Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA . PÁLSDÓTTIR + Hulda Pálsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 5. júlí 1934. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 9. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þór- steina Jóhannsdótt- ir, f. 22.1. 1904, d. 23.11. 1991, og Páll Sigurgeir Jónasson, f. 8.10. 1900, d. 31.1. 1951. Börn þeirra voru: Emil, f. 1923, d. 1983, Jóhann, f. 1924, d. 1925, Krist- inn, f. 1926, Þórunn, f. 1928, Guðni, f. 1929, Jón, f. 1930, Mar- grét, f. 1932, Kristín, f. 1933, Sævald, f. 1936, Hlöðver, f. 1938, Birgir, f. 1939, Þórsteina, f. 1942, og Emma f. 1944. Hinn 6. janúar 1973 giftist Hulda Gunnlaugi Finnbogasyni, f. 8.9. 1928, d. 20.6. 1992. Sonur Huldu er Birgir Þór Sverrisson, f. 21.9. 1961, kvænt.ur Kol- brúnu Evu Valtýs- dóttur. Börn þeirra eru Hulda, f. 1980, maki Orri Jónsson, barn þeirra Sæþór; Sædís Eva, f. 1985; og Valtýr Snæbjörn, f. 1996. Birgir á einnig Al- exöndru, f. 1990. Sonur Gunnlaugs og fóstursonur Huldu, Ragnar, f. 1962, sambýliskona Erla Baldursdóttir, börn þeirra Gunnlaugur, f. 1993, Thelma Hlín, f. 1997, dóttir Erlu Sigrún Agatha, f. 1987. Síðustu árin vann Hulda á Dvalarheimilinu Seljahlíð. Útför Huldu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Hulda amma. Þegar mamma hringdi í mig í hádeginu á miðvikudaginn og sagði mér að þú værir orðin alvarlega veik trúði ég 'ri'ví ekki, þú sem varst alltaf svo hress. Orðin alvarlega veik, mér fannst það bara ekki passa. Ég hafði talað við þig á mánudags- kvöldið áður og við áttum svo gott samtal og þú varst svo hress og þér virtist líða svo vel. En svo aðfara- nótt sunnudags dóst þú eftir erfiða baráttu síðustu dagana. I hjarta mínu veit ég að þú ert komin til Gulla afa þar sem þér líð- ur best. Ég gleymi aldrei öllum þeim stundum sem við eyddum saman, úsem voru ófáar. Þú og afi gerðuð allt fyrir mig, við fórum í Kringl- una, Perluna, sund, húsdýragarð- inn og allt mögulegt. En það allra skemmtilegasta var að fá að raða öllum skartgripunum þínum, sem þú áttir nóg af. Nú þegar ég leit í skúffuna þína um daginn voru þeir alveg eins og ég raðaði þeim síðast. Þú varst alltaf svo fín og sæt í fínu fallegu fötunum þínum, með alla fallegu skartgripina þína, nýlagað hárið og nýlakkaðar neglur. Elsku amma, ég sakna þín. Með trega í hjarta kveð ég og þakka fyrir allar okkar stundir. Þín Hulda. J. Elsku Hulda, ég hef oft lesið minningargreinar þar sem fólk seg- ir að sér sé orða vant og nú skil ég hvers vegna. Ég veit ekki hvar skal byrja en ætli ég byrji ekki á því þegar við hittumst fyrst, þegar við vorum kynntar þá sagðir þú, er þetta daman hans Ragga, ég hugs- aði úps, nú verð ég undir smásjá en ég var velkomin til þín eins og allir sem þú kynntist. Annan eins gull- mola og þú varst er erfitt að fmna, alltaf boðin og búin að aðstoða hvem sem þurfti aðstoð. Þú varst allra kvenna snyrtilegust og heimili þitt bar vott um það, þú stóðst þig -mjög vel í vinnu og svo vel að oft vannst þú aukavakt eftir aukavakt, komst þreytt heim en samt tókstu á móti gestum með reisn. Oft var ég gröm fyrir þína hönd að taka svo margar aukavaktir en ég veit hvað getur verið erfitt að segja nei. Þú og Gulli voruð eitt og saman óluð þið upp Ragga og Bigga, báða mjög heilsteypta og jarðbundna en að mér skilst fjöruga unga menn. Elsku Hulda, að missa þig frá er mikill missir, allar þínar vangavelt- ur og allar þínar gleðistundir eru nú minningar einar saman, svo ég segi 'Tjara þakka þér fyrir allt. Þín tengdadóttir, Erla. Elsku amma mín. Ég trúi þessu ekki. Ég trúi ekki að þú sért dáin og að &g eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. * Þú sem varst alltaf svo hress, það var aldrei neitt að þér, svo fékkstu allt í einu hjartastopp og þá varðstu svo veik að þú lést fjórum dögum seinna á sjúkrahúsinu. Ég get núna ekki hætt að hugsa um hvað lífið getur verið ósann- gjarnt. Af hverju þurftir þú að deyja? Þú sem varst alltaf svo sæt og fín. Eina sem ég get huggað mig við núna er að þú ert komin til Gulla afa, þar sem þér líður best, og núna eruð þið saman á ný. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við alla og ég á eftir að sakna þín allt mitt líf. En ég á margar góð- ar minningar um þig og ég ætla að geyma þær í hjarta mínu þangað til við hittumst aftur. Ég man svo vel eftir því þegar ég var yngri að þú fórst alltaf með mig í Perluna þegar ég kom til Reykja- víkur og við fengum okkur rúnn- stykki og heitt kakó þar því okkur fannst það svo gott. Ég man líka svo vel eftir því þegar ég var alltaf að fara með þér og Gulla afa í sund og þið kölluðuð mig alltaf litlu sunddrottninguna ykkar, því mig langaði svo að læra að synda og vildi aldrei fara upp úr lauginni fyrr en þið vilduð kenna mér pínulítið að synda því ég var svo rosalega þrjósk. Mér fannst alltaf jafn gam- an að koma í heimsókn til þín; að fá að gramsa í öllu snyrtidótinu þínu og öllum flottu kjólunum þínum var það skemmtilegasta sem ég gerði. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið og mér þykir svo vænt um þig. Vonandi líður þér bara betur núna én síðustu dagana þína, því þér leið svo illa og það var svo leið- inlegt að sjá þig þegar þér leið svona illa. Élsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið að ég get ekki einu sinni lýst því og ég held að það eigi allir sem þekktu þig eftir að gera því þú varst svo yndis- leg kona og vildir öllum svo vel. Elsku amma mín, ég á eftir að elska þig allt mitt líf. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman og vonandi líður þér vel núna hjá guði. Þín Sædís Eva. Elsku amma, manstu þegar við fórum í sund, manstu þegar við tók- um til í geymslunni og fórum svo á McDonald’s að borða á eftir og öll þessi skipti sem þú kíktir í heim- sókn og hvað sætin í bílnum þínum voru mjúk? Núna eigum við mynd af þér við rúmin okkar og þú ert komin til Gulla afa og við vitum að þið fylgist með okkur og sjáið okkur stækka. Bless, elsku Hulda, amma okkar. Gunnlaugur og Telma Hlíf. Það er erfítt að finna orð þegar skyndilega þarf að kveðja. Hvernig er hægt að horfast í augu við dauð- ann aftur og aftur og vera sátt. Hvert líf á sér upphaf og endi, hvor- ugt sjáum við fyrir með vissu en endalokin koma þó alltaf jafnmikið á óvart, þannig var það einnig hjá þér, elsku Hulda mín. Þegar ég hitti þig síðast var það á afmælisdaginn þinn 1. júlí. Það var svo yndislegt, við féllumst í faðma og kysstumst og yfir mig kom tilfinningin hvað mér þótti vænt um þig og ég var svo glöð að sjá þig. Þetta var yndislegur dagur. Og þessi dagur verður minn- isstæður í lífí mínu því að þetta var í síðasta skiptið sem við hittumst. Það er með trega og söknuði og þakklæti í huga er ég kveð í dag elsku systur mína og vinkonu. Ég þakka ástina, hlýjuna og umhyggj- una sem þú sýndir mér og fjöl- skyldu minni í gleði og sorg og stóðst alla tíð með mér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þú áttir svo gott með að gefa af þér og laðaðir öll börn að þér, þau voru ófá börnin í íjölskyldunni sem kölluðu þig ömmu Huldu. Ég og Þórður þökkum þér sam- fylgdina. Megi friður og kærleikur fylgja þér og góður guð styrkja okkur öll sem elskuðum þig svo heitt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Hulda mín, við sjáumst á ný þegar minn tími kemur. Þín systir Þórsteina. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku systir. Ég er svo ósátt við hversu fljótt þú ferð frá okkur, en hugga mig við það að þú sért komin til hans Gulla þíns. Það var svo ynd- islegt þegar þú og Gulli kynntust, það var svo sannarlega ást við fyrstu sýn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem systur, ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Við höfum brallað ým- islegt saman, bæði þegar við vorum ungar og eins nú seinni árin. Utan- landsferðirnar sem við fórum sam- an í voru æðislegar, þá sérstaklega síðasta ferðin okkar þegar við fór- um til Kanaríeyja. Við vorum öll svo ánægð og sæl með ferðina og nutum þess að vera til. Mig langar til að þakka þér fyrir allt og þá sérstaklega hve góð þú varst við börnin mín. Þú varst svo barngóð, öll börn hændust að þér og kölluðu þig Huldu „ömmu“. Að lokum langar mig að segja eins og við sögðum svo oft hvor við aðra: „Ég elska þig.“ Þín systir Emma. Nú, þegar Hulda frænka eins og við kölluðum hana hefur kvatt óvænt, fylgir sorg og söknuður í kjölfarið. Öllum leið vel í návist hennar, hún hafði mikla útgeislun og frá henni stafaði hlýja og mannkær- leikur. Ég minnist margra góðra stunda hjá Huldu á unglingsárum mínum þar sem hún var góður hlustandi sem skyldi vel ungdóminn með sínum kostum og göllum. Hún var tilbúin að miðla af visku sinni og aðstoða mig sem ungan mann. Snyrtimennska var hennar aðals- merki og sást hún aldrei öðruvísi en vel til höfð. Hér í Eyjum var hún vel þekkt sem Hulda í Markaðnum þar sem hún naut sín við afgreiðslustörf enda þjónustulundin í blóð borin. Hún missti eiginmann sinn fyrir átta árum og varð það henni erfið raun sem markaði líf hennar eftir það. Það var hennar lán á erfiðum stundum að eiga einstaklega sam- hent systkin sem ávallt standa vel saman í gleði og sorg. Með þeim og fjölskyldum þeirra átti hún mjög góðar stundir og var það henni mik- ils virði. Birgi Þór skipstjóra, son sinn og fjölskyldu hans, dáði Hulda en henni tókst einnig að tengjast fóstursyni sínum Ragnari sterkum böndum. Nærvera hennar við Ragnar og fjölskyldu var henni mjög dýrmæt þar sem Birgir Þór bjó með sína fjölskyldu í Eyjum. Við vonuðum alltaf að Hulda flytti aftur til Eyja en hún var ánægð í sínu starfi og átti góða vinnufélaga þannig að ekki hafði orðið af því þótt ræturnar við Eyjarnar væru alltaf sterkar. Við leiðarlok þökkum við Huldu frænku fyrir það sem hún var og biðjum henni Guðs blessunar. Dóttir, í dýrðarhendi drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært; þú lifðir góðum í guði sofnaðir þú; í eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Við biðjum góðan Guð að styðja við bakið á sonum Huldu og fjöl- skyldum þeirra, einnig öðrum ást- vinum sem eiga um sárt að binda við óvænt fráfall góðrar konu. Einnig biðjum við góðan Guð að taka vel á móti Huldu frænku og gefa henni eilífan frið. Magnús, Lóa og fjölskylda. Elsku hjartans engillinn minn, nú er komið að kveðjustund. Ekki óraði mig um að þú, elsku Hulda mín, yrðir næst. Ég á svo margar fallegar minningar um þig sem munu hjálpa mér í sorginni. Þú varst mér svo mikilvæg, eins og ég sagði svo oft að þú værir eiginlega hin móðir mín. Þegar ég var lítil þá var ég svo oft hjá þér og Gulla á Borgarholtsbrautinni. Eitt skiptið þegar mamma og pabbi voru úti og komu til baka þá ætlaðir þú ekki að vilja skila mér til baka, þig langaði að fá að eiga mig, þú sast úti í stofu- glugga og grést þegar mamma og pabbi keyrðu með mig í burtu. Svo baðstu mömmu fyrirgefningar á þessu seinna. A sumrin gerðum við svo margt saman og það sem við föndruðum ekki. Núna í lok júní þegar við Nonni og börnin okkar Halla Björk og Logi Snædal ásamt Emmu litlu komum í síðustu heim- sóknina til þín vorum við að rifja upp þessa tíma. Þú elskan mín áttir svo bágt þegar hann Gulli þinn dó árið 1992. Þá var ég hjá þér í smá tíma eftir það og þú hvattir mig til þess að fara að mála og fórst með mig út í búð að kaupa málaradót og ég byrjaði á eldhúsborðinu hjá þér uppi í Engjaseli þannig að ég á það þér að þakka að ég byrjaði að mála. Þú elskan mín varst alltaf að spyrja hann Nonna minn hvenær hann ætlaði eiginlega að biðja mín. Svo létum við Nonni verða að því að gifta okkur 31. desember 1999 en því er nú ver og miður að þú gast ekki verið með okkur á þessum degi því það var vinnuhelgi hjá þér. Þú varst alltaf að segja við Nonna að hann yrði að vera góður við mig því annars væri þér að mæta og þú sagðir þetta í síðasta skiptið þegar við vorum hjá þér núna síðast. Halla Björk dóttir okkar gisti hjá þér um daginn og auðvitað fórstu með hana út í búð og keyptir mál- aradót handa henni og hún kom með yndislegan kisuplatta heim til baka sem þú aðstoðaðir hana við að mála. Þessi platti er dýi'gripur í mínum augum í dag. Þú sagðir mér að þér fyndist þú vera að upplifa gamla tíma með mér þegar Halla Björk var hjá þér. Þú talaðir oft um það hvað þér þætti börnin okkar falleg og góð, þér þótti svo vænt um þau enda þú varst börnunum okkar nánast eins og amma enda kölluðu þau þig oft ömmu Huldu. Elsku hjartans engillinn minn þú talaðir alltaf um að svo margir væru algjörir englar því þetta væri svo gott fólk en þú gerðir þér ekki grein fyrir því að þú sjálf varst algjör engill. Þú varst svo blíð og góð við alla, það elskuðu þig líka allir og öll börn hændust að þér hjartað mitt. Þú talaðir alltaf svo blíðlega og þeg- ar við vorum að tala í síma þá end- aðir þú alltaf á því að segja eitthvað fallegt við mig eins og ég elska þig hjartað mitt eða Guð geymi þig. Ég á ævinlega eftir að vera þakk- lát fyrir það að hafa fengið að vera hjá þér á sjúkrahúsinu síðustu klukkustundirnar sem þú lifðir. Mér fannst koma svo mikil ró yfir þig þegar við spiluðum gömlu Eyja- lögin fyrir þig nokkrum klukkutím- um áður en þú kvaddir, þar á meðal lagið Góða nótt sem mun ævinlega minna mig á þig hér eftir. Þegar ég talaði við þig á meðan lögin ómuðu blikkaðir þú og það var alveg eins og að þú hefðir skynjað tónlistina. Elsku hjartans engillinn minn, ég vona að þú sért sæl með það að vera komin til hans Gulla þíns og elsku Kristbjargar okkar og líka allra hinna sem þér þótti svo vænt um. Elsku Hulda mín, ég elska þig hjartað mitt og Guð geymi þig. Ég bið góðan guð að hjálpa okkur öll- um í sorginni. Þín Berglind. Elsku Hulda frænka, minning- arnar um þig þegar þú komst til Eyja og gistir hjá okkur og alla þína hlýju sem þú gafst frá þér mun ég geyma um ókomin ár og einnig hann Gulla þinn. Hulda og Gulli voru svo innileg og gott að koma til þeirra. Eg vil trúa því að þau séu saman á ný og líði vel. En ég kveð þig í dag með trega því að ég mun sakna þín, faðmlaga þinna og kossa sem voru svo hlý. Hlýja þín náði til svo margra og fullt af litlum börnum kallaði þig ömmu sína. Við vorum heppin að eiga þig að og þess vegna höfum við öll misst svo mikið. Birgir Þór, Ragnar og fjölskyld- ur innilegar samúðarkveðjur. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir, þá líður leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (HalIgr.J. Hallgr.) Þinn frændi, Eyþór. Elsku „amma“ Hulda. Við eigum svo bágt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú varst alltaf svo góð við okkur enda kölluðum við þig alltaf Huldu „ömmu“. Þegar við komum í heimsókn til þín týndir þú alltaf eitthvað á borðið þó svo við værum ekkert svöng. Þú sendir okkur alltaf einhverjar jólagjafir en þegar við sendum þér jólagjafirnar þínar sagðir þú alltaf: „Hvað eruð þið að eyða í mig, þið eigið ekki að vera að þessu.“ Við viljum þakka þér fyrir að hafa verið til og fyrir að hafa fengið að kynnast mannkostum þínum. Þú varst svo hjartahlý og gegnheil manneskja. Við munum sakna þín og vonum að þú verðir verndareng- illinn okkar. Við elskum þig, elsku Hulda. Emma, Gígja Sunneva, Halla Björk og Logi Snædal. Far þúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Hulda frænka, nú ertu far- in frá okkur og við trúum því að þú hafir fengið góðar móttökur þegar þú komst til guðs því Gulli frændi hefur beðið eftir elskunni sinni. Það hjálpar okkur nú í sorginni að við trúum því að þið séuð saman aftur. Það var ekki að ástæðulausu að við kölluðum þig ömmu Huldu því að hlýhugurinn, faðmlögin og kossarn- ir voru svo innileg þegar þegar við hittum þig og þess eigum við eftir að sakna. Litlu hlutirnir sem þú gafst okkur alltaf með jólagjöfun- um og við höfum skreytt jólatréð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.