Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 58
. 58 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Brian McMahan er einn af framvörðum amerískrar jaðartónlistar „Stór“ tónlist Þungamiðjan í þróun bandarískrar jaðar- rokktónlistar undanfarin ár hefur legið í ríkum mæli hjá Brian nokkrum McMahan, aðalsprautu The For Carnation. Arnar Eggert Thoroddsen fór í göngutúr með honum niður á strönd og ræddi við hann um ýmis aðkallandi málefni. BRIAN McMahan hefur margt að svara fyrir. Hann er borinn og barn- fæddur í Louisville, Kentucky og stofnaði íyrstu hljómsveitina sína að- eins tólf vetra gamall. Hann tilheyrir hinni afkastamiklu Louisville/Chica- go-tónlistarfjölskyldu, neti fram- sækinna rokktónlistarmanna sem eru óþreytandi við að leita uppi nýjar og áður óþekktar nálganir við popp- tónlistina. Fræi var sáð í frjóan svörð með stofnun pönkrokksveitar- innar Squirrel Bait árið 1985 og af- kvæmin sem sú sveit fæddi af sér eru tilkomumikil; t.d. Gastr Del Sol, Tor- toise, Papa M, Palace Brothers, The For Carnation og síðast en ekki síst Slint, hljómsveit langt á undan sinni samtíð og ein áhrifamesta rokksveit seinni tíma, en þar var McMahan gít- arleikari og söngvari. : The For Carnation lék við gífur- lega góðar undirtektir á All Tomorr- ows Parties-tónlistarhátíðinni sem haldin var í vor og daginn eftir hljómleikana fóru Brian og blaða- maður í rómantískan göngutúr niður að Ermarsundi. Kaffilcikhðsið Vcsturgötu 3 BBilSBBBlflfflSlflliJI Túpilakkar Útgáfutónleikar lau. 15/7 kl. 21. MIÐASALA í síma 551 9055. Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological actiort-comedy fös 14/7 kl. 20 Laus sæti Sýningartími 50 mínútur. Ath. síðasta sýning. I.EIKFELAG ISLANDS w. I5HÖ 552 3000 THRILLER sýnt af NFVI fös. 14/7 kl. 20.30 örfá sæti laus lau. 15/7 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti Ath. Einungis þessar 4 sýningar 530 303O BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fös. 14/7 kl. 12 fim. 20/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir f viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Skemmti sér vel Jæja, hvernig er þetta búið að ganga? „Eg hef skemmt mér vel. Við í hljómsveitinni erum búnir að skemmta okkur vel. Þessi útgáfa sveitarinnar hefur bara spiiað þrisvar sinnum saman á tónleikum og þetta er loksins farið að smella saman. Tónleikamir í gær voru þeir bestu hingað til.“ Hvemig gengur þér að lifa með Slint-goðsögninni? „Ja, ég tek því alls ekki sem ein- hverju neikvæðu. Ég er stoltur af hljómsveitinni og við sem vorum í henni á sínum tíma erum enn þá góð- ir félagar.“ Fyrsta plata Slint, „Tweez“ (1989), er um margt merkileg plata og hún leiðist nánast út í hreinrækt- að dauðarokk á stundum. A hvað voruðþiðaðhlusta áþessurn tíma? „Ég skrifa nú seint undir dauða- rokksáhrifin. Við vorum að hlusta á Hank Williams, Neil Young, Captain Beefheart, AC/DC og allra handa sí- gilda ameríska popptónlist. Hvað þungarokkið áhrærir fannst okkur reyndar gaman að Venom [gamlir bárujárnsjaxiar] er við vorum mjög ungir. Ég veit ekki...það sem við vorum að reyna að gera í upphafi var meira í ætt við að búa til „stóra“ tón- list, gera læti og hafa þetta flott.“ Frá Squirrel Bait hafa sprottið tugir áhugaverðra sveita í gegnum tíðina. Hvaða sveitir/verkefni hefur þú veríð viðriðinn? „Það er nú ekki mjög mikið. Helst þá Will Oldham. Ég spilaði á fyrstu Palace Brothers-plötunni („There Is No-One That Will Take Care of You“ (1993). Palaee Brothers er hljóm- sveitamafn sem Oldham hefur not- ast við). Tvö lög eða svo hafa einnig komið út á „Lost Blues“-plötunum hans Will.“ Morgunblaðið/Arnar Eggert Brian McMahan sleikir sólina við Ermarsund. Þannig að The For Camation er í raun fyrsta ciginlega sveitin sem þú ert ísíðan Slint var og hét? „Já. Ég stofnaði hana árið 1994 ef ég man rétt...ja, hver rækaliinn, þetta er allt búið að ganga fremur hægt. Það hefur verið erfitt að ná fram ýmsu af því sem ég hef viljað koma í gegn. Hlutir eins og sjálf tón- listin og svo það að reyna að klambra saman hljómsveit. Ég hef unnið með mörgu gífurlega hæfileikaríku fólki en það er oft erfitt að halda í það. All- ir svo uppteknir o.s.frv. Þegar fólk eldist þarf það að fara að vinna fyrir salti í grautinn. En það má ekki mis- skilja mig, mér finnst frábært að ólíkt fólk sé að vinna saman að hin- um og þessum verkefnum.“ Nostrað við hugðarefnin Hvað fínnst þér um „post-rock“ skilgreininguna ? „Mér finnst hún nú ekkert sér- staklega vel heppnuð verð ég að við- urkenna." Er The For Carnation í línulegri þróun við það sem þú hefur veríð að gera áður á feríinum, t.d. með Slint? „Þessu er erfitt að svara. Ég var einn af fjómm eða fimm sem vom viðriðnir Slint á sínum tíma og milli okkar hafa alltaf verið góð tengsl, tengsl sem hafa náð út fyrir sjálfa tónlistina. Þegar Slint lagði upp laupana fór hver og einn að nostra við eigin hugðarefni. Við emm samt alltaf í góðu sambandi og t.d. spiluðu Douglas McCombs og John Hem- don úr Tortoise og David Pajo (nú í Papa M) með mér í For Carnation á sínum tíma. Ég veit það ekki...ég reyni a.m.k. ekki meðvitað að vera með tilvísanir í fyrri verk.“ Að þessum orðum slepptum var blaðamaður búinn að fylgja Brian niður í fjöm. Það er stuttur spotti niður á strönd frá tónleikasvæðinu þannig að spjallið var í styttra lagi. Blaðamaður kvaddi Brian með virkt- um og sneri til baka á svæðið en Bri- an skakklappaðist áfram eftir fjör- unni einn með sjálfum sér. Uppboð á eignum fræga fólksins Persónuleg bréf Kubrick og Olivier lávarðar boðin upp VERIÐ er að bjóða upp ýmis gögn úr einkasafni leikstjórans umdeilda Stanleys Kubrick og leik- arans Lawrence Olivier lávarðar í London um þessar mundir. Meðal þeirra gagna sem koma frá Kubrick eru drög að handriti hinnar klassisku kvikmyndar Dr. Strangelove sem gerð var á sjöunda áratugnum og tiinefnd var til fernra ósk- arsverðlauna, m.a. fyrir besta leik (Peter Sellers) og bestu leikstjórn. Meðal skjala sem koma úr safni leikhúsgoðsins Olivier hcitins eru 250 bréf og póstkort sem hann sendi fjölskyldu sinni og er það elsti sonur hans, Tarquin, sem stendur að uppboðinu. Mun meiri áhugi er þó á því sem eitt sinn til- heyrði leikstjóranum Kubrick en eins og kunnugt er lést liann á síðasta ári. Myndin Dr. Strangelove var byggð á skáldsögu Peters nokkurs George en meðal þeirra skjala sem boðin verða upp eru bréf sem fóru á milli rithöfundarins og leikstjórans. Aðstandendur uppboðshússins Sotheby telja sig sannariega hafa dottið í lukkupottinn og segja gögnin sem á uppboðinu eru óvenjuleg og sérlega fágæt. Þeir sem vilja forvitnast um líf og starf leikstjórans Stan- leys Kubricks geta boðið í bréf hans í London. MYNDBÖND Kvenkyns- tortímandinn Kamelljón (Chameleon) V í s i imI (i \ k <í I il s <i o íi 'k Leikstjóri: Stuart Cooper. Handrit: Bennett Cohen. Aðalhlutverk: Bobbie Phillips, Eric Lloyd. (87 mín.) Bandarikin 1998. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. ÞEGAR gáfnaljósið sem fékk hug- myndina að henni þessari reyndi að selja framleiðendum hana þá hefur hann eflaust kynnt hana sem „Term- inator mætir Species". Það er harðsoðin og bragð- laus sjónvarps- myndabragur yfir þessum framtíðar- „trylli", útlitið ódýrt og leikaramir næstum eins til- finningalitlir og söguhetjan - kynþokkafullt kamel- ljón sem er erfðabætt og klónuð mannvera, ofhlaðin hæfileikum en gersneydd öllum tilfinningum, eða næstum því öllum. Henni er ætlað að ná örflögu fyrir spilltan yfirmann lög- reglunnar af ungum dreng sem misst hefur foreldra sína. Hún tekur hins- vegar ástfóstri við hann og afræður að aðstoða hann við að komast undan löggunni vondu. Þau leggja því á flótta út á land þar sem einhvers kon- ar andspyrnuhreyfing í miðalda- klæðnaði í stíl Hróa hattar skýtur yfir þau skjólshúsi. Aldrei tekst þessari vísindaskáidsögu að fanga athygli manns, spennan er svo gott sem eng- in og brellumar em allt of augljós tölvufjöldaframleiðsla. Þessi er því bara fyrir allra hörðustu unnendur vísindaskáldsagna, þá sem hreinlega verða að sjá þær allar - burtséð frá gæðum. Skarphéðinn Guðmundsson Óheillakrák- an Martin Ég gerði það ekki (C’est pas ma faute) Fjölskyldumynd ★★% Leikstjóri: Jacques Monnet. Hand- rit: Jean-Patrick Benes. Aðal- hlutverk: Gautier Kusnierek, Ariel- le Dombasler og Martin Lomotte. (90 mín.) Frakkland, 1999. Góðar stundir. Öllum leyfð. í ÞESSARI frönsku gamanmynd segir frá óheillakrákunni Martin, sem dvelst á sólríkum sumarleyfis- stað ásamt fjöl- skyldu vinar síns. Martin er hins veg- ar svo óheppinn, að allt fer á annan end- ann hvert sem hann fer. Brátt heimtar hótelstýran að Martin verði send- ur í sumarbúðimar í næsta nágrenni þar sem hann sé ekki í húsum hæfur. Það kemur Martin hins vegar í enn meiri vanda því hann og krakkarnir á hótelinu höfðu nýlega átt í málningarstríði við krakkana í sumarbúðunum. Þetta er vel gerð og skemmtileg barnamynd, sem lýsir því sem krakkarnir em að fást við þegar hinir fullorðnu em víðs fjarri. Þau heyja m.a. heilagt stríð um yfirráð apabrauðstrés nokkurs sem er svo stórt að það telst til sögulegra minja. Tréð stendur síðan við drauga- hús, þar sem dularfullum manni sést bregða fyrir. Þessari mynd er óhætt að mæla með, enda er hér um vandað bamaefni er að ræða. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.