsins og gekk rösklega til verks. Söguganga um Inn- bæinn MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir sögugöngu um Inn- bæinn næstkomandi sunnudag, 16. júlí. Farið verður undir leiðsögn Signýjar Þóru Ólafsdóttur sagn- fræðinema. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og endað við Minjasafnið um klukkustund síðar. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. I Minjasafninu standa nú yfir sýningarnar Eyjafjörður frá önd- verðu, Akureyri - bærinn við Poll- inn og Ljósmyndir Sigríðar Zoéga. Safnið er opið alla daga kl. 11-17 og auk þess á miðvikudögum til kl. 21. Aðgangseyrir er 300 krónur. -------------- Fjöldi óskoðaðra ökutækja Á EFTIRLITSFERÐUM sínum í gær rakst lögreglan á Akureyri á töluverðan fjölda óskoðaðra öku- tækja víðs vegar um bæinn. Lög- reglumenn límdu miða á óskoðuð ökutæki og því þurfa eigendur að borga sekt fyrir trassaskapinn. | Þremur rýmum enn óráðstafað á Glerártorgi á Akureyri Y erslunarmiðstööin opnuð í byrjun nóvember Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Gleráreyrum eru í fullum gangi. Þar gengur mikið á og þá ekki síst í jámabindingunum. Drauga- rölt á Hólum Á HÓLUM í Hjaltadal verður mikið um að vera um helgina. Boðið er upp á hið margrómaða bleikjuhlaðborð þar sem 13 réttir verða matreiddir úr úr- vals Hólableikju. Síðar um kvöldið, eða kl. 22, verður reimt í Hjaltadalnum því að þá fara draugar á kreik. Þeir bjóða upp á svokallað draugarölt og segja sannar sögur úr fortíðinni. Laugardaginn 15. júlí kl. 10 verður náttúrurölt um Hóla- stað og nágrenni. Sérfróðir menn sjá um að upplýsa fólk um lífverurnar í kringum okkur og lífríki þeirra. Bókmennta- vaka í Deiglunni BÓKMENNTAVAKA verður haldin í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 14. júlí, kl. 20.30. Bókmenntavakan ber yf- irskriftina „Vort land er í dög- un af annarri öld“ og er helguð skáldinu og athafnamanninum Einari Benediktssyni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur heldur erindi um Einar Bene- diktsson. Einnig verða flutt nokkur af ljóðum Einars í um- sjón heimamanna. Aðgangur er ókeypis. ENN er þremur rýmum óráðstafað í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Gleráreyrum á Akureyri sem opnuð verður síðar á árinu. Samkvæmt fyr- Miggjandi teikningum er ráðgert að í húsnæðinu verði 24 aðilar með rekstur af ýmsu tagi. Flestir þeirra sem fara inn í versl- unarmiðstöðina eru með rekstur í bænum fyrir og þá aðallega í mið- bænum. Nokkrir þeirra ætla að hætta rekstri í miðbænum í kjölfar flutnings í Glerártorg en aðrir ætla að halda úti rekstri á báðum stöðum. Aðeins tvær verslanir verða alveg nýjar í bænum, Dressmann úr Reykjavík og Skóverslun Steinars Waage sem verður í eigu Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ og Joe’s. Verslunarmiðstöðin verður tæpir 9.000 fermetrar að stærð en það er einkahlutafélagið Smáratorg sem byggir húsið. Eins og áður hefur komið fram verða Nettó-verslun KEA, Rúmfatalagerinn og BYKO með langstærstu rýmin, eða í kring- um 2.000 fermetrar hvert fyrirtæki. Þau munu öll flytja sig um set í bæn- um og upp á Gleráreyrar en BYKO mun jafnframt verða með rekstur austan Glerárgötu. Sportver verður einnig með stórt rými í verslunar- miðstöðinni en núverandi húsnæði verslunarinnar verður rifið innan tíðar í tengslum við uppbyggingu Glerártorgs. Búnaðarbankinn verður með af- greiðslu í verslunarmiðstöðinni en bankinn mun áfram halda úti rekstri í miðbænum og verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð. Pedrómyndir opna þar verslun en ekki eru uppi áform um breytingar á starfsemi fyrirtæk- isins í miðbænum. Penninn/Bókval mun einnig opna verslun í Glerár- torgi, auk þess sem kaffihús verður rekið í tengslum við verslunina en starfsemi fyrirtækisins í miðbænum verður rekin áfram með svipuðu sniði. Þrír hætta í miðbænum og einn í Sunnuhlíð Lyf og heilsa mun reka lyfjabúð en fyrir rekur fyrirtækið lyfjabúð í miðbæ Akureyrar og Hrísalundi. Parið opnar fataverslun í verslunar- miðstöðinni og einnig fataverslunin Perfect en báðar verslanirnar munu þó áfram starfa í miðbænum. Heilsu- hornið opnar verslun með heilsuvör- ur í Glerártorgi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um rekstur Heilsu- hornsins í miðbænum í kjölfarið. Hins vegar munu Halldór Ólafs- son ehf. úrsmiður, Gullsmíðastofan Skart og Levi’s búðin flytja starf- semi sína úr miðbænum í Glerár- torg. Að auki mun Skart opna litla verslun og verkstæði á Hvannavöll- | um. Leikfangaverslunin Dótabúðin I verður flutt úr verslunarmiðstöðinni f Sunnuhlíð í Glerártorg en Dótakass- inn verður rekinn með óbreyttu sniði í miðbænum. Að sögn Jakobs Bjömssonar, tals- manns Smáratorgs, eru í gangi við- ræður við Höldur og Greifann um veitingarekstur í verslunarmiðstöð- inni og jafnframt að Höldur komi einnig að rekstri ísbúðar í húsnæð- inu. Einnig hefur, að sögn Jakobs, | verið rætt um að blómaverslunin Býflugan og búið verði í óráðstöfuðu I rými og verslunin María í Amaro í öðru. Gleraugnaþjónustan í Skipa- götu hætti í vikunni við að flytja starfsemi sína í Glerártorg og er því rými sem henni var ætlað því óráð- stafað. „Ég hef það mikla trú á mið- bænum að ég ætla að vera hér áfram,“ sagði Karl Davíðsson, eig- andi Gleraugnaþjónustunnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Rýmin afhent 15. september Fulltrúar Smáratorgs og hönnuð- ir verslunarmiðstöðvarinnar fund- uðu með þeim aðilum sem ætla að setja upp rekstur í verslunarmið- stöðinni í lok síðustu viku. Þeir fóni m.a. yfir stöðu mála og svöruðu fyr- irspurnum. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins eiga rekstrar- aðilarnir að fá sín rými afhent hinn 15. september í haust. Þeir eiga þá | eftir að innrétta sín pláss en ráðgert er að verslunarmiðstöðin verði form- lega opnuð einum og hálfum mánuði r' síðar, eða fimmtudaginn 2. nóvem- ber. Byggingaframkvæmdir eru í full- um gangi á Gleráreyrum. SS Byggir sér um byggingaframkvæmdirnrar ásamt fjölmörum undirverktökum en fyrirtækið var það eina sem bauð í verkið. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á 368 milljónir króna en áætlað- ur heildarkostnaður við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar og bíla- | stæði er um einn milljarður króna. Auj.ud'ójjj irú JÐJU -eru ekki óþægur Jjár í þúfij -1-1Í i i I rri b1 rrrfii i/r muiíiiTrrTTTT rtyjf, tttttttt f&i ö\ 4* í meira en hálfa öld hafa hrífurnar okkar mætt þörfum fólks. Hausar eru úr áli og fúavörðu beyki - þéttleiki tinda er mismunandi. Smíðum alltaf vinsælu orfin úr áli með færan- legum hælum. Höfum einnig hina bráðnauðsynlegu „gömlu lista" fyrir þá, sem eru að gera upp hús. Amboðaverksmiðjan IÐJA, Akureyri Sími: 462-4190 Gsm: 692-3771/01 Fax: 461-3996 Netfang: helgisig@est.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.