Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 16

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Norðurlandsskógar stofn- aðir á Dagverðareyri Skógrækt er vilji þjóðarinnar Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðhcrra grúðursetur tré í tilefni af stofn- un Norðurlandsskúga. Hjá honum standa Stefán Guðmundsson, for- maður sljúrnar Norðurlandsskúga og Sigrún Sigurjúnsdúltir, fram- kvæmdastjúri samtakanna. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra stofnaði í gær formlega Norðurlandsskóga á Dagverðareyri við hátíðlega athöfn á staðnum. Guðni sagði m.a. í ræðu sinni að skógrækt á Islandi hefði gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á síðustu 100 árum, glíman við veðuröflin hefði oft verið skógræktarbændum óhagstæð. Hins vegar sagði Guðni að í dag væri skógræktin að fá nýjan hljóm, nýtt afl og nýja samstöðu meðal þjóðarinnar. Skilningur væri að aukast á því að skógrækt væri at- vinnuvegur. Ný auðlind Norðurlandsskógar eru lands- hlutabundið skógræktarverkefni til 40 ára. Megintilgangur verkefnisins er að stuðla að skóg- og skjólbelta- rækt á Norðurlandi og treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf í framtíð- inni. Að sögn Sigrúnar Sigurjóns- dóttur, framkvæmdastjóra Norður- landsskóga, er áætlað að rækta skóg á um 65.000 hekturum lands, þar af fari 20 þúsund ha undir timburskóga og 45 þúsund undir landbótaskóga. Sigrún sagði í ræðu sinni að í ár yrði unnið að undirbúningi verkefn- isins og að auglýst hefði verið eftir þátttakendum. Þegar hefðu borist 40 umsóknir og vonuðust forráða- menn átaksins til að fá um 100-150 umsóknir þegar júlí væri á enda. Guðni Ágústsson sagði það vera mikla gleði og ánægju að vera við- staddur stofnun Norðurlandsskóga. „Það er vel við hæfi að stofna þessi samtök hér á Dagverðareyri þar sem þrjár kynslóðir hafa stundað skógrækt og þekkingin hefur borist mann fram af manni,“ sagði Guðni, en ábúendur á Dagverðareyri eru Oddur Gunnarsson og Gígja Snæ- dal. Guðni sagði að í framtíðinni yrði skógrækt mikilvægur atvinnuvegur sem styrkti byggð í landinu. „Ekki má heldur gleyma því að skógar prýða landið og gera það búsældar- legra. Það mun skila sér þegar kom- andi kynslóðir velja sér búsetu hér á landi,“ sagði Guðni. Hann ítrekaði hamingjuóskir sín- ar til aðstandenda verkefnisins. „Ég trúi því að staðið verði við bakið á skógræktarfólki í framtíðinni. Við þurfum á bændum að halda til skóg- ræktar og við þurfum hugsjónafólk úr þéttbýlinu sem styður við verk- efni af þessu tagi,“ sagði Guðni og sagði það samstöðu meðal ríkis- stjórnar, þings og þjóðar um að standa vel að skógrækt á landinu. Guðni lauk síðan ræðu sinni með því að segja að hann væri nú albúinn til þess að gróðursetja tré í tilefni dagsins og gekk rösklega til verks. Söguganga um Inn- bæinn MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir sögugöngu um Inn- bæinn næstkomandi sunnudag, 16. júlí. Farið verður undir leiðsögn Signýjar Þóru Ólafsdóttur sagn- fræðinema. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og endað við Minjasafnið um klukkustund síðar. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. I Minjasafninu standa nú yfir sýningarnar Eyjafjörður frá önd- verðu, Akureyri - bærinn við Poll- inn og Ljósmyndir Sigríðar Zoéga. Safnið er opið alla daga kl. 11-17 og auk þess á miðvikudögum til kl. 21. Aðgangseyrir er 300 krónur. -------------- Fjöldi óskoðaðra ökutækja Á EFTIRLITSFERÐUM sínum í gær rakst lögreglan á Akureyri á töluverðan fjölda óskoðaðra öku- tækja víðs vegar um bæinn. Lög- reglumenn límdu miða á óskoðuð ökutæki og því þurfa eigendur að borga sekt fyrir trassaskapinn. | Þremur rýmum enn óráðstafað á Glerártorgi á Akureyri Y erslunarmiðstööin opnuð í byrjun nóvember Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Gleráreyrum eru í fullum gangi. Þar gengur mikið á og þá ekki síst í jámabindingunum. Drauga- rölt á Hólum Á HÓLUM í Hjaltadal verður mikið um að vera um helgina. Boðið er upp á hið margrómaða bleikjuhlaðborð þar sem 13 réttir verða matreiddir úr úr- vals Hólableikju. Síðar um kvöldið, eða kl. 22, verður reimt í Hjaltadalnum því að þá fara draugar á kreik. Þeir bjóða upp á svokallað draugarölt og segja sannar sögur úr fortíðinni. Laugardaginn 15. júlí kl. 10 verður náttúrurölt um Hóla- stað og nágrenni. Sérfróðir menn sjá um að upplýsa fólk um lífverurnar í kringum okkur og lífríki þeirra. Bókmennta- vaka í Deiglunni BÓKMENNTAVAKA verður haldin í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 14. júlí, kl. 20.30. Bókmenntavakan ber yf- irskriftina „Vort land er í dög- un af annarri öld“ og er helguð skáldinu og athafnamanninum Einari Benediktssyni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur heldur erindi um Einar Bene- diktsson. Einnig verða flutt nokkur af ljóðum Einars í um- sjón heimamanna. Aðgangur er ókeypis. ENN er þremur rýmum óráðstafað í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Gleráreyrum á Akureyri sem opnuð verður síðar á árinu. Samkvæmt fyr- Miggjandi teikningum er ráðgert að í húsnæðinu verði 24 aðilar með rekstur af ýmsu tagi. Flestir þeirra sem fara inn í versl- unarmiðstöðina eru með rekstur í bænum fyrir og þá aðallega í mið- bænum. Nokkrir þeirra ætla að hætta rekstri í miðbænum í kjölfar flutnings í Glerártorg en aðrir ætla að halda úti rekstri á báðum stöðum. Aðeins tvær verslanir verða alveg nýjar í bænum, Dressmann úr Reykjavík og Skóverslun Steinars Waage sem verður í eigu Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ og Joe’s. Verslunarmiðstöðin verður tæpir 9.000 fermetrar að stærð en það er einkahlutafélagið Smáratorg sem byggir húsið. Eins og áður hefur komið fram verða Nettó-verslun KEA, Rúmfatalagerinn og BYKO með langstærstu rýmin, eða í kring- um 2.000 fermetrar hvert fyrirtæki. Þau munu öll flytja sig um set í bæn- um og upp á Gleráreyrar en BYKO mun jafnframt verða með rekstur austan Glerárgötu. Sportver verður einnig með stórt rými í verslunar- miðstöðinni en núverandi húsnæði verslunarinnar verður rifið innan tíðar í tengslum við uppbyggingu Glerártorgs. Búnaðarbankinn verður með af- greiðslu í verslunarmiðstöðinni en bankinn mun áfram halda úti rekstri í miðbænum og verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð. Pedrómyndir opna þar verslun en ekki eru uppi áform um breytingar á starfsemi fyrirtæk- isins í miðbænum. Penninn/Bókval mun einnig opna verslun í Glerár- torgi, auk þess sem kaffihús verður rekið í tengslum við verslunina en starfsemi fyrirtækisins í miðbænum verður rekin áfram með svipuðu sniði. Þrír hætta í miðbænum og einn í Sunnuhlíð Lyf og heilsa mun reka lyfjabúð en fyrir rekur fyrirtækið lyfjabúð í miðbæ Akureyrar og Hrísalundi. Parið opnar fataverslun í verslunar- miðstöðinni og einnig fataverslunin Perfect en báðar verslanirnar munu þó áfram starfa í miðbænum. Heilsu- hornið opnar verslun með heilsuvör- ur í Glerártorgi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um rekstur Heilsu- hornsins í miðbænum í kjölfarið. Hins vegar munu Halldór Ólafs- son ehf. úrsmiður, Gullsmíðastofan Skart og Levi’s búðin flytja starf- semi sína úr miðbænum í Glerár- torg. Að auki mun Skart opna litla verslun og verkstæði á Hvannavöll- | um. Leikfangaverslunin Dótabúðin I verður flutt úr verslunarmiðstöðinni f Sunnuhlíð í Glerártorg en Dótakass- inn verður rekinn með óbreyttu sniði í miðbænum. Að sögn Jakobs Bjömssonar, tals- manns Smáratorgs, eru í gangi við- ræður við Höldur og Greifann um veitingarekstur í verslunarmiðstöð- inni og jafnframt að Höldur komi einnig að rekstri ísbúðar í húsnæð- inu. Einnig hefur, að sögn Jakobs, | verið rætt um að blómaverslunin Býflugan og búið verði í óráðstöfuðu I rými og verslunin María í Amaro í öðru. Gleraugnaþjónustan í Skipa- götu hætti í vikunni við að flytja starfsemi sína í Glerártorg og er því rými sem henni var ætlað því óráð- stafað. „Ég hef það mikla trú á mið- bænum að ég ætla að vera hér áfram,“ sagði Karl Davíðsson, eig- andi Gleraugnaþjónustunnar, í sam- tali við Morgunblaðið. Rýmin afhent 15. september Fulltrúar Smáratorgs og hönnuð- ir verslunarmiðstöðvarinnar fund- uðu með þeim aðilum sem ætla að setja upp rekstur í verslunarmið- stöðinni í lok síðustu viku. Þeir fóni m.a. yfir stöðu mála og svöruðu fyr- irspurnum. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins eiga rekstrar- aðilarnir að fá sín rými afhent hinn 15. september í haust. Þeir eiga þá | eftir að innrétta sín pláss en ráðgert er að verslunarmiðstöðin verði form- lega opnuð einum og hálfum mánuði r' síðar, eða fimmtudaginn 2. nóvem- ber. Byggingaframkvæmdir eru í full- um gangi á Gleráreyrum. SS Byggir sér um byggingaframkvæmdirnrar ásamt fjölmörum undirverktökum en fyrirtækið var það eina sem bauð í verkið. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á 368 milljónir króna en áætlað- ur heildarkostnaður við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar og bíla- | stæði er um einn milljarður króna. Auj.ud'ójjj irú JÐJU -eru ekki óþægur Jjár í þúfij -1-1Í i i I rri b1 rrrfii i/r muiíiiTrrTTTT rtyjf, tttttttt f&i ö\ 4* í meira en hálfa öld hafa hrífurnar okkar mætt þörfum fólks. Hausar eru úr áli og fúavörðu beyki - þéttleiki tinda er mismunandi. Smíðum alltaf vinsælu orfin úr áli með færan- legum hælum. Höfum einnig hina bráðnauðsynlegu „gömlu lista" fyrir þá, sem eru að gera upp hús. Amboðaverksmiðjan IÐJA, Akureyri Sími: 462-4190 Gsm: 692-3771/01 Fax: 461-3996 Netfang: helgisig@est.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.