Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Fádæmi í Frelsislandi Tæpast kemur á óvart að sífellt fleiri horfi til Evrópusambandsins íþeirri von að algjöru varnarleysi almennings / á Islandi taki loks að Ijúka. ÞAÐ sem helst kemur á óvart á íslandi er að eitthvað skuli koma á óvart. Á íslandi hefur þróast fram samfélag, sem er um flest bæði íyrirsegjan- legt og fyrirsjáanlegt. Hagsmuna- bandalög og heimssýn einsleits hóps valdamanna eru ráðandi fyr- irbrigði í þjóðfélaginu, langt um- fram það, sem þekkist á meðal flestra vestrænna lýðræðisríkja. Pólitískur vilji fyrir breytingum er lítill sem enginn. Landsmenn voru minntir á ofan- greindar staðreyndir um íslenskt samfélag á dögunum þegar saman- burðarkönnun á matvælaverði hér á landi og í nokkrum nágranna- löndum var gerð opinber. Könnun þessi leiddi ekkert nýtt í ljós, a.m.k. ekki fyrir þá, sem eru í ein- hverju sambandi við umhverfi sitt. íslenskir neyt- VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson endur greiða mun hærra verð fyrir nauðsynjavör- ur en þekkist annars staðar. Engu að síður kom þessi niður- staða pólitískum ráðamönnum á óvart og einhverjir héldu því fram að þessi verðmunur væri „ótrúleg- ur“. Vísast eru íslenskir ráðamenn of önnum kafnir við að gæta hags- muna þjóðarinnar til að þeim gef- ist tími til að fara út í búð. Og löng- um hefur legið fyrir að þeir stjóm- málamenn, sem nú ráða ríkjum á íslandi, þekkja lítt til daglegs lífs erlendra þjóða enda hafa fæstir þeirra búið utan íslands. Viðbrögðin verða tæpast skýrð á annan veg. Verðmunurinn í könnun Neytendasamtakanna staðfesti einungis það, sem lengi hefur verið vitað. Áf þeim sökum getur hann vart talist „ótrúlegur" þótt að sönnu megi halda því fram að hann lýsi „ósvífni", jafnvel „ófyrirleitni". Álþekkt er hvað veldur þessum mikla muni á verði á matvörum hér á landi og í þróuðum ríkjum þar sem neytendur njóta vemdar af hálfu stjómvalda. Islenskir ráðamenn fyrr og nú hafa skipu- lega hundsað hagsmuni neytenda í þessu landi í nafni gjaldþrota haftastefnu. Pólitískt hagsmuna- mat þeirra hefur vegið þyngra en afkoma almennings. Og þeir hafa komist upp með það. Sú staðreynd er það eina, sem með réttu má telja „ótrúlegt“, ef ekki „lygilegt", í þessu viðfangi. Litlar sem engar líkur em á því að könnun Neytendasamtakanna breyti nokkra þótt sjálfur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi beitt sér í málinu og ákveðið hafi verið að láta rannsaka gaum- gæfilega hvernig „verðmyndun" á matvælum sé háttað á Islandi. Hefði mátt ætla að hæg væra heimatökin, a.m.k. ætti íslenskum stjómmálamönnum að vera full- kunnugt um hvaða „lögmál“ era hér að verki enda era þau pólitísk í eðli sínu. Skýrsla verður sem sagt birt - seinna. Verðkönnun Neytendasamtak- anna er enn ein sönnun þess hversu gjörsamlega vamarlaus al- menningur í þessu landi er gagn- vart haftahyggju og hagsmuna- vörslu valdamanna, verðsamráði og okri. Við hæfi er að íslensk tryggingafyrirtæki hafi sammælst um hækkanir á „lögboðnum ið- gjöldum bifreiðatrygginga" um líkt leyti og almenningur var enn á ný upplýstur um að honum væri gert að kaupa dýrastu matvæh á Vesturlöndum. Engar fréttir hafa þó borist af því að ríkisstjómin hyggist einnig láta fara fram könnun á „verðmyndun“ á sviði díuverslunar og tryggingamála á Islandi. Er viðbragða að vænta? Hvem- ig ber að bregðast við þegar markaðshagkerfið alfrjálsa skilar ekki þeirri samkeppni, sem á að vera almenningi svo hagkvæm? Fyrst ríkisfyrirtæki era einka- vædd til að koma á samkeppni er þá ekki eðlilegt að bragðist verði við þegar einkafyrirtæki samein- ast um hemað á hendur almenn- ingi? Ætli helstu talsmönnum frelsisins á Islandi takist loks að sannfæra þjóðina um ágæti hins sósíalíska hagkerfis? Við venjulegu fólki í þessu landi blasir sú staðreynd að þrátt fyrir frelsisgarg undanliðinna ára er enn svo komið að engin samkeppni ríkir á nokkram mikilvægustu sviðum hagkerfisins. Þau svið eiga það sameiginlegt að ráða miklu um afkomu heimilanna. Sam- keppnisreglur hafa reynst gagns- lausar gagnvart markaðsráðandi fyrirtækjum og sambandsleysi ráðamanna er slíkt að þeir fá ekki höndlað að almenningi er stórlega misboðið. Almenningi leyfist það eitt að bera kostnaðinn. Þær jákvæðu breytingar, sem óneitanlega hafa orðið á nokkram sviðum þjóðfélagsins, eiga það sameiginlegt að vera flestar til komnar sökum þrýstings eriendis frá og þeirra skuldbindinga, sem íslendingar hafa neyðst til að taka á sig í alþjóðlegum samninga- viðræðum. í því efni hefur EES- samningurinn reynst mikill happafengur. Því er eðlilegt að sífellt fleiri horfi til slíkra skuldbindinga í þeirri von að algjöra vamarleysi almennings á íslandi gagnvart hemaði valdastéttarinnar og ein- okunaifyrirtækja kunni þá loks að linna. Áhugi landsmanna á inn- göngu í Evrópusambandið er án nokkurs vafa einkum kominn til sökum þess að almenningur telur tímabært að hrandið verði því kerfi hafta, hagsmunavörslu, fá- keppni og forræðishyggju, sem einkennir svo mjög þjóðlífið á ís- landi. Ferðalög almennings era tekin að hafa áhrif á íslandi. Sífellt færri sætta sig við að valdamenn banni þjóðinni að iðka lífshætti, sem við- teknir era í öðram Evrópuríkjum. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, er einn þeirra, sem telja að hag bæði fyrirtækja og heimila á íslandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins. I athyglis- verðri ritstjómargrein í nýjasta fréttabréfi þessara samtaka segir Sveinn Hannesson m.a: „Ef valið stendur á milli almennra leik- reglna sem mótaðar era af samfé- lagi Evrópuríkja annars vegar og pólitískra ákvarðana íslenskra stjómmálamanna hins vegar, þá er valið auðvelt." Ef tU vill er þessi málflutningur tU marks um að krafan um breyt- ingar taki loks að hljóma af ein- hverjum þunga á Islandi. EFTIRLAUN A N ORÐURLÖNDUNUM FLEST norrænu landanna hafa á undanförnum áram umbylt líf- eyriskerfi sínu til að mæta breyttri aldurssamsetningu þjóð- anna. Frekari aðgerða er þó þörf ef kerfin eiga að verða að fullu sjálfbær. Árið 1998 voru útgjöld hins opinbera til greiðslu elli- og örorkulífeyris sem ekki er starfs- tengdur 8,8% af vergri landsfram- leiðslu í Danmörku, 5,7% í Finn- landi, 3,3% á íslandi, 7,8% í Noregi og 10,7% í Svíþjóð. Mishá framlög endurspegla mismunandi aldurssamsetningu og fyrirkomu- lag lífeyriskerfa landanna, en ís- lenska kerfið er t.d. að mestum hluta utan hins opinbera. Yfir 15% íbúa á Norðurlöndum verða á eftir- launaaldri árið 2030, sem mun leiða til enn frekari hækkunar þessara út- gjalda í framtíðinni. Lífeyriskerfið á sér langa sögu á Norðurlöndum, en fyrstu lög um líf- eyri vora sett í Danmörku árið 1891, 1909 á íslandi og 1913 í Svíþjóð. Finnland og Noregur innleiddu elli- lífeyri nokkuð seinna, eða á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Miklar breytingar hafa orðið á lífeyris- greiðslum frá því þær vora fyrst teknar upp. Að stofni til saman- stendur eftirlaunakerfið á Norður- löndum af grunnlífeyri, sem oft er tekjutengdur, tekjutengdum viðbót- arlífeyri og starfstengdum lífeyri. Opinber eftirlaunaaldur á Norður- löndunum er 65 til 67 ára, en oft er hægt að fara fyrr á eftirlaun gegn því að bætur séu skertar (sjá töflu 1). I Finnlandi er opinbera lífeyriskerf- ið og starfsgreinakerfið formlega samþætt en í hinum löndunum er svo ekki. Flest kerfanna miða við að þeg- ar eftirlaunaaldri er náð setjist starfsmenn með fúll réttindi í helgan stein og fái um 60%-70% af launum sínum við starfslok greidd í lífeyri. Einkalífeyriskerfið, oft kallað þriðja stoðin, á Norðurlöndunum byggir í flestum tilfellum á hlutdeildareign í sjóðum og fer lífeyririnn þá algjör- lega eftir framlagi og ávöxtun sjóð- anna. Þessir sjóðir era að mestu leyti í umsjá innlendra tryggingarfélaga. Ástæður aukins þrýstings á lífeyriskerfin Þá þrjá meginþætti, sem áhrif hafa á kostnað við lífeyriskerfi, má flokka undir mannfjöldafræði, hag- fræði og lögfræði. Mannfjöldafræði. Á næstu ái-atug- um mun aldurssamsetning á Norð- urlöndum breytast mjög og hlutfall ellilífeyrisþega af heildarmannfjölda vaxa hraðar en hjá nágrönnum þeirra í Evrópu. Fyrir vikið mun framtíðarkostnaður við lífeyriskerf- in á Norðurlöndum aukast meira en annars staðar í Evrópu. Á1. mynd er sýnt hlutfall 65 ára og eldri af heild- armannfjölda á Norðurlöndum ann- ars vegar og á evrópska efnahags- svæðinu hins vegar. Eins og sést á myndinni er mann- fjöldinn að meðaltali eldri á Norður- löndunum en á evrópska efnahags- svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að þessi munur muni haldast í framtíð- inni. 2. mynd sýnir hvernig gert er ráð fyrir að hlutfall 65 ára og eldri af heildarmannfjöldanum muni þróast til ársins 2030 í hverju Norðurland- anna fyrir sig. Ljóslega kemur fram hve hratt aldurssamsetningin er að breytast, t.d. munu um 25% Finna vera 65 ára eða eldri eftir 30 ár. Þótt aldurssamsetningin verði mismun- andi í löndunum verður hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri hvergi lægra en 15% árið 2030. Fólksfjöldaspár gefa til kynna að aukinn kostnaður vegna breyttrar aldurssamsetningar verði ekki tíma- bundið vandamál, vegna „barna- kynslóðarinnar" sem muni hverfa eftir 2050 eins og oft er talið, heldur sé um framtíðarvandamál að ræða. Tryggvi Þór Herbertsson Michael Orszag Peter Orszag Þetta er mikilvægt að undirstrika þar sem það hefur áhrif á þær að- gerðir sem stjómvöld geta gripið til, til að mæta þessum kostnaðarauka. Ef kostnaður vegna öldrunar væri skammtímavandamál mætti byggja upp sjóð til að fjármagna kostnaðinn vegna öldrunar „barnakynslóðarinn- ar“. Þetta hefur verið gert bæði í Svíþjóð og Noregi. Þessi leið er hins vegar ófær, ef gert er ráð fyrir að Væntanleg fólksfjölda- þróun á Norðurlöndun- um mun skapa aukinn þrýsting á lífeyriskerfí landanna sem mun væntanlega endur- speglast í auknum ríkis- útgjöldum til mála- flokks aldraðra. Þetta segir m.a. í grein þeirra Tryggva Þdrs Herbertssonar og Michaels og Peters Orszags, sem byggð er á úttekt á lífeyriskerfí Norðurlandanna á veg- um norrænu ráðherra- nefndarinnar. kostnaðaraukinn sé varanlegur vegna lækkandi dánar- og fæðingar- tíðni, eins og spár gera ráð fyrir. Til að taka á þessum vanda þyrfti því að breyta lífeyriskerfinu. Hagfræðin. Þau hagfræðilegu at- riði, er valda munu auknum þrýst- ingi á norrænu lífeyriskerfin, snúa einkum að skipulagi vinnumarkaðs og atvinnustigi. Á síðustu áram hef- ur það færst mjög í vöxt að starfsfólk fari á eftirlaun áður en það nær opin- beram eftirlaunaaldri. Á sama tíma hefur meðalævi karla og kvenna lengst veralega. Þessir tveir þættir munu leiða til mun fleiri eftirlauna- ára en áður hefur þekkst og þá um leið auka kostnað við lífeyriskerfíð. Til að mæta auknu atvinnuleysi á 8. og 9. áratug síðustu aldar var á Norðurlöndum gripið til þess ráðs að auðvelda fólki að fara snemma á eft- irlaun. Þetta leiddi til þess að at- vinnuþátttaka minnkaði, t.d. í Finn- landi og nú nýverið í Noregi. Þrátt fyrir að þróunin í átt til snemmtekins lífeyris hafi verið svipuð á Norður- löndunum hefur vinnumarkaðsþátt- taka verið mjög mismunandi. ísland er t.d. land þar sem atvinnuþátttaka eldri starfsmanna er hvað mest í heiminum. Snemmtekinn lifeyrir minnkar framleiðslugetu þjóðanna, lækkar skattstofn og leggur auknar byrðar á fjármál hins opinbera og lífeyris- kerfin. Kostnaðurinn vegna ónýttrar framleiðslugetu vegna minni vinnu- markaðsþátttöku er umtalsverður á sumum Norðurlandanna (sjá töflu 2). Þá leiðir sú skattlagning, sem er nauðsynleg til að standa straum af bótunum, til bjögunar á framboði vinnuaíls, sem einnig má telja til kostnaðar. Annað vandamál tengt snemm- teknum lífeyri er örorka. Á sama tíma og dánarlíkur hafa minnkað á Norðurlöndunum hafa örorkulíkur (þ.e. líkurnar á því að verða öryrki) ekki minnkað jafn mikið. Þar sem ör- orkulíkurnar hækka með aldrinum og þjóðimar era að eldast hefur ör- yrkjum fjölgað. Líklegt er að öryrkj- um fjölgi mjög næstu þrjátíu árin og að útgjöld vegna þessa málaflokks aukist þ.a.l. í framtíðinni. Lögfræðin. í þriðja lagi má rekja hluta af hækkun kostnaðar við líf- eyriskerfin til ýmissa lagalegra þátta, sem oft má reyndar einnig telja hagfræðilega. Sem dæmi um þetta má nefna að lög og reglugerðir geta haft áhrif á hvata til vinnumark- aðsþátttöku og tekjutengdar bætur. Viðbótarlífeyrir er hugsanlega það svið sem stjómvaldsákvarðanir, bæði laga- og hagfræðilegar, geta haft hvað mest áhrif á. Algengt er að viðbótarlífeyrir sé í formi lífeyris- reiknings, sem einstaklingar stofna til að safna til elliáranna. Á flestum Norðurlandanna hafa verið settar ýmsar reglugerðir, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, sem verja innlend fyrirtæki fyrir erlendum keppinaut- um, t.d. byggja flestir frjálsir lífeyr- issjóðir á því að hagnaður sjóðanna er jafnóðum endurfjárfestur (e. with-profit funds). Slíkir sjóðir era ekki gagnsæir fyrir viðskiptavininn þar eð erfitt er að sjá hver umsýslu- kostnaðurinn er. Þá eru reglur um sjóðina mismunandi milli landa, sem tryggir aðstöðu innlendra fyrii’tækja og eykur kostnað viðskiptavinanna. Kostnaðurinn, sem rekja má til laga og reglugerða, getur verið gífurleg- ur og hann leiðir til lægri ellilauna en ella. Kostnaður umsýslufélaga í Finnlandi og Noregi, þar sem hann er mestur, er allt að 3% af eignum í umsýslu en 0,1% í Danmörku þar sem kostnaðurinn er minnstur. Sjóðssöfnun Rauður þráður í skýrslunni era kostir þess að safna í sjóði fyrir líf- eyrisskuldbindingar framtíðar, en slík hegðan eykur þjóðhagslegan sparnað. Ymist er hægt að safna í op- inbera sjóði eða á lífeyrisreikninga hjá tryggingafélögum eða sérstök- um umsýslufélögum (íslenska kerfið er sambland af þessum tveim aðferð- um þar sem sem lífeyrissjóðirnir gegna samtryggingarhlutverki en era þó alfarið í umsjá einkaaðila). Einn aðalkostur sjóðssöfnunar er sá, að hann þvingar starfsmenn til að spara í dag til að standa undir kostn- aði við elliárin. Sjóðssöfnun eykur þjóðhagslegan sparnað sem eykur landsframleiðsluna (ef sparnaðurinn eykur fjárfestingu) eða eignir er- lendis (ef spamaðurinn er notaður til að lána útlendingum). Óháð þvi hvor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.