Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.07.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 57 ÍDAG KIRKJUSTARF BRIDS Umsjún Gnðmundur I’áll Arnarson í ÞÆTTINUM í gær sá- um við fallegt bridskvæði, þar sem örlög hetjunnar voru að beijast við 4-0-legu í trompi. Hér er annað, engu síðra, en með sama stefí: 4-0- legu í trompi: Norður ♦ Á » AG83 ♦ AD73 ♦ 9642 Vcstur Austur * DG10 * 98743 » D9742 V K105 * - ♦ G1085 * D1085 + G Suður A K652 » - ♦ K9642 + ÁK73 Suður spilar sex tígla og fær út spaðadrottningu. Trompásinn í öðrum slag af- hjúpar leguna og nú þarf að leggjast undir feld. Sér les- andinn íyrir sér hvemig hægt er að yfirstíga þennan vanda? Það er að mörgu að hyggja, en besta leiðin er þessi: Laufi er hent í hjartaás og hjarta trompað. Þá er iaufásinn lagður inn á bók, spaðakóngui' tekinn og spaði stunginn í borði. Síðan er laufi spilað að kóngnum. Austur slær vindhögg með því að trompa, svo hann gerir best í því að henda spaða. Suður tekur þá á laufkóng og trompar spaða. Staðan er nú þessi. Norður A - »G8 ♦ D A* 9 Vestur Austur á - A 9 »D9 V - ♦ - ♦ G108 + D10 *- Suður A - v - ♦ K96 *7 Sagnhafi er staddm- í borði. Hann gæti tekið á tíg- uidrottningu og spilað hjarta. Ef austur hendir spaða sting- ur suður með níunni og er þá kominn með tólfta slaginn. Og trompi austur hátt með tíu kastar suður lauftaparan- um og bíður eftii' tveimur síð- ustu slögunum á K9 í trompi. að fá það sama og ég. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað hcilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla A A ÁRA afmæli. í dag, »/V föstudaginn 14. júlí, verður níræð Hanna Sigur- laug Eðvaldsdóttir Möller. Hanna dvelur á Hjúkrunar- hcimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. nA ÁRA afmæli. í dag, • V föstudaginn 14. júlí, er sjötugur Alfreð Konráðs- son, Brekkugötu 1, Hrísey. Eiginkona hans er Valdís Þorsteinsdóttir. í tilefni af- mælisins bjóða þau til fagn- aðar í Hlein í Hrísey í dag frá kl. 18. Ath. Þeir sem hug hafa á gistingu komi með dýnur og svefnpoka. Q /\ÁRA afmæli. Á morg- O Vf un, laugardaginn 15. júlí, er áttræð Ásta Har- aldsdóttir, Krókatúni 18, Akranesi. I tilefni þess tek- ur Ásta á móti gestum í Mið- garði, Innri-Akraneshreppi, frá kl. 15 á morgun, laugar- dag. n /"VÁRA afmæli. Á morg- I v un, iaugardaginn 15. júlí, verður sjötugur Þor- valdur Veigar Guðmunds- son, Hátúni 4, Reykjavík, fyrrverandi lækningafor- sljóri Landspítalans. Hann og eiginkona hans, Birna Friðriksdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn á milli ki. 17 og 19 í Hlíðar- smára 8, efstu hæð, í húsa- kynnum Læknafélagsins. pT A ÁRA afmæli. Á morg- t)U un, laugardaginn 15. júlí, verður fimmtug Lovísa Hallgrímsdóttir, Grundar- tanga 5, Mosfellsbæ. Eigin- maður Lovísu er Ámundi Jökull Játvarðsson. Bjóða þau ættingjum, vinum og samstarfsfólki að fagna þess- um merka áfanga með sér í Safnaðarheimili Lágafells- sóknar í dag, föstudaginn 14. júlí, milli kl. 16 og 19. JT A ÁRA afmæii. í dag, t) U föstudaginn 14. júlí, verður fimmtug Ragnheið- ur Steinbjörnsdóttir deild- arstjóri, Logafold 100, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þorsteinn Birgis- son. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Orkuveit- unnar í Eiliðaárdal í dag kl. 19.30. UOÐABROT BÆN Ó, nýi morgunn, láttu ljós þitt skina og ijóð þitt fyllast þeirri gróðurspeki er nýgræðingi viðnámsorku veki og vilja til að auka þroskun sína. Ó, láttu bæði loft og moldir hlýna, til lífsins kvikna barr á snjáðu spreki, svo græna laufið grein og kvistu þeki. Ó, gefðu hverjum sprota blessun þína. Ó, nýi morgunn, vökustarfi stýr. Um strönd og dal úr veldi þínu breiddu. Og yfir miðum hendi þinni halt. Legg frið og sátt í andans æfintýr. Og undir merkið kynslóðirnar leiddu, þar skrifað stendur: Fyrir Island allt. Halldór Helgason STJÖRIVUSPÁ eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert varkár að eðlisfari og lætur engan þrýsta þér til þess að fara hraðar að hiut- unum en þú vilt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú mátt eiga von á því að til þín verði leitað á vinnustað um ráð í sambandi við viða- mikið verkefni. Leggðu þitt til lausnar málsins. Naut (20. apríl - 20. maí) Hlustaðu vandlega á aðra, líka þá sem tala fyrir skoð- unum sem þér eru á móti skapi. Ef þú sýnir þeim virð- ingu máttu vænta virðingar þeirra á móti. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) W Það þýðir ekki að láta Gróu á Leiti um að skýra frá máli, sem þú ert viðriðinn. Seztu niður með félögum þínum og gerið hreint fyrir ykkar dyr- Krabbi (21. júní-22. júlí) Það er kominn tími til þess að þú setjir sjálfan þig og heilsu þína í forgang. Þegar upp er staðið, átt þú átt ekk- ert dýrmætara en heiisuna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Láttu ekki velgengnina stíga þér til höfuðs. Þótt meðbyr- inn sé ljúfur er drambið falli næst. Sýndu lítillæti og allir munu virða þér það til tekna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Nú þarftu aldeilis að taka á honum stóra þínum, hvort sem þér líkar betur eða verr. Reyndu ekki að komast hjá því að taka til hendinni. m Vog (23. sept. - 22. okt.) Láttu ekki forvitnina teyma þig í ógöngur. Þú þarft að læra að draga mörkin milli þess sem þér kemur við og hins sem er einkamál fólks. Sþorðdreki (23. okt.-21.nóv.) Segðu hug þinn og það mun koma þér á óvart hversu margir eru sammála þér. Með réttu lagi átt þú ekki að eiga í erfiðleikum með að fá þitt fram. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ifaO Auðvitað er gott að leggja sig fram við fjáröflun. En peningar eru ekki allt og þú þarft líka að huga að öðrum hlutum áður en það er of seint. Steingeit _ (22. des. -19. janúar) /k Þú munt standa frammi fyrir óvæntu tækifæri í dag og um að gera að grípa það, ef þér sýnist svo. Þá munu um- fangsmiklar breytingar verða á næsta leiti. Vatnsberi f . (20. jan. -18. febr.) Þótt eitthvað blási á móti er það bara stundarfyrirbrigði. Óll él birtir upp um síðir og þetta er bara spurning um að sýna næga þolinmæði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú hljótir umbun erfiðis þíns. Láttu ekki öfund samstarfs- manna þinna hafa áhrif á þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Safnaðarstaif Messuferð til Krýsu- víkur SUNNUDAGINN kemur, 16. júlí, verður boðið til messuferðar á veg- um Hafnarfjarðarkirkju og Hafnar- fjarðarbæjar til Krýsuvíkur í upp- hafi annarrar ferðar þangað á kristnihátíðarári, sem er liður í ár- þúsundaverkefni bæjarfélagsins sem nefnist: „Krýsuvík - samspil manns og náttúru". Messa í Krýsu- víkurkirkju hefst kl. 11.00. Séra Gunnar Björnsson, sem starfar í sumar sem prestur við Hafnarfjarðarkirkju, messar. Eyj- ólfur Eyjólfsson leikur á flautu. Eftir messuna verður léttur hádegisverð- ur framreiddur í Krýsuvíkurskóla. Lagt verður af stað með rútu frá Upplýsingamiðstöðinni í Hafnar- firði, Vesturgötu 8, kl. 10.15, en ekki frá Hafnarfjarðarkirkju að þessu sinni eins og oftast áður er safnaðar- ferð hefur verið farin á vegum henn- ar til Krýsuvíkur. Rúta fer til baka kl. 12.45 og einnig síðar um daginn. Rútuferð ásamt korti af gönguleið- um og hádegisverði kostar kr. 800. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Krýsuvík fram eftir degi, sýning op- in í Sveinshúsi, sem nefnist Maður og land, fræðsludagskrá um Krýsu- víkurtorfuna, kynning á Reykjanes- fólkvangi og gönguferðir farnar með leiðsögn. Þessi safnaðarferð til Krýsuvíkur kemur í stað árdegisguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason sóknarprestur. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Næstu laugardaga verða samkom- umar með aðeins breyttu sniði. Söngur og biblíufræðsla en prédikun sleppt. A morgun sér Bjarni Sig- urðsson um biblíufræðslu. Barna- og unghngadeildir á laugardögum. Allir velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið, kl. 21. HUGSKQT | *í s» í vt? > i í> s 11.1 Þ í Brúðkaupsmyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari Einkatímar/námskeið, sími 694 5494 Nýtt námskeið hefst 19. júlí Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. TOPPSKORINN DOMU Julia Spies Teg: 272469 Stærðir: 36-42 Litur: Svartur HERRA Woodman Teg: 3525 Stærðir: 40-46 Litur: Svartur POSTSENDUM SAMDÆGURS m m L^Vversrunj loppskórinn \oppskórinn -LVELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG X SUÐURLANDSBRAUT 54 SIMI 552 1212 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) | SÍMI 533 3109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.