Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Reiðmennska unga fólksins alltaf glæsileg Rosemarie Þorleifsdóttir er einn þeirra tryggu áhorfenda sem ganga má að vísum í brekkunni þar sem keppni í yngstu flokkun- •■sí. um fer fram á stórmótum hestamanna. Ásdís Haraldsdóttir hitti hana að máli á nýafstöðnu landsmóti og spurði hana hvernig henni litist á þróunina. SEGJA má að Rosemarie hafi fylgst með keppni barna og ungl- inga frá upphafi. Hún hefur verið reiðkennari í áratugi og rekur reiðskóla fyrir börn heima hjá sér í Vestra-Geldingaholti. „Mér finnst langskemmtilegast að horfa á börn, unglinga og ung- menni í forkeppni á stórmótum og geri það alltaf. Ég skrepp yfir í jkhina brekkuna þegar eitthvað sem tilheyrir mér kemur fram þar, en annars höfðar keppni unga fólks- ins mest til mín, enda knaparnir glæsilegir," segir hún. Rosemarie var hvatamanneskja að því að tekin var upp keppni barna og unglinga á landsmótum. Hvernig hefur þróunin verið að hennar mati? „Það hefur orðið gíf- urleg þróun, þó finnst mér reið- mennskan hjá unga fólkinu alltaf hafa verið glæsileg. Þegar farið var af stað var lögð mikil áhersla á að kenna unga fólkinu góða ásetu og gefin sérstök einkunn fyrir hana og það hefur skilað sér. Mað- ur sér það núna í fullorðinsflokk- unum hvað knaparnir sitja mun betur en í gamla daga. Hestakosturinn hjá unga fólkinu er orðinn stórkostlegur. Maður sér varla nema falleg og góð hross, auðvitað mismunandi góð, en allt Fjórir ung'lingar á FEIF-móti FJÓRIR unglingar fóru utan á mánudaginn í æfingabúðir og á unglingamót FEIF í Saarwelling- en í Þýskalandi. Æfingabúðirnar störfuðu þar til í dag, föstudag, en þá hefst keppni sem stendur yfir helgina. Að sögn Sigrúnar Ögmundsdóttur hjá Landssambandi hestamannafé- laga er margt gert til að ungling- amir kynnist og því er dregið í al- þjóðleg lið sem keppa sín á milli auk þess sem liðsmenn þeirra koma fram saman á ýmsum uppá- komum. Þau sem fóru á FEIF-mótið fyrir Islands hönd eru Elva Björk Margeirsdóttir frá hestamannafé- iaginu Mána, Ragnhiidur Har- aldsdóttir frá Létti, Eldur Ólafs- son frá Loga og Kristinn Elís Loftsson frá Sleipni. nsTuno Milli manns og hests... ... er # nsTuno arhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI FERSKAR NýjUNGAR í ClARINS Multi-Matte húðlínan er byltingarkennd nýjung, sérstaklega þróuð fyrir biandaða, feita eða olíukennda húð. Mattar giansandi húð og kemur jafnvægi á starfsemi fitukirtla. Aðrar nýjungar: • Eau Dynamisante, líkamsolía og sjampó • Sumartöskur á frábæru verði, mismunandi áherslur KYNNING í dag föstudag, kl. 13-18 og á morgun, iaugardag, kl. 13-16 í snyrtivöruversluninni Hygeu, Laugavegi 23. Komdu og láttu okkur gefa þér góð ráð varðandi umhirðu húðar þinnar. Glæsilegir kaupaukar Snyrtifræðingur frá Clarins, verður með fagiega ráðgjöf Verið velkomin! CLARINS H Y G E A jnyrtivBruvertlun Laugavegi 23, sími 511 4533 Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Rosemarie Þorleifsdöttir. Keppni unga fólksins höfðar mest til hennar. upp í mjög góð. Þetta finnst mér líka um hestamennskuna aimennt. Flestir ríða núna góðum hrossum, hitt er undantekning. Rosemarie sagðist vera mjög ánægð með þróunina. „Mér finnst reiðmennskan núna einkennast af prúðmennsku. Það er orðið sjald- gæft að maður sjái fólk í átökum við hesta, sem betur fer.“ Sakna fleira fólks „Keppnin hér á mótinu finnst mér fara mjög vel fram. Að vísu hefur mér fundist dómarnir í ungl- ingaflokki svolítið skrítnir og gæt- ir nokkurs misræmis. Góðar sýn- ingar hafa fengið lágar einkunnir og spennusýningar of hátt að mínu mati. Þetta er ekki alveg eftir mínu höfði. Þá sakna ég fleiri áhorfenda í brekkunni. Allt of fáir koma og horfa á unga fólkið og það stafar auðvitað af því að á sama tíma fer fram keppni í mjög spennandi greinum annars staðar á svæðinu." Rosemarie sagðist ekki vera hlynnt því að halda sérstakt lands- mót fyrir unga fólkið. „Aftur á móti finnst mér sjálfsagt að halda annað mót sérstaklega fyrir börn og unglinga að auki. En mér finnst að þau verði að vera inni á lands- móti vegna þess að þau læra svo mikið á því.“ Hún sagðist vera ánægð með landsmótið að flestu leyti. Þó fannst henni óþægilegt hve erfitt var að náigast úrslit. „En svæðið er glæsilegt og hér hefur orðið bylting hvað alla aðstöðu varðar. Ég er samt svo mikil sveitamann- eskja að mér finnst aðeins vanta upp á stemmninguna. Ég sakna þess svolítið að hitta ekki fleira fólk. Allir eru svo uppteknir við að horfa á keppnina og margir fara strax af svæðinu þegar henni lýk- ur.“ Rétt úrslit í stökki á landsmóti RANGAR upplýsingar fengust um úrslit í stökki á Landsmóti hesta- manna og birtust þau í umfjöllun um landsmótið síðastliðinn þriðjudag. Rétt úrslit eru sem hér segir: Kappreiðar 300 m stökk 1. Leiftur frá Herjólfsstöðum, eig.: Geir Tryggvason og Axel Geirs- son, knapi: Axel Geirsson, 21.84 sek. 2. Kósi frá Efri-Þverá, eig.: Hall- dór P. Sigurðsson, knapi: Sigurþór Sigurðsson, 22.09 sek. 3. Vinur frá Stóra Fljóti, eig.: Krisinn J. Einarsson, knapi: Stígur Sæland, 22.14 sek. 4. Synd frá Reykjavík, knapi: Silvía Sigurbjörnsdóttir, 22.25 sek. 5. Sproti frá Árbakka, eig.: Magn- ús B. Magnússon, knapi: Aníta M. Aradóttir, 22.35 sek. 800 m. stökk 1. Gáska frá Þorkelshóli, eig.: Halldór P. Sigurðsson, knapi: Sigur- þór Sigurðsson, 61.51 sek. 2. Lýsingur frá Brekku, eig.: Lýs- ingsfélagið, knapi: Stígur Sæland, 62.18 sek. 3. Týr frá Þúfu, eig.: Sigurður Ragnarsson, knapi: Sigurjón Örn Björnsson, 63.97 sek. 4. Kjarkur frá Ferjukoti, eig.: Heiða Dís Fjeldsted, knapi: Sigurjón Örn Björnsson, 64.10 sek. Öll úrslit landsmóts- ins á mbl.is ÖLL úrslit frá Landsmóti hestamanna eru á Iþróttavef Morgunblaðsins undir Hestar. Auk úrslitanna er að finna fréttir sem skrifaðar voru á landsmótinu og aðrar hesta- fréttir. Morgunblaðsvefurinn er á slóðinni www.mbl.is., smellt er á íþróttir og síðan á hestar. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sport/hestar og komast þannig beint inn á hestaumfj öllunina. Minnisvarði um Gunnar Bjarnason aflijúpaður MINNISVARÐI um Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut var afhjúpaður á landsmótinu af barnabörnum hans. Minnisvarðinn stendur í trjáiundi skammt frá félagsheimili Fáks. Upphaflega stóð til að slíkur minnisvarði yrði reistur á Skógarhólum, en ekkert varð af því. Að sögn Sigurbjörns Bárðarsonar, sem ásamt þeim Ragnari Tómassyni og Anders Hansen vann að þvi að reisa Gunnari minn- isvarða, vildu þeir félagar ekki una því að ekkert yrði gert í málinu. Hann sagði að þeir hefðu því ákveðið að semja við Fáks- menn og stjórn Landsmóts 2000 um að finna minnisvarðanum stað á Fákssvæðinu og að hann yrði afhjúpaður landsmótsdag- ana. Barbara Mayer, hesta- og listakona, var fengin til að hanna gripinn og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt valdi hon- um stað. Sigurbjörn sagði að fjölskylda Gunnars hefði tekið málinu vel og barnabörnin verið fengin til að afhjúpa minnisvarðann. „Gunnar Bjarnason gerði mikið fyrir ís- lenska hrossarækt og því rétt að heiðra minningu hans með þvi að reisa honum minnisvarða. Eg held að staðsetning hans sé góð því á Fákssvæðinu er mikil umferð fólks og hesta. Gunnar vildi sjáifur einmitt vera mitt í hringiðunni, innan um margt fólk og marga hesta,“ sagði Sigurbjörn. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.