Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sólveig Birna sýnir á Húnavöllum Hestar eru mínar ær og kýr Sólveig Birna við eitt verka sinna. Blönduósi - Sólveig Birna Stefánsdóttir myndlistarmað- ur, eða Veiga eins og hún kýs að kalla sig, heldur um þessar mundir málverkasýningu á Húnavöllum, Edduhóteli í Austur-Húnavatnssýslu. Sýn- ing hennar er nokkurs konar framhald af myndlistarsýn- ingu sem hún hélt í reiðhöll- inni í Víðidal í tengslum við landsmót hestamanna. Sólveig, sem er borinn og barnfæddur A-Húnvetningur frá Kagaðarhóli í Torfalækj- arhreppi, sýnir nú í annað sinn á Húnavöllum og er við- fangsefnið sem fyrr hestar og lýkur sýningunni um næstu mánaðamót. Auk einkasýn- inga hefur Sólveig haldið fjölda samsýninga víða um lönd. Sólveig Birna er búsett í Þrándheimi í Noregi og hef- ur búið þar síðastliðin níu ár. Hún lauk listnámi frá Listaháskólanum í Þrándheimi, námi sem hún hóf heima á íslandi. Sólveig sagði að hægt væri að hafa langt mál um það hvers vegna hestar væru hennar aðalviðfangs- efni í listinni. Sagði hún að Guðrún tvíburasystir sín væri haldin sömu hestaáráttunni og hún en nálgaðist bara viðfangsefnið frá líffræðilegu hliðinni. Það má því með sanni segja að hestar séu ær og kýr Sól- veigar Birnu. Sólveig Birna er gift norska rokktónlistarmanninum Hans Magnus Ryan sem leikur í hljóm- sveit sem margir kannast við og heitir Motorpshyeho og eiga þau einn son, Óttar Húna. Fiskeldisbóndi í Mýrdal tekur á móti ferðafólki Gestirnir fá að gefa bleikjunni BÓNDINN í Fagradal í Mýrdal býður ferðafólki að skoða bleikjuna sem hann ræktar og jafnvel að gefa fiskinum fóður. Hann er einnig með Ijósmyndasýningu í fiskeldishúsinu og þar geta gestir keypt myndir og reykta bleikju. „Maður er að reyna að koma á framfæri því sem maður framleiðir, bæði myndum og fiski. Aðstaðan er líka hugsuð til að auka afþreyingu fyrir ferðafólk sem hér á leið um. Það verður að hugsa fyrir því,“ seg- ir Jónas Erlendsson, fiskeldisbóndi í Fagradal. Ákveðnir fararstjórar hafa sóst eftir að koma við í Fagradal til að sýna erlendum ferðahópum fiskeld- ið. Segir Jónas að það hafi mælst vel fyrir enda viti hann ekki til þess að þetta sé hægt annars staðar. Hefur þetta spurst út og ásóknin aukist þannig að Jónas ákvað að taka tillit til ferðafólksins þegar hann byggði nýtt fiskeldishús á jörð sinni. Ljósmyndasýning í fiskeldinu í öðrum enda hússins sýnir Jónas 60 ljósmyndir sem hann hefur tekið af mannlífi og landslagi í Mýrdal á undanförnum árum og unnið sjálfur í tölvu. Eintök af myndunum eru síðan til sölu ásamt reyktri bleikju. Til að auka á upplifun ferðafólksins hefur Jónas einnig til sölu litla poka af fiskafóðri og leyfir gestunum að gefa bleikjunni. Vekur það ávallt mikla athygli enda kviknar mikið líf í kerjunum þegar fóðrið er gefið. A Alþjóðahjálparsjóður Lions Uthlutar styrk vegna j ar ðskj álftanna Hellu - Þegar stóru jarðskjálftarn- ir riðu yfir Suðurland voru nokkrir íslenskir Lionsfélagar staddir á al- þjóðlegu þingi Lions í Honolulu á Hawaii. Þangað bárust fljótt fréttir af jarðskjálftunum og þegar stjórn- arformaður Alþjóðahjálparsjóðs Lions frétti af þeim liðu ekki nema nokkrar klukkustundir þangað til ákvörðun hafði verið tekin um að veita tíu þúsund dollara styrk til jarðskjálftasvæðisins á íslandi. Sjóður þessi, sem var stofnaður árið 1968, hefur alla tíð unnið mikið að málefnum blindra í heiminum, en auk þess kemur hann til hjálpar í náttúruhamförum, eins og t.d. í jarðskjálftunum í Tyrklandi á síð- asta ári. íslendingar hafa áður þeg- ið styrki úr sjóðnum vegna nátt- úruhamfara, í eldgosinu í Vest- mannaeyjum og eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Styrkurinn, sem var afhentur nýlega á Hellu, skiptist á milli heilsugæslustöðvar- innar á Hellu til áframhaldandi áfallahjálpar, Rauða kross íslands vegna vinnu á svæðinu, Lions- klúbbsins Skyggnis á Hellu til ráð- stöfunar á svæðinu, flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu og björgunar- sveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. m UT Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Lionsmenn komu færandi hendi til Heliu. F.v. Sigurður Rúnar Sigurðsson, flugbjörgunarsveitinni Hellu, Einar Magnússon, Dagrenningu, Hvolsvelli, Þór Steinarsson, fjölumdæmisstjóri Lions, Ragnar Ólafsson, formaður Lionsklúbbsins Skyggnis, Kristinn Kristjánsson, umdæmisstjöri Lions, Þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðvarinnar á Hellu, Hrund Hjaltadóttir, umdæmisstjóri Lions og Sigrún Arnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands. Allt fer af stað í kerjunum þegar ferðafólkið gefur bleikjunni fóður. Flakkarar í Fjarðabyggð Neskaupstað - Stór hópur fólks á húsbflum flakkar um Austurland um þessar mundir. Það eru félag- ar í Flökkurum, félagi húsbflaeig- enda, sem eru í sinni árlegu reisu. Alls taka um 50-60 bflar þátt í ferðalaginu sem hófst í Mývatnssveit. Þaðan ók hópurinn í Svartaskóg í Jökulsárhh'ð, á Borgarfjörð eystri, í Mjóafjörð og á Norðfjörð. Næstu daga er ferð- inni heitið á Fáskrúðsfjörð, að Stóra Sandfelli og á loks á Hérað þar sem ferðinni lýkur með sigl- ingu á Lagarfljótinu. Þegar fréttaritari Morgun- blaðsins hitti Flakkarana á tjald- stæðinu í Neskaupstað voru allir á einu máli um að ferðin hefði tekist vel, enda hefði veðrið leik- ið við þá. Líklega orð að sönnu því þegar Flakkarar fóru að streyma í bæinn létti meira að segja hinni þrálátu Austfjarða- þoku sem hrellt hefur Norðfirð- inga í sumar. Tjaldstæðið í Neskaupstað fylltist af húsbflum. Morgunblaðið/Kristín Breiðafjörð- ur kraumar af lífí Ólafsvík - Sjómenn hafa á orði að ólgandi líf sé nú í Breiðafirði. Vor- aði snemma í firðinum og sumarið virðist einkar safamikið. Síli er um allan sjó og fuglalífið því fjölskrúðugt. Smáhveli eru líka í þessari sílaveislu og það skammt undan landi hér. Nú ber svo við að kvæma er að síld. Hún er í stórum flekkum í firðinum og veiðist jafn- vel í þorskanet. Maggi Emma, sem rær með bátinn Pétur afa, fær allt að 300 kíló af sfld þegar hann dregur þorskanetin sem eru þó með átta tommu riðli. Sem dæmi um þorskinn hefur Maggi fengið fjögur tonn í 36 net. Allir fagna þessu mikla lífi. Lax- veiðimenn segja gott að loksins fái þorskmergðin nóg að éta. Séu þá minni líkur á að þorskurinn bíði við árósana til að gleypa laxaseiðin eins og verið hafi undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.